Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993
21
Bridge
Flugleiðabridgehátíð 1993:
Bridgehátíð '93 hefst nk. föstudag
Tólfta bridgehátíð Bridgesam-
bands íslands, Flugleiða og Bridgefé-
lags Reykjavíkur verður spiluð á
Hótel Loftleiðum dagana 12.-15. fe-
brúar. Hátíðin hefst á föstudagskvöld
með tvímenningskeppni 48 para.
Eins og undanfarin ár ssekja hátíðina
margar af bestu bridgestjörnum
heimsins. Frægastar þeirra eru vafa-
laust gömlu ítölsku meistaramir
Georgio Belladonna og Pietro For-
quet sem hafa fengið fleiri heims- og
Evrópumótstitla en nokkrir aðrir.
Zia Mahmood kemur að venju með
blandaða sveit.
Spilafélagi hans er einn sigursæl-
asti spilari Bandaríkjamanna, Larry
Cohen, en í sveit með þeim verða
breski meistarinn ungi, Andy Rob-
son, og spilafélagi hans, atvinnumað-
urinn Munir Ata-Ullah frá Pakistan.
Marietta Ivanova frá Búlgaríu
verður fimmti spilari sveitarinnar.
Hollendingar munu eiga verðuga
fulltrúa þar sem eru Enri Leufkens
og Barry Westra, Wubbo de Bauer
og Bauke Muller, bronssveit síðasta
ólympíumóts. Að auki koma þrjú pör
frá Noregi, Trollvik-Marstrander,
Hoeyland-Ulfen, Dag og Alf Jensen.
Bridgeblaðamaðurinn Ib Lundby og
Inge K. Hansen frá Danmörku eru
einnig meðal þátttakenda eins og oft
áður.
Tvímenningskeppninni lýkur á
laugardag og daginn eftir hefst
sveitakeppni með þátttöku 66 sveita
en erfitt mun að hýsa fleiri sveitir í
spilasölum Loftleiðamanna. Hátíð-
inni lýkur síðan með verðlauna-
afhendingu á mánudagskvöld.
Glæsileg verðlaun eru í boði að
venju, eða samtals 15.000 dollarar.
Eins og ég gat um áður munu ítal-
irnir Belladonna og Forquet vera
frægastir núlifandi bridgemeistara
og því ekki úr vegi að skoða eitt spil
ffá mörgum úrslitaleikjum þeirra og
helstu keppinauta þeirra, Banda-
ríkjamanna.
Spihð er frá úrslitaleik um
Bermúdaskálina (geymd í Ráðhúsi
Reykjavíkur um þessar mundir) árið
1976.
A/Allir
* G10976
¥ DG962
♦ 53
+ 10
* 3
V 5
* ÁD7
* ÁKDG8652
N
V A
S
* ÁKD542
V 84
* 864
* 94
* 8
V ÁK1073
♦ KG1092
+ 73
Tveir af frægustu spilurum heims verða gestir á bridgehátíð, italinn Giorgio Belladonna, sem er margfaldur heimsmeistari í greininni, og Pakistaninn
Zia Mahmood sem sumir telja besta bridgespilara heims í dag.
í lokaða salnum sátu n-s Paulsen
og Ross en a-v Garozzo og Franco:
Austur Suður Vestur Norður
2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar 6 lauf
pass pass pass
Bridge
Stefán Guöjohnsen
Þar eð Franco hafði stokkið í fjóra
spaða hleypti Garozzo sex laufum til
hans. Honum leist ekki á að fóma að n-s færu í sjö lauf og þá þyrfti
því hann gat allt eins átt von á því hann sjálfsagt að fóma í sjö spaða.
Garozzo hirti spaðaásinn og Paul-
sen lagði upp. í lokaða salnum sátu
n-s Belladonna og Forquet en a-v
Eisenberg og Hamilton. Nú var
meira fjör í sögnunum:
Austur Suður Vestur Norður
2spaðar dobl 4spaðar 7lauP
pass pass 7spaðar pass
pass dobl pass pass
pass
Það er gaman að sjá hvemig Bella-
donna með þrettán Bermudaskálar
undir beltinu, þegar þama var komið
sögu, teymir sjálfsalann í vestur í
fómina. Staða leiksins var þannig,
að það var næstum öruggt að Banda-
ríkjamaðurinn tæki fómina. Vörnin
tók síðan sína upplögðu fimm slagi
og 1400. Það var eins impa gróði því
sex lauf á hinu borðinu gáfu 1370.
Bikarúrslitaleikur
HSÍ
Visa-bikarinn
Valur - Selfoss
Sunnudag 7. febrúar kl. 20.00 í Laugardalshöll
IBESTAI
DALVEGI16-KÓP.
SÍMI641988
POIAR
618401
HEILSUDAGAR - ÞREK- OG ÆFINGATÆKI
Ótrúlegt verð á lyftingabekkjum með
lóðum. Bekkur með fótaæfingum, arm-
æfingum og 50 kg lóðasetti, kr. 16.900.
stgr. 16.055. Bekkur með fóta- og flugu-
æfingum og 50 kg lóðasetti, kr. 18.900,
stgr. 17.955. Takmarkað magn.
Æfingastöðvar á frábæru verði, Y0RK
1001 með yfir 30 æfingum, verð aðeins
kr. 29.900, stgr. 28.405, verð áður kr.
37.100. Nettler Multitrainer, verð nú
kr. 68.000, stgr. 64.600, verð áður kr.
85.000.
Lærabani, verð aðeins kr. 950. Margvíslegar æfingar
fyrir læri, fætur, brjóst, handleggi, bak og maga. (Selt
I póstverslun hjá öðrum á kr. 2.260.)
Þrekhjól, verð aðeins kr. 11.680, stgr. 11.096. Þrek-
hjól með púlsmæli kr. 13.200, stgr. 12.540. Bæði
hjólin eru með tölvumæli með klukku, hraða og vega-
lengd, stillanlegu sæti og stýri og þægilegri þyngdar-
stillingu.
, svo sem
æfingastöðvum, fjölnotatækjum, mörgum gerðum þrekhjúla, handlóðum, trimmsettum, dýnumogfl.
VARAHLUTIR 0G VIÐGERÐIR, VANDIÐ VALIÐ 0G VERSLIÐ Í MARKINU
Sendum i póstkröfu
Ministepper, verð aðeins kr. 4.900. Litli þrekstiginn gerir sama gagn og
stór en er miklu minni og nettari og kostar auðvitað miklu minna.
Opið laugardaga lcl. 10-15
rjjs, Símar 35320
^ 688860
Ármúla 40
AtARKKy