Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1993, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR1993 íþróttir Handbolti: Norðmennimir bjartsýnir ÓJafar Haraldsscm, DV, Noregi'. Norðmenn eru bjartsýnlr á gott gengi handboltalandsliðs síns sem tekur þátt í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð. Norðmönn- um hefur vegnað vel og iagt margar sterkar A-þjóðir að velli. Um síðustu helgi léku þeir tvo leiki gegn Þjóðverjum; unnu fyrri leikinn en fengu stóran skell í þeim síöari en engu að síður bú- ast Norðmenn við góðum árangri sinna manna. Hörð keppni umtttHnn Ólafur Haraldsson, DV, Noregú Norski landsliðshópurinn, sem leikur á HM, kemur saman í dag og heldur hópinn fram að keppn- inni í Svíþjóð. Lokaverkefnið er tveir leikir gegn Egyptum sem fram fara í byxjun mars. Síöasta umferöin í 1. deildinni fyrir HM var leikin í fyrradag og urðu úr- slit þessi: Norröna - Viking 18—18, Umrædd-Eiverum -24-17, Sta- vanger-Fjeilhammer 34-24, Wing Runar 17-21, FBS/SKI- Drammen 20-20, Sandeflörd - Kragerö 34-24. Þegar þremur umferðum er ólokið er Urædd í efsta sæti með 31 stig, Sandeflörd 30 og Runar 27. Elverum, iið Þór- is Hergeirssonar, er í 5. neðsta sæti með 16 stig og Jakob Jónsson og félagar hans í Viking í sætlnu fyrir neðan með 12 stig. Danirtöpuðu m mm | ■ Argentína sigraði Danmörk, 5-4, eftir vítaspymukeppni í landsleik þjóðanna í knattspyrnu í Argentínu í fyrrinótt. Þama mættust Danir sem eru Evrópu- meistarar og Argentínumenn sem eru Suöur-Ameríkumeistar- ar og kepptu um bikar. Staðan eftár venjulegan ieiktíma og ffarn- iengingu var 1-1. Nestor Cravi- otto kom Dönum yfir á 12. mínútu en Claudio Caniggia jafnaði á 29. mínútu. í vítaspyrnukeppninni varði markvörður Argentínu Go- ycochea tvö víti Dananna. -GH JuiioCesartekur framskéna Julio Cesar, Brasilíumaðurinn sem leikur með Juventus á ítabu, ieikur sinn fyrsta leik á sunnu- daginn frá því hann fótbrotnaði i nóvember. Juventus mætir þá Roma og verður fróðlegt að sjá hvort þessi frábæri vamamiaöxu- nái ekki að binda saman vöm liðsins em hefur ekki veriö sann- færandi í vetur. -GH HMáskíðum: Þærrússnesku tókugullið Rússar unnu sigur i 4x5 km boðgöngu kvenna á heimsmeist- aramótinu í norrænum sklöa- greinum í Falum í gær. ftölsku stúlkufnar urðu í öðru sæti og norsku stúlkurnar í því þriöja. Það var Ujubov Jegerova sem öðru fremur tryggði rússnesku sveitinni sigur með glæsilegri göngu. Henning var gullkálfurinn - tryggði Skallagrími sigur í spennuleik Einar Pálsson, DV, Borgamesi: Þaö var „Snæfellsspenna" í Borg- amesi í gærkvöldi þegar Skallagrím- ur vann Njarðvík, 89-88, í æsispenn- andi leik í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Njarövík komst tvisvar yfir á lokamínútunni en Henning Henningsson tryggði heimamönnum sigur, fyrst skoraði hann ævintýra- lega 3ja stiga körfu og síðan gerði hann sigurkörfuna með gegnum- broti 16 sekúndur fyrir leikslok. í lokin dansaði boltinn á körfuhring Skallagríms eftir skot Teits Örlygs- sonar en Alex Ermolinskij hirti frá- kastið, sitt 17. í leiknum, og dýrmæt- ur sigur Borgnesinga var í höfn. „Leikmenn liðsins gerðu sér fylli- lega grein fyrir því hvað þurfti og ég er virkilega ánægður með allt liðið. Þetta var mikil barátta og lítill mun- ur á liðunum. „Gullkálfurinn“ Henn- ing var frábær