Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Síða 36
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskri ft- Dreifing: Simi 632700
Frjálst,óháö dagblað
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993.
Fiskverkunarstöö Önfirðings á Flat-
eyri er ekki nema rústir einar eftir
brunann í fyrradag. Aðeins veggirn-
ir standa eftir en sumir voru þó
brotnir áöur en af þeim hlaust veru-
leg hætta. Stöðugt er unnið að rann-
sókn eldsupptaka en í morgun fóru
menn frá Rannsóknarlögreglu rikis-
ins meö snjóbil frá ísafirði til Flat-
^eyrar. DV-mynd Reynir Traustason
Nægar birgðir
í Eyjum
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Ekki er gert ráð fyrir að verkfalls
stýrimannanna á Herjólfi, sem hófst
klukkan sex í gærmorgun, fari að
gæta að ráði í Vestmannaeyjum fyrr
-en undir lok næstu viku. Þó hafa
þeir sem þurfa að bregða sér milli
lands og Eyja strax orðið fyrir óþæg-
indum vegna erfiðra flugsamgangna
síðustu daga.
Verslunareigendur, sem DV ræddi
við í gær, sögðust vel birgir fram í
lok næstu viku. Það er helst að skort-
ur gæti orðið á mjólk og mjólkurvör-
um. Hefur fólk hamstrað mjólk en
ekki hafa verslunareigendur enn
gripið til skömmtunar.
Kaupmenn og heildverslanir
birgðu sig upp af vörum fyrir verk-
falliö og telja sig vera með hálfs mán-
aðar birgðir. Eimskip eru með áætl-
un frá Reykjavík til Eyja á hverjum
fóstudegi og skip frá Samskipum
kemur á laugardögiun.
í gærkvöldi var í fyrsta skipti flog-
ið til Eyja frá því á fóstudag. Islands-
flug náði að senda eina flugvél og var
hún einu tengslin sem Vestmannaey-
ingar höfðu við fastalandið í gær.
Flugvél Flugleiða bilaði áður en hún
komst í loftið. Horfur á flugi til Vest-
mannaeyja eru góðar í dag.
Bullandi loðnuveiði
Samkvæmt upplýsingum frá til-
kynningaskyldu Slysavamafélags-
ins hefur verið alveg bullandi loðnu-
veiði á miðunum frá hádegi í gær.
Um 30 skip hafa verið á veiðum við
Lónsbugt, skammt austan við
nStokksnes, og eru flest búin að fylla
sigogáleiðíland. -Ari
LOKI
Ætla þjófarnir á fjöll?
Hrikaleg vinnu-
brönð ráðnneytis
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
„Ég var að frétta aö félagsmála-
ráðuneytið væri búið aö veita 3
Kanadamönnum, sem Iðnsveinafé-
lagið haföi neitað um atvinnuleyfi,
leyfi til þess að sinna fokskemmd-
um á viðhaldsbyggingu Flugleiða á
Keflavflcurflugvelli. Eg tel að það
sé þegar búið að laga þetta og engin
fokhætta sé eins og er. Þessir menn
eru þama að sinna ýmsum frá-
gangsverkefnum. Það er hrikalegt
aö horfa upp á þetta og virkilega
sárt i þvl atvinnuástandi sem er
hér á svæðinu að þessum mönnum
skuli hafa verið veitt þetta leyfi.
Það virðist alfarið sem leyfið hafi
veriö veitt vegna þrýstings frá
Flugleiðum. Þessi vinnubrögð
ráðuneytisins era alveg hrikaleg í
því alvarlega atvinnuástandi sem
er 1 dag.
Þessir Flugleiðamenn komu til
mín til að fá undanþágu fyrir
Kanadamennina og á meðan þeir
sátu hjá mér 2. febrúar höfðu þeir
þegar fengið leyfi frá félagsmála-
ráðuneytinu þann 1. febrúar. Það
er hægt að sjá í gegnum þennan
skrípaleik hjá þessum mönnum,"
sagði Halldór Pálsson, formaður
Iðnsveinafélags Suðumesja, við
DV.
í bréfinu, sem félagsmálaráðu-
neytið sendi frá sér, kemur fram
að leyfið muni gilda fyrir þrjá
Kanadamenn meöan á viögerð
stendur vegna foktjóna sem urðu á
flugskýlisbyggingu Flugleiða á
Keftavíkurflugvelli 20. desember
og II. janúar. Leyfið mun gilda
meðan á framangreindum verk-
þætti stendur, þó ekki lengur en til
loka janúarmánaðar. Einnig stend-
ur að gert sé ráö fyrir að cótt verði
sérstaklega um leyfi ef þörf er talin
á að ráða útlendinga vegna ásetn-
ingar nýs þaks.
