Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Síða 27
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992.
27
Alþingismenn óánægðir með launakjör sín:
Margir þingmenn
sinna öðrum störfum
- ríkar millistéttarkonur og meðaljónar þingmenn framtíðarinnar, segir Guðrún Helgadóttir
„Launakjör alþingismanna eru
með þeim hætti að hæfasta fólkið
mun ekki gefa kost á sér til þeirra
starfa í framtíðinni. Ef svo heldur
fram sem horfir í þessum efnum
verða það eingöngu ríkar milhstétt-
arkonur og meðaljónar sem sitja á
þingi í framtíðinni,“ segir Guðrún
Helgadóttir alþingismaður.
Þingmenn almennt eru mjög
óánægðir með launakjör sín. Þeir
segja lág laun einu ástæðuna fyrir
því að nær helmingur alþingismanna
vinnur einhveija aukavinnu með
þingstörfum. Srnnir halda jafnvel
áfram í vel laimuðum ábyrgðarstöð-
um eftir að hafa verið kjömir á þing.
Þingfararkaupið
Eflaust þætti ýmsum þingfarar-
kaupið gott. Það er nú 177.993 krónur
á mánuði. Eftir skatt fá alþingismenn
því útborgaðar rúmar 120 þúsund
krónur á mánuði. Síðan fá þingmenn
greiddan ýmsan kostnað.
Þingmenn búsettir í Reykjavík,
Kópavogi, Seltjarnamesi, Garðabæ
og Hafnarfirði fá þingfararkaupið og
11 þúsund krónur á mánuði í ferða-
kostnað, eða samtals 188.993 krónur
fyrir skatta.
Þingmenn Reykjaneskjördæmis,
búsettir sunnan Hafnarfjarðar, fá
þingfararkaupið, 25 þúsund krónur
í dvalarkostnað og 20 þúsund krónur
í ferðakostnað, samtals 222.993 krón-
ur fyrir skatta.
Þingmenn búsettir á landsbyggð-
inni fá auk þingfararkaups 51 þús-
und krónur í dvalarkostnaö, 31 þús-
und krónur í ferðakostnað og 38 þús-
und krónur í húsaleigukostnað, eða
samtals 297.993 krónur fyrir skatta.
Auk þessa fá alhr alþingismenn
símakostnað sinn greiddan.
Makinn þarf
að skaffa vel
Guðrún Helgadóttir sagði að þegar
hún kom inn á þing 1979 hefði það
talist til undantekninga að þingmenn
væm í launuðum störfum meðfram
þingstörfunum. Nú séu mjög margir
í aukastöfum eða jafnvel í fuilum
störfum meðfram þingstörfunum.
Sumir áttu að vísu fyrirtæki eða hlut
í þeim en að menn sæktu beinlínis í
aukastörf eins og nú er væri nýtt.
„Ég hvorki lifi eða dey af þessum
launum því þetta eru heimihslaun
mín með fjögur börn í námi,“ sagði
Guðrún Helgadóttir.
Páh Pétursson tók mjög í sama
streng. Hann sagðist eiga hluta í búi
að Höhustöðum og hafa af því svo-
litlar tekjur.
„Þar fyrir utan er ég svo heppinn
að eiga konu sem skaffar vel. Makinn
þarf að skaffa vel til þess að þessi
laun dugi,“ sagði Páh Pétursson.
Hann tók þó fram aö hann væri
ekki andvígur því að þingmenn
tækju þátt í atvinnulífinu að ein-
hveiju marki með þingstörfum. Það
væri þingmönnum hoht að vera í
snertingu við atvinnulífið. En ef það
kæmi niður á þingstörfum yrði máhð
neikvætt.
Guðjón Guðmundsson er nýr á
þingi. Hann var einn af yfirmönnum
þjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi
áður en hann kom á þing eftir síð-
ustu kosningar.
„Ég lækkaði í launum við að fara
inn á þing. Ég vissi fyrirfram að svo
myndi fara. En það sem hefur komið
mér mest á óvart er hve mikill auka-
Árni R. Ámi Johnsen.
Einar K. Guðmundur H.
Ingibjörg P. Ingibjörg Sólrún.
Lára Margrét. Ólafur Þ.
Valgerður. Vilhjálmur.
össur.
kostnaður fylgir þingmannsstarfinu.
Þingmenn þurfa að koma fram við
hin ólíklegustu tækifæri og þurfa því
að halda sig vel í fötum. Það er mjög
dýrt. Á fyrsta árinu sem þingmaöur
ók ég bílnum mínum um 40 þúsund
kílómetra á ferðalögum um kjör-
dæmið. Svo er ýmiss annar kostnað-
ur sem fylgir starfinu.
Sigbjöm Gunnarsson er þingmað-
ur í Norðurlandskjördæmi eystra,
Árni M. Davíð.
Eggert.
Gunnlaugur.
Jón H.
Guðni.
Jóhann.
Guðrún.
Jóhannes Geir.
Egill.
Ingi Björn.
Jón K.
Páll. Pálmi.
