Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992. 31 > i > J > 1 > > > > Fréttir Minkur inn í íbúðarhús - eigandi íbúðarinnar skaut hann á færi ÞórhaDur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Ég var nýkominn heim seint um kvöld, fannst hitinn óbærilegur í húsinu og ákvað að hafa útidyra- hurðina opna smástund. Skömmu síðar þegar ég leit til dyranna fannst mér eins og væri kominn skór á þröskuldinn og fannst það undarlegt, svo sá ég að þetta hreyíðist og leist ekkert á blik- una,“ sagði Gísli Sigurðsson, frjáls- íþróttakappi og læknaritari, en í síðustu viku skaut hann mink við heimiii sitt á Króknum eftir nokk- urn eltingaleik. „Minkurinn kom síðan inn á mottuna í forstofunni og ætlaði sér greinilega inn. Ég hvæsti á móti honum og minksi sá þá sitt óvænna og hopaði út úr húsinu. í skyndingu náði ég mér í byssu og skotfæri og æúaði að sjá hvað verða vildi fyrir utan. Minkurinn fór ekki lengra en út á planið fyrir framan bílskúrinn, sem er upphitað, og virtist forðast að fara í snjóinn. Það var smáelt- ingaleikur á planinu, hann faldi sig undir bílnum í nokkur skipti og ég rak hann jafnharðan þaðan. Þegar hér var komið ver veiðieðlið komið svo upp í mér að þegar ég náði að hrekja hann að útjaðri plansins hlammaði ég á hann einu skoti. Ég áttaði mig eiginlega ekki fyrr en hvellurinn kvað við, hvað ég hafði eiginlega gert, og klukkan rétt um tólf á miðnætti. Nágrannarnir urðu samt einskis varir,“ sagði Gísh en hann býr í raðhúsi í Raftahlíðinni. Gísh heldur að hér hafi verið á ferðinni búrminkur. Er greinilegt að varasamt getur reynst að hafa útidyr og bflskúrshurðir opnar. GísU sagðist í fyrravetur hafa séð greinilega slóð eftir mink hringinn í kringum sjúkrahúsiö, þann hafi greinilega langað til að komast inn í yUnn. Bilveltan á Melatorgi DV-mynd Sveinn Stútur við stýr- ið á Melatorgi Bfll valt á Melatorgi 1 fyrrakvöld. Ökumaðurinn, kona á fimmtugs- aldri, er grunuð um ölvun við akst- ur. Ffarlægja þurfti bflinn með kranabíl en konan slapp ómeidd. Annar ölvaður ökumaður var á ferð í Birkigrund í Kópavogi og lenti þar utan í húsi og á öðrum bfl. Þá missti ökumaður á Suðurgötu vald á bfl sínum í hálku með þeim afleiðingum að hann keyröi fyrst á vegg og síðan á ljósastaur. Maðurinn meiddist ekki en bíllinn skemmdist töluvert. -ból Slökkvibifreið fór á hliðina Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum Einn af þremur nýjum slökkvibif- reiðum á Keflavíkurflugvelli, sem komu á dögunum til landsins, fór á hliðina í gær (miðvikudag). Bifreiðin var á leið út á flugbraut í rólegheit- unum og að sögn sjónvarvotta rann bflhnn til í hálku í beygju og þaðan á þurran blett og fór þá loft úr einu dekkinu. Bíllinn var mjög lengi að fara á hhðina eins og veltan hefði verið sýnd hægt í kvikmynd. Tveir menn voru í bílnum og fengu þeir aðeins smáskrámur en sá sem keyrði er með yfir 30 ára reynslu í akstri slökkviliðsbfls. Bíhinn er um 40 tonn fuhhlaðinn og mun vera ætl- unin að gera við hann og áætlað að það kosti nokkrar mflljónir. Slökkvihðið á Keflavíkurflugvelh hefur ekki lent í svona atviki áður, eða í yfir 30 ár. Hlíðarfjall: Allar brekkur að Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Starfsmenn skíðasvæðisins í Hhð- arflahi við Akureyri eru nú að ljúka við undirbúning þess að hægt verði að opna allar lyftur í fjallinu en tvær neðstu brekkumar, Hólabraut og Hjahabraut, voru opnaðar fyrr í vik- unni. Að sögn starfsmanns í Hhðarflalh er þónokkur snjór kominn í efri brekkumar og hafa brekkur verið troðnar gengiö frá lyftum. Því má segja að það velti fremur á veðrinu en öðrum aðstæðum í fjaliinu hvort ahar lyftur verða opnaðar þar. Bókmum Sykuimolatia Skemmtílég lesning! Bókinni fylgir hinn vinsæli geisladiskur, „Stick Around For Joy“ fyrir aðeins 200 kr. aukalega, ef óskað er! „Frásögn Árna af ferli hljóm- sveitarinnar er nákvæm og kórrétt og bókin er skemmtileg lesning... ...Sykurmolabókin er algjört möst fyrir Sykur- molaáhugafólk, góð afþreying fyrir flesta aðra og ein albesta bók íslenzk sem skrifuð hefur verið um rokktónlist." Sykurmolarnir árita bók sína í Hagkaupum Kringlunni á morgun, laugardag, frá kl. 2 til 4. Bókinni fylgir hinn vinsæli geisla- diskur, „Stick Around For Joy“ fyrir aðeins 200 krónur aukalega, ef óskað er. ★ ★★★ Gunnar Hjálmarsson, Pressunni ÖRN OG ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími (91) 68 48 66

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.