Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 14
14
LAUGARDAGUR 6. MARS1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Hann varð snemma ólæs
„Hann varð snemma ólæs,“ skrifaði þekktur rithöf-
undur um kunnan athafnamann í Eyjum. Þetta orðaval
má nota til að lýsa svonefndu eftirlæsi, sem felst í, að
fólk lærir í skóla að hrafla í lestri, en þarf ekki að halda
við kunnáttunni, er það kemur til starfa í samfélaginu.
í árdaga voru þjóðir ólæsar. Fyrir fáum öldum eða
áratugum urðu þær læsar. Nú eru þær að verða eftirlæs-
ar. Sem dæmi um þessar breytingar má nefna, að nýleg
könnun leiddi til þeirrar niðurstöðu, að um fjórðungur
íslenzkra grunnskólanema geti tæpast talizt læs.
Grunnskólinn á íslandi snýst að verulegu leyti um
að kenna bömum að lesa, reikna og skrifa. Þetta gengur
treglega, enda hefur tæknin gert fólki kleift að fara í
kringum þetta. Það lætur lyklaborðin skrifa og reikna
fyrir sig og fylgist með í útvarpi og sjónvarpi.
Umgengni við tölvur minnir á matseðla veitingahúsa.
Menn benda með músinni á þann rétt, sem þeir kjósa
af matseðlum tölvunnar. Senn nægir fólki að pota á
skjánum í það, sem það vill, eins og þeir þekkja, er
hafa prófað íslenzka ferðavakann sér til skemmtunar.
Aukin síma-, tölvu- og skjátækni mun í ört vaxandi
mæh gera fólki kleift að lifa lífinu og komast áfram í
lífinu án þess að kunna að lesa, reikna og skrifa. Að
vísu mun lestrarkunnátta áfram verða aðgöngumiði vel
launaðra og vel virtra starfa í þjóðfélaginu.
Með myndrænna efnisvali hafa upplýsingamiðlar á
borð við dagblöð lagað sig að breytingunum. Svonefndar
fagurbókmenntir eiga hins vegar í vök að verjast í bar-
áttu við draumaverksmiðjur sjónvarps. Bóklestur sem
bóklestur er á undanhaldi hér sem annars staðar.
Fyrst urðu afþreyingarbókmenntir að rifa seglin og
nú er röðin komin að hinum eiginlegu bókmenntum.
Til skjalanna eru að koma kynslóðir, sem eru vanar að
nota útvarp og sjónvarp sem afþreyingu og menningar-
tæki og hafa úr meira en nógu að velja á því sviði.
Auðvelt er að rökstyðja, að ekki sé ástæða til að hafa
áhyggjur af þessu. Umheimurinn bjóði nægar upplýs-
ingar, næga menningu og næga afþreyingu, þótt bóklest-
ur dragist saman. Nýjum tímum fylgi nýir miðlar. Bæk-
ur séu einfaldlega orðnar að úreltu fyrirbæri.
Þetta er ekki svona einfalt. í fyrsta lagi er í uppsigl-
ingu nýr þáttur í aukinni stéttaskiptingu, sem felst í,
að gerendur þjóðfélagsins eru læsir og nota það til að
afla sér upplýsinga og menningar, en þolendur þjóðfé-
lagsins eru eftirlæsir og horfa stjarfir á imbakassann.
Upp eru að rísa kynslóðir lágstéttarfólks, sem hefur
tilhneigingu til að lenda í vítahring atvinnuleysis, bjór-
neyzlu og sjónvarpsgláps, af því að þjóðfélagið er orðið
svo ríkt og svo tæknivætt, að það hefur efni á að halda
öllum uppi, þótt þeir séu meira eða minna úti að aka.
Eftirlæsa og óvirka stéttin ímyndar sér, að hreyfan-
legar myndir 1 sjónvarpi sýni henni veruleikann. Svo
er ekki. Saga er sjón ríkari. Frægasta dæmið er Persa-
flóastríðið, sem var í beinni útsendingu. Þeir, sem vildu
fylgjast með því í raun, urðu að nota blöð og útvarp.
