Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 32
40
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992.
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Nýborg c§d
Ein af best smfðuðu torfærugrindum
landsins er nú til sölu, verðhugmynd
1,5-2 millj. Einnig 351 Cleveland, lítið
ekinn, með öllu, og C-6 fólksbílaskipt-
ing. Uppl. í síma 985-23828, Eiður.
Skútuvogur 4, sími 812470.
Byp-302, kr. 13.300 staðgreitt.
Byp-303, kr. 21.830 staðgreitt.
Byp-304, kr. 17.260 staðgreitt.
Byp-715, kr. 35.800 staðgreitt.
Bypack fataskápar með mikla
möguleika, litir: svart, eik, hvítt.
Með eða án spegils, með eða án topps,
með eða án ljóss. Vestur-þýsk vara.
Jólatilboð á Ibiza sturtuklefum m/sturtu
botni, blöndunartækjum, sturtustöng
og dreifara. Allt á kr. 29.776.
Raðgreiðslur upp í 12 mánuði.
A & B, Skeifunni llb, s. 91-681570.
Jóiagjöf bridgespilarans spilaborð kr.
8.900. 9 bridge-video spólumar komn-
ar, kr. 2.980 stk. 5% stagrafsl. Sendum
í póstkröfu. Otilíf, Glæsibæ, s. 812922.
Ath. breyttan opnunartima. 20% verð-
lækkun á tækjum fyrir dömur og
herra. Vörumar frá okkur eru.lausn
á t.d. spennu, deyfð, tilbreytingar-
leysi, framhjáhaldi. Póstkröfur dul-
nefndar. Opið mánud.-föstud. 14-22,
laugard. 10 -14. Erum á Grundarstíg 2
(Spítalastígsmegin), s. 91-14448.
■ Verslun
Dráttarbeisli, kerrur. Ódým, ensku
dráttarbeislin á flestar gerðir bíla.
Samþykkt af Bifreiðaskoðun Islands.
Ásetning á staðnum. Póstsendum.
Opið alla laugardaga. Víkurvagnar,
Laufbrekku 24, s. 43911 og 45270.
Jólagjöfin hennar, gullfallegur undir-
fatnaður á frábæru verði, s.s. náttkj-
sett, samfellur, brjósthsett, korselett,
sloppar o.m.fl. Ath., 15% afsl. á öllum
fatnaði til jóla. Sjón er sögu ríkari.
Rómeó & Júlía, sími 91-14448. Opið
kl. 14-22 v.d., kl. 10-20 laugard. >
Jólatilboðin. Hamborgari, franskar og
'A kók á 299,-, fiskur, franskar og sósa
á 249,- og pylsa á 99,-.
Stélið, Tryggvagötu 14.
Mikið úrval af' kertastjökum á góðu
verði. Sérsmíðum hvað sem er. Opið í
dag, laugard., 10-18. Smíðagallerí,
Ægisgötu 4, s. 625515.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
632700
Ódýr leikföng. Mikið úrval af bílum,
dúk'kum, músíkbílum, Hello baby
bamaleikföngum o.fl. fyrir yngstu
kynslóðina. Verslunin Aníta, Nethyl
2, Ártúnsholti, sími 91-683402.
Herrakuldabomsur, kr. 2.380 kr.
Með rennilás á rist, hrágúmmísóli.
Opið 12-18. Póstsendum. Sími 18199.
Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 89.
R/CMódel
Dugguvogi 23, sími 91-681037.
Fjarstýrðar þyrlur. Verð frá kr. 31.350.
Einnig mikið af öðmm módelum.
Opið kl. 13-18 og kl. 10-14 laugardaga.
■ Sendibflar
Nissan Sunny, árg. '92. Til sölu Nissan
Sunny, árg. ’92, ekinn 3 þús. km, vsk.
bíll. Upplýsingar í símum 91-678686,
91-43928 og 91-71455.
■ Jeppar
Econoline '89, 150 XL, 4x4, til sölu, ek.
16 þ. mílur, sjálfsk. m/OD, Borg Wam-
er millikassi, Dana 44 framan á gorm-
um, Ford 8,8 aftan, 1:4,56 hlutföll,
loftlæsingar ARB fr. og aftan, 4,5
tonna spil, spilstuðari, þokuljós, kast-
arar, 38" DC radial, 14" Weld létt-
máhnsfelgur, Raricho demp. + stýrisd.
