Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar. smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þúsund rósir blómstri Þótt tuttugu þúsund ný störf, sem þurfa að verða til hér á landi fram að næstu aldamótum, samsvari flöru- tíu nýjum álverum, er ekki þar með sagt, að rétt sé að leysa verkefhið með því að reisa fjörutíu álver. Ný ál- ver eru ekki rétta leiðin til að auka atvinnu. Álver og önnur stórfyrirtæki í orkufrekum iðnaði eru mikilvægur þáttur í þjóðarbúskap, ekki vegna atvinnu- aukningar eða til að draga úr atvinnuleysi, heldur vegna þess að þau fela í sér stækkun þjóðarbúsins og fleiri stoðir undir efnahagslífi og vöruútflutningi okkar. Til þess að stóriðja þjóni hlutverkinu, verður hún að vera reist af erlendum peningum, sem hvorki íslenzka ríkið né íslenzkir aðilar þurfi að fá að láni í útlöndum. Og hún þarf að gera langtímasamning, sem tryggi fjár- mögnun orkuvera, er reisa þarf vegna stóriðjunnar. Stóriðja má ekki trufla innlendan peningamarkað, meðal annars af því að það mundi hækka vextina, sem þegar eru háir vegna Qármagnsskorts. Hún má ekki heldur auka skuldabyrði í útlöndum umfram það, sem svarar langtímasamningum stóriðjunnar um orkukaup. Atvinnuleysi hefur skyndilega tekið við af fullri at- vinnu. í stað stóriðju, sem skapar sárafá störf á hverjar hundrað milljónir króna, mun áherzlan beinast að smáum verkefnum, þar sem nokkur störf verða til fyrir hverja milljón króna í fjárfestingu og lítil vaxtagjöld. Reynslan segir okkur líka, að erfitt er að búa til at- vinnu með opinberu handafli. Við þekkjum sjálf, að for- gangsverkefni hins opinbera, allt frá hefðbundnum landbúnaði yfir í laxeldi og loðdýrarækt, hafa reynzt erfið í framkvæmd og glatað mörgum milljörðum króna. Opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, geta hins vegar reynt að búa til jarðveg, þar sem ný atvinnutækifæri spretta upp með lítilh fjárfestingu og léttri vaxtabyrði. Þessi leið hefur reynzt árangursríkust hjá þjóðum, sem lengsta reynslu hafa af baráttu gegn atvinnuleysi. Einna hæst ber menntun og endurmenntun. Gefa þarf atvinnulausum ókeypis tækifæri til að mennta sig. Til dæmis erlend tungumál, svo að þeir eigi auðveldara með að afla sérþekkingar í útlöndum. Einnig bókhald og rekstrartækni fyrir bílskúrs- og heimilisiðnað. Gott er, að opinberir aðilar hafi milhgöngu um að útvega ódýrt húsnæði fyrir tilraunir til smáiðnaðar. Eins og í endurmenntuninni er mikilvægt, að ráðamenn séu ekki með skoðanir á, hvaða sérsvið séu vænleg og hvaða ekki, því að þær skoðanir reynast ætið rangar. Einna mikilvægast er að lyfta þjóðinni upp úr svart- sýni og bölmóði. Atvinnuleysið stafar nefnilega ekki af skorti á tækifærum, heldur af því, að þjóðin er búin að bíta sig of fast í örfáar atvinnugreinar, sem ekki standa lengur einar undir því að útvega öhum næga vinnu. Atvirmuaukningin fram að aldamótum mun nærri eingöngu felast í stofnun UtiUa fyrirtækja með innan við tíu starfsmenn. Hún felst 1 þúsundum slíkra fyrir- tækja, en ekki í tuttugu stóriðjuverum. Til að stofna svo mörg lífvænleg fýrirtæki þarf framtak og þekkingu. Framtak fæst með því, að fólk leggist ekki í svartsýni og tómlæti, heldur reyni að búa sjálft til tækifæri handa sér. Til þess þarf áræði og hugvit, en opinberir aðilar geta hjálpað með því að útvega ókeypis endurmenntun og ódýrt húsnæði, sem fæst úr gjaldþrotaskiptum. Ekki dugar að framleiða atvinnu með nokkrum stór- um patentlausnum. Baráttan nær árangri í þúsundum ódýrrá smálausna í hugviti, þekkingu og sölutækni. