Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1993, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00
Frjálst, óháð dagblað
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1993.
Maðurinn veitti mótspyrnu við hand-
tökuna. DV-mynd Sveinn
Lögreglan:
>
Braut rúðu til
að ná glanna
Lögreglunnl í Reykjavík var í gær-
kvöldi tilkynnt um glannaakstur
ökumanns sem meðal annars hafði
farið þrisvar sinnum yfir á rauðu
ljósi og virti engar umferðarreglur.
Lögregla reyndi að stöðva ferð
mannsins til móts við Hótel Esju en
maðurinn hlítti því ekki og ók á lög-
reglubifreið. Það var ekki fyrr en á
mótum Suðurlandsbrautar og
Grensásvegs aö tókst að stöðva bíl-
inn. Ökumaðurinn neitaði þá að
opna bifreiðina og þurfti að brjóta
hliöarrúðu til að ná manninum út.
Hann hefur ítrekað áður komið viö
x sögu lögreglu fyrir umferöarlaga-
brot. -ból
Seyðisíjörður:
Hættuástandi
aflétt
Hættuástandi hefur verið aflétt
sunnan megin Seyðisfjaröar en þar
var talin ástæða til að loka fyrir
umferð í gær sökum hættu á snjó-
flóðum.
Vegurinn sunnan megin í firöinum
var lokaður til móts við Síldarverk-
smiðjur ríkisins. Mikið hefur snjóað
á Seyðisfirði og safnast snjórinn
saman í gilskominga sem skapar
flóðahættu. -ból
Hagvirki kaup
ir SH verktaka
- kaupverðið600þúsimdkrónur
„Já, það er það að frétta að Verk-
fræðiskrifstofa Jóhanns Bergþórs-
sonar hefur gert tilboð í hlutabréf
i SH verktökum og það liggur fyrir
samþykki stjórnar fyrir því.
Stjórnin sem sagt leggur þaö til við
alla eigendur að því verði tekiö
segir Jón ingi Gíslason, stjórnar-
formaður og fyrrverandi forstjóri
SH verktaka. Stjórnin sat á fundi í
gær og stóð hann langt fram á nótt.
Jón Ingi sagöi að Jóhann mundi
kaupa hlutinn á sama verði og Pét-
ur Blöndal ætlaöi að kaupa á eða
rúralega 600 þúsund krónur en það
er um 1% af nafnverði hlutafjár.
Hann sagðist ekki eiga von á ööru
en flestir hluthafar samþykktu
þetta.
„Þetta tryggir þaö að mennirnir
halda vinnunni og hægt verður að
halda áfram með þau verkefni sem
viö höfum. Jóhann mun kaupa fyr-
irtækiö í heild sinni, án skilmála,
og ber þvi ábyrgð á þeim skyldum
sem hvíla á fyrirtaeki sem er í
greiöslustöðvun," segir Jón Ingi.
Hagvirki-Klettur mun að likindum
taka við verkefnum SH verktaka.
Jón Ingi sagði að Sparisjóður
Hafnaríjarðar kæmi hvergi nærri
þessum samningum nú en eins og
kunnugt er spunnust deilur milli
sjóösíns og Péturs Blöndals vegna
greiðslna fyrir verk þau sem SH
verktakar eru að vinna. SH verk-
takar skulda sparisjóðnum hátt í
30 milljónir.
Jóhann Bergþórsson, forstjóri
Hagvirkis-Kletts, vildi ekkert um
máliö segja er DV haföi samband
viðhannímorgun. -Ari
Báðir bílarnir eru illa farnir eftir áreksturinn í gærkveldi.
DV-mynd Sveinn
Færeyjar:
MaritaPeter-
sen lögmaður í
stað Atla Dam
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum;
Marita Petersen verður kjörin lög-
maður Færeyja á fundi í lögþinginu
síðdegis í dag. Hún verður fyrsta
konan til að gegna því embætti.
Þingflokkur Jafnaðarflokksins
ákvað á fundi í gærkvöldi að Marita
skyldi taka við af Atla Dam sem lét
af embætti á fóstudag. Hann hafði
fyrir löngu ákveðið að draga sig í hlé.
Jafnaðarmenn funduðu einnig um
eftirmann Atla á laugardag en náöu
ekki samstöðu. Þegar upp var staðið
höfðu Marita Petersen og Tomas
Arabo fengið jafnmörg atkvæði í
flokksstjórninni.
Marita Petersen er kennari að
mennt en hún var kjörin á þing í síð-
ustu kosningum. Afli Dam mun sitja
áfram á lögþinginu, jafnframt því
sem hann starfar vlð fjármálastofn-
un sem lánar til fiskiskipakaupa.
Ókástaw
Ökumaður var fluttur á slysadeild
eftir að hafa ekið á staur við Kópa-
vogslæk snemma í morgun.
Maðurinn var á suðurleið og missti
vald á bfl sínum í hálku með þeim
aíleiðingum að hann rakst á staur.
MeiðsU mannsins reyndust ekki al-
varleg. -ból
Árásunum mótmælt
Samtök gegn stríði efndu til friðar-
stöðu fyrir utan bandaríska sendi-
ráðið í gærkveldi tfl að mótmæla
stríðsrekstri Bandaríkjanna í írak.
Um 20 manna hópur fólks stóð í
tæpan klukkutíma fyrir utan sendi-
ráðið með mótmælaspjöld og logandi
kerti. -ból
lega í árekstri
Kona slasaðist alvarlega í hörðum
árekstri á Norðurströnd á Seltjarn-
amesi í gærkveldi.
Konan ók fólksbfl og er talið að hún
hafi farið yfir á rangán vegarhelming
og lent framan á jeppa sem kom úr
gagnstæðri átt. Sjúkra- og tækjabif-
reið var kölluð á staðinn og þurfti
að nota klippur fll að ná konunni út
úr bílnum. Hún slasaðist mikið og
er meðal annars tahn brotin á báðum
fótum. Hún er ekki talin í lífshættu.
-ból
.
LOKI
Það munar ekki um kepp
í sláturtíðinni!
Veöriðámorgun:
Skýjaðen
úrkomu-
laust
Fremur hæg suðaustanátt sunnan-
og vestanlands með dálítilli slyddu
við suðurströndina. Annars verður
að mestu skýjað en úrkomulaust.
Veðrið í dag er á bls. 44
ÖRYGGI - FAGMENNSKA