Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Side 30
42 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993 Fólk í fréttum Magnús Jónsson Magnús Jónsson veöurfræðingur, til heimils aö Logafold 81, Reykja- vík, hefur veriö skipaður veöur- stofustjóri. Starfsferill Magnús fæddist á Sauöárkróki 2.7. 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1968, stundaði nám í sagnfræöi og stærðfræði við Uppsalaháskóla og síðar við HÍ1969-71, stundaði nám í veðurfræði við Stokkhólms- háskóla 1975-78 er hann lauk þaðan fil. kand.-prófi og stundaði fram- haldsnám í veðurfarsfræði við Upp- salaháskóla 1979. Magnús var kennari við Haga- skólann í Reykjavík 1970-75, við MS 1979-80 og við MA1982-85. Hann hefur verið veðurfræðingur á Veö- urstofu íslands 1980-82 og frá 1985. Magnús sat í stjórn Félags íslenskra náttúrufræöinga 1981-82, í kjararáði og samninganefnd félagsins 1986-88, í verðtrygginganefnd 1988, í ráðgjafa- nefnd um umhverfisáhrif iðjuvera frá 1989 og í nefnd um stefnumótun í umhverfismálum 1990. Hann var formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur 1989-90 og er varaþing- maður í Reykjavík frá 1991. Fjölskylda Magnús kvæntist 25.12.1973 Karít- as Ragnhildi Sigurðardóttur, f. 18.5. 1949, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundssonar, klæðskera og forstjóra á Akureyri, og konu hans, Guðrúnar Karítasar Karlsdóttur, húsmóður og verslun- armanns. Börn Magnúsar og Karítasar eru Lena, f. 24.11.1971, háskólanemi; Sigurður Freyr, f. 4.12.1972, há- skólanemi; Magnús Karl, f. 10.7. 1980, nemi. Systkini Magnúsar eru Jónina, f. 1950, bankastarfsmaður á Sauðár- króki; Helgi, f. 1952, húsgagnasmiö- ur í Reykjavík; Halldór, f. 1953, verk- stjóri á Sauðárkróki. Foreldrar Magnúsar eru Jón Kristbergur Ingólfsson, f. 1.10.1925, bifvélavirki á Sauðárkróki, og Reg- ína Margrét Magnúsdóttir, f. 14.3. 1927, húsmóðir. Ætt Jón er sonur Ingólfs, smiðs á Steinsstöðum í Tungusveit, hálf- bróður Þórhalls, útgerðarmanns og kaupmanns á Höfn, föður Daniels, útgerðarmanns og söngvara á Siglu- firði og Olgu, móður Örvars Kristj- ánssonar tónhstarmanns. Ingólfur var sonur Daníels, pósts á Steins- stöðum, Sigurðssonar, og Sigríðar Sigurðardóttur frá Víðivöllum. Móðir Jóns var Jónína Guðrún Ein- arsdóttir, b. á Mannskaðahóli, Jóns- sonar. Regína Margrét er dóttir Magnús- ar, smiös á Sauðárkróki, Halldórs- sonar, b. á Ystu-Grund og jámsmiðs á Sauðárkróki, bróður Ingibjargar, langömmu Halldórs sýslumanns, Magnúsar, ráðherra frá Mel og Sig- urgeirs, bæjarstjóra á Seltjamar- nesi. Ingibjörg var dóttir Þorleifs, b. á Botnastöðum, bróður Ingibjarg- ar Salome, ömmu Jóns Leifs og Jóns, alþingisforseta á Akri, föður Pálma alþingismanns. Þorleifur var sonur Þorleifs ríka, hreppstjóra í Stóradal, Þorkelssonar, oglngi- bjargar, systur Ingiríðar, ömmu Sig- ríðar, ömmu