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur telur aö hagsveiflan myndi hreyfast upp á við héldist aflinn óbreyttur milli ára, svo margt nýtt sé aö gerast í islenskum sjávarútvegi. Atvinnulínð ígang Helsta viöfangsefm hagstjómar nú er aö koma atvinnulífinu afhn- af staö. Frá árinu 1987 hefur lands- framleiösla á mann lækkað um rúm 10% og lífskjör almennings því versnað. Ennfremur viröist svo sem að á næsta ári verði líka hjakk- að í sama farinu. Þetta gengur ekki lengur. Nærtækar skýringar eru til á ástandinu. Sjávarafli hefúr minnk- aö og erflðleikar í efnahagslífi ná- grannaþjóða okkar snerta okkur. Þrátt fyrir oft ímyndaða einangnm erum við nátengd efnahagslífi helstu viðskiptaþjóða okkar. Þann- ig hafa t.d. áform um stóriðjufram- kvæmdir frestast meöan efnahags- lægðin gengur yfir. Jarðvegur fyrir hagvöxt En ýmislegt hefur gengið okkur í haginn sem hjálpar til og hlýtur að vera undirstaða hagvaxtar þeg- ar til lengri tíma er litiö. Nú er verðlag stöðugt sem gerir allar ákvarðanir í rekstri mun mark- vissari en áður var og kemur í veg fyrir margvíslega sóun. Nú eru raunvextir jákvæðir (að vísu óþyrmilega háir) sem þýðir að mun meiri kröfur eru gerðar tfi arðsemi þeirrar uppbyggingar sem í er lagt. Nú hefúr samkeppni stóraukist á öllum sviðum efnahagslífsins sem hefur þvingað fram hagræðingu og spamað í fyrirtækjunum. Nú eru engar dýrar töfralausnir í gangi í atvinnuiifinu sem ætlað er að skila árangri fyrirhafiiarlaust. Nú hillir undir Evrópskt efnahagssvæði sem styrkir stöðu okkar á erlendum mörkuðum og skapar atvinnulífi fyrir um 2000-2500 manns sem bæt- ast við á vinnumarkaðinn á hveiju ári. Bjartsýnisglóðin leynist Ný störf skapast þegar stjómend- ur íslenskra fyrirtækja fyllast nægri bjartsýni til þess að fara að horfa út fyrir veggina og fram- kvæma nýja hluti. Margt hefur verið í undirbúningi en beðið. Óhætt er að fullyrða að vinnubrögð við nýsköpun atvinnutækifæra hafa batnað. Það er spuming um trú á framtíðina hvenær menn láta til skarar skríða og margir bíða eftir rétta tímanum. Svo margt er nú þegar að gerast nýtt í íslenskum sjávarútvegi til þess að auka verðmæti útfluttra sjávarafurða að hagsveiflan myndi snúast upp á við bara ef aflinn héld- „Ný störf skapast þegar stjómendur íslenskra fyrírtækja fyllast nægri bjartsýni til þess að fara að horfa út fyrir veggina og framkvæma nýja hluti.“ Kjallarinn Vilhjálmur Egilsson alþm. og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands okkar sambærilegar leikreglur og helstu keppinautamir búa við. Undirstaðan imdir nýja sókn í atvinnumálum er því betri en oft áður. Galdurinn felst í því að ný arðbær störf skapist í stað þeirra sem hverfa við hagræðingu og sparnað í fyrirtækjunum og enn- fremur verður að skapa ný störf ist óbreyttur milli ára. Það besta sem stjómvöld geta nú gert er að skapa skilyrði fýrir auknu eigin fé fyrirtækjanna. Það kyndir undir bjartsýnisglóðinni sem þrátt fyrir allt leynist í íslenskum fýrirtækj- um. Vilhjálmur Egilsson Skoöanir aimarra Umbylting í skólastarf i „Það er brýn þörf á vandaðri umræðu um skóla- mál í þjóðfélaginu. Þau em slík undirstaða að ekki má kasta höndum til ákvarðana sem þau varða. Það á ekki að útiloka aðgerö á borð viö þá að flytja launa- kostnað við grunnskóla til sveitarfélaga. Það verður hins vegar að vera tryggt að slík aðgerð skili skóla- starfi fram á veg, en ekki aftur á bak.“ Úr forystugrein Timans 2. febr. Skattlagning sparifjár „Mikill þrýstingur er nú bæði á stjómvöld og lánastofnanir að lækka vexti og er það skiljanlegt miðað við núverandi aðstæður. En til að slflct geti orðið raunhæft þarf spamaður að aukast. Engum dettur í hug að skattlagning sparifjár geti orðið spor í þá átt. Þá var um síðustu áramót stigið verulegt skref í þá átt að losa um hömlur á fjármagnsflutning- um milli landa og frekari skref í sömu átt boðuð. Erfitt er því að sjá hvemig þetta dæmi getur gengið upp ef á það er litið í heild.“ Ólafur Björnsson prófessor í Mbl. 3. febr. Miksonmálið er prófraun „Efraim Zuroff forstöðumaður Wiesenthal-stofn- unarinnr afhenti dómsmálaráðherra 43 vitnisburði inn meinta striðsglæpi Evalds Miksons í Eistlandi á stríðsárunum.... Þessar ásakanir em alvarlegri og betur rökstuddar en svo að hægt sé að stinga þeim undir stól. Það væri í senn áfellisdómur yfir íslensku réttarkerfi og siðferðishugmyndum íslendinga. Mik- sonmáhð er að þessu leyti prófraun á afstöðu íslend- inga til stríðsglæpa." Úr forystugrein Alþbl. 3. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.