Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: The Choir. 2. Dick Francis: Comeback. 3. Stophon Fry: The Liar. 4. Danieile Steei: No Greater Love. 5. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 6. Colin Forbes: Cross of Fire. 7. Terry Pratchett: Witches abroad. 8. Catherine Cookson; The Rag Nymph. 9. John Grisham: A Time to Kitl. 10. Stephen King: Needful Things. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 3. Peter Mayle: A Year in Provence. 4. Peter Mayle: Toujours Provence. 5. Michael Palin: Around the World in 80 DayS. 6. Bill Bryson: Neither here nor there. 7. H. Beard & C. Cerf; The Offlcial Polltically Correct Dictionary and Handbook. 8. Gary Larson: Cows of Our Planet. 9. Robert M. Pirsíg: Lila: An Inguiry into Morals. 10. Ranulph Fiennes: The Feather Men. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Herbjorg Wassmo: Vejen at gð. 2. Hans Scherfig: Det forsomte forár. 3. Leif Davidsen: Den russiske sangerinde. 4. Betty Mahmoody: For mit barns skyld. 5. Francesco Alberoni: Venskab. 6. Betty Mahmoody: Ikke uden min datter. 7. Bret Easton Eliis; American Psycho. 8. Jean M. Auel: Hestenes dal. (Byggt á Politikon Sondag) Veröldin ekki ein Á þessari öld hafa sumir snjöllustu vísindamenn heimsins glímt við þá þungu þraut að smíöa allherjarkenn- ingu um eðli alheimsins - eins konar „kenningu um allt“ eins og hún er gjaman nefnd. Markmiðið er að finna stærðfræðiformúlu sem sam- eini í einni heild fjóra frumkrafta náttúrunnar - þyngdarkraft, rafseg- ulkraft og sterka og veika kjama- kraftinn. Sjálfur Albert Einstein, höfundur afstæðiskenningarinnar, reyndi ára- tugum saman að leysa þetta verkefni en varð að játa sig sigraðan. Samein- aða svæðakenningin hans gat að vísu skýrt hegðan þrigggja áöurgreindra náttúrukrafta en hún féll á þeim fjórða, þyngdarlögmáhnu. Nema reyndar á einum fræðilegum stað, þ.e. í svonefndu svartholi. Hugarórar? Svipmynd úr kvikmyndinni Aftur til framtíðar. Hugmyndirnar, sem raktar eru í Parallel Universes, gera ráð fyrir að tímaflakk sé mögulegt. Vandinn er einfaldlega sá að ekki hefur tekist að tengja saman tvær grundvallarhugmyndir eðlisfræð- innar - afstæðiskenninguna og skammtafræðina. Þær örsmáu eind- ir, sem skammtafræðin fjallar um, hegða sér einfaldlega ekki í neinu samræmi við lögmál afstæðiskenn- ingarinnar. Nema menn gefi sér óvenjulegar forsendur sem sumir telja heiUandi möguleika en aðrir fáránlega hugaróra. Eðlisfræöingurinn Fred Alan Wolf fjallar um eina slíka hugmynd í for- vitnilegri bók sinni, Parallel Univer- ses. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna er meginatriði þessarar til- gátu, sem ýmsir vísindamenn hcifa velt fyrir sér í fullri alvöru hin síðari ár, að veröldin sé alls ekki ein. Þvert á móti séu í alheiminum margar ver- aldir, hlið við hlið og á vissan hátt samtengdar, þótt við sjáum aðeins eina þeirra. Wolf er vel að sér í þessum fræðum og reynir að útskýra á alþýðlegan hátt þá hugsun sem að baki liggur og þá gjörbreyttu heimsmynd sem tilgátan felur í sér. Hann rekur þann vanda sem nýjar uppgötvanir skammtafræðinnar á þessari öld vörpuöu í fang vísindamanna sem leituðu algildra kenninga um eðh alheimsins, en hugmyndin um _ marga samhhða heima er í reynd til komin sem ein