Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1993. Hún á stúdíó á Spáni, íbúð í Andorra og er að gera það gott: Minn draumur er í dag, ekki á morgun - segir Katla María sem er komin hingað til að syngja í Eurovision-keppninni Katla Maria með hundunum sínum á Spáni. Nöfnin þeirra hljóma kunnuglega því þeir heita Ópal og Nóa. Þetta eru sleðahundar af Síberíukyni og Katla María á fjóra slíka. Aftur í snjónum á íslandi, eftir nokkurra ára fjarveru. DV-mynd GVA „Mig langaði aö taka þátt í þessari keppni svo ég gaf kost á mér í það. Það var haft samband við mig og ég beðin um að koma - og hingað er ég komin. Mér finnst alveg yndislegt aö eiga þess kost að hitta fjölskylduna og vinina," segir Katla María Haus- mann sem margir minnast sem bamastjömunnar vinsælu sem heill- aði alla upp úr skónum með skæm röddinni og bjarta brosinu. Hún er nú komin hingaö til lands frá Spáni, þar sem hún býr, til þess að taka þátt í Eurovision-keppni sjónvarps- ins sem verið er að undirbúa þessa dagana. Það em ár og dagar síðan Katla María mætti hjá frænku sinni, Sig- ríði Rögnu, niðri í sjónvarpi til að syngja í Stundinni okkar. Þá söng hún spánskt lag, sem hét Sígauna- andhtið, og sló í gegn. Svo fór hún að syngja inn á hljómplötur, lög eins og Lith Mexíkaninn sem allir kunnu og sungu. „Þetta var dáhtið erfitt fyrir mig þegar ég komst á táningaaldurinn," segir hún þegar hún htur til baka, nú orðin 23 ára. „Ég var orðin 12-13 ára og fólk var alltaf að horfa á htlu stelpuna sem gat sungiö. En þá var hún- bara orðin táningur sem gekk ekki lengur með krullað hár og borða. Ég hugsaði oft: „Hva, tekur þessi manneskja ekki eftir þvi að ég er oröin næstum því fullorðin!" og ég var bara hálfsvekkt. í skólanum var ég hins vegar ein af mörgum. Ég var í Hagaskóla og þar blómstraði fyrsta ástin. Að visu vildi sá útvaldi mig aldrei og ég man að ég var öskuih út í hann. En þetta vom svona bernskubrek." Og nú er hún komin aftur heim um stundarsakir, ákveðin ung kona sem veit hvað sýnhega hvað hún vill. Hún talar góða íslensku með sterkum framburöi og notar hendumar ó- spart, eins og Spánveija er siður. Og hún ætlar að syngja í Eurovision- keppni sjónvarpsins. „Þetta lag, sem ég syng, er ekki í þessum hefðbundna Eurovision-stíl sem hefur verið ríkjandi. Það er í samba-takti sem er mjög vinsæh núna. Það er gaman að syngja lag með suðrænum blæ á þessu kalda landi, íslandi. Það var dálítið mál fyrir mig að komast til íslands vegna vinnunnar á Spáni. Ég verð að vera svo lengi að heiman. En mig langaði svo til að fara og þetta bjargaöist aht.“ í nógu að snúast Þaö var í nógu að snúast hjá Kötlu Maríu þegar blaðamaöur leit inn til hennar fyrr í vikunni. Síminn hringdi látlaust og hún var á þönum við að undirbúa upptökuna sem fór svo fram sl. fimmtudag. Meðal ann- ars þurfti hún að æfa upp dansatriði sem hún ætlaði að nota þegar hún syngi lagið. „Textinn hefur verið mér dáhtið erfiður. Það er orðið langt síðan ég hef komið til íslands og það getur verið erfitt að syngja á íslensku. Ég er núna í því að æfa hann og dans- sporin og tíminn má ekki naumari vera.