Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992.
Mikil ieitað
manni sem
fórísjóinn
Mikil leit hófst í morgun að manni
sem fór í sjóinn af þýska leiguskipinu
Nincop um þijár sjómílur norðvest-
ur af Vestmannaeyjum. Skipið var á
leið til Eyja þegar slysið varð.
Maðurinn féll útbyrðis á áttunda
tímanum og var þyrla kölluð út
strax. Hann var ekki í flotgalla eða
öðrum slíkum björgunarútbúnaði.
Dettifoss, Lóðsinn og bátur björgun-
arsveitarinnar og fleiri skip hófu
strax leit að manninum. Slæmt veður
var á þessum slóðum í morgun og
mikill sjór. -ÓTT/ból
EES-samningurinn:
Bókun dugir
„Það virðist álit allra að tæknileg
bókun muni duga. Samningurinn
sjálfur stendur fullkomiega," sagði
Arni Páll Ámason, sérfræðingur ut-
anríkisráðuneytisins í Evrópurétti,
en hann er staddur í Genf þar sem
farið er yfir EES-samninginn vegna
brottfalls Sviss úr samningnum.
Árni Páll sagði það hug allra að
ljúka málinu og hann sagðist allt eins
eiga von á að staðfestingarráðstefnan
verði haldin snemma á næsta ári.
Árni Páll sagði Sviss hafa verið
tryggt með nokkrar undanþágur í
samningnum og að þær falli sjálf-
krafaúrgildi. -sme
Tveir piltar:
Stálu og föls-
uðu ávísanir
ffyrir milljónir
Hæstiréttur hefur að kröfu Rann-
sóknarlögreglu ríkisins framlengt
gæsluvarðhald yfir tveimur ungum
mönnum til 23. janúar næstkomandi.
Piltamir em sakaðir um 20-30 þjófn-
aði og fyrir að hafa falsað á miih 100
og 200 ávísanir að verðmæti 1-2 millj-
ónir króna.
Piltamir, sem era 18 og 22 ára, vora
fyrst úrskuröaðir í 16 daga gæslu-
varðhald en það rann út í fyrradag.
Talið er aö þeir hafi stundað að stela
ávísanaheftum og falsa ávísanir í um
tvo mánuði áður en þeir náðust.
Piltamir hafa ítrekað komið við
sögu lögreglu fyrir hliðstæð brot og
eiga að baki nokkurra ára afbrotafer-
il. Annar þeirra hefur hlotið dóm en
hinn ekki. Báðir tóku sér frest til að
kæra gæsluvarðhaldsúrskurð
Hæstaréttar. -ból
Læknir fer í fangelsi
fyrir að falsa erfðaskrá
Hæstiréttur dæmdi í gær lækni Arfleiðandinn var ókvæntur og anna, þar sem skoraö var á þá sem læknisins. Tveir menn voru skráð-
á sjötugsaldri í 12 mánaöa fangelsi, bamlausþegarhannléstogáttiþví teldu til arfs eða skuldar að lýsa ir arfleiðsluvottar.