Sjónvarpstéttimar missa sjónar á veruleikanum og
telja sér nægja ímynd hans eins og hún kemur fram í
sjónvarpi. Þess vegna kjósa sjónvarpsstéttirnar sér póh-
tíska foringja í samræmi við tilbúnar ímyndir, sem þeir
sjá í sjónvarpi, verksmiðjuframleidda persónuleika.
Vaxandi eftirlæsi er þáttur í vítahring, sem eykur
stéttaskiptingu í þjóðfélaginu og dregur úr líkum á, að
þjóðir hafi vit á að velja sér hæfa menn til forustu.
Jónas Kristjánsson
Herforustan
hvetur Jeltsín
til dáða
Skoðanir aimarra
Valdabaráttan í Moskvu er kom-
in á nýtt og háskalegt stig. Viður-
eign þeirra Borísar Jeltsíns, forseta
Rússneska sambandslýðveldisins,
og Rúslans Khasbúlatovs þingfor-
seta snýst ekki um það af hálfu
hins síðamefnda að draga skýrari
markalínu milli valdsviða forseta
og þings. Hann er bersýnilega stað-
ráðinn í að gera Jeltsín ómögulegt
að stjórna.
Þetta kom skýrt í ljós á fimmtu-
dag í síöustu viku þegar Khasbúla-
tov kom því til leiðar að fastaþingiö
frestaði um óákveöinn tíma að taka
til umræðu tillögu Jeltsíns um
stjómarskrárbreytingar til að gera
valdamörkin milli forseta og þings
greinilegri. Jeltsín hefur lagt til að
þjóðaratkvæði um breytingamar
fari fram 11. apríl. Sömuleiðis fékk
þingforsetinn frestað ákvöröun um
að kalla saman fullskipað þing
þjóðfulltrúa til að fjalla um málið.
Á miövikudag í þessari viku brá
svo við að forasta hersins lét
stjómmálakreppuna til sín taká.
Blaðið Ístvestía skýrði svo frá að
æðstu yfirmenn rússneska herafl-
ans hefðu fundað með Jeltsín í
Kreml og skorað á hann að grípa
til einarðlegra ráðstafana til að
koma á pólitískum stöðugleika í
ríkinu.
Aðild heraflans að framvindu
mála á stjómmálasviðinu á sér
nokkum aðdraganda. Á degi hers-
ins á þriðjudag í síðustu viku tók
nokkur hópur hermanna í ein-
kennisbúningum þátt í mótmæla-
göngu kommúnista og þjóðemis-
sinna gegn Jeltsín, stjóm hans og
stefnu, um götur Moskvu. Jeltsín
lýsti þá yfir að tiltekin öfl reyndu
að flækja heraflann í sljómmála-
baráttu.
Samdægurs var útvarpað viðtali
við Pavel Gratséf, landvamaráð-
herra og hershöfðingja. Hann lýsti
yfir að ekki yrði liöið að reynt yrði
að kljúfa heraflann í þágu valda-
baráttu stjórnmálaafla. Stöðugleiki
væri það markmið sem allir her-
menn ættu að styðja af fremsta
megni.
Gratséf landvamaráðherra
skipulagði fundinn sem æðstu
menn ráðuneytis hans og greina
heraflans áttu með Jeltsín. Þar
settu þeir fram af miklum þunga
kröfuna um stöðugleika. Ástæðan
er einfóld. Stjómmálabarátta eins
og sú sem Khasbúlatov heyr ásamt
harðlínumönnum gegn Jeltsín tefl-
ir sjálfri tilveru Rússneska sam-
bandslýðveldisins í tvísýnu.
Þingið var kjörið meðan enn var
við lýði veldi Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna og gefur því brengl-
aða mynd af rússneskum þjóðar-
vilja. Khasbúlatov og bandamenn
hans hafa gert Jeltsín að breyta
Rúslan Khasbúlatov þingforseti áfellist fund Jeltsíns forseta og herfor-
ustunnar á þingfundi á fimmtudag. Simamynd Reuter
gamla sovétkerfinu nota sér
ástandið til að treysta og efla eigin
völd og forréttindi.
