Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 „Maðurinn á sendiferðabílnum gat ekki lagað sig að breyttum aðstæðum i umferðinni. Fyrir honum voru götur bæjarins einungis ætiaðar fyrir vélknúin farartæki." Að laga sig að lífinu Fyrir nokkru hlupu saman í mik- illi ófærð á götum borgarinnar ætt- fróður verðbréfasali og dapureygur læknir. Sakir skafla og hálku voru gangstéttir engum færar nema fugl- inum fljugandi svo að þeir vinimir hlupu varfærnislega við fót á göt- unni. Skyndilega renndi upp að hlið þeirra gráleitur sendiferðabíli. Und- ir stýri sat snaggaralegur, ungur maður á hvítum bol. Hann opnaði gluggann og æpti til þeirra: „Þið megið ekki hlaupa á götunum." Þeir svöruðu að bragði: „Hvar eigum við þá að hlaupa?“ „Þið verðiö bara að vera heima," sagði maðurinn og gaf í svo að drundi í vélinni. Verðbréfa- saiinn glotti við tönn og hljóp áfram með jafnaðargeði en læknirinn steytti blákaldan hnefann á eftir bílnum og æpti ókvæðisorð að þess- um hrokafuÚa ökuþór. Maður nokkur leitaði til læknis fyrir skemmstu og sagði mikla raunasögu. Stúlkan hans hafði upp úr þurru slitið ágætu ástasambandi og bundið trúss sitt við annan mann. Maðurinn grúfði andlitið í höndum sér og sagðist ekki vilja lifa lengur. „Það er ekki til neins! Best væri ég kominn dauður. Ég get ekki hugsað mér lífið án hennar." Aðlögunarhæfnin Maðurinn hefur einstaka hæfi- leika til aðlögunar. Hann virðist geta vanist öllu og lifað við furðuleg- ar og framandi aðstæðm- án þess að bíða tjón á sálu sinni. Gott sjálfs- traust, trú á lífið og sjálfan sig, stuðningm- umhverfisins og raunsæjar hugmyndir um tilveruna eru forsenda þessa. Maðurinn á sendiferðabílnum gat ekki lagað sig aö breyttum aðstæöum í umferð- inni. Fyrir honum voru götur bæj- arins eimmgis ætlaðar fyrir vélknú- in farartæki. Hlaupandi eða gang- andi fólk átti heima á gangstéttun- um. Ef þær voru ófærar skyldi þetta fólk vera heima í fletum sínrnn þar til snjóa leysti. Hann gat ekki lagað sig að breyttum aðstæðum og valdi því þann kostinn að hreyta ónotrnn í hlauparana tvo sem röskuðu heimsmynd hans þennan dag. Hinn maðurinn átti líka í erfiðleikum með breyttar forsendur í tilverunni. Helst vildi hann binda enda á ævi sína og hverfa af vettvangi lífsbar- áttunnar. Hann gat ekki hugsað sér að laga sig að breyttum aðstæðum, nýjum forsendum og annars konar lífi. Báðum þessum mönnum er mikil vorkunn. Þeir eru ofurseldir Á læknavaktinni Óttar Guðmundsson læknir eigin ósveigjanleika eins og risaeðl- ur fortíðarinnar voru (blessuð sé minning þeirra). Breytileiki og lit- brigði daglegs lífs geta riðið þeim að fullu. Veðrabrigði, leikur árstíð- anna, vonbrigði og mótlæti getur orðið þeim tilefni vanlíðunar, kvíða ogreiðikasta. Neikvæð aðlögun Aðlögun getur verið á marga vegu. Maöur nokkur sat hjá lækni sínrnn eitt sinn og sagðist vera búinn á taugum. „Sennilega hef ég fengið taugaáfall. Ég er gjörsamlega niður- brotinn!" Læknirinn velti því fyrir sér skamma stund hvaða taugar hefðu brotnað eða orðið fyrir áfalli. Sjálfur hafði hann lengi ætlað sér að fá taugaáfall og flýja þannig frá amstri og erfiðleikum