Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. ft«l Menning Hreinskilið tónskáld Ævisaga Skúla Halldórssonar tónskálds einkennist af mikilli bersögli hans. Þaö er þó villandi þegar bókin er kynnt á þann veg að Skúli galli mjög um mál sem aðrir leyna að láta Uggja í þagnargildi. Það hefur nefni- lega réttilega verið bent á hversu stóru hlutverki „leyndardómar einkalifsins" gegna í mörgum þeirra ævisagna sem komið hafa út hin síðari ár. Þaö er því hæpið að tala um einhverja sérstöðu þessarar bókar í þeim efnum. Skúla verður í bók sinni tíðrætt bæöi um kvennafar og áfengisdrykkju en slíkt er fjarri því að vera eins- dæmi í hinum nýrri ævisögmn. Hæpið væri að halda því fram að hér hefði gróðasjónarmiðið eitt ráðið ferð- inni. Miklu fremur er það sú hreinskilni sem höfundi virðist í blóð borin. Kvenfólk og áfengi hafa sýnilega verið hans aðaláhugamál auk tónlistarinnar. Hér fær lesandinn því að heyra af mörgum ástaræv- intýrum Skúla á unga aldri, samskiptum hans við skyndikonuna Gvendólínu í London og meira að segja framhjáhaldi hans sem leiddi til þess að Steinunn kona hans vísaði honrnn á dyr. Hún tók hann þó aftur í sátt, „en einn mikilvægur þáttur í sambandinu var horfinn. Hún treysti mér ekki lengur og hefúr auðvit- aö aldrei gert síöan“. Hreinskilni höfundar kemur ekki bara fram er hann lýsir sjálfum sér. Það á ekki síöur við er hann lýsir foreldrum sínum og öðrum samferðamönnum. Faðir hans, Halldór G. Stefánsson læknir, var svo drykk- felldur að honum var vikið úr starfi héraðslæknis á Flateyri og Unnur, móðir Skúla, átti eftir þaö í ástar- sambandi við annan mann. Hvort tveggja setti mark sitt bemsku Skúla. í síðari hluta er fjallað mjög um kynni Skúla af öðr- um tónskáldum og starf hans fyrir samtök þeirra. Meðal þeirra tónskálda sem mjög koma viö sögu í bókinni er Jón Leifs. Einnig fær lesandinn að kynnast trúmálaskoðunum Skúla en í þeim efnum var Kris- hnamurti hiö andlega leiðarljós hans í lífmu. Sótti Skúli m.a. guðspekiþing í HoIIandi til að rækja það samband. Góðar ævisögm' hafa ekki síst gUdi fyrir síðari tíma á þann hátt að þær eru aldarspegiU, skapa andblæ Uð- ins tíma, og í bók Skúla kemst tíðarandinn frá miUi- stríðsárunum mjög vel tU skUa. Örnólfur Ámason skráir sögu Skúla og ferst það yfirleitt vel úr hendi. Á stöku staö kunna þó hin öra skipti úr 1. persónu frá- Skúli Halldórsson. Hrelnskilni virðist honum I blóð borin. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson sögri yfir í 3. persónu umfjöUun að virka truflandi á lesandann og trúlega hefði verið unnt að auka á læsi- leika bókarinnar með þvi að skera efnið eitthvaö nið- ur. LítU hætta er þó á að lesandanum leiðist við lestur þessarar bókar. Nafni bókarinnar er að sjálfsögðu ætlað að skapa hugrenningatengsl við þaö lag Skúla HaUdórssonar sem frægast hefur orðiö. Vinsælasta dæguriag Evrópu árið 1952 var franska lagið Dómínó, sem var svo slá- andi likt lagi sem SkúU hafði samið 16 árum áður að af því spunnust deUur um höfundarrétt að laginu og uröu þau átök nánast að miUiríkjadeUu. örnólfur Árnason: Lifsins dóminó. Ævisaga. Skúli Halldórsson, Reykjavik 1992 (281 bls.). Fullt af fróðleik en... Evrópukeppni landsUða í knattspymu, sem háð var í Svíþjóð sl. sumar, verður mönnum lengi minnisstæð. Endalaust má deUa um gæði knattspymunnar sem Uðin léku en flestir era þó sammála umað