Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 4
LAUGARD AGUR 6. FEBRÚAR1993 Fréttir Ástandið í Færeyjum: Vonleysi og uppgjöf virðist allsráðandi - sálfræðingar þeir einu sem munu hafa nóg að gera á næstunni Enda þótt maður hafi aðeins staðið við í Færeyjum í þrjá daga veröur manni Ijóst að það er vonleysi og uppgjöf hjá almenningi. Daglega ber- ast fréttir af uppsögnum starfsfólks í hinum ýmsu starfsgreinum. í fær- eysku blöðuniun í dag er skýrt frá uppsögnum, að ákveðnir hópar hafi ekki fengið laun sín greidd í janúar og annað í þessum dúr. Allar fréttir blaðanna snúast um hið hrikalega efnahagsástand sem hér ríkir. At- vinnuleysi er nú sagt vera 20 prósent og innan fárra vikna verði það kom- ið upp í 30 prósent, jafnvel meira. Hver veit þaö? spyrja Færeyingar. Stjórnmálamenn reyna að bera sig vel og segja að þetta bjargist. Fólkið á götimni er ekki sama sinnis. Það Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson er næstum sama við hvern er talað, allir segja aö Færeyingar eigi nú allt sitt undir Dönum. Þeir sjálfir ráði engu lengur. Fólk heldur því líka fram að Færeyingum muni ekki tak- ast að greiða þær erlendu skuldir sem á þeim hvíla en þær eru tæpir 100 mifijarðar íslenskra króna. Vonleysið Mér finnst vonleysið vera mest áberandi þegar rætt er við fólkið á götunni. Fólk segir að þaö sé engin framtíð fyrir það hér í Færeyjum. Hvaö eigum við að gera? spyr fólk. Ganga um götumar atvinnulaus? Það er engin framtíð í þessu hjá okk- ur. Og hvert eigum við að fara? Það er atvinnuleysi um alla Evrópu. Við getum ekkert farið, við verðum bara að búa við þetta. Þrauka, það er eina leiðin. í þessa veru talar fólk. Einn við- mælandi DV, miöaldra iðnaðarmað- ur, sagði að þeir einu sem myndu haJfa nóg að gera í framtíðinni í Fær- eyjum væru sálfræöingar. „Ástandið hér, atvinnuleysið og Daglega berast fréttir af uppsögnum starfsfólks í hinum ýmsu starfsgreinum í Færeyjum. Allar fréttir blaöanna snúast um hið hrikalega efnahagsástand sem ríkir. DV-mynd ból skuldirnar, brýtur fólk niður. Ég þekki marga menn sem ég hélt að væru sterkir og ákveðnir. I dag eru þeir niðurbrotnir menn sem sjá allt svart framundan," sagði þessi mað- ur, Leif Isaksen að nafni Þurfti að gerast Annar viðmælandi DV, John Dal- berg, verkamaður við höfnina, sagði að þetta áfall hefði þurft að koma yfir. Þetta kenni mönnum þá lexíu sem þeir áttu ólærða. „Sjáðu tU. í 10 til 15 ár höfum við Færeyingar verið á fiárfestingarfyll- iríi. Menn tóku lán fyrir öllu: húsun- um, bílunum, innbúinu, hverju sem var. Allir gátu fengið peninga eins og þeir vildu. Bara að nefna upphæð- ina og menn fengu peninga. Enginn hugsaði neitt, hvorki almenningur, forstjórar fyrirtækja né stjómmála- menn. Farðu hér upp í efri byggðir Þórshafnar. Sjáðu húsin sem hafa verið byggð, öll fyrir lánsfé,“ sagði Dalberg. Ég tók hann á orðinu, fékk mér leigubíl og bað haxm að aka með mig um þessar erfri byggðir. Allt sem Dalberg sagði var rétt. Hvarvetna blöstu við nýleg, glæsileg-einbýlis- hús, véfksihiðjúhús, iönaðarhús- næði, bensínstöðvar og fleira. Öll þessi hús vom nýleg, stór og glæsi- leg. Leigubílstjórinn benti mér á að taka eför því hve mörg þeirra stóðu auð. Þar höfðu fyrirtækin sem byggðu þau orðið gjaldþrota. Þau skiptu tugum húsin sem stóðu auð. Leigubílstjórinn tók undir með öörum viðmælendum DV: vonleysi og aftur vonleysi. „Hins vegar er ég sannfærður um að Danir muni ekki bjarga okkur, við veröum að gera þaö sjálfir. Nú þurfum við að hverfa 20 til 30 ár aft- ur í tímann, taka upp sömu lifnaðar- hætti og þá og vinna okkur út úr vandanum. Það gera það ekki aðrir fyrir okkur,“ sagði þessi leigubíl- sfióri, Isaksen að nafni. Lifaðhátt Færeyingar hafa sannarlega lifað hátt. íbúðarhúsin era stór og glæsi- leg, bflaflotinn einnig, skipaflotinn, frystihúsin, fiskvinnslustöðvamar. Allt er þetta nýtt og glæsflegt. En nú er komið að skuldadögunum og framundan em erfiðir tímar, sam- dráttur á öllum sviðum og menn verða að hverfa mörg ár aftur í tím- ann í lífsmunstri. Óneitanlega verð- ur manni hugsað til þess hvort það sama hendi okkur íslendinga? John Petersen, sjávarútvegsmálaráðherra Færeyja: Hefðiekkígerst efviðværum „Eg er sannfæröur um að ef við heíðum verið sjálfstæð þjóð heföi þetta ekki gerst. Þá hefðu menn verið ábyrgðarfylln og ekki látið landið fara i gjaldþrot. Sannleik- urinn er sá að þjóðin er gjald- þrota. Danir munu taka