Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 32
Hótel Norðurland á Akureyri: Ég vildi ekki vera í neinu öðrustarfi -segir Sigrún Jakobsdóttir hótelstjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Eftir aö ég lauk námi viö Mennta- skólann við Sund áriö 1985 fór ég í heimsreisu í eitt og hálft ár meö vin- konu minni. Við lögðumst í „bak- pokaflakk" og það má eiginlega segja aö þaö hafi verið í þeirri ferð sem áhugi minn á því að starfa við hótel- rekstur kviknaði. í ferðinni komum við á fín hótel víða um heim og ég sá að á þessum hótelum starfaöi mik- ið af útlendingum. Þá má segja að ég hafi gert það upp við mig að hótel var ekki sem verstur staður til að vinna á. Þetta er eiginlega upphaf- ið,“ segir Sigrún Jakobsdóttir, hótel- stjóri á Hótel Norðurlandi á Akur- eyri. Konur hafa verið að hasla sér völl í hótelrekstri eins og á svo mörgum öðrum sviðum og það þykir ekki til- tökumál hér á landi í dag að kona sé hótelstjóri. Það má helst segja að Sigrún hafi þá sérstöðu meðal hótel- stjóra að hún er ung, enn ekki orðin þrítug. Lærði í Sviss Sigrún, sem er Keflvíkingur, kom heim úr „heimsflakkinu" í júní árið 1987 og það sama ár, í október, lá leiðin til Sviss þar sem hún settist á skólabekk í hótelskólanum IHTTI í Lucem. „Þetta er alþjóðlegur skóli og námið fer allt fram á ensku. ís- lendingar hafa talsvert komið í þenn- an skóla og ég held að tíu íslendingar hafi stundað nám þar á undan mér. Tveggja ára nám þama gefur rétt- indi til að stjóma gestamóttöku eöa sjá um veitingastjóm, en þriðja árið er lögð meiri áhersla á stjómunar- störf, fjármálaþekkingu og fleira í þeim dúr. Leið Sigrúnar lá til Japans, en þar starfaði hún hjá þarlendri „hótel- keðju“ í Hakone héraði sem er ekki langt frá Tokyo. „Þetta er lítið 600 manns fjallaþorp þar sem eru heilsu- lindir og fólk kemur mikið þangað til að fara í heit höð og til hvíldar. Hótelið sem ég starfaði á þarna er eitt af elstu hótelum í Japan og var t.d. mjög vinsælt meðal bandarískra hermanna í Kóreustríðinu en þá voru þeir sendir þangað til hvíldar. í dag em hins vegar um 90% við- skiptavinir þessa hótels japanskir." Með „hjálparmiða" í Japan Sigrún segir að áður en hún hélt til Japans hafi hún sótt tíma í jap- önsku í um tvo mánuði og því ekki haft nema rétt „grunninn" í tungu- máhnu. „Það var íslensk stelpa með mér þama og strax fyrstu vikuna vorum við settar í að þjóna gestum í veitingasal. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu gáfulegt það hef- ur verið! Við voram með litla miða í vasan- um sem við gátum lesið af einfold- ustu setningar eins og; „hvað má bjóða þér af matseðlinum í kvöld?" og þess háttar. Við gátum sem sagt tekið við einfoldustu pöntunum og svo vorum við með hjálparmiða sem á stóð; „afsakið, ég tala svo htla jap- önsku, ég ætla að kaha á yfirþjón- inn,“ og þessu reyndum við að stauta okkur fram úr. Við vorum fyrstu útlendingamir sem unnum hjá þessu fyrirtæki og Japanirnir tóku okkur afskaplega vel. Þeir voru boðnir og búnir að hjálpa okkur og fannst það spenn- andi að fá svona „framandi" fólk í vinnu.