Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 12
12
Spumingin
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992.
Heldur þú að breska
konungdæmið sé að líða
undir lok?
Þórveig Hákonardóttir, starfsmaður
dagheimilis: Ég fylgist ekkert með
þeim málum og þau koma mér ekk-
ert við.
Jón Harðarson nemi: Við skulum
vona það.
Esther Finnbogadóttir, sölumaður
með meiru: Nei, þaö held ég ekki.
ísleifur Vestmann, heimavinnandi:
Nei, ég hef enga trú á því.
Einar Loftur Högnason fangavörður:
Nei, þetta eru aðeins smábrestir.
Guðrún Tómasdóttir ræstingatækn-
ir: Nei, ætli það.
Lesendur
Ekkert sameiginlegt
með Sviss og Islandi
Ragnar skrifar:
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu
Svisslendinga um EES-samninginn
er fengin. Hún hefur varla komið
neinum á óvart. Þar gat þó brugðið
til beggja vona því meðal þjóðarinnar
var mikill ágreiningur um máhð. -
Það er hins vegar mikill misskilning-
ur að Sviss muni af þessum ástæöum
verða mjög afskipt í viðskiptalegu
tíiliti á næstu árum eins og fram kom.
í forystugrein eins dagblaðanna ný-
lega. Það verður enginn héraðsbrest-
ur hjá Svisslendingum þótt þeir verði
utan EES. Þeir hafa sínar fóstu tekj-
ur af bankastarfsemi, framleiðslu
lyíja, úra og osta. Afganginn af fram-
færslunni sér ferðamannaþjónustan
um og mun verða jafn mikilvæg og
áður.
Segi mér einhver að viðhorf ann-
arra þjóða til Sviss breytist þótt EES
samningur hafi ekki verið staöfestur,
þá þekkir sá hinn sami ekki tií mála
í Sviss. Fyrir það fyrsta er ferðamað-
urinn hvergi jafn öruggur um tilvist
sína á ferðalagi og í Sviss, hvergi er
jafn góð aðstaða tíl að ferðast og búa
og þetta eitt er gulltryggir Svisslend-
ingum sterka aðstöðu.
Samanburðurinn við Sviss á þó
ekkert skylt við okkur íslendinga eða
hvern veg við stöndum að samþykki
EES. - Auðvitað getum við íslending-
ar samþykkt þennan samning án
nokkurs samanburðar við Sviss. Það
er ekkert sameiginlegt meö Sviss og
íslandi á neinu sviöi. Svisslendingar
hafa haldið sínu hlutleysi um aldir
og allar aðrar þjóðir heims hafa haft
af því hag. Jafnvel í heimsstyijöldun-
um varð báðum aðilum hennar ljóst
að Sviss var eini fasti punkturinn í
Evrópu. Þar komu saman njósnarar
beggja aðila og þar voru höfð skiptí
á fóngum beggja aðila þegar þurftí
og engum datt í hug að fá stöðu Sviss
breytt. - Svo mun verða áfram.
Þaö er því tylliástæða þeirra sem
um samningamál EES fjalla er þeir
rekja raunir sínar til þess að Sviss
hefur hafnaö aðild. Það væri glap-
ræði fyrir íslendinga að láta þessa
samningagerð fram hjá sér fara.
Hagsmunir íslands eru þar í fyrir-
rúmi. Fari hins vegar svo að allt
málið klúðrist þá er það ekki vegna
hjásetu Sviss, heldur vegna innri
óróa í Evrópulöndunum öllum nú
um stundir, nema í Sviss. - Færi svo
aö vdð þyrftum að venda okkar kvæði
í kross þess vegna er fátt til bjargar
nema aðild að fríverslunarsamningi
vdð hinn fjársterka markað í vestri,
nefnilega Bandaríkin og Kanada.
Hlaup- og „afsagaðar" haglabyssur
Hrönn skrifar:
í blöðum hefur nýlega verið sagt
frá byssumönnum með „afsagaða"
haglabyssu. - Þetta orð, „afsöguð",
fer afskaplega í taugamar á mér.
