Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. 37 Forsetakosningamar í Bandaríkjunum á þriöjudaginn: Tvaer kynslóðir takast á „Bill Clinton veit aö hann þarf að hamra járnið meðan það er heitt. Það verður því mikil tiltekt í Hvíta hús- inu þegar Clinton kemur til valda. Þetta er fyrsta tækifæri okkar kyn- slóðar til að stjóma og víkja gömlu mönnunum frá,“ segir Bruce Reed, einn fremsti ráðgjafi Clintons í for- setakosningunum. Þessi orð lýsa í fyrsta lagi bjartsýn- inni sem ríkt hefur í herbúðum Clint- ons fram á þennan dag. Svo kann að fara að Reed og aðrir stuðningsmenn sjái drauminn verða að engu næst- komandi þriðjudag því George Bush er ekki eins auðsigraður og lengi leit út fyrir. Hins vegar sýnir þetta að menn ætlast til að Clinton gangi skörulega til verks komist hann í Hvíta húsið. Það er gömul reynsla úr stjómmál- unum að nýir menn verða að láta hendur standa fram úr ermum fyrstu Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum — niðurstöður skoðanakannana Gallup fyrir CNN-fréttastofuna — 30. sept. 25. okt. 30. okt. mánuðina sem þeir eru í embætti því tímabilið líður án þess að nokkrar annars fer allt í útideyfur og kjör- breytingar verði. Bill Clinton: Munaðarleysingi á leið í Hvíta húsið Bill Clinton er fæddur í Hope, smábæ í Arkansas, 19. ágúst árið 1946 og yrði því fyrsti forseti Bandaríkjanna af eftirstríðsára- kynslóðinni. Fullt nafn: William Jefferson Blythe IV. Foreldrar: Faðir hans hét Roger Chnton en hann lést áður en sonur- inn fæddist. Bill tók upp eftimafn föður síns á unglingsárum en Blythe er eftimafn stjúpa hans. Móðir Chntons er Virginía Kel- ley, 69 ára gömul og fjórgift. Æsku- ár hans voru mjög erfið og heimilið lengi í hálfgerðri upplausn vegna óreglu. Roger, yngri bróðir hans, hefur setið í fangelsi fyrir auðgun- arbrot og hann er eiturlyfjasjúkl- ingur. Liðsmenn George Bush hafa rannsakað fjölskylduna sérstak- lega í von um að flnna þar eitthvað misjafnt til að klína á Clinton en ekki haft árangur sem erfiði. Menntun: Clinton lauk árið 1968 BA-prófi í stjórnvísindum og al- þjóðastjórnmálum frá háskólanum í Hot Springs í Arkansas. Eftir það fór hann til náms í Oxford á árun- um 1968 th 1970. Þar tók hann þátt í mótmælum gegn hernaði Banda- ríkjamanna í Víetnam. Árið 1973 lauk Clinton lögmannsprófi frá Yale-háskóla. Hermennska: Clinton var skráð- ur í þjóðvarðliðiö árið 1969 en gegndi ekki þjónustu. Hann kom sér undan herþjónustu með áðstoð frænda síns sama ár. Stjórnmálaafskipti: Afskipti af Bill Clinton. Saxófónleikur er eitt helsta áhugamálið. Af tónlistarmönnum er Elvis Presley í mestu uppáhaldi. Simamynd Reuter stjórnmálum hófust árið 1972 í Tex- as þegar Chnton vann að kjöri George McGovem til forseta-. Hann reyndi árið 1976 að komast á ríkis- þingið í Arkansas en féh. Hann var vahnn ríkisstjóri áriö 1978 en féh 1980, kjörinn ríkisstjóri að nýju árið 1982 og alltaf eftir það. Tekjur: Chnton hefur um 33 þús- und dali í árslaun og hafa þau ekki hækkað mörg undanfarin ár. Hhl- ary kona hans hefur og umtals- verðar tekjur sem virtur lögmaður. Eignir eru litlar, aðeins hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum. Fjölskylda: Kona Clintons er Hill- ary, fædd Rodham, skólasystir hans frá Yale. Þau eiga dótturina Chelsea, þrettán ára. Þau eru bapt- istar. Áhugamál: Áhugamáhn eru lest- ur, skokk, póker og saxófónleikur. í kosningabaráttunni hefur Clinton nokkrum sinnum gripið saxófón- inn og leikið