Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1992, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992. «í»- TILBOD Panasonic GlOl og G202 videómyndavélarnar standa þér til boda með 10.000 króna afslœtti eða 10 geisladiskum að eigin vali. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu. LAUSNARORÐ NR. 7 ER: GLEIÐLINSA JAPISS BRAUTARHOLTI 0G KRINGIUNNI S.625200 Sagalandsmóta UMFI ,,Að vera valin til ad keppa í slíkri keppni jafngilti vitaskuld áhvrgðarskírteini á hjónabandsmarkad- inum.“ (Saga lands- máta UMFÍ) Bókin er 544 síður í stóru broti með hátt í 700 ljósmyndum Fæst í bókaverslunum Púlmi Matt/iiasson Loksins er menn- ing og saga gerð skemmtileg í einni bók. Bókin vekur helgar minningar í öflugu œskulýds- og iþróttastarfi. Áhugaverð bók fvrir al/a fjölskyld- Þýski prinsinn, Friedrich Christian af Schaumburg-Lippe, á ferðalagi með Adolf Hitler. Myndin er tekin fyrir valdatöku nasista og bírt í bókinni Kóng viljum við hafa! Hver vikH kóna? Á bókarkápu segir að hér sé „lyft hulunni af tveim- um ævintýralegum atburðum" sem eigi það sammerkt að í bæði skipti hafi verið „rætt um að gera þýska prinsa að konungum yfir íslandi". Eftir lestur bókar- innar verður því miður að segjast eins og er að hulan er enn á sínum stað. Fyrra ævintýrið var mjög umtalað í íslenskum blöð- um árið 1921 og gjarnan kallað „landráðamálið." Til- efnið voru fréttaskrif í erlendum blöðum þess efnis að sumarið 1915 hafi Einar Arnórsson, ráöherra ís- lands, og Guðbrandur Jónsson, starfsmaður þýska rík- isins, átt leynilegar viðræður í Kaupmannahöfn um að einn sona Vilhjálms Þýskalandskeisara tæki við konungdómi á íslandi. Öm Helgason, höfundur þessarar bókar, hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn málsins og kemst að þeirri nið- urstöðu að leynifundimir í Kaupmannahöfn „hafi aldrei átt sér stað og engir samningar verið gerðir." Það er reyndar í samræmi við fullyrðingar Einars Amórssonar á sínum tíma og kemur því ekki á óvart. Um síðara máliö segir á bókarkápu að „þrír nafn- kunnir islendingar, Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Albertsson" hafi árið 1938 boðið „þýskum prinsi, Friedrich Christian af Schaumburg Lippe, sem var í vinfengi við Hitler og Goebbels, að verða konung- ur á íslandi." Skemmst er frá því að segja að einu heimildimar sem fundist hafa um þetta mál em frá þessum nasista- prinsi sjálfum. Hann heillaðist af Hitier, gekk í flokk hans löngu áöur en nasistar komust til valda og starf- aði svo hjá Göbbels. Nasistaprins ritar bréf Prinsinn ritaði endurminningar sínar eftir stríð og segir þar frá heimsókn þriggja íslendinga vorið 1938. Þeir hafi boðið sér að verða konungur yfir íslandi. Þar em engin deili sögö á þremenningunum, en löngu seinna - árið 1979 - sendir prinsinn, aö sögn höfund- ar, bréf til íslenskra stjórnvalda. Fram kemur að vísu að stjómvöld hér segist ekkert shkt bréf finna í skjala- söfnum sínum. í þessu bréfi segir prinsinn að einn þremenningana hafi verið hljómsveitarstjóri, annar þekktur rithöfund- ur en sá þriðji áhrifamaður í íslenska íhaldsflokkn- um(!). Bókmeimtir Elías Snæland Jónsson Bókarhöfimdurinn telur „fullvíst" að hljómsveitar- stjórinn sé Jón Leifs, sem hafði á sínum tíma skrifað tímaritsgrein um þörfina á séríslenskum kóngi, en viðurkennir að um hina tvo sé „aðeins getgátum til að dreifa." Reynir þó að færa rök að því að þeir hafi verið Guðmundur Kamban