þar af 9 mánuði skilorðsbundið, ekki skylduerfingja. Systkini hans kröfum sínum í dánarbúið. Inn- Þegar grunsemdir vöknuðu var
fyrir að hafa framvísað falsaðri voru látin en börn þeirra, lögerf- köllunarfresturinn rann út 29. okt- málið kært til RLR. Rithandarsér-
erfðaskrá á skrifstofu lögmanns í ingjar, fengu leyfi til einkaskipta á óber 1990. Tiu dögum fyrr framvís- frasðingum bar síðan saman um að
október 1990. Þar sagði að læknir- búimannsins nokkrumvikumeftir aði læknirinn erfðaski-á þar sem framangreind undirskrift erfða-
inn skyldi erfa helming af tæplega andlát hans. Andvirði framtaldra því var lýst yfir, með undirskrift skrárinnar væri í mörgum veiga-
27milljónakrónaeignmanns,fyrr- eigna, aðallega íbúð, bankainn- þess sem lést, dagsett 20. desember miklum atriðum í samræmi við sýn-
um skiólstæðings læknisins, sem stæður og verðbréf, nam 26,7 millj- 1989, að hann arfleiddi lækninn, ishorn af rithönd arflátans. Hæsti-
Iést fimm mánuðum áöur á niræð- ónum króna, samkvæmt skatt- „trúnaðarvin sinn", að helmingi réttur sakfeUdi lækniim aö miklu
isaldri. Hæstiréttur staöfesti dóm framtali. allra þeirra eigna er hann léti eftir leyti með hliðsjón af niðurstöðum
Sakadóms Reykjavíkur frá því i Síðar sama ár gaf lögmaður út sig. Ef eitthvað óvænt henti hann rannsókna rithandarsérfræðing-
mai síðastliðinn. innköllun, fyrir hönd lögerfingj- skyldi sá arfur ganga til barna annaogframburðivitna. -ÓTT
Sjúkraliðar eru enn ekki lausir allra mála, þótt samningar hafi tekist við
ríki og borg. í gær var tekið fyrir í félagsdómi lögmæti aðgerða þeirra sem
þeir efndu til á dögunum til að knýja á um samningaviðræður. Kristín
Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, flutti mál sjúkraliða
sjálf. Með henni á myndinni, sem tekin var I félagsdómi, er Gunnar Gunn-
arsson, starfsmaður Sjúkraliðafélagsins. DV-mynd BG
Ólafur Þ. Þórðarson:
Meðlagsgreið-
endur fari í mál
„Það er vitað að ýmsir aöilar í
þessu samfélagi, sem búa við miklar
skyldur fyrir, munu ekki rísa undir
þeim skyldum sem nú er við bætt. í
•þeim hópi eru meðal annars þeir sem
greiða meðlög með mörgum bömum.
Það blasir hins vegar við að sam-
kvæmt 70. grein sljómarskrárinnar
er aðeins ein leið fær fyrir þá eða
þeirra félagasamtök og það er að
stefna ríkinu. Ganga ekki fram eins
og beiningamenn heldur stefna rík-
inu til að láta það af höndum sem
þarf til þess að 70. greininni sé full-
nægt. Það stendur ekki til að eðal-
kratar eða súperkratar skammti
þennan rétt. Hann er lögsækjanleg-
ur. Það verður Hæstiréttur Islands
sem á að skera þar úr hvaða greiðsl-
ur ber að inna að hendi. Það er ekki
sérstaða háskólamenntaðra að mega
lögsækja ríkið. Hver og einn þeirra
getur þetta ekki en samtök þeirra,
hvort sem það er verkalýðsfélag eða
neytendasamtök, verða að meta það
hvort það er ekki leið laga sem ber
að fara,“ sagði Ólafur Þ. Þóröarson
alþingismaður í íjárlagaumræðunni
í gærkveldi.
S.dór
Meölagsgreiöendur:
Funda um stofnun samtaka
„Ég sé fyrir mér fjölmenn og sterk
samtök, sem verða málsvari fyrir
okkar hóp, kynna aðstæður okkar
og hafa áhrif," sagði Birgir Símonar-
son við DV í morgun.
Hann er einn þeirra sem undirbúa
stofnun samtaka meðlagsgreiðenda
og er unnið af fullum krafti. Samtök-
in verða stofnuð í kjölfar ákvörðunar
stjómvalda að hækka meðlags-
greiðslur úr 7.551 krónu í 11.300 án
þess að nokkuð af hækkuninni komi
bömunum til góða.
Er mikil óánægja og gremja meðal
þeirra er greiða meðlög vegna þess-
arar ákvörðimar stjómvalda. Stofn-
un samtakanna verður undirbúin á
fundi sem haldinn verður nk. mánu-
dagskvöld að öllu óbreyttu.
-JSS
LOKI
Vill Ólafurað Friðrik
gangist við 16 þúsund
börnum?
Veðriðámorgun:
Kaldiog
snjókoma
víða um land
Suðaustanátt, kaldi og snjó-
koma um landið vestanvert,
norðlæg átt, víðast kaldi en stinn-
ingskaldi á Vestfjörðum og él fyr-
ir norðan. Snjókoma suðaustan-
lands. Hiti yfirleitt um og undir
frostmarki.
Veðrið í dag er á bls. 44
ÖRYGGI - FAGMENNSKA