fyrir stuðningsmenn sína. Chnton er mikill aðdáandi Elvis Presley og hefur gaman af gömlu rokki. Þess utan hlustar hann á jass. Styrkur: Clinton hefur um sig mikla hjörð vina og ráðgjafa. Hann á auðvelt með að umgangast fólk, er mælskur og óragur í póhtískum deilum. Chnton þykir vinnusamur og áhugi hans á stjónmálum virðist takmarkalaus. Það er líka talið honum til tekna að vera vel kynnt- ur meðal áhrifamanna og þó er eig- inkonan, Hhlary, talin styrkasta stoðin. Veikleikar: Veikleikamir eru að vhja gera öllum til geðs. Stefnan virðist því oft óljós og flöktandi. Af þessu er kominn áburðurinn um vingulshátt. Hann á það th að gefa flókin svör í mörgum hðum við ein- fóldum spurningum. Almenningur skilur ekki alltaf hvað hann er að fara. Reynsluleysi í utanríkismál- um veikir og stöðu hans í barátt- unni við George Bush. Sögur um kvennafar skaða hann einnig. Sigrar: Stærsti sigurinn til þessa er útnefningin í forsetaframboð í sumar. Ósigrar: Versti ósigur Clintons var þegar hann féll úr embætti rík- isstjóra í Arkansas árið 1980. Kröfur um breytingar Clinton í hag Margir Bandaríkjamenn vhja breytingar. Fjögur ár enn hjá Bush í forsetaembættinu þýða að ekkert breytist. Þetta er atriði sem vinnur með Chnton og hefur skilað honum langt í kosningabaráttunni. Aðrir segja að Bandaríkjamenn vhji ekki breytingar þegar á hólminn er komið. í það minnsta hinir íhaldssamari úr röðum kjósenda hugsa sem svo að þeir viti hvað þeir hafi og því sé ekki vert að taka áhættu. Á þessu græðir Bush. Þeir sem þekkja Clinton segja að hann muni einbeita sér að fáum at- riðum í landsstjóminni en láta önnur sitja á hakanum. Utanríkismáhn eru meðal þess sem hann mun örugglega ýta th hhðar og eftirláta þau utanrík- isráðheranum. Uppáhaldsmáhn eru mennta- og heilbrigðismál. Þá er hk- legt að umhvefismál verði í brenni- deph og á einhvem veg verður að standa við loforðin um að bæta efna- hagsástandið. Því er spáð að stih Chntons verði ahur annar sem hjá Jimmy Carter þótt þeir séu oft bornir saman. Cart- er hafði mörg jám í eldinum og mis- tókst í flestu. Og allar byggja þessar vangaveltur á því að Clinton nái kjöri sem er aUs óvíst ef htið er til nýjustu skoðanakannana. Verði Bush endurkjörinn er við- búið að hann reyni að breyta um stefnu. Hann verður umfram aUt að bæta úr efnahagsástandinu og hefur í þeim efnum lofað að beita James Baker fyrir vagninn. Baker er hins vegar ekki áfjáður í að sinna innan- ríkismálum. Peroterbesti liðsmaður Bush Bush á að mörgu leyti óhægara um vik en Clinton að láta th sín taka. AUar líkur era á aö fulltrúadehd þingsins verði áfram skipuð demó- krötum að meirihluta, en kosið er til þings samtímis forsetakjörinu. Clin- ton má því búast við friðsamari sam- búð við þingmenn en Bush hefur mátt þola. Þriðji maðurinn, miUjarðamæring- urinn Ross Perot, á ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri en hann gæti samt ráðið úrslitum. Stjórn- málaskýrendur segja að sigri Bush þá verði hann sóma síns vegna að fara á fund Perots og þakka honum sérstaklega. Framboð Perots hefur orðið th að dreifa óánægjufylginu sem annars hefði haUað sér að Clin- ton. -GK Ross Perot þykir hafa sterka einræðistilhneigingu, ofsóknarhugmyndir og er meinilla við nærgöngular spurn- ingar. Ross Perot: Hestar og hraðbátar eru aðaláhugamálin Forsetaframbjóðandinn Ross Pe- rot olh tölverðu fjaðrafoki þegar hann ákvað að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Skoðanak- annanir