daglegs lífs. Sakir anna hafði honum þó ekki unnist tími til þess ennþá. í mörgum tilvikum er taugaáfallið neikvæð aðlögun að mótlæti líðandi stundar. Aðrir kvarta undan alls konar verkjum sem eiga sér enga líkamlega orsök. Fólk talar um höf- uðverki, magaverki, hjartsláttar- óreglu og þreytu. Allur sá kvíði, sem býr í manneskjunni, breytist þá í verk; óttinn við að lifa, deyja eða mistakast, hræðslan við að verða gamall, veikur, einmana eða hrum- ur, kvíði gagnvart framtíðinni. Þessi skelfing tekm: sér bólfestu í maga, hjarta eða höfði, hengir nafnspjaldið sitt á hurðina og kallar sig verk. Slíkur sársauki er ákveðin aölögun eða flótti frá vandamálunum á sama hátt og taugaófallið en leysir þó ekki neitt. (Fiskur nokkur á flótta undan grimmmn örlögum sínum hoppaði glaður upp úr sjóðandi potti en lenti ofan á glóðheitri steikarpönnu). Að lokum Það er nauðsynlegt að laga sig að breyttum aðstæðum. Hver einasti dagur ber í skauti sér óvænta at- burði, gleði og mótiæti, erfiðleika og sigra. Hver manneskja verður að trúa á eigin möguleika og hæfni til að komast leiðar sinnar í lífinu þrátt fyrir ágjöf og ýmsa stórsjói sem blása upp á lifssundinu. Þeim mun skemmtilegra sem lífið er, íjöl- breyttara og litskrúðugra, þeim mun auðveldara er að laga sig að breyttum forsendum og kringmn- stæðum hveiju sinni. Einmanaleiki og hroki geta gert lífið að fangelsi þar sem múramir eru hlaðnir úr þröngsýni og ósveigjanleika. Aðlög- un byggist á raunhæfu mati á að- stæðum og eigin getu hveiju sinni. „Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða,“ segir gamalt, íslenskt mál- tæki. Jafnvel kóngar verða að hlíta duttlungmn veðráttunnar og örlag- anna. Gamansemi guðanna veit sér oft engin takmörk. Gamall bóndi stóð eitt sinn í flekknum í hellirign- ingu og skók hrífuna til himna og sagði: „Þú nýtur þess, guð, að ég næ ekki til þín!“ Þeir sem ekki geta tek- ið því sem lífið ber í skauti sér verða sárir út í almættið og láta reiðina spilla fyrir sér allri lífsnautn og ánægju. N TIL LEIGU nýlegt, mjög gott skrifstofuhúsnæði í Knarrar- vogi 2,167 fm, sem skiptast í góðan afgreiðslu- sal og 5 herbergi. Til greina kemur að leigja húsnæðið í minni einingum. Nánari upplýsingar í síma 685000. V J JM.V.B. Skrifstofa meistara- og verktakasambands bygginga- manna hefur verið flutt að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. Sími: 91-626426 Fax: 91-13802. Útboð Vestfjarðavegur um Suðurá á Bröttubrekku Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 1,0 km kafla á Vestfjarðavegi um Suðurá á Bröttubrekku. Helstu magntölur: Fylling og burðarlag 27.500 m3 og skeringar 16.000 m3. Þar af bergskeringar 2.000 m3. Verki skal lokið 10. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 22. febrúar 1993. Vegamálastjóri TILBOÐ Gildir út febrúar bls. 59 mynd 3 peysubolir £ 16,99 um 2311 ísl. kr. PANTIÐ: BI0829-GULUR BI0830-FERSKJU BI0831-LJÓSBLÁR BI0832-LILLA BI0833-SVARTUR BI0834-HVÍTUR Pöntunar- sími 52866 Sumarlistinn er yfir 1000 síður, verð kr. 400 án bgj. B. MAGNÚSSON HF. •i frá kl. 10.00-16.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.