“ Frá Japan lá leiðin svo til Santa Barbara í Kalifomíu í Bandaríkjun- um en þar starfaði Sigrún um tíma hjá fyrirtæki í veisluþjónustu. „Ég kom heim í febrúar árið 1991 og var ákveðin í að nýta þessa menntun. Auglýsing um stöðu hótel- stjóra á Fáskrúðsfirði hálfum mán- uði síðar kom eins og himnasending og ég var thbúin að láta reyna á hvað ég gæti og sanna mig í þssu starfi. Ég kom þangað austur í svartasta skammdeginu og það vora frekar mikh viðbrigði að koma frá sólar- ströndunum í Kaliforníu th Fá- skrúðsfjarðar. En Fáskrúðsfirðingar tóku mér ákaflega vel og þetta var ágætur tími. Um áramótin flutti ég mig suður th Reykjavíkur og starfaði þar 1 markaðsdehd á Hótel íslandi, en í febrúar hélt ég til Akureyrar og tók við starfi hótelstjóra á Hótel Norðurlandi." Sumir hissa Sigrún segir að starfið á Hótel Norðurlandi sé mun umfangsmeira en hótelstjórastarfið á Fáskrúðsfiröi enda um mun stærra hótel að ræða. Starfsfólkið er þó ekki margt yfir vetrarmánuðina og þá gengur Sigrún í önnur störf en þau sem snúa beint að stjóminni og hún gengur t.d. vakt- ir í gestamóttökunni, „Ég tel það nauðsynlegt fyrir hótelstjóra að geta gengið í öll störf, hann verður að kunna skil á öhu sem gerist innan veggja hótelsins." Heyrir það ekki fortíöinni th að menn verði hissa á að sjá konu í starfi eins og þínu? „Það kemur fyrir aö menn verða hissa og að það þurfi að segja þeim það tvisvar að ég sé hótelstjórinn. Annars er þetta að breytast, það era svo margar konur sem stjórna hótel- um óg sennhega finnst flestum sem finnt skrítið að ég sé hótelstjóri það vegna þess hversu ung ég er. En þetta er skemmtilegt starf sem égkann vel við og ég vhdi ekki vera í néinu öðra starfi." Sigrún í gestamóttöku Hótel Noröurlands. DV-myndir gk LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 Freydis í hópi þriggja samstarfsmanna sinna. DV-myndir gk Hann leit á bumbuna á mér og gekk svo burt - Freydís Halldórsdóttir blikksmiður Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég neita því ekki að það hafa sumir orðið hissa þegar þeir hafa komið hér inn og spurt um verk- stjóra og komist að því að það er kona sem er í því starfi. Ég man t.d. eftir einum manni sem spurði um verkstjóra hér þegar ég var ófrísk, komin 8 mánuði á leið og ég sagðist vera verkstjórinn. Aum- ingja maðurinn leit á bumbuna á mér og gekk svo í burtu," segir Freydís Hahdórsdóttir, blikksmið- ur á Akureyri. Freydís er eina konan hér á landi sem er lærður blikksmiður. Hún lærði hjá Vélsmiðjunni Odda á ár- unum 1979-1984 og var námstíminn örlitíð lengri en gengur og gerist þar sem hún tók sér frí th að eign- ast fyrsta barn sitt á námstíman- um. Eftir að sveinsprófinu lauk starfaði hún hjá fyrirtækinu Varma en það hætti störfum og Blikkrás hf., sem Oddur bróðir hennar á og rekur, tók við rekstrin- um. „Hún er eldklár" „Ég skh bara ekkert í því hvemig ég fór að því að reka fyrirtækið áður en Freydís tók við verkstjóm- inni. Hún er eldklár á öhum hlut- um og á vissum sviðum er kunn- átta hennar meiri en annarra starfsmanna þótt þeir hafi lengri starfsaldur og séu mjög góðir starfsmenn," segir Oddur. Hann kvartar því ekki undan störfum systur sinnar, sem er verkstjóri fyrirtækisins og stjómar fimm starfsmönnum. „Þessi spuming kemur alltaf," sagði Freydis, aðspurð