hugsanleg lausn þess vanda. Ferðast í tímanum Þessi tilgáta felur meðal annars í sér breytta sýn á tímanum. Nútíð, fortíð og framtíð verður samtengd með alveg nýjum hætti og ferðalög fram eða aftur í tímanum því mögu- leg. í slíkum heimi er fortíð í einni veröld einfaldlega framtíð í annarri. Samkvæmt kenningunni liggur leið- in milii þessara mörgu heima meöal annars í gegnum svartholin. Þetta er bráðskemmtileg bók þar sem settar eru fram hugmyndir sem margar virðast harla lygilegar. Höf- undurinn er mjög vel ritfær og á auðvelt með að útskýra flókin fyrir- bæri á einfaldan hátt. Og víst er að vísindamenn, sem reyna að ráöa í gátima miklu um eðli alheimsins, liafa verið og eru að velta fyrir sér ýmsum lausnum sem eru jafnvel enn lygiiegri. En þrátt fyrir framlag hinna fær- ustu vísindamanna lætur kenningin eförsótta, sem sameinar í eitt þau lögmál sem ráða frumkröftum nátt- úrunnar, enn bíða efdr sér. PARALLEL UNIVERSES. Höfundur: Fred Alan Wolf. Paladin, GraHon Books. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Críchton: Rising Sun. 2. John Grisham: The Firm. 3. Lawrence Sanders: McNally's Secret. 4 John Grisham: A Tíme to Kill. 5. Mary Higgins Clark: All around the Town. 6. Norman Maclean: A River Runs Through It. 7. Sidney Sheldon: The Doomsday Conspiracy. 8. Catherine Coulter: Beyond Eden. 9. Michael Crichton: Jurasstc Park. 10. Jane Smiley: A Thousand Acres. 11. Steve Martini: Compelling Evidence. 12. Joseph Wambaugh: Fugitive Nights. 13. Robert Ludlum: The Road to Omaha. 14. Dean Koontz: Hideaway. 15. W.E.B. Grlffin: Line of Fire. Rit almenns eölis: 1. Malcolm X 8t Alex Haley: The Autobiography of Malcolm X. 2 Al Gore: Earth in the Balance. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Susan Faludi: Backlash. 5. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 6. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 7. Gloria Steinem: Revolution from within. 8. Peter Mayle: A Year in Provence. 9. Moliy tvins: Molly Ivins Can't Say That, Can She? 10. Camille Paglia: Sex, Art and American Culture. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Rafhlödurnar endasttíu sinnum lengur __ FyrirtækiðSLMIntemationalí Bandaríkjunum segist hafa fundið upp búnað til að hlaða gamlar raf- hlöður að nýju. Til þessa hefur þótt varhugavert að hlaða aðrar rafhlöð- ur en þær sem sérstaklega em til þess gerðar. Þær geta farið að leka sýru og jafiivel sprungið. Nýja hleðslutækið á að kosta um 50 daii eða um 3.000 íslenskar krón- ur. Framleiðandinn segir að unnt verði að láta venjulegar rafhlöður' endast tíu sinnum lengur en áður. Ekki má enn gefa upp hvaða aðferð er notuð enda segjast þeir hjá SLM ekki vilja fá keppinautunum leynd- armálsittíhendur. Evrópska breiðtjalds- sjónvarpið þegarúrelt Mikið vafamál er hvort evrópska útgáfan af breiðtjaldssjónvarpi, svo- kallað HDTV, komi nokkm sinni fyrir augu almennings. Ástæðan er að ýmsum aðstand- endum áætlunarinnar finnst sem það byggi á úreltum hugmyndum. Bæði Bandaríkjamenn og Japanir hafi fundið betri lausnir en evr- ópsku fyrirtækin vinna að. Til- raunaútsendingar em hafnar í Jap- an. Evrópubandalagið styrkir evr- ópsku framleiðsluna og hafa fyrir- tæki eins og Philips í Hollandi notið góðs af ríkulegum framiögum en