„Ég veít þaö að í dag standa flest-
allir í slag viö þá sem sjá um við-
haldsbyggingu Flugleiða á Kefla-
víkurflugvelli út af greiðslum. Þeir
eiga orðið milljónir inni og fá ekki
greitt og stendur jafnvel til að
menn séu að stoppa vinnu þarna.
Menn hafa verið að hringja í mig
til að biðja um aðstoð en ekki hefur
komiö til þess enn.
Mér fmnst það fyrir neðan aflar
hellur aö veita þessum Kanada-
mönnum leyfi. Þaö er búið að sýna
það að þessi gafli er frá þeim, t.d.
má nefna hönnunina á þakinu, og
síðan á að ráða hér Kanadamenn
til þess að gera viö þakið á sama
tíma og hér er mikið af atvinnu-
lausum byggingarmönnum,“ sagði
Ólafur Böðvar Erlingsson, formað-
ur Meistarafélags byggingarmanna
á Suðumesjum, í samtali viö DV.
Þorvaldur Sigmarsson, stjórnarmaður i Hjálparsveit skáta i Kópavogi, með sams konar fjarskiptatæki og stolið
var frá sveitinni í fyrrinótt DV-mynd Sveinn
Veðriðámorgun:
Hvassviðri
eða
stormur
Á morgun verður hvassviðri
eða stormur með snjókomu, fyrst
suðvestanlands. Er líður á daginn
verður vindur suðaustlægari og
hægari með slyddu eða rigningu
um landið sunnanvert. Hlýnandi
veður.
Veðrið í dag er á bls. 44
Bamsránsmálið:
- vUjihanndótturina
„Dómum þessum verður ekki
framfylgt á íslandi. Hér á landi hefur
móðirin umsjá dætranna meöan rétt
íslensk yfirvöld gera ekki á því aðra
skipan. Vamaraðili á því ekki önnur
úrræði, vilji hann heimta forræði og
umsjá dóttur sinnar og Ernu, Anne
Nicole, en að höfða forræðismál fyrir
íslenskum dómstóli. Reynir þá á gildi
hins bandaríska dóms um forræði
yfir dótturinni."
Þetta er m.a. niðurstaða Hæstarétt-
ar vegna kæru James Brians Gray-
sons, fyrram eiginmanns Ernu Ey-
jólfsdóttur, á úrskurði um gæslu-
varðahald til 10. febrúar. Hæstiréttur
staðfesti úrskurð héraðsdóms vegna
James Brians og Donalds Feeney
sem fenginn var til að að koma dætr-
um Ernu til Bandaríkjanna.
Dómurinn féllst á kröfu RLR um
að nauðsynlegt væri að hafa menn-
ina í haldi og koma þannig í veg fyr-
ir að þeir hefðu samband við hugsan-
leg vitni og aðra viðriðna málið.
-ÓTT
Sturlauguríslipp
Togarinn Sturlaugur H. Böðvars-
son kom í morgun til hafnar í Reykja-
vík en hann veröur tekinn upp í slipp
í dag. Sturlaugur sigldi frá Olafsvík
í fylgd varðskips en leki kom að tog-
aranum eftir að hann tók niðri á
grynningumviðSnæfellsnes. -ból
Tækjum fyrir
milljón stolið
Brotist var inn í skemmu Hjálpar-
sveitar skáta í Kópavogi í fyrrinótt.
Þjófamir bratu sér leið inn með því
að sparka upp hurð á skemmunni
og höfðu á brott með sér staðsetning-
ar- og fjarskiptatæki að andvirði um
mifljón krónur. Að sögn Þorvalds
Sigmarssonar, stjómarmanns í
hjálparsveitinni, er um tilfinnanlegt
tjón að ræða.
Tveimur SSB talstöðvum, einni
VHF talstöð og einni CB talstöð var
stolið ásamt fimm handstöðvmn. Þá
var einu GPS staðsetningartæki að
andvirði um 150 þúsund krónur stol-
ið og tveimur Loran C tækjum ásamt
ýmsu fleira.
Svengd virðist hafa gripið þjófana
á meðan þeir vora við iðju sína því
auk tækjanna hurfu 96 Mars súkku-
laðistykki og 49 Snickers.
Taflð er að þjófnaðurinn hafi átt
sér stað á mifli klukkan 5 og 6 aðfara-
nótt miðvikudagsins. Þeir sem hafa
orðið einhvers varir era vinsamleg-
ast beðnir um að láta lögregluna í
Kópavogivita. -ból
NITCHI
KEÐJUTALÍUR
Kmhen
SuAurfandsbraut 10. 8. 680400.