sýndu að hann hafði for- skot á Bush og CUnton í tveimur stærstu fylkjum Bandaríkjanna. Héldu menn að nú væri komið að því að blað yrði brotið í sögu for- setakosninga þar í landi en enginn óháður frambjóðandi hefur orðið forseti. Perot eyðir um 3 mihjörð- um íslenskra króna í kosningabar- áttuna úr eigin vasa. Hann hætti viö framboð sitt í júh en hætti síðan við að hætta í október en er tahnn hafa misst af lestinni. Fullt nafn: Henry Ross Perot. Fæddur: 27. júní 1930 í Texarkana, Texas. Foreldrar: Faðirinn var bómullar- kaupmaður en móðir hans kenn- ari. Menntun: Gekk í menntaskóla í Texarkana og í akademíu banda- ríska sjóhersins í Maryland 1953. Snemma þótti bera á forystuhæfi- leikum eða vhja th forystu en hann var ætíð valinn formaður bekkjar- deilda og skólafélaga. Herþjónusta: Fimm ára herskylda í sjóhernum. Starfsferill: Sölumaður hjá IBM 1957-1962. Hann stofnaði eigið fyr- irtæki, Electronic Data Systems, 1962 og átti meðal annars í sam- starfi við bandarísku leyniþjón- ustuna. Perot var heitur stuðnings- maður Richards Nixon og naut fyr- irtæki hans góðs af því á ýmsa vegu, th dæmis skattaafsláttar. Hann seldi General Motors fyrir- tæki sitt 1984 fyrir um 25 milljarða króna og hluti í GM, og var í stjóm GM frá 1984-1987 þegar hann var keyptur út úr fyrirtækinu vegna deilna við stjórnendur þess um leiðir. 1988 stofnaði hann fyrirtæk- ið Perot Systems og rekur það í dag. Laun: Óþekkt, rekur eigið fyrir- tæki. Eignir: Metnar á um 180 milljarða íslenskra króna. Fjölskylda: Hann kvæntist Margot Birmingham 1956. Þau eiga einn son og fjórar dætur, Ross jr., Nancy, Suzanne, Carolyn og Cat- herine. Einkenni: Lágvaxinn, snöggkhppt- ur og frekar reigður, skapmikhl, ráðríkur og örvhentur, talar með miklum Texashreim. Áhugamál: Hestar og hraðbátar sem hann breytir th að gera enn hraðskreiðari. Hann er einnig safn- ari og á eina eintakið af Magna Carta, skrá Jóhanns landlausa frá 1215 um aukin lýðréttindi th handa Bretum utan Englands. Hann er mikill aðdáandi Margaretar Thatc- her. Uppáhaldstónlist: Engin eftirlætis- tónlist. Uppáhaldsmatur: Chhi og grill- steikur. Styrkur: Gífurleg persónuleg auðæfi og sjálfsöryggi. Hann er góður kappræðumaður og þykir eiga sérstaklega auðvelt með að gera flókna hluti einfalda. Hann krefst mikihar hollustu af starfs- mönnum sinna og tekst einnig að laða hana fram. Hann bannar skeggvöxt karlmanna sem eru í vinnu hjá honum og krefst þess að þeir gangi í dökkbláum jakkafótum alla daga. Veikleiki: Hefur enga póhtíska reynslu. Mesta afrek: Það tók hann aðeins áratug að byggja upp fyrirtæki sitt, EDS, úr nánast engu, 1000 dohara láni frá konu sinni, í að verða mihj- arðafyriræki. Mestu vonbrigði: Dró sig út úr for- setaslagnum í júlí og olli tugþús- undum stuðingsmanna miklum vonbrigðum. Þekktustu orð: Ef þið viljið að ég geri það skal ég sjá um það (loforð um að leysa öh vandamál Banda- ríkjannahrattogvel). -hlh Kosningafundir í Bandaríkjunum eru liflegir en ekki er allt sem sýnist því frambjóðendur hætta sér sjaldan á fund þar sem ekki er tryggur meirihluti stuðningsmanna. Framboðsfundirnir verða því skrautsýningar sem fáir taka mark á. Ross Perot á ekki skipulagðan flokk að baki sér og þvi heldur hann fáa fundi með væntanlegum kjósend- um en einbeitir sér þess í stað að auglýsingum í sjónvarpi. Símamynd Reuter George Bush: Liðtækur kylfingur en skortir framtíðarsýn Fæddur: 12. júní 1924 í bænum Mhton í Massachusetts. Fullt