sigur Dana á mótinu hafi komið gífurlega á óvart. í bókinni Sögu Evrópukeppni landsUða í knattspymu 1958-92 er fjaU- að um þennan frækUega árangur og aUt annað sem viðvíkur þessari keppni frá upphafi. ÖU úrsUt í gegnum árin era tíunduð og skUmerkUega er greint frá úrsUta- keppnunum sjáifum en níu sinnum hefur verið keppt um EvrópumeistaratitUinn. Bókin er 160 bls. og hana prýða margar s/h ljósmynd- ir. Ekki eru þær samt aUar góðar og sumar reyndar afleitar eins og t.d. af Eyjólfi Sverrissyni og Ray Houg- hton. Um síðamefnda leikmanninn er fjaUað sérstak- lega sem einn af 150 bestu knattspymumönnum Evr- ópu. í þann hóp kemst Ásgeir Sigurvinsson einn ís- lendinga en textinn um hvem leikmann er mislangur og að ósekju hefði mátt sleppa nokkrum knattspymu- mönnum. Þátttaka íslands í Evrópukeppninni fær sér- staka umfjöUun en í þeim köflum og reyndar öðrum Uka fylgja með margir fróðleiksmolar. MikiU texti er í bókinni og fannst mér vera heldur þröngt um hann enda hæpið að koma allri þessari sögu fyrir í umræddu plássi ásamt fjölmörgum mynd- um. Þetta atriði snertir útht bókarinnar en það er auðvitað innihaldið sem skiptir öllu meira máh en í þeim efnum er höfundurinn í vondum málum. Kannski er fleirum um að kenna en að mér hvarflaöi að prófarkalesarinn hefði gleymt að yfirfara textann eða hreinlega látið það eiga sig. Dæmi um það er að finna á ótrúlega mörgum stöðum. Nöfn leikmanna era t.d. skrifuð með ýmsum hætti og m.a. mátti finna a.m.k. þrjár útgáfur af sumum. Jafnframt er margsinnis farið rangt með ártöl. Dæmi um þetta er t.d. á bls. 75. Þar segir frá kaupum Ipswich Town á tveimur hoUenskum leUcmönnum árið 1989. Síðar er svo sagt frá frammistöðu þeirra með áður- nefndu Uði í úrshtaleik í UEFA-keppninni 1981! Á bls. 116 er getið um bronsverðlaun Bergomi og félaga hans í ítalska landsUöinu í HM á ítaUu 1980 en samkvæmt öðrum heimUdum var sú keppni haldin tíu árum síð- ar! UU Höness er sagður hafa misnotað vítaspymu í úrsUtaieUc Evrópukeppninnar 1974 á bls. 44 en eins og flestir vita klúðraði hann vítinu í úrsUtaleUcnum sem fram fór tveimur árum seinna! Ekki ætla ég að draga fram öU mistökin en nefni að síðustu þrjú tU viðbótar. Fyrst á bls. 92 en þar segir um markvöröinn Pat Jennings: „Tottenham seldi hann til Arsenal 1977 þegar félagið keypti Ray Clemence frá Liverpool." Þetta gengur ekki úpp enda var Clemence Danir hömpuðu Evrópumeistaratitlinum. Bókmenntir Gunnar R. Sveinbjörnsson í marki Liverpool í úrsUtaleikjunum í Evrópukeppni meistaraUða 1978 og 1981! Og aö síöustu á bls. 152 þar sem segir að Gary Lineker sé 168 sentímetrar á hæð og hafi 55 miUjónir punda í árstekjur! Lineker er a.m.k. 10 sentímetrum hærri og upphæðin sem hann á að hafa í tekjur getur með engu móti staöist. Af framansögðu ætti flestum að vera ljóst að bókin er ekki gaUalaus. í-henni er að vísu fuUt af fróðleUc en upplýsingarnar gagnast Utiö þegar þær era rangar. Höfundinum hefur ekki tekist nógu vel upp og hann þarf aö bæta sig verulega í framtíðinni. Sígmundur Ó. Steinarsson Saga Evrópukeppni landsliða I knattspyrnu 1958-1992 Fróði 1992 mm^^^m—mm^^^^mmmmmm^ FAGOR KYNNINGARVERÐ GERÐFE54-STAÐGREITTKR. 39900 KR. 41990 - MEÐ AFBORGUNUM RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 m'SMm:. jóLAGOTnEMjÉaiÉi, é AUK / SlA k9d22-690-2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.