lán okk- ar yfir með afarkostum og ráða öllu hér í landi. Viö ráðurn engu lengur," sagöi Finnbogi Isaksen, lögþingsmaður og ritsfióri, í sam- tali við DV. Hann er formaður Þjóðveldis- flokksins sem alla tíð hefur barist fyrir sjálfstæöi Færeyja. Finn- bogi segist sannfærður um að Færeyingar muni aldrei komast upp úr efhahagskreppunni einir og óstuddir. , ,Menn geta sagt aö við hverfum 20 ár aftur í tímann og vinnum okkur út úr kreppunni. Þetta er bara ekki rétt. Jafnvel þótt fisk- urínn gefi sig aftur mun þaö ekki duga til. Það verða Danir sem greiða láiún og við verðum þeim háðari en nokkra sinni fyrr,“ seg- ir Finnbogi. Hann segir að ástandið sé verra en gestir geti ímyndaö sér. „Þú talar við fólk og það ber sig sæmi- lega. Ég þekki mitt fólk og veit hvernig því líöur. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei kynnst neinu þessu liku. Færeyingar eru svo langt niðri andlega vegna efnahagsástandsins að ég heföi aldrei getið ímyndað mér að þjóð- in gæti sokkið í slíkt hyldýpi svartsýnis,“ segir Finnbogi. Háaratvinnu- SígurdórSigurdórasan, DV, Færeyjum; Laun í Færeyjum eru meira en helmingi hærri en á íslandi. Lægstu laun, sem greíða má, eru 75 krónur færeyskar á tímann eöa um 750 krónur íslenskar. Þetta eru um 120 þúsund krónur íslenskar á mánuði í lágmarks- laun. Sá sem verður atvinnulaus fær fyrsta árið 70 prósent af þeim launum sem hann haföi árið á undan. Næsta ár fær hann 70 pró- sent af þeim atvinnuleysisbótum sem hann fékk 1 atvinnuleysis- bætur árið á undan. Eftir 2 ár er hætt að greiða at- vinnuleysisbætur. Þá fær at- vinnulaust fólk styrk frá félags- málastofnun. Trúi því að við vinnum okkur út úr vandanum Sigurdór Sigurdórssan, DV, Færeyjum: „Nei, ég er ekki sammála þeim sem halda því fram að við séum nú alfar- ið háðir Dönum. Vissulega hafa þeir sett fram skilyrði fyrir þeim neyðar- lánum, sem við höfum tekiö, sem þrengja kost okkar og sjálfræði. En þeir ráða ekki öllu hér,“ sagði John Petersen, sjávarútvegsmálaráöherra Færeyja. Miklarskuldir - Hvað eru erlendar skuldir Færey- inga miklar? „Ef við tökum allar erlendar skuld- ir eru þær tæpir 9 milljarðar fær- eyskra króna. Þetta er auðvitað óskaplega há tala og þaö kostar okk- ur mikið átak að ná okkur upp úr skuldafeninu. Samt trúi ég því að þaö muni takast, það skal takast. - Hverjum er um að kenna að svona er komið fyrir ykkur? Fyrir 10 árum voruð þiö skuldlausir, hvað fór úr- skeiðis? „Það er bæði sfiórnmálamönnun og bönkum um að kenna og raunar almenningi líka. Það voru allir á fiár- festingafyfliríi á níunda áratugim- um. Allir tóku lán og hugsuðu ekk- ert til endurgreiðslunnar. Menn létu smíða skip, byggja frystihús, fisk- vinnslustöðvar, lögðu vegi og grófu jarðgöng, allt fyrir lánsfé. Nú er kom- ið að skuldadögunum og þá um leiö hrynur fiskaflinn, það eina sem við höfum til aö greiða með.“ Kjördæmapot - Kjördæmapot, byggðasjónarmið, réð þetta ferðinni hjá sfiórnmála- mönnum? „Það hefur vissulega ráðið miklu um. Sfiómmálamenn hafa haldið því fram að varðveita eigi byggð í öllum eyjunum. Nú er búið í 17 af 18 eyjum Færeyja, sums staðar aðeins fáeinar sálir. Sfiómmálamenn segja að til þess að þetta sé hægt verði að gera öllum jafnt undir höföi. Þetta hefur auðvitað leitt tfl mjög svo óarðbærra flárfestinga víða á eyjunum. Allir fengu frystihús og fiskvinnslustöðv- ar, ef tfl vifl ekki of margar en allt of stórar." - Hveijar eru þínar tillögur nú, hvað á að gera? „Þetta er stór spuming og ekki mikið um svör. Við erum að reyna að minnka fiskiskipastólinn sem var allt of stór miðað við þann afla sem við megum veiða. Við reyndum að fækka fiskvinnslustöðvum og að þetta hvoru tveggja verði ekki stærra eða afkastameira en fyrir þann afla sem við megum koma með á land. Þetta kostar auðvitað mikla peninga og leiddi til þess að bankamir hér voru aö verða gjaldþrota vegna tak- markalausra afskrifta. Okkar eina von er að fiskistofnamir nái sér upp aftur. Ég er sannfærður um að ef þeir heföu ekki hrunið væmm við ekki í þeirri stöðu sem við erum í. Það væru sjálfsagt erfiðleikar en ekkert í líkingu við það sem nú er. Hitt er svo annaö mál aö þau tvö stóra lán sem við vorum að fá frá Danmörku munu ekki duga tfl ef afli glæðist ekki. Fari svo aö hann geri það ekki óttast ég aö við þurfum að fá enn fleiri neyðarlán frá Dönum," sagði John Petersen sjávarútvegs- ráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.