ekki skilað árangri í samræmi við kostnað. Bretar vilja nú taka fyrir styrkina. Ný isöld er hafin á norðurhveli, segja norskir veðurfræðingar. Þegar hitastig hefur lækkað um (imm gráður enn veröur ísöldin í hámarki. Næsta ísöld er löngu hafin Norskir veðurfræðingar segja að fáránlegt sé að spyija hvort ísöld sé í vændum. Svarið við spumingunni sé einfaldlega að næsta ísöld sé fyrir lönguhafin. Þessi niðurstaða er byggð á mæl- ingum á jöklum á Svalbarða á ýms- um tímum frá lokum síðustu ísald- ar. Veðurfræðingamir segja að hiti milli ísaldanna tveggja hafi náð há- marki fyrir um fimm þúsund árum. Þá var Svalbarði íslaus. Upp frá því hafi tekið að kólna og enn lækki hitastig á norðurhveh jarðar. Eftir svo sem flmm þúsund ár í viðbót verði næsta ísöld í hámarki. Drullusokkar bjarga mannslífum Tilviljun varð þess valdandi að konu í San Francisco í Bandaríkjun- um tókst aö fá hjarta manns síns til að slá eftir hjartastopp. Konunni tókst meira að segja að lífga mann sinn viö þrívegis í röð. Tilviljunin var aö fyrsta verkfær- ið, sem hún sá, var dmllusokkurinn í eldhússkápnum. Hún notaði hann við einhvers konar hjartahnoð og nú hafa læknar við sjúkrahús í San Francisco látið hanna sérstaka sog- skál sem þykir virðulegra verkfæri en drullusokkurinn er gerir sama gagn. Læknarnir segja aö hjartahnoðið verði tvöfalt áhrifaríkara ef bæði er hægt að draga brjóstkassann út og þrýsta honum saman. Uppfylla jörðina á 63 dögum Ein flugnahjón geta eignast svo marga afkomendur að þeir þeki allt yfirborð jarðar á 63 dögum. Þá er gert ráð fyrir að allir einstaklingar lifi og hitastig sé hagstætt. Marie Smith, 72 ára, er seinasta manneskjan í heiminum sem talar ayak. 5800 tungumál eru í útrýming- arhættu Marie Smith heitir 72 ára gömul kona í Anchorage í Alaska. Hún getur ekki talað við nokkum mann á móðurmáii sínu. Ástæðan er að hún er ein mannsekjan í heiminum semtalarmálið. Marie er indíáni að uppruna og tilheyrir ættflokki ayaka. Þeir glata endanlega máli sínu þegar Marie deyr. Böm hennar kunna aðeins ensku. Hundmö indíánamála em nú þeg- ar gleymd eða í þann mund að gleymast. í sumum tilvikum eru fá- ein gcunalmenni sem tala málin og enginnlærirþau. Sömu sögu er aö segja úr öllum álfum heims og telja málfræðingar aö um 5800 tungumál verði öllum gleymd snemma á næstu öld. Þá verði um 200 mál við lýði og af þeim gnæfi fimm til sex yfir önnur. Hárlitur veldur krabbameini Ný víötæk rannsókn í Bandaríkj- unum hefur leitt í ljós að efni til hárlitunar geta valdi krabbameini í sogæðakerfinu. Krabbamein þetta er fátítt meðal karlmanna og kvenna sem áldrei Uta hár sitt. Krabbameinið er sjaldgæft og kem- ur nær eingöngu fýrir hjá konum semlitahárið. Meinsemdin byijar með bólgum á hálsi og greinist yfirleitt ekki fyrr en hún er komin á hátt stig. Lækn- ing er möguleg en gengur þó oft illa. Læknar segja að einhver efni í hár- lit hljóti að valda sjúkdómnum. Kaffi eykur hraða hlaupara Norsk rannsókn sýnir að menn hlaupa hraöar eftir að hafa drukkið tvo þrjá bollaafkaffi. Átján hlaup- arar tóku þátt í tilraun sem leiddi í ljós að þeir vora að jafnaði 4,2 sek- úndum fljótari að fara 1500 metra með koffin í blóðinu en án þess. Umsjón: Gísli Kristján^on

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.