nafn: George Herbert Wal- ker Bush. Foreldrar: Prescott Sheldon Bush, bankastjóri á Wall Street og öldungadehdarþingmaður fyrir Connecticut, og Dorothy Walker. Menntun: Lauk menntaskóla- námi frá Phhhps Academy í Ando- ver í Massachusetts árið 1942. Stundaði nám í hagfræði í Yale háskólanum og lauk BA-prófi árið 1948. Herþjónusta: Gekk í sjóherinn á átján ára afmæhsdegi sínum 1942 og gegndi herþjónustu til ársins 1945. Bush var yngsti orrustuílug- maðurinn í sjóhernum, fór í 58 árásarferðir. Japanir skutu hann niður yfir Kyrrahafinu en honum var bjargað um borð í bandarískan kafbát. Bush var sæmdur fjórum heiðursmerkjum fyrir her- mennsku sína. Starfsferill: Sjálfstæður atvinnu- rekandi í ohuvinnslu í Texas á ár- unum 1948 th 1962. Hann var m.a. meðeigandi og stofnandi Zapata olíufélagsins sem var leiðandi í nýrri bortækni á hafi úti. Bush var kjörinn í fuhtrúadehd bandaríska þingsins árið 1966 og sat þar í fiög- ur ár, til ársins 1970. Hann bauð sig einnig tvisvar fram th öldunga- dehdarinnar en tapaði í bæði skipt- in. Á árunum 1971 til 1972 var Bush sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Næstu tvö árin gegndi hann formennsku í Repúblikanaflokknum og á árinu 1974 hélt hann th Kína. Þar sat hann á sendiherrastóh th 1975. For- stjóri leyniþjónustunnar CIA var hann 1976 til 1977, varaforseti 1981 th 1989. Hann var kjörinn 41. for- seti Bandaríkjanna í nóvember 1988. Laun: Um það bh 270 þúsund doUarar á ári, eða tæpar fimmtán milljónir íslenskra króna. Hann hefur þar að auki ýmis fríðindi, svo sem Boeing 747 breiðþotu, þyrlur, sumardvalarstað forsetaembættis- ins í Camp David, o.s.frv. Fasteignir: Hann á sumarhús á stórri lóð við ströndina í Kenne- bunkport í Maine. Þá á hann bygg- ingarlóð í Houston í Texas. Heimihsfang: Hvíta húsið, 1600 Pennsylvania Avenue í Washing- ton DC. Lögheimih eiga Bush- 'hjónin aftur á móti á hótelinu Ho- ustonian í Houston og þar greiða þau atkvæði. Kirkjudeild: Biskupakirkjan. Fjölskylda: Kvæntur Barböru Bush, fæddri Pierce. Þau gengu 1 hjónaband árið 1945 og eiga fióra syni, George, Jeb, Neh og Marvin, og eina dóttur, Dorothy. Bama- börnin eru orðin tólf. Sérkenni: Hár og grannur, notar lesgleraugu. Hann er eirðarlaus og ofvirkur á stundum, talar í sundur- shtnum setningum með mörgum innskotum. Örvhentur. Áhugamál: Golf, tennis, skokk, hraðbátar, stangaveiði og skeifuk- ast. Bush þykir vel hðtækur kylf- ingur og hann hefur ahtaf hraðan á þegar hann sphar. Hann fer gjarnan áfián holur á tæpum tveimur klukkustundum. Uppáhaldstónlist: Sveitatónlist. Uppáhaldsmatur: Tex-mex og svínakjöt. Bush þykir barbíkjú, aö hætti Texasbúa, einnig ákaflega gott og þegar hann er „heima“ í Houston lætur hann aldrei undir höfuð leggjast að fara á Otto’s, lít- inn og heldur óásjálegan barbíkjú- stað skammt frá hótelinu sínu. Myndir af forsetanum eru þar um alla veggi. Styrkur: Baráttuglaður, trygg- lyndur og vinakær, fullur starfs- orku, með langa pólitíska reynslu, einkum í utanríkismálum, með glæstan hermannsferh að baki og í góðu hkamlegu ásigkomulagi. Veikleikar: Hefur líth tengsl við líf venjulegs fólks, of trygglyndur í garð samstarfsmanna sinna, skortir póhtíska framtíðarsýn, slæmur ræðumaður. Stærsti sigur: Að koma saman alþjóðlegri samfylkingu gegn Sadd- am Hussein íraksforseta og innrás heria hans í Kúveit. Stærsti ósigur: Braut kosninga- loforð sitt um að hækka ekki skatta. George Bush Bandaríkjaforseti þykir of trygglyndur i garð samstarfs- manna sinna. skástur? Arrna T. Pálinadóttir, DV, New York: „Clinton er maöurinn." „Bush hefur á aðdáunarverðan hátt leitt Bandaríkjamenn í gegn- um erfiða tíma.