“ Þetta er í annað skipti sem Katla María syngur í Eurovision-keppn- inni. Fyrir fáeinum árum söng hún lagið Sóley eftir Gunnar Þórðarson. Síðan hefur hún ekki komið hingað og hún sagði að sér hefði ekkert brugðið við þann fimbulvetur sem hehsaði henni úti á Keflavíkurflug- vehi í vikunni. „Það eina er að ég er svohtið hrædd við að kvefast. Ég er að koma úr hit- anum í Barcelona og þori ekki annað en að ganga vafin í slæður og trefla svo að mér verði ekki kalt. Hálfgerður „kokkteill" Það var 1986 sem Katla María flutt- ist th fóður síns, Pablos, sem er kaup- haharstjóri á Spáni. Hún segist raun- ar vera hálfgerður „kokktehl". Faðir hennar er spánskur, móðir hennar íslensk, fóðurafi hennar þýskur og foðuramma hennar frá Andalúsíu. Það er raunar frá föðurafanum sem Hausmann-nafnið er komið. Faðir hennar er kaþólskur en sjálf segist hún aðhyhast Bahá’í-trú. Kafia Maria hafði farið í heimsókn- ir th Spánar á sumrin og þannig átti það einnig að vera árið ’86. En svo fór að hún hentist úti því að hún sá að þar gæti hún átt framtíð fyrir sér í tónhstinni. Og það var stóri draum- urinn. „Ég kynntist fljótlega mörgu skemmthegu fólki og þetta var aht afskaplega spennandi. Það var að vísu erfitt að tilheyra tveim ólíkum löndum eins og íslandi og Spáni. Fólkið er svo gjörólíkt. Spánverjar eru miklu opnari en ís- lendinga þarf maður að þekkja vel th að komast að þeim. Sjálf er ég aht- af eins, sama í hvoru landinu ég er. Maður talar um sömu hluti en segir þá kannski öðruvísi. Núna er ég th dæmis þannig að ég hugsa á spönsku um leið og ég tala við einhvem á ís- lensku. í nótt dreymdi mig þó fyrst á íslensku." Þegar Katla María fór th Spánar var hún staðráöin í að komast áfram í tónhstinni. Hún þekkti engan og vissi ekkert hvemig hún átti að kom- ast inn í þann heim sem hún vhdi lifa og hrærast í. En hún kynntist fljótt góðu fólki sem aðstoðaði hana við að komast áfram. Brátt var hún farin aö syngja með hljómsveitum, bæði stærri og smærri, á skemmti- stöðum víða um Spán. „Fyrsta árið var ég leitandi og vissi ekki alveg hvað ég vhdi gera. En svo kom þetta aht saman. Ég er fljót að kynnast fólki og kem th dyranna eins og ég er klædd. Þetta var svo sem ekkert auðvelt þvi maður þarf að gera sér grein fyrir hvar maður á að byija. Fyrsta hljómsveitin, sem ég söng með, var stór, 16-17 manna hópur. Þá lærði ég alls konar dansa. Og þá fyrst byijaði ég að kynnast því hvað tónhst var. Næstu skrefin vom svo að gera ahtaf betur og betur og öðl- ast reynslu. Tónhstin, sem ég söng og syng enn, er þessi hefðbundna skemmtitónhst, eins og flutt er á diskótekunum í dag. En tónhstin, sem ég vhdi helst syngja, er léttur djass. Ég hlusta helst á þannig tónhst, svo og blús. Einn af mínum uppáhaldssöngvurum, sem ég þekkti raunar persónulega, var Ditsie Ghlespie. Honum þakka ég að ég komst í samband við þessa tónlist. Þessi maöur haföi svo mikh áhrif á mig. Ég kynntist honum þeg- ar hann kom th íslands og ég varð alveg hehluð af honum." Katla María segist líklega hafa þennan mikla tóihistaráhuga frá báðum foreldrum sínum. „Mamma hefur ahtaf haft mikinn áhuga á tónhst og er mjög músí- kölsk. Sama