Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992.
Átök Jeltsíns og þingsins harðna:
Forsetinn vill þjóðar-
atkvæði um hver ráði
ÚtLönd
SkriðuföIS
granda 210
í Bólivíu
Aö minnsta kosti 210 manns
létu lífið þegar aurskriöur lentu
á gullgrafarabúðum í norður-
hluta Bóliviu. Hundraða manna
til viðbótar er saknað og að sögn
björgunarsveitarmanna er óttast
að þ$ir hafi einnig farist
Úrhellisrigning haíði verið áö-
ur en aurskriðan féll ó þriðjudag.
Búðirnar eru 200 kílómetra fyrir
norðan höfuðborgina La Paz.-
Flestir ibúamir voru í fastasvefni
þegar þetta gerðist.
Reuter
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
hvatti til þess í morgun að viðhöfð
yrði þjóöaratkvæöagreiðsla um hver
ætti að bera ábyrgð á efnahagslegri
enduruppbyggingu Rússlands, for-
setinn eða fulltrúaþingið.
„Ég hvét þingið til að skipuleggja
þjóðaratkvæðagreiðslu með spurn-
ingunni um hverjum þið treystið fyr-
ir endurreisn Rússlands, þinginu eða
forsetanum," sagði Jeltsín í þinginu.
Ræðu Jeltsíns var sjónvarpað beint
og í henni fordæmdi hann þingið og
sagði það vígi afturhaldsafla og sak-
aði þingmenn um að koma í veg fyr-
ir umbætur.
Stjórnlagadómstóllinn íhugar nú
beiðni Jeltsíns.
Ruslan Khasbulatov, forseti þings-
ins og einn valdamesti maðurinn í
Rússlandi, steig í ræðustól á eftir
Jeltsín forseta og baðst lausnar'frá
embætti sínu.
„Orð forsetans eru móðgun við
þingið og æðsta ráðið,“ sagði Khasb-
ulatov. „Viö þessar aðstæður er mér
ekki kleift að sinna skyldum mínum
sem forseti æðsta ráðsins."
Jeltsín hefur orðið að láta í minni
pokann fyrir þinginu að undaniomu
og í gær höfnuðu þingmenn Jegor
Gajdar, frambjóðanda forsetans, í
embættiforsætisráðherra. Reuter
13 V
Skilnaðurrikis-
erffingjanna
harmaðurá
fugumsíðna
Bresku blöðin fóru hamförum
í morgun í umíjöllura um sldlnað
Karls ogDíönu. The Sun, sem um
árabil hefur fylgt konungsfjöl-
skyldunni hvert fótmál, lét ekki
minna duga en 28 síðna frásögn
af hneykslinu. Daily Mail gekk
nokkru skemmra og fórnaði að-
eins 25 síðum undir máhð.
Gæðablöðin svokölluðu tóku
líka kipp og Indipendent braut
eigin heföh meö því að setja leið-
ara um framtíö konungdæmisins
á forsíðu. Financial Times htur
sjaldan af kauphölhnni en nu
tóku vangaveltur um ríkiserfö-
irnar upp besta plássið.
Svomá bölhæta
aðhendaáann-
aðverra
Konungholhr Bretar reyna að
hugga sig við það að breska kon-
ungsfjölskyldan hafi áður koinist
í hann krappan og að konungar
þeirra hafi ekki alltaf verið ham-
ingjusamlega kvæntir.
l>ó verður að fara aftur til mið-
alda til að finna álíka hneyksli
og nú er komið upp - ef frá er
talin ást Játvarðar VIII. á Vallis
Simpson. Menn minnast þess nú
að Hinrik I. átti 22 börn í lausa-
leik með sex hjákonum. George
IV. lokaði sina drottningu úti á
brúðkaupsnóttina og leit aldrei á
hana upp frá því, Hann varð á
endanum sekur um tvíkvæni.
Karl prins á ekkert lausaleiks-
barn að því er best er vitað þótt
hann eigi vingott við Camillu
Parker Bowles og Diana hefur
ekki komist lengra á syndabraut-
inni en að tala við ökuþórinn
James Gilbey í síma.
Lífvörður Önnu
prinsessugrun-
aðurumsvik
Viðurkennt er í breska innan-
ríkisráðuneytinu að Peter
Schmidt, hfvörður Önnu prins-
essu, hafi sætt sérstöku eftirliti
allt frá því í september. Schmidt
er grunaður um að hafa hlerað
símtal Karls prins og Camiilu
Parker Bowles. Það komst í hend-
ur fjölmiöla í haust og olh miklu
uppnámi.
Lífvörðurinn er og grunaður
um að hafa selt fjölmiðlum ástar-
bréf frá Önnu til Timothys Lawr-
ence fyrir þremur árum. Þá varð
fyrst uppvíst um ástarsamband
þéirra en þau ætla að eigast um
helgina. Schmidt neitar öllum
ásökunum.
Norma elskar
Major heittog
innilega
Norma Major, eiginkona Johns
Major,: forsætisráðherra Breta,
segir aö sögur um stirða sanibúð
þeirra hjóna séu uppspuni. Út er
komin í Bretlandi óopinber ævi-
saga hennar þar sem því er hald-
iö fram fullum fetum að John og
Norma hafi ákveðið að þrauka
saman í hjónabandi meðan hann
er forsætisráðherra. Þessi saga
þykir ágæt viðbót við hjóna-
bandserfiðleika Karls og Díönu.
Höfundur sögunnar segir aö
alvarlegir brestir séu í hjóna-
bandinu og sambúðin faii dag-
versnandi. Norma sé hins vegar
tillitssöm og hlífi manni sínum
við skilnaöi „Ég elska minn
mann,“ svarar Norma og sakar
ævisöguritarann um ómerkilega
sölumeimsku.