Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992. Utlönd adnáídótiðsitft Karl Bretaprins er búinn að láta flytja allt sitt hafurtask úr Kens- ingtonhöli þar sem Díana mun hafa bústaö í framtiðinni. Þar verður og fastur samastaður prinsanna, Vilhjálms og Hinriks, þótt þeir veröi einnig hjá fóður sínum á næstu árum. Díana og Karl ætla að skipta með sér upp- eldinu og er sátt um hvemig því verður hagað. Díana er þegar flutt inn í höllina og búin að koma sér þar fyrir. Kari verður fyrst um sinn tO húsa hjá Elísabetu ömmu sinni í Clar- encehöll. Haim mun og hafa Highrove sveitasetrið á Vestur- Englandi til umráða. Setrið fengu hann og Díana í brúðargjöf frá Elisabetu drottningu. Díanaverður ekkiíbrúðkaupi sinnar Nú liggur fyrir að Díana prins- essa verður ekki í brúðkaupi Önnu mágkonu sinnar í Skot- landi á morgun. Áður var fastlega gert ráð fyrir að hún færi þangað með Karli manni sínum, jafnvel þótt þau væru skilin að borði og sæng. Þetta þykir benda til að ósætti sé meira í milii þeirra en menn hafa haldiö. Ljóst er að þau eru iöngu ráöin í aö skilja en hafa samt komiö frarn saman síðustu daga og látið sem ekkert sé. Þau verða væntanlega bæði í móttöku í Edinborg í kvöld þar sem nú er haldinn ráðherrafundur Evrópu- bandalagsins. Játvarður prins var sýndur í gervi Ijótu systurinnar í ösku- busku. fólkiðtekiðúr Elisabet Englandsdrottning hefur látiö íjariægja brúður af fjölskyldu sinni úr verslunar- glugga í Lundúnum. Þarna gat að líta þau Andrés, Játvarð og Söru Ferguson i hlutverkum sögufrægra pesóna úr ævintýr- inu um Öskubusku. Fergie var aö sjálfsögðu Ösku- buska, Andrés var prinsinn en Játvarður, yngsti sonur drottn ingar, var ein af ijótu systrum Öskubusku. Það þótti illa til fund- ið, sérstaklega þegar hafðar eru í huga óstaðfestar scigurumsam- kynhneigö prinsins. Vilhjálmur prins tók tíðindunum af skilnaði foreldra sinna illa. Hann er viðkvæmur í lund og að sögn óhæfilega fýlugjarn. Bretar óttast að verðandi konungur hafi beðið alvarlegt sálartjón í umróti síðustu daga. Simamynd Reuter Karl sagði sonum sínum tveimur frá skilnaðinum: Vilhjálmur litli varð fyrir áf alli - gæti haft varanleg áhrif á sálarlíf verðandi Bretakonungs Bretar óttast að Vilhjálmur prins hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli þegar faðir hans tilkynnti honum að hann væri að skilja við móður hans. Karl fór í skólann þar sem prinsamir Vil- hjálmur og Hinrik stunda nám rétt í þann mund sem John Major forsæt- isráðherra lás boðskapinn um skiln- aðinn fyrir þingmenn. Vilhjálmur, sem er tíu ára, er að sögn viðkvæmur og hefur það m.a. birst í óþekkt og uppivöðslusemi í skólanum. Hinrik þykir hins vegar léttari á bárunni og líklegur til að taka tíðindunum með meiri ró. Hann er átta ára gamall. Þetta þykir ekki boða gott því Vil- hjálmur er annar í erfðaröðinni og svo gæti hæglega farið að hann verði að taka við völdum eftir ömmu sína ef hjónabandsvandræði foður hans verða honum endanlega að falli. Vilhjálmur er borinn til ríkserfða og hann veit vel af því. Að réttu lagi ætti röðin þó ekki að koma að honum fyrr en þegar nokkuð verður liðiö á næstu öld. Hann þykir líkur foður sínum í skapi, er oft þungur í skapi og á það til að fara í fýlu. Bretar sjá því fram á að raunum konungsfjölskyldunnar ljúki ekki með því að ganga fram hjá einum lið í erfðaröðinni. Vilhjálmur prins þótti erfiður fyrir en nú er ljóst að hann hefur orðið fyrir æskuáfalli og það kann að fylgja honum alla ævi. Reuter Skilin konungshjón geta ómögulega sest í hásæti „Skilin konungshjón geta ómögu- lega sest í