Hvaðan kemur þetta orð og af hverju
er það dregið? - Var byssan söguð
af einhveiju? Eða var sagaö af byss-
unni og ef svo er hvað er þá þetta
„af' á byssum? Mér finnst þetta
hreinlega ekki passa.
Ég man hins vegar eftir orðinu
„hlaupsöguð“,sem notað var í saka-
málasögum um þær haglabyssur
sem hlaupið hafði verið sagað af.
Merking þess orðs er mun greini-
legri. Ég man ekki til þess að hafa
séð orðiö „afsagað" fyrr en ATVR
mennirnir voru rændir fyrir utan
Austurbæjarútibú Landsbankans
fyrir nokkrum árum. Þá var það orð
notað um haglabyssu sem mig
minnir að hafi verið bæði „hlaup- og
skaftsöguð". Hugsanlega hefur orðið
verið fundið upp af blaðamanni sem
ekki nenntí að vélrita þá langloku.
Á þessum árum vdrðist orðið hafa
falhö í gleymsku og vdrðist nú vera
notað óhóflega og þar sem það á ekki
við. Ekki bætir úr skák orðin „með
afsöguðu hlaupi" eins og sagði í einu
blaðinu. - Þetta má t.d. misskilja á
þann hátt aö byssan hafi verið meö
lausu hlaupi, þ.e. aö það hafi verið
sagað af en fylgt byssunni svo festa
mætti þaö aftur á með einu hand-
taki, áður en hún væri notuð. - Blöð-
in hefðu betur notað gamla orðið
„hlaupsöguð". - Einnig hef ég séð í
blaði að byssa hafi bæði verið „hlaup-
og skaftsöguð".
Ég legg til að nýtt orð verði fundið
í stað skrípisins „afsöguð", og mættí
það vera þjálla en langlokan „hlaup-
og skaftsöguð". - Mér hefur dottíð í
hug að nota mætti orðið „stytt“ í
staðinn. Ég er þó ekki nógu ánægö
með þessa hugmynd mína og lýsi því
eftír nýyrði fyrir þetta ástand á
haglabyssum.
Albert verði heppnari næst
Sigríður Jónsdóttir skrifar:
Nýlega hefur verið frá því skýrt í
fréttum að Albert Guömundsson
hyggi á þátttöku í stjómmálum inn-
an tíðar. Ef aö því yrði verður fróð-
legt að fylgjast með því hvort honum
kynni að takast það sem þeir í enska
heiminum kalla „come-back“ þegar
einhver þekktur eða frægur maður
lætur til sín taka eftir langa fiarveru.
Eins og kunnugt er tókst Albert
Guðmundssyni að taka með sér
Hringió í síma
632700
milli kl. 14 og 16
-eöa skriflð
Nafn o* sfmanr. vcröurað fylnja biéfum
Albert Guðmundsson sendiherra.
nokkra menn inn á þing vdð stofnun
Borgaraflokksins. En svo óheppilega
vildi til að þar var að mestu um að
ræða menn sem um langt skeið höfðu
verið í vonlausu eða vafasömu valda-
brölti hér og þar í þjóðfélaginu. Viö
brottfór Alberts af landinu gengu
þessir menn líka þvert á stefnu hans
með þátttöku í þáverandi ríkisstjóm.
Og svo mikið var víst að vdð næstu
kosningar þorðu þessir menn ekki
að bjóða sig fram í nafni Borgara-
flokksins, heldur kölluðu sig „frjáls-
lynda“. En lítt dugði þeim til lengdar
að breiða yfir nafn og númer.
Sem gömlum kjósanda Alberts
vdldi ég að fari hann út í stjómmál á
ný verði hann að því sinni heppnari
með liösmenn. - Oheppilegir stuðn-
ingsmenn í framvarðasveit geta eyði-
lagt annars góðan málstað, jafnvel
þótt foringinn sé vinsæll.
