Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 22 Sérstæd sakamál Hún þráði eigið hús Angela Eyre var enn ung að árum þegar hún gekk í hjónaband. í upp- hafl gekk allt mjög vel en ekki leið á löngu uns brestir komu í það. Um hríð lifði hún í voninni um að henni tækist að leysa þann vanda sem að steðjaði í sambúðinni en svo varð henni ljóst að það tækist ekki. Eftir skilnaðinn sat Angela eftir með son sinn, Simon. Hún var óhamingjusöm, vonsvikin og sann- færð um að hún yrði aldrei framar hamingjusöm. En áriö 1973, þegar Angela var tuttugu og þriggja ára, komst hún á þá skoðun að hún hefði verið ein- um of fljót á sér þegar hún komst að þeirri niðurstöðu að líf hennar yrði hamingjusnautt. Ástæðan til að hún tók nú gleði sína aftur var sú að með henni og David Spurge- on, tuttugu og átta ára sjúkraliða, tókust kynni. Hann starfaði þá á hæh fyrir andlega vanheilt fólk í ShefBeld á Englandi. Draumurinn um húsið Er þau höfðu þekkst um hríö ákváðu þau David og Angela að ganga í hjónaband. Og nokkru eftir brúðkaupiö gat hún skýrt David frá því að hún væri með bami og í júli 1974 fæddist dóttirin Charlotte. Hamingja Angelu var nú meiri en lengi hafði verið en þó fannst henni enn nokkuð á skorta. Og hún leyndi mann sinn ekki því sem hún taldi að gert gæti líf þeirra fullkom- ið. Þau þyrftu að geta flutt úr tveggja herbergja íbúðinni sem þau bjuggu í, en hún var í fjölbýlishúsi sem hælið átti. „Ef við ættum okkar eigið hús væri ég hamingjusamasta kona í heimi,“ sagði Angela við mann sinn og móður, Sibyl Eyre, en svo bætti hún við: „En það gerist ábyggilega aldrei. Við höfum ekki ráð á að kaupa hús. Laun Davids eru það lág að þau leyfa ekki slíkt. Eina vonin er sú að eitthvað það gerist sem lætur draum minn rætast.“ Huggun í húsnæðis- auglýsingum Angela, eða Angie eins og vinir hennar kölluðu hana, opnaði ekki hug sinn fyrir hveijum sem var, en bestu vinkonum sínum trúði hún þó fyrir því aö hún hataði það strit og púl sem einkenndi líf þeirra Davids. En um annað væri ekki að ræða ætti að fá enda til að ná sam- an og tryggja að þau hjónin og bömin tvö, Simon og Charlotte, gætu átt þolanlega daga. Dag einn árið 1978 virtist þó svo sem betri dagar væru í vændum. Og sú von tengdist draumi Angié. Hún hafði haldið í hann og las ætíð húsnæðisauglýsingar dagblað- anna. Þannig leitaði hún, á sinn hátt, huggunar því litla íbúðin var henni alitaf jafnóðgeðfelld og fyrr. En umræddan dag sá hún auglýst hús við Stannington Road í Sheffi- eld. Hún ætlaði varla að trúa sínum eigin augum þegar hún sá að húsið ætti aðeins að kosta sjö þúsund pund. Það var ekki mikiö fé miöað við þær hækkanir sem voru að verða á húsnæðismarkaðnum. Með fyrirvara, en... Að vlsu stóð í auglýsingunni að húsið þarfnaðist „umhyggju" og Angie vissi vel að það táknaöi aö viðgerða væri þörf. Og verðið gaf vissulega til kynna að þær væru frekar meiri en minni. Þegar David kom heim úr vinn- unni sagði hún honum frá húsinu og eftir nokkra umræðu ákváðu David, Angie, Simon og Charlotte. þau að skoða það. Sá sem húsið átti hafði ekki logið þegar hann talaði um að það þarfnaðist „um- hyggju". Mikilla viðgerða var þörf. Seljandinn sagði hins vegar að á móti kæmi að gætu þau greitt eitt þúsund pvmd væri húsið í raun þeirra. „Heldurðu að við getum borgað þá upphæð?" spurði Angie mann sinn. „Getum við það, David?“ „Það er ég viss um,“ svaraði hann. „Þúsund pund er ekki mikið fé.“ Þrem vikum síðar sagði hann Angie að hann hefði gengið þannig frá að um leið og hann fengi pen- ingana í hendur yrði húsið þeirra. Hann sagði henni hins vegar ekki frá því aö hann hefði gert allt sem hann gat til þess að komast yfir þúsund pund en ekki tekist það. Og sömu sögu og Angie fengu for- eldrar Angie að heyra. Það liði ekki á löngu áður en hægt yrði að flytja í nýja húsið. Flutningur ákveðinn David lét ekki á því bera hve illa honum leið. Hann vonaðist eftir kraftaverki, happdrættisvinningi eöa einhveiju álíka. En það geröist ekkert kraftaverk og sá dagur nálg- aðist nú er hefja skyldi undirbún- ing að flutningnum. Og þegar Angie fór að búa sig undir hann lét David eins og ekkert væri eðilegra en fara að setja niður í kassa ýmis- legt úr innbúinu. Kassana sótti hann út í bæ. Og nokkru síðar var flutningsdagurinn ákveðinn. Hann rann upp og Angie sat glöö