Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Qupperneq 56
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 63 27 00
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 31. OKTÖBER 1992.
í fjósinu á Blikastöðum er Mosfellingurinn Björgvin Tómasson að smíða
- 14 radda pípuorgel fyrir eigin sóknarkirkju, Lágafellskirkju i Mosfellsbæ.
DV-mynd GVA
Smíðar orgel fyrir eigin
sóknarkirkju
Mosfellingar þurftu ekki að leita
langt þegar þeir ákváðu að láta smíða
nýtt orgel í Lágafellskirkju. í Mos-
fellsbæ býr nefnilega sérmenntaður
orgelsmiður, Björgvin Tómasson.
I Qósinu á Blikastöðum hefur hann
NSK
KÚLULEGUR
Po«I»e«
SuAurlandsbraut 10. S. 080400.
síðastliðið ár verið önnum kafinn við
smíði 14 radda pípuorgels með tveim-
ur hljómborðum og fótspili. Um átta
htmdruð málm- og trépípur eru í org-
elinu og koma þær frá Þýskalandi.
Þetta er áttunda orgelið sem Björg-
vin smíðar og það stærsta hingaö til.
Stefnt er að vígslu orgelsins 13. des-
ember næstkomandi.
Björgvin lærði orgelsmíði í Þýska-
landi í fjögur ár og starfaði þar síðan
Qögur ár til viðbótar. „Ég lærði nú
að spila á píanó á sínum tíma en
ekki orgel,“ segir hann. „Svo tók ég
tónmenntakennarapróf. Ég veit nú
ekki hvort ég hef meira upp úr orgel-
smíðinni en kennslu en smíðin er
miklu skemmtilegri," bætir hann
við. -IBS
5 ára fangdsi
CmmSh nijmiii
m' **
drápstilraun
Héraösdómur Reykjavíkur hefur
dæmt 24 ára Reykviking, Gunnlaug
Þór Briem, í 5 ára fangelsi fyrir til-
raun til manndráps tncð þvi að
skjóta annan mann í andlitið í
Mávahlíö 24 þami 12. maí síðast-
liðinn. Hann var jafhframt dæmd-
ur fyrir að hafa hleypt af tveimur
skotum úr byssu út um glugga að
tveimur brunavörðum og lækni
fyrir utan húsið og stofnað þannig
lífi þeirra í hættu. Guðjón St. Mar-
teinsson héraðsdómari kvað upp
dóminn.
Um kvöldmatarleytið 12. maí var
sjúkrabíU með tveimur brunavörð-
um og lækni sendur aö Mávahlið
24. Þar fyrir utan var maður er
haföi hiotið skotsár á vanga. Er
verið var að koma hinum særða
inn í bílinn var rúöa brotin í húsinu
með skoti og sást byssuhlaup koma
út. Þeir sem voru fyrir utan forö-
uðu sér og kaUað var á vikinga-
sveit lögregiunnar sem umkringdi
húsið.: Klukkan 21.50 kom byssu-
maðurinn sjálfviljugur út og hann
var handtekinn.
Málavextir eru þeir að Gunnlaug-
ur Þór var með fólk heima hjá sér
og tveimur bræörum sínum um-
ræddan dag. Áfengi og fíkníefni
voru höfð um hönd. Þarna inni var
gestur sem varð uppvís að því að
stinga hlutum á sig og var rekinn
út. Hann fór um síöir ásamt öðrum
en knúði aftur dyra. Fóru þá bræð-
urnir þrír og annar maður fram á
stigagang. Vitni sá raunar þegar
Gunnlaugur Þór sótti eins skots
markbyssu í fataskáp, hlóð byss-
una og stakk fleiri skotum í vas-
ann. Við svo búið fór hann fram
og miðaði byssunni um síðir á höf-
uð hms óvelkomna gests eftir
nokkurt þjark. Eftir stutta stund
hleypti hann af og fór skot úr byss-
unni í munn mannsins. í dómi hér-
aðsdóms segir.
„Það að skjóta úr byssu i höfuð
manns svo sem ákærði gerði er
þvilíkur verknaður að ákærða gat
ekki duhst að langlíklegast var að
bani hlytist af. Tilviljun virðist
hafa ráðið því að svo fór ekki.“ Með
lúiðsjón af þessu var Gunnlaugur
Þór dæmdur fyrír manndrápstil-
raun. Dómurinn taldi einnig sann-
að að hann hetði skotið tveimur
skotum út um glugga á brunaverð-
ina tvo og lækninn.
í niðurstöðu geðlæknis sagði m.a.
að sakbomingurinn væri sakhæfur
en Hklegt að skapgerðarbrestir
samfara mikilh efnavimu hafi leitt
til skertrar sjálfsstjórnar og hvat-
víslegra viðbragða af hans hálfu.
Maðurinn sem varð fjuir skotinu
hlaut varanleg sár. Hann hefur
m.a. þurft að leita lýtalæknis og fór
íram á 600 þúsund krónur í miska-
bætur. Dómurinn dæmdi Gunn-
laug Þór hins vegar til að greiða
honum 300 þúsund krónur í bætur
auk 30 þúsund króna lögmanns-
kostnaðar. Hann á auk þess að
greiða samtals 240 þúsund krónur
í sakarkostnað. Gæsluvarðliald
mannsins frá í maí kemur til frá-
dráttar 5 ára fangelsi.
-ÓTT
Samskip hækka ekki farmgjöld
- flögurra prósenta hækkun hjá Eimskip
Samskip hafá hætt við sex pró-
senta hækkun farmgjalda sem
ákveðin hafði verið og átti að taka
gildi 1. nóvember. Eimskip ætlar
hins vegar að hækka gjöld sín en
ekki um sex prósent eins og ákveðið
hafði verið heldur um fjögur prósent.
Ómar Jóhannsson, forstjóri Sam-
skipa, segir að þessi ákvörðun hafi
verið tekin eftir viðræður við fjölda
viðskiptavina félagsins og fund með
Verðlagsstofnun. Hann sagði aö á
næstunni yrði reynt að finna leiðir
til að draga úr kostnaði og auka tekj-
umar. í bréfi Eimskips til Verðlags-
ráðs í gær segir að ekki muni nást
jafnvægi í rekstri þrátt fyrir 4%
hækkun. -Ari
ÞREFALDUR 1. vinningLT
LOKI
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Víða næturfrost
Veröa Samskip þá
óskabarn þjóöarinnar?
Á sunnudag verður hæg breytileg eða vestlæg átt víðast hvar á landinu og víða næturfrost. Sums staðar verða slydduél,
einkum um vestanvert landið.
Á mánudag verður hæg breytileg átt og fremur kalt, sums staðar smáél vestanlands en annars þurrt og víða léttskýjað.
Veðrið í dag er á bls. 61