Matthíasar Bjamason- ar alþingismanns. Ingibjörg var dóttir Guðmundar ríka í Stóradal, Jónssonar, ættföður Skeggstaðaætt- arinnar, Jónssonar. Móðir Halldórs jámsmiðs var Ingibjörg, systir Ein- ars, föður Indriða rithöfundar. Ingi- björg var dóttir Magnúsar, prests í Glaumbæ, Magnússonar, og Sigríð- ar Halldórsdóttur Vídahn, systur Benedikts, langafa Einars Bene- diktssonar skálds. Móðir Magnúsar smiðs var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Utanverðunesi, Árnasonar, og Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Móðir Regínu Margrétar er Hólm- fríður, systir Moniku á Merkigili. Hómfríður er dóttir Helga, b. á Ána- stöðum, Björnssonar, og Margrétar, systur Sigríðar, ömmu Gunnars, Harðar og Bjama Felixsona. Margr- ét var dóttir Sigurðar, b. í Ásmúla Magnús Jónsson. á Landi, Sigurðssonar, b. í Kálf- holtshjáleigu, bróður Jóns, afa Hall- dórs, afa Halldórs V. Sigurðssonar, fyrrv. ríkisendurskoðanda. Jón var einnig afi Guðrúnar, langömmu Sig- urðar E. Guðmundssonar, forstjóra Húsnæðisstofnunar. Móðir Sigurð- ar í Kálfholtshjáleigu var Sesselja Aradóttir, b. í Götu á Stokkseyri, Bergssonar, hreppstjóra í Bratts- holti og ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Margrétar var Guöný, systir Guðmundar í Gröf, langafa Svövu, móður Ágústs Einarssonar, bankaráðsformanns Seðlabankans. Guðný var dóttir Guðmundar, b. í Efstadal í Laugar- dal, Guðmundssonar. Afmæli Gabriele Jóhannesson Gabriele Jóhannesson, starfs- maður á dagheimhi, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Gabriele fæddist í Mucheln í Þýskalandi en ólst svo upp í Berhn. Hún starfaði lengst af sem ritari í Þýskalandi en fluttist til íslands 1988 og hefur því búið hér í fimm ár. í fyrstu vann Gabriele almenn verkamannastörf hér á landi en starfar nú á dagheimilinu Nóaborg íReykjavík. Fjölskylda Gabriele giftist 6.5.1988 Eggerti Kr. Jóhannessyni, f. 2.3.1938, verka- manni. Hann er sonur Jóhannesar Eggertssonar og Steinunnar G. Kristinsdóttur. Gabriele á tvö böm. Þau em: Jacquehne Zschirp, f. 6.11.1973, nemi í MH, býr í heimahúsum; og Maurice Zschirp, f. 20.6.1978, nemi í Æfingadehd Kennaraháskólans, býríheimahúsum. Gabriele á fjögur systkini. Þau eru: Hannelore Lacourse, fram- kvæmdastjóri, búsett í New Hamps- hire í Bandaríkjunum; Heike Lietz- mann, starfar á tryggingarskrif- stofu, búsett í Freiberg í Þýska- landi; Herbert Gabbert ráðgjafi, bú- settur í Berhn í Þýskalandi; Michael Gabbert dehdarstjóri, búsettur í Warza í Þýskalandi. Foreldrar Gabriele em Herbert Gabbert, f. 16.8.1911, vélfræðingur, og Ruth Gabbert, f. 11.4.1914, versl- unarmaður. Þau búa í Berlín. Gabriele verður að heiman á af- mælisdaginn. Gabriele Jóhannesson. Bjöm G. Jónsson r"............ Bjöm G. Jónsson, bóndi og fram- kvæmdastjóri að Laxamýri I, Reykjahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist að Laxamýri og ólst þar upp. Hann hefur alla sína ævi starfað við landbúnað og komið þar nálægt mjög fjölþættum störfum. Rúmlega tvítugur gerðist Bjöm bóndi og var þá að mestu við hefö- bundnar búskapargreinar. Þá hóf hann að starfa við fiskeldi fyrir tuttugu og sex áram og hefur s.l. tuttugu ár verið framkvæmda- stjóriNoðurlaxhf. Fjölskylda Kona Bjöms er Kristjóna Þórðar- dóttir, f. 24.10.1938 í Reykjavík, fyrr- verandi bankastarfsmaður. Hún er dóttir Þórðar Jóhannessonar, f. 6.7. 1904, járnsmiðs og Sveinbjargar Hahdórsdóttur, f. 10.11.1901, hús- móður. BömBjöms og Kristjónu em: Sveinbjörg, f. 15.3.1963, hótelrekstr- arfræðingur, gift Helga Hróðmars- syni viðskiptafræöingi, búsett í Reykjavík og eiga þau Svövu Guð- rúnu; Jón Helgi, f. 26.7.1966, líffræð- ingur og nemi í Manchester Busi- ness School í Englandi; og Halla Bergþóra, f. 16.7.1969, lögfræöinemi. Bjöm átti fimm systkini, þau eru: Sigríður, f. 19.4.1922 á Bessast. á Álftanesi; Þóra, f. 17.1.1925 á Bess- ast.; Hallgrímur, f. 22.6.1927, á Bess- ast.; Vigfus Bjami, f. 8.8.1929 á Laxamýri; og Þorbergur Helgi, tví- burabróðir Björns sem lést af völd- mn sjúkdóms um tvítugt. Foreldrar Bjöms em Jón H. Þor- bergsson, f. 31.7.1882, b. Laxamýri Björn G. Jónsson. og Ehn Vigfúsdóttir, f. 29.9.1991, húsmóðir. Bjöm verður að heiman á afmæl- isdaginn. Kúplingsdiskar Pressur Legur Bjóöum einnig flest annaö sem viökemur rekstri bílsins. HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA <5> UMFERÐ FATLAÐRA VIÐ EIGUM l SAMLEIÐ k. uarDm . febrúar 80 ára Ásgeir Sigurjónsson, fyrrv. bifreiða* sijóri, Grandavegi47, Reykjavík. EiginkonaÁs- geirserBerg- þóra Baldvins- dóttirhúsmóö- ir.Þau verða aö_______ heiman á afmæhsdaginn. Baldur Karlsson, Laugavegi 39b, Reykjavik. Hrefna Halldórsdóttir, Miöengi7, Selfossi. Margrét Ólafsdóttir, Túngötu 63, Eyrarbakka. Auður Hauksdóttir, Vallargerði 18, Kópavogi. Hulda Hannibalsdóttir, Hlíðarendavegi 4a, Eskifirði. 40 ára Sigríður Valdimarsdóttir, Grænumýri 14, Akureyri. Óskar Gíslason, Húnakoti l, Djúpárhreppi. Brvnhildur Eysteinsdóttir, Hrauni la, Þorlákshöfh. 70 ára Hulda Jónsdóttir, Safamýri49, Reykjavík. Ólöf Metúsalemsdóttir, Sundabúð2, Vopnafirði. Rögnvaldur ólafsson, Kleppsvegi 144, Reykjavík. Guðmundur Pétursson, Eikarlundi 21, Akureyri. Bára Margrét Pálsdóttir, Bölum 4, Patreksfirði. Halldór Óskarsson, Sunnubraut 5, Vik í Mýrdal. Þorsteinn N. Ingvarsson, Þiljuvöllum 28, Neskaupstaö. Ragnheiður Mósesdóttir, Skólavörðustíg 21, Reykjavík. Stefán Guðni Aðalsteinsson, Hafnartúni 10, Síglufirði. Stefánverður fertugurá morgun.föstu- dag. Eiginkona hans er Aðal- 60ára Bjöm G. Jónsson, Laxamýrí 1, Reykjalireppi. tryggsdóttir. __________________ Þau taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 6. febrúar eftir kl.20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.