2 bensíntank., geislasp., kraftmagn., 6
hátalarar o.fl. S. 673232/676030 á kv.
Chevrolet Blazer 78 til sölu, þarfnast
viðgerðar. Verð 160 þús. Uppl. í síma
91-675571 e.kl. 19.
■ Ldkamsrækt
Þær tala sinu málll Ótrúlegt en satt.
Heilsustúdíó Maríu býður upp á
Trim-Form, sogæða/cellónudd, fitu-
brennslu, vöðvaþjálfim og GERnétic-
meðferðir. Gerðu þig glæsilega(n), þú
átt það skilið. Tímapant. í sima 36677.
Merming
Hálfgert bréfasaf n
Hér eru nokkur bréf Jóhanns Jónssonar, öll til sama æskuvinar hans,
og spanna tímabilið frá 1912 - þegar hréfritari var sextán ára - til ársins
1925, þegar hann var kominn undir þrítugt. Bréfin eru mjög mislöng og
mismerkileg, svo sem gefur að skilja. Þau sýna þá líka vel þroskaferil
þessa skálds, sem þótti flestum efnilegri, en fátt liggur eftir. Hann dó
hálffertugur eftir langvarandi veikindi.
Þessi bréf eru merkilegust þegar
þausýnaandlegakreppuogstefnu- “
hvörf - á Akureyri 1917, en enn
frekar á Djúpavogi 1921. Miklu _
merkilegri verða þó bréfin eftir að
Jóhann flyst til Þýskalands ásamt
Bókmenntir
örn Ólafsson
konu sinni haustið 1921. Skömmu
síðar verður hálfs annars árs hlé á bréfaskriftum til Friðriks, en síðan
kemur mjög langt bréf (yfir 30 bls.) og merkilegt, þar sem hann tekur
afstöðu tU ýmislegs í þýskri menningu og íslenskri. Skondið er aö sjá
hvemig tískubundið margt af þessu er, t.d. rausið um endalok siðmenning-
arinnar og sú mikla kvenfælni sem útbreidd var í byrjun 3. áratugarins,
það hefur Halldór Guðmundsson rakið í bók sinni Loksins, loksins (1987).
Hér eru og allmörg ljóð Jóhanns, og bréfin eru vel stíluð þegar frá eru
tekin viðkvæmnislegustu skrif unglingsáranna. í heild er fengur að bók-
inni, en hún hefði hæglega getað orðið miklu merkilegri.
Bréfasöfn
eru oft afar skemmtileg aflestrar. Öörum ritum framar gefa þau blæ-
brigðaríka og alhliða mynd af höfundi og samtíð hans. Góð íslensk dæmi
eru bréfasöfgn Stephans G., Matthíasar Jochumssonar, og (í miklu minna
magni) Jónasar Hallgrímssonar. Erlendis eru og mörg stórkostleg bréfa-
söfn kunn, einkum frá því fyrir síma. En til aö ná slíkum hæðum þarf
að gefa út saman öll tiltæk bréf höfundar í réttri tímaröð. Þá varpa bréf-
in oft ljósi hvert á annað, svo margt skýrist sem verður torskilið ef við
sjáum aðeins bréf til eins manns. Og höfundur fær þá að njóta sín í þeim
mismunandi hlutverkum sem hann gegnir í ýmsilegu umhverfi, þannig
bréfasöfn birta blæbrigðaríka mynd af því hvers hann var megnugur.
Einnig er þá auðséð mismunandi samband höfundar við bréfvini sína.
Auðvitað verða oft miklar endurtekningar milh bréfa, þegar höfundur
skrifar mörgum um svipað leyti. En þá er einfalt mál að fella slikar endur-
tekningar niður við prentun, sem og það sem þykir of lítilvægt til að fylla
þykk bindi. Og þegar prentuð eru 70-80 ára gömul einkabréf, þá þarf
skýringar á ýmsu sem bréfritara og viðtakanda var óþarft að nefna, en
almenningur þekkir ekki lengur. Mikla vinnu þarf að leggja í að grafa
upp slíkan fróðleik eftir fóngum, svo bréfin verði sem skiljanlegust. Þetta
vantar hér, þótt ágætir yfirlitspistlar fylgi, eftir Inga B. Bogason um Jó-
hann og eftir Sigurjón Jóhannesson um sr. Friðrik. Og umfram allt, hér
vantar önnur bréf Jóhanns, sem greinilegt er þó að útgáfan átti aðgang
að. Síst hefði þó bréfasafnið orðið lakari söluvamingur með bréfum Jó-
hanns til svo þjóðkunnra manna sem Halldórs Laxness, Skúla Þórðarson-
ar o.fl. En með útgáfu þessarar bókar er (a.m.k. um langan tíma) komið
í veg fyrir útgáfu slíks heildarbréfasafns Jóhanns. Það væri þá ekki nema
að til kæmi framhaldsbindi annarra bréfa hans í réttri tímaröð og með
sameiginlegum skýringum og nafnaskrá fyrir safnið í heild.