mál gegnir um foður minn. Tónhstin er honum mjög mik- hvæg þótt hann hafi kosið að starfa við annað." Lítið fyrir keppni Þótt hún hafi slegiö th og ákveðið að taka þátt í Eurovision núna segist hún almennt hafa htinn áhuga á að taka þátt í keppnum. „Yfirleitt finnast mér músíkkeppnir hundleið- inlegar. Ég þarf ekki að taka þátt í þeim th að vita hvernig söngkona ég er. Ég veit að ég hef mína kosti og galla og þarf enga keppni th að segja mér það. Ég skh hins vegar að Euro- vision-keppnin sé mjög mikhvæg fyr- ir ísland. Hún er góð auglýsing fyrir þjóðina. Ég er því ánægð og hreykin af að eiga þess kost að taka þátt í henni." Katla María lauk stúdentsprófi á Spáni og hóf síðan að læra almanna- tengsl. Hún hefur lokið því námi og starfar nú hjá fyrirtæki sem heitir Premier Vision. Starf hennar felst í því að gera samninga við ýmsa aðila sem fyrirtækið sér síðan um að markaðssetja. Nú er hún th dæmis að gera samning við aha bestu mat- reiðslumennina á Spáni. Fyrirtækið gerir síðan myndband um matar- gerðarhst þeirra sem selt er th veit- ingahúsa. „Þetta er alveg æðislegt starf og ég hef verið mjög heppin. Það er óend- anlega fjölbreytt og manni leiðist ekki eitt augnablik. Við erum t.d. með bestu tískusýningamar í heim- inum, á ítahu, Frakklandi og viðar. Viö vinnum með bestu hönnuðun- um, svo sem Channel, Jean Paul Gaultier og fleiri slíkum, búum th myndbönd um hönnun þeirra og selj- um fataframleiðendum á Spáni. Fyr- irtækið er nú að opna útibú á Kanarí- eyjum, Portúgal og Mexíkó. Starfið mitt er vel launað en maður verður að vera mjög ákveðinn og vita hvað maður vih. Ég var í prufu í 2 mánuði og fékk svo ráðningu aö þeim tíma loknum. Auðvitað er þetta ekki alltaf einhver sæluvist. Það eiga alhr sína slæmu daga og ég er þar engin undantekning. En ég er mjög_ ánægð þama.“ Áeigið stúdíó Það haföi lengi verið draumur Kötlu Maríu að eignast eigið stúdíó. Hann varð að veruleika fyrr en hana gmnaði. „Ég kynntist tveim strákum sem standa framarlega í tónlistarheimin- um á Spáni. Ég fór í stúdíóið sem þeir eiga th þess aö sjá hvemig þeir ynnu. Þaö er grundvallaratriði hvemig tónhstin er unnin og áhuga- vert að sjá hvemig hún mótast í meðfórum góðra tónhstarmanna. Þessi heimsókn varð tíl þess aö við tókum upp samstarf, öh þijú, keypt- um okkur stærra stúdíó sem er um 40 khómetra frá Barcelona. Það heit- ir Sidi-studio og þar taka ahar helstu hljómsveitimar á Spáni upp master- upptöku sem þær fara síðan með í önnur stærri stúdíó th hljóðblöndun- ar. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur. Við eram með 3-4 starfs- menn sem vinna ahan daginn. Sjálf vinn ég við almannatengslin fyrir hádegi, eins og áöur sagði, en vinn við stúdíóið eftir hádegi. Ég verð að velja á milh þessa í framtíðinni og það verður þá eigiö fyrirtæki sem ég vel.“ Eigendumir em famir aö huga að enn frekari stækkun á stúdíóinu. Tækin eru mjög dýr þannig að það er ekki hlaupið aö því aö kaupa ný. Þau verður þó að endumýja reglu- lega th þess að standa vel að vígi í harðri samkeppni. Það fer því mikh vinna í fyrirtækið og mikhr pening- I LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1993. ár. En borgar sig að standa í svona nokkm? „Já, maður verður að standa í ein- hveiju. Ef maður stæði ekki í neinu þá væri ekkert gaman að lifa.