hásæti,“ sagði í breska blaðinu Guardian í gær. Þessi orð túlka vel hug margra Breta tii þess sem gerst hefur í hjónabandi ríkis- erfingjanna Karls og Díönu. Blaðið hafði einnig eftir háttsettum embætt- ismönnum aö ríkisstjórnin ætti eftir að ráða fram úr vandanum sem hlyt- ist af sambúðarshtiun þeirra. John Major reyndi að sannfæra þingmenn um aö í raun hefði ekkert gerst sem hefði áhrif á konungdæm- ið. Þau orð hafa fáa sannfært enda er fastlega búist við að fullur lög- skilnaður fylgi skilnaði að borði og sæng. Bretar hafa enga stjómarskrá og engar skráðar reglur um skipan æðstu embætta. Því er lagalega ekk- ert sem bannar að konungur og drottning búi ekki saman enda era dæmi um slíkt. Hins vegar er það afar erfitt í framkvæmd og því líklegt að fundinn verði nýr arftaki Elísa- betar drottningar - eða konungdæm- ið lagt niður. Blöð í Bretlandi hafa þegar komist að þeirri niðurstöðu að Karl verði aldrei konungur og Díana aldrei drottning. Vandinn er þó ekki aðkall- andi því Elísabet drottning getur set- iö nokkur ár enn. Hún er nú 66 ára gömul. Reuter ill heimur í áskrrft Fergiereyndi iAndrésprins Sara Ferguson, eða Fergie eins og hún er kölluð, sagði í sjón- varpsviðtali í Bandarxkjunum í gær að hun heföí gert allt til að : koma i veg fyrr skilnað sinn og Andrésar prins. Hun lýsti jafn- framt ábyrgð sixxni á skilnaðinum en vildx ekki segja hvað heíöi ráð- ið úrslitum. „Ég myndi ekki lifa af annað eins ár og nú er að enda,“ sagði Fergie. Hún sagði að allt væri í góöu milli sín og Andrésar þótt útilokað væri að þau næðu sam- an á ný. Hún sagði aö Andrés væri elskulegur maöur sem ætti allt gott skilið. EruKariog Díanaríkiserf- Margir Bandarikjamerxn spyrja sig hvort þeir hafi aldrei risið upp gegn Bretum og lýst yíxr sjálf- stæði fyrir meira en 200 árum. Ástæðan er að fjallað er um skiln- að Karls og Díönu í bandarískum fjölmiðlum eins og verðandi þjóð- höfðíngjar þar hafi skilið. Fréttin af sambúðarslitum bresku ríkiserfingjanna þefur skyggt á aiiar aðrar fréttir. Fjölmiölaherforin sælatil Sómal- íu virðíst vera aö gleymast. New York Times sá ástæðu tíl að hug- hreysta bresku þjóöina og spáði i gær að konungdæmið myndi lifa aðsteðjandi vanda af eins og allar aðrar kreppur. Einn mælikvarði á áhuga Bandaríkjamanna á bresku kon- ungsfjölskyldunni er hve oft hún kemst á forsíðu hins víðlesna vikublaðs People. Átján ár eru frá því blaðiö hóf aö koma ut. Á þeim tíma hefur Díana prinsessa veiiö oftast allra á forsíðu þótt húnn eigi aðeíns um ellefu ár að baki í heimsfréttunum. Hún hefur verið 60 sinnura á forsíðu. Elísabet Taylor hefur veriö nxilii tannanna á fólki í ijörutiu ár en hún virtist standa Díönu langt að haki i vinsældum. Hún má þó vart hreyfa sig án þess að bandarískir íjölmiölar taki við sér. Þegarástin hættiað blómstrafölnaði „Þegar ástin hætti að blómstra miiii Karls og Díönu fölnaði allur garðurinn," sagði einn helsti fréttaskýrandi Bandaríkjamanna í málefnum bresku konungsfjöl- skyidunnar. Hann spáir aö fullur skllnaður fylgi í kjölfar sambúö- arslita Karls og Dx'önu enda úti- lokað að þau taki upp einlífi á ungaaldri. Á það er bent að ef um venju- legt fólk væri að ræða hefði hjónabandinu lokiö fyrir sex árum því Karl og Díana hafi lafað saman öll þessi ár vegna þess aö skiinaður leiðir af sér mikinn vanda fyrir konungdæmið. Reuter Subaru Legacy dreginn út 22. des. nk. 52 ferðavinningar til áskrifenda frá okt. 92-sept. 93 Srrti 632700 Græntnúmer 99-6270 Srni 632700 Grænt númer 99-6270 Sími 632700 Grænt númer 99-6270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.