Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1993, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR1993 Útlönd____________________ Fjórðihver Færeyingur án atvinnu Jens Dalagaard, DV, Færeyjunx Fíórði hver maður hér í Færeyj- um er nú án atvinnu og hefur ástandið aldrei áöur verið svo slæmt. Nýjustu opinberar tölur um atvinnuleysið sýna að það er á milli 25 og 26% og er enn að aukast. Almenningur gerir sér vel grein fyrir hve staðan er orðin alvar- leg. Stöðugt er verið að segja upp fólki og nú hefur landstjómin fylgt í kjölfar einkaaöila og ráðist i uppsagnir. Bankastjóri vili sameiningu við Danmörkuáný Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Helgi Fossadal, bankastjóri hjá Fossbankanum, segir að Færey- ingar séu nú orðnir of skuldugir tíl að nokkurt vit sé að halda í heimastjómina. Eina von þjóðarinnar sé að eyj- amar verði á ný amt í Danmörku enda komi þaö í hlut Dana aö borga þegar Færeyingar geta það ekki. Fossbankinn er sá lang- minnstí í Færeyjum og sá eini sem stendur þokkalega. Prestur dæmdur fyriraðnauðga barnfóstrunni James Porter, fyrmm prestur í Bandaríkjunum, hlaut fýrir helg- ina sex mánaða fangelsisdóm fyr- ir að nauðga ungri bamfóstra á heimili sínu fyrir fímm áram. Porter á yfir höfði sér fleiri dóma því verið er að rannsaka tugi mála þar sem hann á að hafa beitt böm og ungmenni kynferð- islegu ofbeidi. Umlangsmestu málaferlin bíöa hans í Massa- chussetts þar sem 46 kærur hafa verið lagðar fram gegn honum. Clinton rekur krabbameins- lækniBush Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur rekiö sérfræðing í krabba- meinslækningum úr þjónustu forsetaembættisins og segist ætla aö ráöa nýjan. Burton Lee læknir segist ekki vita af hveiju hann var rekinn. Lee var einkalæknir Georges Bush meöan hann var forseti. Clinton hefur átt við ofnæmi að stríða og er getum að því ieitt að hann vilji ráða til sín sérfræðing í þeirri grein í staö krabbameins- læknisins. Hvergi finnst vottur um gróð- urhúsaáhrif Bandarískir veðurfræðingar segja að þeir geti ekki með nokkru móti fundiö merki um hækkandi hitastig á jöröinni vegna svokallaðra gróöurhúsa- áhrifa í nýrri skýrslu er sagt aö 27 þúsund mælingar i ýmsum hæð- um umhverfis norðurheimskaut- ið á síðustu 40 árum sýni að hita- stíg lækkar fremur en hitt. Með tölvulíkönum hefur veriö reiknað út að hitastig á jörðinni hljóti að hækka með vaxandi mengun í andrúmsloftinu. „Ann- aðhvort er eitthvað að veðurroæl- ingunura eða tölvuforritunum,*' segir í skýrslu veðurfræðing- anna. Danska stjómin sniögengur rétt lögþings Færeyja til aö setja lög: Konungsvaldi beitt í fyvsta sinn í 45 ár - fiárhagnum bjargað um sinn en milljarða vantar til að endar nái saman Jens Dalsgaard, DV, Færeyjar: Danska stjórnin hefur í fyrsta sinn frá því að Færeyjar fengu heima- stjóm fyrir 45 áram sniðgengið rétt lögþingsins til að setja lög og beitt konunglegri tilskipun viö lagasetn- ingu. Lög um heimastjóm gera ráð fyrir þessum möguleika en aldrei hefrn- þótt ástæðá til að nota hann. Nú verða dönsk lög um hlutafélög, reikningsskil og endurskoðun tekin upp í Færeyjum og getur lögþingið samþykkt þau ef það vill. Sé meiri- hlutí þingmanna á móti breytir það engu því lögin taka engu að síður gildi. Ekki er annað vitað en aö þing- menn ætli að láta þetta yfir sig ganga enda svigrúm til andmæla ekkert. Lögin era sett vegna efnahags- kreppunnar og gífurlegra áfalla sem landsjóðurinn hefur orðið fyrir vegna ábyrgða til smíða á toguram. Sérfræðingar Dana segja að koma hefði mátt í veg fyrir þetta með nú- tímalegum lögum um endurskoðun og reikingsskil. Danir vilja líka hafa full tök á efna- hagslífinu enda kemur það í þeirra hlut aö borga skuldir Færeyinga með einum eöa öörum hætti. Nýja tilskip- unin miöar því að því að færa for- ræðið í efnahagsmálum yfir til dönsku stjómarinnar. Nú þegar 3,5 milljaröar íslenskra króna hafa verið lagðar í Sjóvinnu- bankann til viðbótar við fimm millj- arða í haust vill stjórnin tryggja að peningunum verði vel varið. í allt tapaði Sjóvinnubankinn um 10 milljörðum íslenskra króna á síð- asta ári, m.a. vegna