um thdrög þess að hún fór í blikksmíðanám. „Ég get eiginlega ekki svarað þessu öðravísi en þannig að fyrir því var engin sérstök ástæða, þetta var bara eiris og hvert annað starf fyrir mér. Ég hugsaði ekkert út í það að ég væri að fara í starf sem konur hefðu ekki stundaö hér á landi. Auðvitað þótti ýmsum þetta skrítið en ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir. Vinkommiar spurðu helst um þaö hvort þetta væri ekki óþrifaleg vinna og hvort á vinnu- Freydís Halldórsdóttir: „Blikk- smíðin að langmestu ieyti fínleg vinna.“ staðnmn væra ekki bara gamlir karlar. Ég gerði mér e.t.v. enga grein fyrir þvi hvað ég var að fara út í en mér líkar þetta vel og ég myndi fara í þetta starf aftur ef sú staða væri uppi að ég ætti að velja mér starf.“ Karlarnir hjálpsamir Er ekki ýmislegt í þessu starfi sem útheimtir líkamlega krafta sem karlar hafa óneitanlega meiri en konur? „Jú. Það vita ahir að konur eru ekki jafn líkamlega sterkar og karl- menn og það hefur ahtaf verið haft í huga hér á verkstæðinu. Karlam- ir hafa alltaf verið mjög hjálpsamir og erfiðari verk hafa einfaldlega komið í þeirra hlut. Ég er ekkert að þykjast sterkari en ég er. En blikksmíðin er ekkert erfið vinna og ég vann t.d. í fyrra ófrísk, alveg þangaö th ég var komin 8 mánuði á leið með aðra dóttur mína. Blikksmíðin er að langmestu leyti fínleg vinna og oftast verið að vinna með létt stykki. Ég er alveg viss um að það er ekki síður erfitt líkamlega að vinna við að sinna sjúkhngum, t.d. gömlu fólki á elli- heimhum. Mörg störf kvenna eru örugglega mun erfiðari líkamlega en hefðbundin karlastörf." Iðnnám of lítið metið Eru konur of hræddar við að fara í störf sem af mörgum era tahn vera hreinræktuð karlastörf? „Mér finnst allt of htið um það og ein skýringin kann að vera sú að iðnnám er allt of htið metið í þjóðfélaginu, það heftir konur e.t.v. hka. Þetta er ef th vhl að breytast vegna þess hvemig ástandið er í þjóðfélaginu. Uppeldið getur líka spilað inn í það hvaða leiðir konur vilja fara í þessum málum, ég var að vasast með bræðrum mínum, var í íþrótt- um og þess háttar. Við erum 6 systkinin og ég vil meina að hvert systkipi á undan hafi hálfgerða umsjón meö næsta systkini á eftir. Ég held að við Oddur höfum alltaf verið samrýmd systkini en hann er næstur í röðinni á undan mér af okkur systkinunum. Mér fannst ekkert óeðhlegt við að taka mér það sama fyrir hendur og hann gerði. Eldri dóttir mín spurði mig þegar sú yngri fæddist hvort hún myndi verða flugmaður eða blikksmiður en pabbi þeirra er flugmaður. Henni fannst ekkert annað koma th greina en hún fetaði í fótspor annars foreldrisins." Ánægð í starfi Samstarfsmenn Freydísar á Bhkkrás hf. bera henni vel söguna og kvarta ekki undan henni sem yfir manni. Og sjálf er hún ánægð í starfmu. „Ég kann mjög vel við þetta starf. Það var efi í mér þegar ég var búin að læra og ég hugsaði th þess hvernig ég yrði í þessu starfi þegar ég væri orðin „kerling" og komin með böm. En hvað leiðir af öðru og þetta rúhar bara áfram eins og hver önnur vinna. Ég sé ekki þann mun á mér í vinnunni í dag sem ég hélt fyrir nokkrum árum að myndi verða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.