Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993 7 pv_________________________________Fréttir Lokuð meðferðardeild fyrir 5 unglinga stofnsett: Eingöngu lausn á bráðavanda - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra „Þaö er taliö aö fimm unglingar séu í bráðavanda en þeir sem vinna með málefni unglinga telja að fleiri séu komnir fast á hæla þeirra. Hér er því einungis veriö að leysa þann bráðavanda sem blasir við núna. Síð- an þarf að taka á hinu,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra en ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fé til að stofnsetja lokaða meðferðardeild fyr- ir fimm ungmenni undir 16 ára aldri sem eiga langan afbrotaferil að baki og hafa neitaö að þiggja aðstoð. Stefnt er að því að deildin muni taka til starfa 1. maí en áætlað er að þar starfi 12-15 manns. Aö sögn Jó- hönnu mun kosta um 30 milljónir á ári að reka meðferðardeildina. Fyrst um sinn verður hugað að því að leigja húsnæöi en raunverulegur stofn- kostnaður við deildina bætist við síð- ar, væntanlega á næsta ári. „Það er líka verið að vinna í vanda- málum unglinga á aldrinum 16-18 ára. Þeir eru orðnir sjálfráða og því ekki hægt að beita þá sömu úrræðum og hina yngri. Það þarf að hraða meðferð þeirra mála innan réttar- kerfisins og úrskurða þá í síbrota- gæslu ef það verður bið á að dæmt sé í málum þeirra. Ég tel hins vegar að það sé ekki fullnægjandi lausn því þeir þúrfa að fá sömu hjálp og aðstoð og hinir sem yngri eru. Það er verið að skoða framtíðarlausnir og ein hugmyndin er sú að hækka sjálfræð- isaldurinn í 18 ár eins og er á hinum Norðurlöndunum. Þá væri hægt að veita þessum hópi viðeigandi með- ferð.“ -ból Vínartónleikar í íþrótta- skemmunni á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kammersveit Akureyrar heldur sína árlegu Vínartónleika í íþrótta- skemmunni á Akuryri á sunnudag kl. 17. Einsöngvarar verða óperusöngvar- arnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Þorsteinsson en auk kammer- sveitarinnar, sem í eru um 50 manns, kemur fram 50 manna kór frá Dalvík. Á tónleikunum verða flutt vinsæl- óperuatriði eftir Verdi, Rossini, Mascagni og Gounod og Vínartónlist eftir Johann Strauss og fleiri. ERLENDIR MÁLASKÓLAR MATREIÐSLU- OG FERÐAMÁLASKÓLAR Kynning í dag, laugardaginn 6. mars, kl. 14.00, á Hótel Loftleiðum, í kennslu- stofum í suðurálmu hótelsins (kjallara). Kynntir verða málaskól- ar, matreiðslu- og framreiðsluskólar og ferðamálaskólar. Eftirfar- andi er i boði: Enska i Bournemouth og Swanage, þýska víðs vegar um Þýska- land, franska i Frakklandi, spænska á Spáni og ítalska á ítaliu. Ennfremur matreiðslu- og framreiðsluskólar í Sviss og Bourne- mouth og ferðamálaskóli i Bournemouth. Skólar þessir eru allir reknir á ársgrundvelli þannig að hægt er að hefja nám i þeim hvenær sem er, dveljast eins lengi og hver vill og taka próf að námi loknu i flestum tilfellum. Námið er ætlað bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir og gildir þar einu um aldur. Við höfum handbæra bæklinga og video-spólur sem sýndar verða á kynningunni eftir því sem tími gefst til. Ennfremur munu fulltrú- ar tveggja skólanna mæta á fundinum til viðræðna. Reynið viðskiptin. Sími okkar 68 62 55. Bréfasíminn 68 85 18. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, Reykjavík - IATA umboðsaðili Fyrir strikamerki af GEVALIA kaffipökkum færðu Georg Jensen mæliskeið. ■ sem drekka Gevalia kaffi - hvort sem það kemur úr rauðum, hvítum, grænum, hörðum eða mjúkum pökkum - geta nú eignast fallega mæliskeið frá Georg Jensen sem er sérhönnuð fyrir Gevalia. p I -w- aldurinn er að klippa út strikamerkin • af kaffipökkunum, safna þeim saman og senda til okkar. Strikamerki af mjúkum pakka gildir sem ein eining, en strikamerki af hörðum pakka gildir sem tvær. Fyrir samtals tuttugu einingar sendum við þér þessa glæsilegu mæliskeið í pósti. Þú þarft aðeins að fylla út innsendingar- seðilinn og senda okkur ásamt nógu mörgum strikamerkjum til að ná samtals tuttugu einingum. 70 1059 Vinsamlega sendið mér Georg Jensen mæliskeið. Hjálagt eru strikamerki sem samtals mynda tuttugu eininaar:l laf mjúkum pökkum (ein eining fyrir hvert þeirra) oal laf hörðum pökkum (tvær einingar fyrir hvert). □ Ég vil gjarnan fá greitt fyrir strikamerkin 100 kr. og sleppa því að fá skeiðina. Síðasti innsendingardagur er 31. maí 1993. Nafn:_ | Heimilisfang:_ ! Póstnúmer:— strikamerki aFgevaua kaffipakka ■ | Utanáskrift: Gevalia mæliskeið, Pósthólf 260, 202 Kópavogur. * Þú getur einnig sent okkur öll strikamekin - ef þau mynda samtals tuttugu einingar- og fengið andvirði þeirra I peningum, eða 100 kr. (Þannig er strikamerki af mjúkum pakka 5 kr. virði og strikamerki af hörðum pakka 10 kr. virði.) Tilboð þetta stendurtil 31. maí 1993. Skrifaðu allar upplýsingar skýrt og skilmerkilega á innsendingarseðilinn og settu j frímerkt umslag með utanáskriftinni: Gevalia mæliskeið Pósthólf 260 202 Kópavogur Ath. Reiknaðu með að fá skeiðina senda u.þ.b. 2 vikum eftir að þú hefur póstlagt strikamerkin til okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.