þess að erfitt var Stjórnarsetur en engin völd v,m n * ; | | ' i S! n | »* M t fy ; \ 1 • i:'; 1 ; xj fl JSÍB | fcliiBÍiilipt: | SS i KiiU I»»8» «»| Færeyjum hefur verið stjórnað frá aðsetri landstjórnarinnar á Þinganesi frá því heimastjórn var komið á fyrir 45 árum. Enn fer stjórnin formlega meó völdin en í reynd eru Danir búnir að taka stjórnina í sínar hendur og stjórna með tilskipunum ef þurfa þykir. DV-mynd ból Þjóöverjar fylgjast grannt með Oskari Lafontaine: Leiðtogi jaf naðarmanna í viðskiptum við mafíuna? Þingmenn á fylkisþinginu í Saar- landi í Þýskalándi hafa sakað Oskar Lafontaine, einn helsta forystumann þýskra jafnaðarmanna, um að eiga viðskiptí við mafíuna. Lafontaine svaraði þessum ásökunum í gær og sagöi þær tilhæfulausar með öllu. Sagan segir að Lafontaine hafi ver- ið í nánum tengslum við mann að nafni Hugoi Lacour sem nú situr í fangelsi fyrir morð. Lafontaine sagöi í gær að hann hefði síðast hitt Lacour árið 1977. Lafontaine var þá borgarstjóri í Sa- arbrúcken en Lacour rak þar dans- hús og bari. Lafontaine sagðist hafa komið í húsakynni Lacour en ekki átt við hann bein viðskipti. Máli verður þó erfitt fyrir Lan- fontaine því Lacour er kunniu- fyrir að stjóma umfangsmiklum undir- Oskar Lafontaine, einn helsti for- ystumaður þýskra jafnaðarmanna, er sakaður um viðskipti við mafíuna. Símamynd Reuter heimavisökiptum. Fullyrt er að La- fontaine hafi til skamms tíma haldið tenglum við Lacour. Hann sagðist í gær vissulega eiga rétt á sínu einka- lífi en gæti sannað að engin tengsl hefðu verið í sextán ár. Lafontaine hefur verið á hraðri uppleið í þýskum stjórnmálum síð- ustu ár og var eitt líklegasta kansl- araefni jafnaöarmanna til skamms tíma. Hann hefur hins vegar átt erfitt með að bera af sér ásakanir um spill- ingu og nú kann svo að fara að jafn- aðarmenn hafni honum endanlega því mörgum fmnast útskýringar La- fontaines ósennilegar og að hann hafi ekki náð að hreinsa sig af áburð- inum um viðskipti viö helsta leiðtoga mafíunnar í Þýskalandi. Ritzau að meta raunverulega stööu fyrir- tækja eftir gömlu lögunum um reikn- ingsskil. Hér í Færeyjum era menn ekki bjartsýnir á að framlagið nú dugi tii að forða efnahagslífinu frá endan- legu hruni þótt bæði landstjómin og danska stjórnin látí í það skína. Landssjóðurinn á í miklum erfiðleik- um og gæti svo farið að hann þyrfti styrk frá ríkissjóði Dana á næstu mánuðum. í því sambandi er talað um milljarða króna. Færeyjar: Sjávarútvegnum breyttmeðvaldi Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Eitt af skilyrðunum dönsku stjómarinnar fyrir að leggja Sjó- vinnubankanum færeyska til 3,5 milljarða íslenskra króna er að skipulagi útgerðar og fiskvinnslu verið breytt. Leggja á stórum hluta fiski- skipaflotans og loka frystihúsum. Tekjur sjávarútvegsins hrökkva ekki fyrir útgjöldunum enda hef- ur afli dregist verulega saman á síðustu árum. Færeyingar hafa veigrað sér við að ráðast í uppskurð á helsta at- vinnuvegi sínum en nú skal það gert samkvæmt valdboði frá dönsku stjöminni. Afleiöingin verður að enn eykst atvinnuleysið og má búast við fólksflótta í kjölfar þess. Danir ætla að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða sjávarútveginn og verða Færeyingar að láta það yfir sig ganga. Bannlagtvið öllum opinber- umfram- kvæmdum Jens Dalsgaard, DV, Faereyjum: Danska stjórnin hefur hert enn skilyrðin um stjórn landssjóðsins í Færeyjum. Nú verður endan- lega lagt bann við opinberum framkvæmdum en áöur hafði stjómin sett skilyrði um að samin yrðu hallalaus íjárlög. Nú er landstjórninni t.d. fyrir- skipað að fella áform um lagn- ingu jarðganga til Gæsadals á Vogey út úr nýjum fjárlögum enda komi ekki tÚ greina að halda gangagerð áfram. Tilmæli umkjör- dæmabreytingu Jens Dalsgaaid, DV, Færeyjuni: Danska stjórnin ætlar ekki að fyrirskipa breytingu á kjör- dæmaskipaninni í Færeyjum heldur verða lögð fram tilmæli um þaö. Færeyingar eiga hins vegar erfitt með að hafna tilmæl- unum enda í gjörgæslu hjá dönsku stjóminni. Margir vilja þó halda í gömlu kjördæmin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.