Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Síða 18
18
LAU GARDAGUR 6. MARS1993
Dagur í lífi Elínar Hirst fréttamanns:
Fjörutíu og fimm
mínútur í fegnm
Mánudagurinn 1. mars. Ég vaknaöi
um háiftíuieytiö tii aö taka á móti
manni sem ætlaði aö taka niður
rimlagardínumar í húsinu, hreinsa
þær og skila þeim aftur síðdegis.
Þegar hann var farinn vakti ég syni
mína og hin hefðbundnu morgun-
verk tóku viö. Strákamir fóru í baö
og síðan hjálpaði ég þeim viö heima-
lærdóminn. Viö dunduðum okkm-
fram aö hádegi.
Mjólkurgrautur er í miklu uppá-
haldi á mínu heimili svo ég setti
gijónin yfir klukkan rúmlega ellefu.
Síminn hringdi og það reyndist vera
gamall koliegi. Hann var aö hugsa
um að skipta um starf og vildi með-
mæli. Það var auðvitað ekkert nema
sjálfsagt.
Fötinvalin f
Klukkan eitt átti ég aö verá mætt
í vinnuna og bömin í ísaksskóla. Á
leiðinni upp á Stöð 2 kom ég við í
versluninni Sautján, sem er búðin
min, en hún sér um allan fatnað sem
ég nota í 19:19. Á mánudögum eru
yfirleitt valin föt fyrir vikuna.
Þegar ég kom í vinnuna tóku við
önnur skyldustörf. Fyrsta verkið var
að taia við fréttamennina, spyrjast
fyrir um fréttamál dagsins, með það
fyrir augum aö raða fréttunum upp
í röö fyrir útsendinguna um kvöldið.
Því næst var ég viðstödd fund með
fréttamönnum Bylgjunnar til að
samræma fréttir milli miðlanna.
Dagurinn fór að mestu leyti í að
skipuieggja fréttatímann, ásamt
fréttastjóra, útsendingarstjóra og
fréttamönnum. Ræða við fréttaritara
og fólk sem hringdi inn til okkar.
„Þá er hárið þvegið og blásið, andlitið farðað og fatnaðurinn valinn.“
Auk þess sinnti ég alls kyns erindum
innanhúss.
Þá ^tti ég stutt símtal til Ítalíu við
Kristján Jóhannsson sem var að
koma inn úr dyrunum frá New York.
Erindi mitt var þátturinn sem ég er
að vinna um hann og verður sýndur
um páskana. Ég rabbaði líka við Sig-
uijónu, konu Kristjáns, en við erum
orðnar prýðilegar vinkonur eftir
mikið samneyti á síðustu mánuðum
vegna þáttarins. Siguijóna var búin
að kaupa belti fyrir mig, sem ég bað
hana um, og senda það hingað heim.
Alveg frábær manneskja.
Gjörbreytt manneskja
Um klukkan fimm byijaði ég á að
fara yfir fréttainnganga og semja
kynningar í 19:19 ásamt Ingva
Hrafni. Stundvíslega klukkan hálfsjö
Fréttaþulurinn að verða tilbúinn í slaginn aðeins þremur minútum fyrir út-
sendingu, aðeins eftir að koma eyrnalokkunum upp. Aðrir starfsmenn gera
sig einnig klára og Ingvi Hrafn klárar síðasta simtalið fyrir fréttir.
DV-myndir Brynjar Gauti
fór ég í smink, eins og við köllum
það. Þá er hárið þvegið og blásið,
andlitið farðað og fatnaðurinn val-
inn. Það má segja að það sé gjör-
breytt manneskja sem standi upp úr
stólnum klukkan flmmtán mínútur
yfir sjö, enda fjörutíu og fimm mín-
útna fegrunarstarf að baki.
Þennan dag var ég komin heim til
eiginmannsins og bamanna á venju-
legum tíma, rétt fyrir klukkan níu.
Ég fékk mér ýsu og kartöflur en
þurfti síöan að þjóta aftur út. Mín
beið fundur í Veitingahöllinni með
fréttamönnum um höfundarréttar-
mál.
Ég kom heim úm hálftólfleytið og
endaði kvöldið með að horfa á uppá-
haldssjónvarpsþáttinn minn um
Katrinu miklu af Rússlandi. Sonur
minn hafði séð um að taka hann upp
ámyndbandfyrrumkvöldið. -ELÁ
Finnur þú fimm breytingai? 195
/ ■
Ég hafði það á tilfinningunni að þeim lægi á að losna við okkur þegar Nafn:................
þau hjálpuöu okkur í yfirhafnirnar.
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu að
verðmæti 5.220 krónur frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækumar, sem eru í verð-
laun, heita: Falin markmið, 58 mín-
útur, Október 1994, Rauði drekinn
og Víghöfði. Bækumar em gefnar
út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 195
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
nítugustu og þriðju getraun
reyndust vera:
1. Ragnheiður Diljá,
Sólvöllum 18,
760 Breiðdalsvík.
2. Jóna Guðjónsdóttir,
Skipholti 45,105 Reykjavík.
Vinningamir verða sendir
heim.