og ánægö við kassahrúguna og beiö þess að flutningabílhnn sem hún hafði pantað kæmi. David horföi á hana en gat sem fyrr ekki fengið sig til þess að valda henni von- brigðum með því að segja henni að honum hefði aldrei tekist að útvega peningana og því sætu þau fram- vegis þar sem þau hefðu verið. Þeg- ar þetta gerðist voru börnin komin heim til foreldra Angie, en þeir ætluðu að gæta þeirra þennan dag. Dregur til tíðinda Mikil örvænting var nú að ná tökum á David. Angie sat og beið eftir flutningabílnum og þaö tæki ekki langan tíma að hlaða hann og aka að húsinu sem þau kæmust ekki inn í af þvi hann hafði ekki getað gengið frá kaupunum. í fáeinar mínútur gekk David ákaft um gólf þar sem Angie sá ekki til hans en svo gekk hann að kassa sem hafði að geyma verkfær- in hans. Hann tók fram hamar, gekk aftan að konu sinni og sló hana í höfuöið. Hún féll meðvitund- arlaus á gólfið. Þá reyndi hann að kyrkja hana en fannst hann ekki geta það svo hann tók púða, lagði fyrir vit hennar og kæfði hana. Þegar flutningamennimir komu sat hann á gólfinu með höfuð Angie í kjöltunni. „Það hefur dálítið hræðilegt komið fyrir," sagði hann. „Hringið í lögregluna." Fyrirrétti David var leiddur í réttarsal í desember 1978. Þá játaði hann á sig, í samráði við veijanda sinn, manndráp, en þeirri skýrgreiningu á afbrotinu var hafnað. Varö hann því að svara til saka fyrir morðá- kæru. Kallaður var til sálfræðingur, dr. John Hawkins, til að skýra geröir Davids. Hélt hann því fram aö glæpurinn tengdist umhyggju fyrir Angie. „David Spurgeon gat ekki hugsað sér að segja konu sinni, sem hann elskaði mikið, að draumur hennar myndi ekki rætast. Hann svipti hana lífi til þess að hlífa henni við aö fá að vita að vonir hennar um betri hag byggðust á lygi.“ í yfirlýsingu sinni við dómara og kviðdóm sagði David meöal ann- ars: „Angie var svo hamingjusöm yfir tilhugsuninni um að flytjast í betra hús, sem hún gæti kallað sitt og þar sem bömin hefðu rými tíl að leika sér, að ég gat ekki sagt henni sannleikann. Hún er eina konan sem hefur nokkm sinni ver- ið mér nokkurs virði.“ Þungur dómur Veijandinn, Gilbert Gray, reyndi aftur að fá kviðdómendur til að fallast á að um manndráp en ekki morð hefði veriö að ræða, en eftir að kviðdómendur höfðu setið á rök- stólum í tvo tíma tilkynntu þeir úrskurð sinn. David Spurgeoan var sekur um morð. Þegar dómarinn tilkynnti dóm- inn sagði hann meðal annars: „Kviðdómendur fundu þig sekan og ég er ekki í neinum vafa um að úrskurður þeirra er réttur. Og ég get aðeins kveðið upp einn dóm. Ævilangt fangelsi. Þér kann hins vegar að vera huggun í því aö þú þarft ekki að sitja í fangelsi til ævi- loka. Málið verður tekiö til endur- skoðunar síðar og þá mun ég að öllum líkindum mæla með því að þú verðir látinn laus. Þetta hefur verið afar óvenjulegt mál og ástæð- an til morðsins er nær einstök og mér óskiljanleg. Ég lít svo á að hefðirðu haft kjark til að segja Sibyl Eyre. konu þinni sannleikann hefði hún sýnt skilning og fyrirgefið þér. Þá væri hún enn á lífi.“ Forræðismálið Foreldrar Angie staðfestu það hve mjög hún hafði hlakkað til að flytja í nýja húsið. Þeir lýstu því nú yfir að hefði David leitað til þeirra í vanda sínum hefðu þau lík- lega getað orðið honum að hði. Þaö hefði hann þó ekki gert og þess vegna hefði dóttir þeirra dáið fyrir eitt þúsund pund. Foreldrar Davids og foreldrar Angie deildu um forræöi yfir böm- unum. Það fengu foreldrar Angie því foreldrar Davids vildu ekki taka Simon þar eð hann var ekki sonur hans. Foreldrar Angie höfðu hins vegar miklar áhyggjur af því að David myndi gera tilkall til Charlotte þeg- ar fangelsisvist hans lyki. Hann var látinn laus árið 1988, þegar hann hafði afplánað tíu ár af dóminum, en hann gerði ekki kröfu til forræðis yfir Charlotte. Hún hafði verið fjögurra ára þegar hann fór í fangelsið en var nú fjór- tán ára. „Ég er henni sem ókunnugm- maöur,“ sagði David. „Ég banaði móöur hennar og ég ætla ekki að gera henni þann óleik að taka hana frá því fólki sem hún hefur ahst upp hjá og hún elskar.“ David Spurgean hélt síðan frá Sheffield og sagðist ætla að halda á aðrar slóðir þar sem honum yrði léttara halda frá sér minningunum um þann dapurlega atburð sem olh þáttaskilum í lífi hans og annarra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.