□ Húsaleigustyrkur Laun þingmanna
~~ 297.993
- í krónum -
Dvalarkostnaður
Ferðakostnaður
Föst laun
222.993
188.993
11.000
177.993
25.000
20.000
177.993
38.000
51.000
31.000
177.993
Höfuðborgarsv.
Reykjanes
Landsbyggðin
JjVTO'd
sem er víðfeðmasta kjördæmið
ásamt Austurlandskjördæmi. Hann
sagðist hafa ekið sínum bíl 43 þúsund
kílómetra á 13 mánuðum innan kjör-
dæmisins. Sigbjöm sagðist ekki hafa
aðrar tekjur en vegna þingstarfa.
Hann sagðist eiga verslun á Akur-
eyri ásamt bræðrum sínum en engar
tekjur hafa komið af henni eftir að
hann lét af störfum þar og fór inn á
þing.
„Hins vegar fór konan mín út að
vinna í fyrsta sinn eftir að ég varð
alþingismaður,“ sagði Sigbjöm.
Ingi Bjöm Albertsson sagðist ekki
komast af með sína stóm fjölskyldu
nema sinna aukastarfi en hann hefur
verið knattspymuþj álfari undanfar-
in ár. Flestir þingmenn segjast hafa
lækkað í launum við að koma inn á
þing. Það em helst þeir sem verið
hafa kennarar sem ekki kvarta.
Aukavinna
ekki greidd
Það er alveg sama hve langan
vinnudag alþingismenn vinna, þeir
fá aldrei greidda aukavinnu. Á viss-
um tímum, svo sem síðustu vikurnar
fyrir jólafrí og þinglok á vorin vinna
alþingismenn mikið. Oft ná þeir ekki
nema fárra klukkustunda svefni á
sólarhring og stundum nær engum.
Þeir fá heldur ekki eyri fyrir nefnd-
arstörf. Engin þingnefndastörf eru
launuð. Utanríkismálanefnd starfar
allt árið en seta í henni er samt
ólaunuð. í fjárlaganefnd er unnið
mestan part ársins og frá miðju
sumri th jóla er unniö nótt og dag
að kalla. Samt eru engin laun greidd
fyrir setu þar.
Að skrá sig úti á landi
Sumir þingmenn kjördæma úti á
landi, en búsettir í Reykjavík, hafa
farið út í það að skrá sig til heimihs
í sínu kjördæmi. Umtalsvert þótti
dæmið af Steingrími J. Sigfússyni
þegar hann flutti heimihsfang sitt í
Þistilfjörðinn og Sighvati Björgvins-
syni er hann flutti sig til ísafjarðar.
Og þeir eru fleiri sem skrá sig í kjör-
dæmin enda þótt þeir séu búsettir
allt árið í Reykjavík. Vegna þess fá
þeir kjör þingmanna af landsbyggð-
inni.
Bein ráðherralaun teljast ekki há
ef miðað er við þá ábyrgð sem á þeim
hvílir og hvað þá ef miðað er við for-
stjóralaun í þjóðfélaginu. Ráðherrar
hafa hins vegar þann möguleika að
auka laun sín með ferðalögum til
útlanda. Þá fá þeir hinar miklu dag-
peningagreiðslur en samt ahan
kostnað greiddan. Þannig hafa ráð-
herrar náð milljónum króna á ári
undanfarin ár eins og komið hefur
fram í svörum við fyrirspurnum á
Alþingi þess efnis.
Aukastörf
Þeir alþingismenn sem vitað er að
eru með aukastörf meðfram þing-
mennsku eða hafa aukatekjur eru:
Ámi R,, Ámason, fyrirtæki á Reykja-
nesi, Árni Johnsen, ýmis rit- og
fjölmiðlastörf, Árni M. Mathisen
dýralæknir, Davíð Oddsson borgar-
fuhtrúi, Eggert Haukdal bóndi, Egih
Jónsson bóndi, Einar K. Guðfmns-
son, hlutur í útgerðarfyrirtæki, Guð-
mundur Hahvarðsson, forstjóri •
Hrafnistu í Hafnarfirði, Guðni Ág-
ústsson, bankaráð Búnaðarbankans,
Guðrún Helgadóttir rithöfundur,
Gunnlaugur Stefánsson, prestur og
bóndi, Ingi Björn Albertsson knatt-
spyrnuþjálfari, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir ritstörf, Ingibjörg Pálma-
dóttir, hlutur í útgerðarfyrirtæki,
Jóhann Ársælsson, hlutur í plast-
bátagerð, Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son bóndi, Jón Helgason bóndi, Jón
Kristjánsson ritstjóri, Lára Margrét
Ragnarsdóttir Ríkisspítalamir, Ólaf-
ur Þ. Þórðarson bóndi, Páh Péturs-
son bóndi, Pálmi Jónsson bóndi,
Ragnar Arnalds rithöfundur, Stein-
grímur Hermannsson, bankaráð
Landsbankans, Valgerður Sverris-
dóttir bóndi, Vhhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunarráðs,
Össur Skarphéðinsson, fiskeldi og
ráðgjöf. Við þennan hóp bætast svo
ráðherramir níu sem hafa mun
hærri laun en þingmenn og dagpen-
ingatekjur.
-S.dór