skáld og Kristján Alberts- son sem kenndi íslensku í Berlín árið 1938. Þá veltir hann fyrir sér hugsanlegu baklandi þremenninganna á íslandi. En þar sem á engu er að byggja nema frá- sögn prinsins verða þetta eingöngu reyfarakenndar getgátur. Þetta er stutt bók (128 bls.) þar sem reynt er með nokkuð góðum árangri að búa til spennandi frásögn úr litiu efni. Fyrri kóngssagan virðist hafa átt uppruna sinn í fijóu ímyndunarafli einstaklings sem vildi sýn- ast meiri en hann var. Á það líka við um þá síðari? Eða gengu þrír kunnir íslendinga virkilega á fund nasistaprinsins vorið 1938? Þaö vitum við hvorki fyrir né eftir lesturinn. KÓNG VIUUM VIÐ HAFAI Höfundur: örn Helgason. Skjaldborg, 1992. KYNNINGARVERÐ GERÐ FE54 - STAÐGREITT KR. ,_I.-'' 39900 KR.41990 - MEÐAFB ORGUNUM RONNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 SMAAUGLÝSINGASlMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 ■ , GRÆNI E3 SIMINN 0X3 -talandi dœmi um þjónustu! FAGOR Meruung H vorki f ugl né f iskur Tveir krakkar og kisa segir frá Kötu Mjöll, stelpu- komi á þriðja árinu, og Bessa, sex ára dreng, og ketti- ingnum Kríu. Kata Mjöll á útivinnandi foreldra og þarf þar af leiðandi að vera í pössun hjá afa og ömmu, reyndar vinnur amman úti lika og því lendir það að stærstum hluta á afanum að passa stúlkuna. Mamma Bessa býr ekki með föður hans heldur meðdrykkfelld- um sjóara sem leggur hendur á drenginn. Þessi saga er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Það mætti líkja henni við uppkast að sögu sem ætti eftir aö fullvinna. Krakkarnir eru ósköp venjulegir, engir sérstakir óþekktarangar, hins vegar miklir dýravinir. Einkanlega er þeim vel til katta. Til þess að þessi tvö böm eigi að geta haldið uppi heilli sögu hefðu þau þurft að hafa eitthvað sérstakt við sig. Þau em einfald- lega allt of venjuleg til að hægt sé að skrifa skemmti- lega og spennandi sögu um þau. Eins og áður sagði er fósturfaðir Bessa drykkfelldur sjóari sem leggur hendur á bamið. Hann hefur meðal annars afrekað það að nefbrjóta Bessa séni er upp frá því með skakkt nef. Drengurinn má ekki segja frá heimilisaðstæðum sínum heldur er honum kennt að ljúga til að vemda fjölskylduna. Það er góðra gjalda vert að fjalla um hluti á borð viö þessa í bamabókum og sjaldan sem bamabókahöfundar leggja út í slíkt. Hins vegar leggur það þá ábyrgð á höfundinn að gera það af einhverri skynsemi. Það dugar ekki að afinn hringi í lýtalækn- inn vin sinn og fái hann til að laga nefið á Bessa sem upp frá því litur út eins og það á að gera. Hann ræðir síðan við drykkfellda sjóarann og hótar honum öllu Bókmenntir: Jóhanna Margrét Einarsdóttir illu án þess að það stoði svo sem nokkuð. Sjóarinn læknast hins vegar af drykkjusýkinni og verður allur annar maöur þegar hann heldur að hann hafi ekið drukkinn á kettiinginn Kríu. Bam á þriðja ári, sem segir að hann sé góður maður, verður til þess að hann sér líf sitt í nýju ljósi og verður allur annar maður af því að hann vildi ekki valda þessu góöa barni þeirri sorg að taka kisuna þess frá því. Þetta em einfaldlega ekki lausnir sem ganga upp og er fráleitt að bjóða bömum upp á svo einfalda mynd afhlutunum og hrein móðgun við þau. .Kostir bókarinnar eru hins vegar þeir að hún er skrifuð á góðu máli og samtölin em oft haganlega unnin og sannfærandi. Tvelr krakkar og kisa Jón Dan. 71 bls. Skjaldborg 1992

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.