og Eggert Jónsson átti sinn besta leik 1 vetur,“ sagði Birgir Mikaelsson, þjáifari og leik- maður Borgnesinga, við DV eftir leikinn. „Þetta var geysilega mikilvægur sigur fyrir Borgnesinga og ég óska Bigga og strákunum til hamingju með fráhæran árangur í vetur. Þaö er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur, þeir eru vel með á nótunum og þaö er alltaf gaman að spila spennandi leiki en þó væri skemmtilegra aö vinna þá,“ sagði Jóhannes Kristbjömsson. Henning átti sniildarleik með Skallagrími og Alex var mjög góður í annars jöfnu liöi Borgnesinga. Rondey Robinson var fráhær með Njarðvík, besti Bandaríkjamaður sem hefur leikið í Borgamesi í vetur. Jóhannes var mjög góður og Njarð- víkingar era með betra lið en staða þeirra í deildinni sýnir. Haukar í úrslitin - eftir öruggan sigur á KR, 93-69 „ Jæja, þá erum við loksins komnir í úrslitin," sagði Ingvar Jónsson, þjálfari Hauka, og hafði ekki fleiri orð um sigur sinna manna á KR í Hafnarfirði í gærkvöldi, 93-69. Hauk- ar tryggðu sér með því sæti í undan- úrslitum íslandsmótsins í körfu- knattleik og nokkuð ljóst er að þeir mæta þar sigurliðinu úr B-riðli. Leikurinn verður ekki í minnum hafður fyrir góðan körfuknattleik, mistök voru mörg á báöa bóga en Haukamir gerðu þó öllu færri. Þeir léku reyndar vel síðari hluta seinni hálfleiksins, sýndu þá sínar bestu hliðar en mótstaða KR-inga var lítil sem engin. Haukar, með Jón Amar Ingvars- son og John Rhodes í aðalhlutverki lengst af, höfðu fmmkvæðið allan tímann og sigur þeirra var aldrei í hættu. Hjá KR-ingum vantaði alla leikgleði og liðið lék vægast sagt mjög iUa. Tii að mynda skomðu þeir aö- eins tvö sig á fyrstu sex mínútum síðari hálfleiks. Það stefnir nú allt í að KR-ingar hafni 1 næstneðsta sæti deildarinnar og þurfi því að leika við lið númer tvö í 1. deild um tilveru- réttinn meðal tíu bestu og eiga þeir varla betra skiiið miðað við leikinn í gærkvöldi. „Það er gaman að vera komnir í úrslit og vera á sama spori og áður. Þetta var orðið dálítið dapurt eftir þrjú töp í röð,“ sagði Jón Amar, besti maður Hauka. Rhodes var að vanda sterkur undir körfunni og Pétur Ing- varssonrvar mjög góður í seinni hálf- leik. Keith Nelson var sterkur hjá KR í fyrri háifleik og Láms Ámason áttiþokkalegaspretti. -RR/VS Ágóðaleikur á gervigrasinu - til styrktar krabbameinssjúkum bömum A sunnudag fer fram fyrsti stór- leikur ársins í- knattspymu á gervi- grasveliinum í Laugardal. Um er aö ræða leik til styrktar krabbameins- sjúkum bömum. A-landslið íslands leikur þá gegn úrvalsliði sem Guðni Kjartansson, fyrmm landsliðsþjálf- ari, hefur valið. Það er skipað fyrmrn landsliðsmönnum og þeim sem yngri eru og eiga einhveija landsleiki að baki. Nægir þar aö nefna leikmenn eins og Atla Eðvaldsson, Sævar Jóns- son, Pétur Pétursson, Karl Þórðar- son, Bjama Sigurðsson, Ómar Torfa- son, Njál Eiðsson, Þorgrím Þráins- son, Sigurjón Krisflánsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og fleiri. í landsliðshóp Ásgeirs Elíassonar em eftirfarandi leikmenn: Birkir Kristinsson............Fram Friðrik Friðriksson........... .ÍB V Valur Valsson..................UBK Amar Grétarsson................UBK Krisflán Jónsson..............Fram Kristinn R. Jónsson...;.......Fram Rúnar Kristinsson...............KR Ragnar Margeirsson..............KR Andri Marteinsson...............FH HörðurMagnússon.................FH Baldur Bragason..............Val BaldurBjamason.............Fylki Hlynur Birgisson.............