Það kemur hvergi fram hver réði þessum undarlega útgáfuhætti, svo
það verður að skrifast á ábyrgð forlagsins. Þá vil ég bara segja, að rétt
eins og það þarf sérþekkingu og -reynslu til að reka fyrirtæki svo að vel
gangj, þá þarf annarskonar-sérþekkingu til að setja saman bækur. Það
sannar þessi bók því miður enn einu sinni.
Jóhann Jónsson:
Undarlegt er lif mitt.
Bréf Jóhanns Jónssonar skálds til sr. Frióriks A. Friðrikssonar 1992
205 bls.
Enginn mömmudrengur
Nýjasta Úrvalsbókin heitir Mömmudrengur og er eftir Charles einhvem
King. Ekki þekki ég neitt til höfundar en hann fer nokkuð troðnar slóðir
í skáldskap sínum. _________________
í sem allra stystu máh snýst sag-
an um geysislyngan fjöldamorð-
ingja. Hann er nokkuð stór í snið-
um því hann sálar helst ekki minna
en heilum fjölskyldum í einu. Við
umsátur fómariamba sinna beitir
Bókmenntir
Páll Ásgeirsson
hann nýjustu tækni og vísindum enda þrautskólaður í herbúðum leyni-
þjónustunnar. Honum verða á þau mistök aö lóga bróður afarslyngs lög-
reglumanns sem fer þegar á stúfana og hyggur á hefndir. Sem löngum
fyrr kemur í ljós að jafnvel háþróaðasta tækni má lúta í lægra haldi fyr-
ir réttlátri reiði og vinnubrögðum snjahra lögreglumanna.
Það er í sjálfu sér fátt frumlegt í bók þessari nema ef vera skyldi að á
köflum leyfir höfundur sér skáldlegri tilþrif en títt er um reyfarahöf-
unda. Persónumar era engir miðjumenn heldur ýmist afar vondar eða
mjög góðar. Aðalsöguhetjan er fjöldamorðinginn sem hefur verið hkt við
Hannibal Lecter sem er reyfarafiklum að góðu kunnur úr bókinni Lömb-
in þagna. Vissulega er auðsær náinn skyldleiki með þeim stéttarbræðram
en Highland veigrar sér við að snæða fómarlömb sín. Titih bókarinnar er
í sjálfu sér margræöur því þó Evan Highland sé í hjarta sínu mömmu-
drengur er hann enginn mömmudrengur í hefðbundnum skhningi. Höf-
undur leggur sig í líma við að gera hann að flókinni persónu en tekst
það aldrei fullkomlega. Höfuðandstæðingur hans, ofurhetjan Jake Harrow
er frekar litlaust en smápeðið Winston sem á stóran þátt í aö ljóstra upp
um Highland er býsna skemmthegur.
Bókin er á frummálinu skrifuð á amerisku slangri eins og lögreglu-
menn tala sín á mihi. Þýðandinn EUsabet Amgríms á því við ramman
reip að draga en gerir sitt besta th að koma sögunni yfir á hpra íslensku
og tekst á köflum sæmhega en sums staðar finnur glöggur lesandi lyktina
af frumtextanum í gegn. En bókin er góður reyfari að því leyti að hún
heldur lesanda sínum við efhið og heldur uppi þokkalegri spennu, sérstak-
lega þegar líður á. Þó má finna að óþarflega flókinni uppbyggingu þegar
verið er að skýra þátt leyniþjónustunnar í öhu saman. En þetta er góð
afþreying frá jólabakstrinum og glöggdrykkjunni þessa síðustu og verstu
daga.
Mömmudrengur
Charles King. Þýðlng: Eifsabet Arngrims
Útgefandi: Frjáls fjölmlðlun.