“ Katla María lætur sér ekki nægja að syngja og vinna í eigin hljóðveri. Hún er nú að keppast við að læra á gítar. Raunar hafði hún byijað að læra á píanó meðan hún bjó enn hér og segist spha svolítið á það. „Mér finnst það eiginlega frumskh- yrði að tónhstarmaður sphi á eitt- hvert hljóðfæri. Ég hef alltaf þekkt nótumar og vona að ég eigi einhvem tíma eftír að geta sphað á öh þessi hefðbundnu hljóðfæri, gítar, tromm- ur, bassa og hljómborð.” Flestir vinimir giftir Katla Maria verður hér í tæpar þrjár vikur, hjá Helgu Guðmunds- dóttur, móöur sinni, á Lynghagan- um. Hún er ákveðin í að njóta dvalar- innar, slappa af .og hitta vini sína á ný. Hún hefur alltaf haldið sambandi við þá þrátt fyrir að langt hafi hðið milli þess að hún hafi komið th lands- ins. En nú em flestar vinkvenna hennar komnar með fjölskyldu og heimhi þannig að það þarf kannski meiri fyrirvara en áður þegar þær „fara út að djamma“. „Það er hvhd fyrir mig að komast hingað frá öllum erhnum á Spáni. Þar syng ég nú með fimm manna hljómsveit og við höfum það að markmiði að skemmta sjálfum okkur og öðrum, hafa það gott og syngja á litlum stöðum. Margir keppa að því að verða ofsa- lega frægir en ég gef htíð fyrir það. Ég vh helst fá að vera ég sjálf. Ég man enn eftir því að þegar ég var htil furðaði ég mig á því að ókunnugt fólk skyldi þekkja mig og hehsa mér á götu. Ég man að ég hugsaði með mér: „Af hverju er þessi að horfa svona á mig, æth sé ekki aht í lagi með mig?“ Nú er þessi htla stelpa, Katla Mar- ía, bara th í minningunni, ekki bara um sönginn og aht umstangið í kringum hann heldur einnig minn- ingunni um móðurlandiö mitt. Þegar ég kem hingað þá er eins og hlutí af þessari htlu stelpu sé héma. Núna finnst mér æðislega gaman aö þess- ari góðu minningu og ísland er mér aht, vinimir, íjölskyldan, veðrið, aht. Kunningjamir á Spáni verða voða- lega hissa þegar þeir komast að því að ég er hálf-íslensk og söng inn á plötur þegar ég var hth. Þeir fara bara að skellihlægja ef ég leyfi þeim að heyra sýnishom af gömlu lögun- um. Ég held aö líf mitt hafi verið röð af thvhjunum. Ég komst fyrir thvhj- un inn í tónhstarheiminn. Kannski að ég geti þakkað htíu Kötlu Maríu fyrir að stóra Katla María skyldi komast inn í þessa alvöruveröld tón- hstarinnar. En þetta er löngu horfin tíð og ég tala bara um fahega landið mitt og þjóðina mína á Spáni. Ég segi við Spánveijana: „Farið þið bara th íslands í stað þess að fara á milli sólarstranda á meginlandinu." Ég vh hka benda íslendingum á að fara og kynnast Spáni almennhega í stað þess að fara bara th Mahorka eða Benidorm. Inni í landinu sjálfu em rætur tónhstarmenningarinnar, ahur krafturinn sem einkennir spönsku þjóðina. Túristastaðimir gefa enga hugmynd um Spán eins og hann er.