Þór Sveinbjörn Hákonarson........Þór Láms Ö. Sigurðsson...........Þór Þessi hópur hefur verið að æfa í vetur og auk þeirra Ólafur Krisfláns- son, FH, sem er meiddur, Skaga- mennirnir Haraldur Ingólfsson og Ólafur Þórðarson sem em famir með ÍA til Danmerkur á mót og Ólafur Gottskálksson úr KR. Þessi hópur ásamt atvinnumönnunum Guðna Bergssyni, Þorvaldi Örlygssyni, Sig- urði Grétarssyni, Eyjólfi Sverrissyni, Amóri Guðjohnsen og Amari Gunn- laugssyni munu mynda landsliðiö sem leikur vináttulandsleik gegn Bandaríkjum í apríl og gegn Luxem- borg í undankeppni HM í maí. Leikurinn á sunnudag hefst klukk- an 20 og rennur aUur ágóði af seldum aðgöngumiöum í sjóð til styrktar krabbameinssjúkum bömum. Leik- urinn er liður í því að minna á söfn- un Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem fram fer 5. mars næstkomandi en þá verð- ur dagskrá stöðvanna helguð þessu málefni. -GH John Rhodes úr Haukum og Hermann Hauksson KR-ingur berjast hér hart undir t í gær. Haukar höfðu betur og eru öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Á 81. Skjaldarglímu Ármanns, sem fram fór 7. febrúar síðastliöinn, urðu nokkrir atburöir sem dregiö hafa dilk á eftir sér. Ég hef í kjölfarið veriö sak- aður um það af Herði Gunnarssyni, yfirdómara mótsins, aö hafa haft í frarami svívirðingar í garð dómara- nefndar mótsins í bland viö almennan ruddaskap í framkomu. Allt hófst þetta á því að ég varð tvisv- ar fyrir því í þessu móti að felldur var rangur úrskurður í mínum glimumog vom þeir i bæði skiptin veruiega óhag- stæðir mér. Fyrst var tekirrn af raér löglegur sigur og síðan var dærad á mig bylta sem ekki var bylta. Þegar þetta geröist viðhaföi ég ákveðin um- mæli í garð yfirdómara í augnabiiks- bræði en faaðst síðan afsökunar á þeim þegar búið var að visa mér úr mótinu. Það næsta sem ég frétti er að ég hafi veríð kærður til aganefndar GLÍ ásamt öðrum keppanda og einum áhorfanda! Sá sera kæiir er Hörður Gunnarsson, yfirdómari mótsins, Síðan fara blöð að úr í máifiutningi Hai-ðar, hann segir mínar i garð allrar dómaranefndarinnar hafi veriö slikar að slíkt hafi ekki verið þolandi og því hafi dómaranefndin neyðst til að visa mér úr mótinu. Ég vil benda á að allar núnar s vívirð- ingar í garö dómara mótsins fólust i þremur orðum sem ég beindi til Harð- ar eins. Þessi orð vora „Farðu á Klepp". Þetta beindist aðeins aö Herði en ekki hinum tveimur. Hann hefur líka sagt aö ég ætti aö geta vitnað rétt í glímulögin og lætur þar með að því liggja aö ég kunni ekki lögin. Það er rangt eins og fleira. Það sem eftir mér var haft er rétt, utan það að glímu- sflóri hafi að öllu jöfnu einn rétt til að visa mönnum úr móti. Þetta var nás- skilningur hjá blaðamanni því ég sagði að glímusflóri eínn heföi rétt til að visa mönnum úr keppni alls staðar nema á glímuvellinum. Það ætti heldur enginn að þurfa að láta Hörð Gunnarsson segja sér hvað væri rétt og rangt í glímulögunum eða glimu almermt, miðað við mistök hans í þessu eina móti og eförmálum þess. Mistök Harð- ar Gunnarssonar í kringum 81. Skjald- argímu Ármanns voru þessi helst:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.