“ „Perot er sá eini með viti.“ „Clinton er svo heiðarlegur þegar kemur aö persónulegum málum." „Bush laug að alþjóð í máh sem snerti okkur öll.“ „Mér er alveg sama hver verður forseti. Þeir eru allir óspennandi.1' „Perot hefur fiölmiðlana 1 vasan-. um, er stórfyndinn og hugmynda- ríkurenyrðialdrei góður forseti." „Clinton gat ekki einu sinni á sómasamlegan hátt sfiómað einu htlu fylki.” ; „Líttu á Ifiörtimabil Bush: hærri skattar, aukin tíöni afbrota, fleiri atvinnu- og heimilislausir. Getur það versnað?“ „Ég kýs Clinton af því að hann kemur best fyrir og er langmyndar- legastur.” „Ég þoh ekki snfiaðurslega íram- komu Clintons." „Bush ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, ég kýs hann.“ „Auðvitaö kýs ég Perot. Hug- myndir hans í efnahagsmálum skara fram úr og svo er hann svo þrælskemmtilegur og djarfur." Þetta höföu New York-búar að segj a þegar aðeins fiórir dagar voru til forsetakosninganna í Bandarikj- unum. Bush, Clinton eða Perot. Þeir eiga albr möguleika og von, mismikla ef marka má nýjustu niðurstöður skoðanakönnunar meðal líklegra kjósenda þar sem Bush fékk 38 pró- sent atkvæða, Clinton 41 prósent og Perot 16 prósent. Lengst af mátti ætla að Clinton væri svo til ömggur um kosningu en á síðustu dögum virðist sem Bush hafi sankað að sér atkvæðum. í undanfórnum forsetakosning- um hefur dræm þátttaka verið vandamál en nú benda líkur til að metþátttaka verði. Hvað veldur? Jú, áð þessu sinni hefur rík áhersla verið lögð á aö virkja almenning og á ólíklegustu vígstöðvum má reka augun í áróður þess efnis. Ameríski draumurinn Flestum ter saman um að með framboði sínu hafi Perot ekki ein- ungis tekist að hrista upp í almenn- ingi heldur einnig hinum frambjóð- endunum tveimur. Ilann hafi með framkomu sinni orðið til þess að fleiri kiósi en eha og hafi sagt orð að sönnu utn flölda mikilvægra málefna. Hann sé sá eini sem ekki hefur gert lítið úr andstæðingum sínum og hann hafi látið frá sér fara orð í tíraa töluð. Sjálfur segist hann ætla að endurreisa ameríska drauminn en vegna skorts á póh- tískri reynslu eru margir þeirrar skoðunar að hann eigi síður heima í forsetaembætti en Itinir tveir. Margir telja að ef unga fólkið og minnihlutáhópar fáist til þátttöku sé embættið í höndum Clintons. Afstaða hans til fóstureyöinga gæti skipt sköpurn en hann er hlynntur því að konan fái að velja. Réttindi kvenna eru þar i bronnideph. Hanh lofar bótum i heilbrigðis- og trygg- ingamálum og hefur sérsuiklega tekiö á málefnum eyðnisjúklinga. Og liann lætur sig umhverfisvernd miklu varða. Sumir segja Clinton of sfiórnmálasinnaöan og þannig of takmarkaðan, Bush segir hann á allra máh í öUum málum. Þeh' sem hræðast breytingar vifia Bush. Haim sé svo sterkur per- sónuleiki og það viti þannig að hverju það gengur. Svo virðist sem hann eigi meira fylgi aö fagna með- al eldri kynslóðarinnar. Unga fólk- ið hræðist neikvæða afstöðu hans til fóstureyðinga sem og framhald þess sem á imdan er gengið. Marg- ir tefia að hann hafi gengið skrefi oflangt í árásum sínum á Clinton. Svo eru enn aðrir sem telja engan þessara þriggja aö embættinu kom- inn og ganga meira að segja svo langt að segja: „Hver er skástur af djöflunum þremur?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.