Dmitri Volkogonov, fyrrum hers-
höfðingi og hermálaráðunautur
Jeltsíns, ræddi við erlenda frétta-
menn á degi hersins. „Stalín er enn
á meðal okkar,“ sagði hann. „Við
þurfum að vera á verði. Þjóðemis-
sinnar og gerviættjarðarvinir og
kommúnistar, sem nú eru að renna
saman, eru mikil ógnun við land
okkar. Og ég útiloka ekki mögu-
leikann á ógnaröld."
Viðbrögð Khasbúlatovs við
áskoran herforastunnar á forset-
ann að hefjast handa til að koma á
stöðugleika vora annars vegar að
stefna Jeltsín fyrir þingið til að
flytja því fundargerð af fundi hans
með æöstu mönnum landvarna og
hins vegar að hóta því að setja
Gratséf landvamaráðherra af með
þingsamþykkt. Um leið og þessi orð
era fest á blað berst sú fregn að
Jeltsín hafi svarað með því að bjóða
öllum þingheimi á fastaþinginu til
fundar við sig í Kreml.
Harðlínumennirnir hafa hingað
til talið heraflann eðlilegan banda-
mann sinn. Nú þegar í ljós kemur
að herforastan telur Jeltsín forseta
færastan um að tryggja stöðugleika
og viðgang þeirra breytinga sem
orðið hafa frá hrani sovétkerfisins
verða þeir að hugsa sitt ráð á ný.
Magnús T. Ólafsson
stjórn sinni og brugðið fæti fyrir
framkvæmd stjómarstefnunnar en
hafa sjálfir enga aðra stefnu fram
að færa til að fást við breytinguna
frá gjaldþrota miðstýringarkerfi.
Sjálfheldan í viðureign þings og
forseta hefur svo magnað tilhneig-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
ingu til upplausnar í hinu víðlenda
ríki þar sem einstök sjálfstjórnar-
lýðveldi og stjómarumdæmi leitast
í vaxandi mæli við að sjá eigin
hagsmunum borgið en láta reglur
og fyrirmæli alríkisstjómarinnar
lönd og leið. Oftar en ekki er um
það að ræða að valdamenn úr
Hvað hefur farið úrskeiðis?
„Hvað hefur farið úrskeiðis? Við getum tekið
nokkur atriði sem hafa breyst á undanförnum áram.
Ofbeldi í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, mynd-
böndum og tölvuleikjum er mun útbreiddara. Bresk-
ir félagsvísindamenn hafa tilhneigingu til að draga
í efa sambandið milli ofbeldis í skáldskap og ofbeldis
í raunveruleikanum. Bandarískir starfsbræður
þeirra era mun vissari í sinni sök en þeir hafa lengri
reynslu af fjölmörgum sjónvarpsrásum sem era í
boði allan sólarhringinn."
Úr forystugrein Independent on Sunday 28. febrúar
Sprengiefni fyrir alla
„Geta yfirvöld gert meira til að koma í veg fyrir
að hryðjuverkamenn og aðrir siðblindir menn kom-
ist yfir sprengiefni? Meira en 1,8 milljónir tonna af
sprengiefni eru keypt á löglegan hátt í Bandaríkjun-
um á ári hverju. Eftirlit meö dreifmgu þess virðist
undarlega slakt. Kaupendur fylla út eyðublöð svipuö
þeim sem notuð eru við byssukaup. Enginn kannar
hvort þeir segja satt um sakaskrá sína og andlegt
heilbrigði og hvernig nota eigi sprengiefnið. Spreng-
ingin undir World Trade Centre undirstrikar þörfma
á harðara eftirliti.“
Úr forystugrein New York Times 3. mars
Hverjir hlera í höllínni?
„Hvenær verður breskum almenningi sagt hvað
liggur að baki upptökum á samtölum konungsfjöl-
skyldunnar og að þeim sé lekið til fjölmiðla. Sú
spuming sem skyggir á allar aðrar hlýtur að vera
hver stundi hleranimar. Hafa samtöl fleiri úr kon-
ungsfjölskyldunni veriö tekin upp, þar á meðal sam-
töl drottningarinnar?"
Úr forystugrein Daily Express 2. mars.