“ Áskíðitil Frakklands Eins og nærri má geta hefur Katla María ekki mikinn tíma th aö sinna öörum áhugamálum en þeim sem snúa aö tónhstinni. Hún segist þó fara á skíði í Frakklandi þegar tækifæri gefist. Hún á raunar htla íbúð í Andorra og dvelur þar þegar hún getur. Einhver kynni að spyija hvort hún sé ekki orðin rík úr því að hún er í vehaunuðu starfi, á orðið eigið fyrirtæki, íbúð í öðm landi og svo framvegis. „Viö skulum segja, að ég hafi verið heppin í lífinu. Ef ég á einhveija pen- inga þá er það vegna þess að ég er búin að vinna fyrir þeim. Ég get ekki kvartað, ég á yndislega fjölskyldu, bæði á Spáni og hér, góða vini og hef verið heppin með það sem ég hef tek- ið mér fyrir hendur. En lífið er ekki bara dans á rósum. Ég á líka mína slæmu daga þegar mér finnst allt ganga iha. En þegar maður er fúh er besta leiðin th að losna við leiðann að hugsa um aht sem gott er. Ég hringi í einhvem góðan vin og spjaUa um aUa heima og geima. Innan tíðar er vonda skap- ið rokið út í veður og vind. Mér finnst líka mikhvægt að geta farið í vont skap, annars væri ekkert gaman að þessu. Við krabbamir emm líka þannig að við skiptum ört um skap. Við getum brostið í grát en verið far- in að brosa aftur eftir fimm mínútur. Ég er víst dæmigerður krabbi. Samt veit ég alveg hvað ég vh. Og órétt- læti þoh ég ekki. Ég þoli heldur ekki að bíða eftir hlutunum. Ég verð helst að gera aUt „í gær“. Og ástin blómstrar Katla María býr hjá föður sínum í Barcelona, eins og áöur sagði. Hún fer aUtaf út úr borginni um helgar, ýmist th að skemmta eða þá í heim- sóknir th vina sinna. Hún segist eng- an tíma hafa í „sjónvarpsgláp” og fer einungis á ströndina á vetuma, ekki á sumrin. Hún segist ekki þola sólina en kunni hins vegar vel að meta kyrrðina sem þar ríkir yfir vetrartímann. Og hún segist eiga sér vin. „Ég er búin að vera með strák í næstum því sex ár. Hann er tónhst- armaður og sphar í hljómsveit sem er rpjög fræg á Spáni. Einnig rekur hann eigið fyrirtæki. Að auki eigum við stúdióið saman. Það er ekki ipjög hepphegt að vinna svo mikið saman. En þetta gengur bara vel. Við emm þó ekkert að pæla í hjónabandi enn- þá. Ég er raunar á móti þessum umfangsmiklu brúðkaupum þar sem hún er í hvítu og hann í svörtu. Ég myndi líklega gifta mig í rauðu eða bláu. En aðalmáhð er að maður sé ánægður með þann sem maður er með og njóti þess að vera samvistum við hann. Bameignir og stofnun heimihs em heldur ekkert á dagskránni. Mér finnst mjög gaman að börnum en bara annarra manna bömum. Ég veit að ef ég geri ekki núna það sem mig langar th þá geri ég það aldrei. Ég get ahtaf átt böm, það er mjög auðvelt að búa þau th og ég er ekk- ert að flýta mér. Við eram svo mikið saman að okk- ur hggur ekkert á í sambúð. Okkur er alveg sama þótt við sofum ekki í eins rúmum. Helgamar notum við th þess að skemmta okkur saman og okkur hður vel svona. Kannski kem- ur einhvem tíma aö því aö við ákveð- um að taka íbúð og aht sem því fylg- ir. En nú notum við peningana th að byggja upp fyrirtækiö okkar. Hvað mér sjálfri viðvíkur þá era mínir draumar að rætast á hveijum einasta degi. Mér finnst fint að vera th, vera hehbrigð, geta nýtt mér þau tækifæri sem bjóðast og vera sátt við aht og alla. Minn draumur er í dag, ekki á morgun." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.