Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1993.
Meiming
Menningarverölaun DV115. sinn:
Sjö listgreinar verðlaunaðar
í ár verða Menningarverðlaun DV
veitt í fimmtánda sinn. Verður það
gert eins og allt frá fyrstu afhendingu
verðlaunanna í veitingasalnum
Þingholti sem er á Hótel Holti. Fer
afhending fram fimmtudaginn 25.
febrúar næstkomandi að loknum
sérstökum málsverði sem listakokk-
ar hótelsins munu matreiða fyrir
verölaunahafa og aðra gesti.
Menningarverðlaun DV eru lang-
lífustu menningarverðlaun sem
stofnað hefur verið til hér á landi.
Menningarverðlaun Dagblaðsins,
eins og þau hétu áður en Dagblaðið
og Vísir sameinuðust, voru fyrst af-
hent 1979. í upphafi voru það aðeins
fimm listgreinar sem voru verðlaun-
aðar: bókmenntir, byggingarlist,
leikhst, myndlist og tónlist. 1981
bættust við kvikmyndir og 1988 voru
fyrst afhent verðlaun fyrir listhönn-
un.
Allt frá upphafi hafa þriggja manna
dómnefndir í hverri listgrein fyrir sig
séð um að velja verðlaunahafana og
hafa þessar nefndir verið skipaðar
gagnrýnendum á DV í umræddum
listgreinum, fulltrúum listamanna,
svo og áhugafólki um listir. Þessa
dagana er verið að velja í dómnefnd-
ir og verða þær kynntar síðar.
Menningarverðlaunin sjálf eru í
formi sérsmíðaðra skúlptúra eða list-
muna sem margir helstu listamenn
og hsthörinuðar landsins hafa gert
fyrir DV.
Hönnun og smíði verðlaunagrip-
ana í ár er í höndum Svöfu Bjargar
Einarsdóttur glerhstarmanns sem
búsett er í Nottingham á Englandi.
A þessari mynd eru verðlaunahafar Menningarverðlauna DV í fyrra með gripi sína, talið frá vinstri: Þröstur Magn-
ússon, Hafsteinn Guðmundsson, Ragnhildur Harðardóttir (tók á móti verðlaunum fyrir Kristin G. Harðarson), Frið-
rik Þór Friðriksson, Ingimundur Sveinsson, Grétar Reynisson, Hafliði Arngrímsson og Guðmundur Andri Thorsson.
Verður fylgst með hönnum gripanna
og sagt frá gerð gripanna og rætt við
listamanninn.
DV mun síðan leyfa lesendum að
fylgjast með störfum dómnefnda,
meðal annars með því að birta th-
nefningar nefndanna th verðlaun-
anna í ár. Verðlaunahafar Menning-
arverðlauna DV eru orönir íjölmarg-
ir en oftast hefur verið úthlutað til
einstaklinga en einnig hafa hópar
fengið verðlaunin eða stofnanir. Hér
th hhðar er listi yfir þá sem hafa
fengið Menningarverðlaun Dag-
blaðsins og DV.
Kvikmyndaklúbburinn Hvíta tjaldið:
Tvær kvikmyndahátíðir með stuttu millibili
Hvíta tjaldið er nýstofnaður kvik-
myndaklúbbur framhaldsskólanna.
Aðstandendur klúbbsins eru fulltrú-
ar frá öhum framhaldsskólum á höf-
uðborgarsvæðinu og er markmiöið
að kynna hinar ýmsu stefnur innan
kvikmyndagerðarinnar og opna
augu fólks fyrir aö framleiddar eru
öðruvísi myndir en fólk á að venjast
í kvikmyndahúsum og úr sjónvarpi.
Klúbburinn mun vera í samstarfi við
Regnbogann og þar munu sýningar
fara fram.
Fyrsta verkefni klúbbsins er skosk
kvikmyndahátíð sem hófst á laugar-
daginn. Á þessari kvikmyndaviku
verða sýndar fimm skoskar kvik-
myndir: Comfort and Joy, Conquest
of the North Pole, Tickets for the
Zoo, Prague og Shent Scream. Um-
ræðuþing var haldiö í gær á Sólon
íslandus með íjórum skoskum kvik-
myndageröarmönnum og einnig sátu
íslenskir kvikmyndagerðarmenn
fyrir svörum.
Á vegum Hvíta tjaldsins og Regn-
bogans verður um næstu mánaða-
mót efnt th kvikmyndaveislu í Regn-
boganum. Verða þá sýndar nýlegar
kvikmyndir sem ekki hafa verið
sýndar hér áður, úrvalsmyndir frá
ýmsum löndum. Má þar nefna Res-
ervoir Dogs, leikstjóri Quentin Tar-
antino; Möv og funder, leikstjóri Ni-
els Gráböl; Hear My Song, leikstjóri
Peter Chelson; The Long Walk Home,
leikstjóri Richard Pearce; Naked
Lunch, leikstjóri David Cronenberg,
og Ripoux contre Ripoux. Nánar
verður sagt frá þessari kvikmynda-
veislu síðar.
-HK
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars)
Ný námskeið að hefjast
I Almenn námskeið
KARON-skólinn kennir ykkur:
rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan fótaburð,
andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata-
og litaval, mataræði,
og alla almenna framkomu o.fl.
II Módelnámskeið
Tískusýningar- og fyrirsætustörf:
Sviðsframkoma, göngulag,
hreyfingar, líkamsbeiting,
snyrting, hárgreiðsla o.fl.