Fóruengirtil
Sómalíu?
Helgi hringdi:
Ef mig minnir rétt var sagt frá
þvd í fréttum að tiímæli hefðu
borist hingað til ráöamanna um
að við sendum mannafla héðan
til að taka þátt í að aðstoöa Rauða
krossinn í Sómalíu við matvæla-
dreifingu tíl hinna hungruðu.
Ég hef ekki heyrt neitt um að
af þessu hafi orðið. Stundum er
tíundað að við íslendingai' séum
meöal ríkustu þjóða heims en viö
tökum þó sjaldan þátt í aðstoð
sem hinar fátæku þjóðir þarfh-
ast. Hefði hér ekki verið kjöriö
tækifæri fyrir einliverja hinna
atvinnulausu? Eða var kannski
þessari beiðni aldrei svarað?
Guðmundur Ólafsson hringdi:
Ég varð fyrir vonbrigðum með
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi
ráðherra og núverandi þingmann
Framsóknarflokksins, að hann
skyldi ekki taka eindregnari af-
stöðu í EES-málinu þegar það
kom til umræðu á þingi. Margir
höfðu búist við að hann kvæði
upp úr um stuöning viö máliö
eins og það liggur nú fyrir. Ég var
einn þeirra.
En kannski er von tíl þess að
Eyjólfur hressist jiegar málið fær
frekari umfjöllun. - Við þörfn-
umst víðtækrar samstööu um
máliö og þeir sem eru hálfvolgir
eöa mótfallnir samningnum
.verða að taka því aö þeir eigi
ekki upp á pallborðið þjá kjós-
endum í næstu kosningum.
tileinkaiiota
P.K. skrifar:
lö(®eslumenn hafa verið iðnir
vdð að gera brugg upptækt. Sumir
hafa verið stórtækir í fraraleiöslu
og jafnvel selt af henni. Ekkert
er óeðlilegt vdð að slík framleiðsla
sé stöðvuð enda einkasala á vin-
anda hér. Ég er einn þeirra sem
hafa bruggaö minn mjöð en aldr-
ei hefur hvarflað aö mér aö selja
af honum. - Ég kaupi efni til
framleiðslunnar á löglegan hátt
og sé ekkert athugavert við þessa
iðju mína. Ég vona bara að þetta
falli ekki undir ólöglegt athæfi.
Það væri mér mikið áfall ef ég
þyrftí aö hætta brugga mitt eigið
vín.
Barningurvið
Byggung
ólafur hringdi:
Margir eiga enn í erfiðleikum
vegna samskipta við Byggung,
þetta félag sem átti að einmitt aö
vera hvað hagkvæmast fyrir ungt
fólk að skipta viö þegar það var
aö koma sér upp húsnæði. Ég
veit ekki betur en rnerrn hafi hafi
staöið 1 þjarki í samskiptum viö
Byggung árum saman. - Það væri
ekki úr vegi að kanna öll við-
skipti þessa fyrirtæ'kis frá upp-
hafi. Ég held að mikiö af þessum
vandræðum megi rekja til fyrri
tíma þegar aðrir voru þama við
stjómvölinn. Málefni fyrirtækis-
ins verða ekki leyst fyrr en öll
gögn verða lögð á boröið.
Útfararþjónustan í
Margrét Jóhannsdóttir hringdi:
Það getur orðið drjúgur út-
galdaliöur að sjá imi útfór ætt-
ingja. Nú er ekki öldin þegar
menn stefndu beinlinis að því aö
eiga fyrir útiör sinni. - Með því
aö menn greiða nú þegar svokall-
að kirigugarðsgjald mætti þá
ekki rétt auka þennan skatt svo
aö ekki þyrfti að hafa áhyggjur
af þeim kostnaði sem þessu öllu
fylgir? Mættí þá t.d, ekki innifela
lágmarks útfararþjónustu í
tryggingakerfinu?