Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Page 30
38 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. k. * Júlíana Gisladóttir hefur flutt inn bandaríska Balinese ketti sem eru síðhærðir siamskettir og hinir einu sinn- ar tegundar á íslandi. Hún lifir í sátt og samlyndi við átta ketti. DV-myndir Brynjar Gauti eða tæplega þrjátíu þúsund krónur. Júlíana hefur gefið kisunum sín- um sérstakt ræktunarnafn, Fjala- köttur. Hún hefur sett þá á skrá hjá kattafélagi í Danmörku en Kynjakettir hafa gott samstarf við það félag. Ketthngamir hafa fengið falleg íslensk nöfn, t.d. Sól Fjala- köttur, Rós, Gríma, Magni og Móði. Ekki segist Júlíana þurfa mikið að hafa fyrir dýrunum. „Ég er með þijá kassa, hreinsa þá einu sinni á dag og skipti um sand þegar með þarf. Síðan gef ég þeim tvisvar til þrisvar á dag,“ segir hún. „Það er allt í lagi að skreppa frá þeim því þeir eru rólegir. Eg spila bridge og er í Útivist en þegar ég fer í burtu passar frændi minn kettina. Júlíana vill ekki meina að erfitt væri að ala upp börn innan um öll dýrin. „Þegar ég var í Danmörku í byijun september hitti ég konu sem starfar mikið fyrir kattafélagið þar, hún er með lítið barn og tuttugu og þijá ketti. Það var ekkert mál fyrir hana. Ég passaði barn vin- konu minnar um daginn og það gekk mjög vel,“ segir hún. Kynjaköttur ársins? Júlíana hefur lofað kettlingun- um, sem von er á í heiminn, en mikið hefur verið spurst fyrir um þá. Á kattasýningu, sem verður í Tónabæ á sunnudag, verða allir kettir hennar sýndir fyrir utan þann kettlingafulla. Júlíana er reyndar að vonast til að fressköttur hennar verði valinn kynjaköttur ársins á sýningunni. Hreinræktuðu kettirnir hennar Júfiönu hlaupa ekki inn og út eins og venjulegir íslenskir kettir. Þeir þola illa kulda og eru auk þess of verðmætir til að sleppa þeim laus- um. Júlíana hefur hins vegar kom- ið upp stóru kattahúsi í garðinum hjá sér þar sem hún ætlar að viðra Sannkölluð kattamamma Júlíana Gísladóttir býr með átta síðhærðum síamsköttum „Það var upphaflega systir mín sem smitaði mig af þessum áhuga. Hún var við nám í Bandaríkjunum og tók með sér íslenska síamslæðu út. Síðan fékk hún sér Balinese fress sem eignaðist ketthnga með þeirri íslensku. Ég fékk einn kettl- ing úr því goti og þannig kom áhugi minn tíl,“ segir Júlíana Gísladóttir, kattamamma í vesturbænum, í samtali við DV. Júlíana er með átta ketti, sjö þeirra eru af sérstöku bandarísku kyni, Balinese, en það eru síðhærð- ir síamskettir. Júlíana er sú eina hér á landi sem á kettí af þessu kyni. Áður en Júlíana fékk Bah- nese köttinn áttí hún venjulegan íslenskan húskött og hann býr enn hjá henni en lætur htið fara fyrir sér. Júlíana er í félaginu Kynjakettir en í því eru um tvö hundruð katta- eigendur. Aðalmáhð er að eiga hreinræktaða ketti. Júlíana flutti inn hreinræktaðan Balinese frá Bandaríkjunum um leið og hún kom heim með kettlinginn frá syst- ur sinni. „Það var í raun betra að hafa tvo ketti saman í einangrun- inni í Hrísey," útskýrir hún. Júliana segir mjög mikið mál að flytja inn ketti til Islands eins og reyndar öll önnur dýr. Ég sótti um fyrst í janúar 1991 en vegna að- stöðuleysis i Hrísey fengum við ekki leyfi. Það var ekki fyrr en sl. vor sem við gátum komið köttun- um hingað heim. Þetta var löng leið fyrir kettina þar sem systir mín býr nálægt St. Louis. Auk þess gleymdust kettirnir á Keflvíkur- flugvelh, þar sem starfsmaður sem átti að sjá um þá var í fríi, þannig að þeir komust ekki strax tfi Hrís- eyjar. Þar fyrir utan er dýrt að hafa dýrin þar í einangrun þannig að segja má að þetta sé heiímikið mál. Kisurnar þurftu aö vera þrjá mánuði i Hrísey.“ Án atvinnu Júlíana er viðskiptafræöingur að mennt en atvinnulaus um þessar mundir. Hún hefur því nægan tíma fyrir kettina sína. Hún er einhleyp og bamlaus en frændi hennar býr hjá henni. Júhana er með rúmgott húsnæði og varla veitir af með all- an þennan kattafjölda. í stofunni er stórt búr þar sem kisurnar geta lagt sig í friði og einnig stór kassi með sandi sem er klósett fyrir fer- fætlingana. Á efri hæðinni er einn- ig stór kassi þar sem htlu ketthrig- amir sofa í rólegheitum. „Þessir kettir vilja hafa ró og frið,“ útskýr- ir Júlíana. íslenski kötturinn er ekkert sér- lega hrifinn af útlendingunum og hvæsir að þeim enda er hann heimaríkur eftir átta ára veru með Júlíönu. „Sem betur fer er nóg pláss þannig að þeir eru ekki að þvælast hver fyrir öðrum,“ segir Júhana. Balinese kettirnir eru fallega blá- eygir. Þeir mjálma hátt og Júlíana segir að þetta kyn sé mjög hávært. Einn kötturinn er matvandur og fær því soðinn fisk og hýðishrís- gijón í matinn. Til að auka fitu- magnið bætir Júlíana matinn með matarohu og lýsi, sérstaklega vegna þess að læðan er kettiinga- full og á reyndar von á sér um þessa helgi. Hinir slá ekki loppunni á móti kattamat úr dós. Miklir dýrgripir Hreinræktaðir síamskettir era mjög dýrir. Júlíana segist þó hafa fengið sína á sérstaklega góðu verði, fyrir fimm hundmö dollara kettina í góðu veðri. Júhana hefur unnið með Kynja- köttum af miklum dugnaði enda segist hún hafa mjög gaman af því. „Maöur kynnist svo mörgu skemmtilegu fólki,“ segir hún. Á sýningunni á sunnudaginn verða sýndir 90 kettir svo að þar er margt að sjá fyrir kattavini. í Danmörku eru aðeins til 30 kett- ir af Bahnese kyni. Júhana hefur kynnst þeirri konu sem fékk fyrsta köttinn frá Bandaríkjunum. „Hún hefur boðist til að gefa mér einn af sínum köttum. Það væri spenn- andi því þá fengi ég nýtt blóð í ræktunina,“ segir hún. - En vilja kisumar ekki koma upp í rúm og sofa hjá þér? „Stundum, stundum ekki,“ svar- ar Júlíana og hlær. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.