Innritun og
upplýsingar
daglega frá
kl. 16-20
í síma 38126
HannaFrímannsdóttir
Mislestur
rimsíramsara
Guðmundur Andri Thorsson lætur
að því hggja í DV fímmtudaginn 14.
janúar að ég telji smásögu Einars
H. Kvarans, Vonir, vera dulhyggju-
verk. Shka firru lætur Andri sér
detta í hug th að verja slæleg vinnu-
brögð sín í bókinni Þjóðskáldin -
úrval úr bókmenntum 19. aldar. i
dómi mínum um bókina kvarta ég
undan því að Andri hafi ekki gefið
rúm fyrir betra verk eftir Einar H.
Kvaran en Vonir. En Andri þekkir
hklega ekki önnur verk eftir Einar
vegna þess að Nordal og Brandes
gáfu Vonum svo góða einkunn að
Andri hefur ekki nennt að leggja það
á sig að lesa lengri verk Kvarans.
Að mínu mati er skáldsagan Ofur-
efh eftir Kvaran miklu betra verk en
Vonir, sem er gamaldags og ahs ekki
eins klassískt verk og Andri telur
víst vegna þess að Nordal taldi Vonir
vera „fyrstu sögu E.H.Kv. sem hon-
um er fyllhega samboðin“. Andri er
svo ósjáífstæður í skoðunum að hann
getur ekki lagt sitt eigið mat á eldri
verk og treystir á umsagnir löngu
dauðra manna, eins og þeir séu vé-
fréttir sem segja endanlegan og hlut-
lægan sannleika um það sem þeir
tjáðu sig um á sínum tíma.
Andra er rétt að senda þessa ráð-
leggingu: Lærðu að standa á eigin
fótum!
Árni Blandon
DVfrá
upphafi
Leiklist
1979: Stefán Baldursson.
1980: Kjaxtan Ragnarsson.
1981: Oddnr Bjömsson.
1982: Hjaltí Rögnvaldsson.
1983: Bríet Héðinsdóttii*.
1984: Stúdentaleíkhúsið.
1985: Alþýðuleikhúsið.
1986: Guörún Gísladóttír.
1987: íslenski dansílokkurinn.
1988: Amar Jónsson.
1989: Róbert Arnfinnsson.
1990: Grétar Reynisson.
1991: Hrafnhildur Hagalín
Guðmundsdóttir.
1992: Guðjón Pedersen, Haflíðí
Amgrímsson og
Grétar Reynisson.
Tónlist
1979: Þorgerður Ingólfsdóttír.
1980: Helga Ingólfsdóttír og
Manuela Wíesler.
1981: Jón Ásgeírsson.
1982: Ámi Kristjánsson.
1983: Guðmundur Jónsson.
1984: Jón Nordal.
1985: Einar Jóhannesson.
1986: Hafliði Hallgrímsson.
1987: Sinfóníuhljómsveit aeskunnar.
1988: Panl Zukofsky,
1989: Rut Ingóhsdóttir.
1990: Hörður Áskelsson.
1991: Guðný Guðmundsdóttir.
1992: Blásarakvintett Reykjavíkur.
Bókmenntir
1979: Ása Sólveig.
1980: Sigurður A. Magnússon.
1981: Þorsteinn ffá Hamri.
1982: Vllborg Dagbjartsdóttir.
1983: Guðbergur Bergsson,
1984: Tbor Vilbjáimsson.
1985: Álfrún Gunnlaugsdóttir.
1986: Einar Kárson.
1987: Thor Vilhjábnsson.
1988: Ingibjörg Haraldsdóttir.
1989: Bjöm Th. Björnsson.
1990: Vigdis Grímsdóttir.
1991: Fríöa Á. Siguröardóttir.
1992: Guðmundur Andri Thorsson.
Myndiist
1979: Gallerí Suðurgata 7.
1980: Ríkarður Waltingojer.
1981: Sigurjón Ólafsson.
1982: Ásgerður Búadóttb*.
1983: Helgi Þorgils Fríðjónsson.
1984: Jóhann Briem.
1985: Jón Gunnar Ámason.
1986: Magnús Kjartansson.
1987: Gunnar Örn Gunnarsson.
1988: Georg Guðni Hansson.
1989: Siguröur Örlygsson.
1990: Kristján Guðmundsson.
1991: Kristinn E. Hrafnsson,
1992: Kristinn G. Harðarson.
Byggingariist
1979: Gunnar Hansson.
1980: Manfreð Vilhjálmsson og
Þorvaldur S. Þorvaldsson.
1981: Gunnar Guðnason og
Hákon Hertervig.
1982: Bima Björnsdóttir. * : :
1983: Pétur Ingólfsson.
1984: Valdimar Haröarson.
1985: Stefán Öm Stefánsson,
Grétar Markússon bg
Einar Sæmundsson.
1986: Finnur Birgisson og
Hiörleifúr Stefánsson.
1987: Hróbjartur Hróbjartsson og
Sigurður Björgúlfsson.
1988: Manfreð Vilhjálmsson.
1989: Leífur Blumenstem og
Þorsteinn Gunnarsson.
1990: Ingimundur Sveínsson.
1991: Guðmundur Jónsson.
1992: Ingimundur Svetnsson.
Kvíkmyndir
1981: Sigurður Sverrir Pálsson.
1982: Útlaginn.
1983: Erlendur Sveinsson.
1984: Egill Eðvarðsson,
1985: Hrafn Gunnlaugsson.
1986: Karl Óskarsson.
1987: Óskar GíslasÓní
1988: Friðrik Þór Ifriöriksson.
1989: Víðar Víkingsson.
1990: Þráinn Bertejsson. : :
1991: Lárus Ýmir Óskarsson.
1992: Böm náttúrunnar.
Listhönnun
1988: Sigrún Eimirsdóttir og
: Sören Larsen. ■
1989: Valgeröur Torfadóttir.
1990: Kristín ísleiisdóttir.
1991: Guörún Gunnarsdóttír.
1992: Þröstur Magnússon.