Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Qupperneq 20
Lorenzo's Oil: Mannleg úrvalsmynd Lorenzo’s Oil, sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum að undanfómu er byggð á sönnum atburðum og fjallar um hjónin Augusto og Michaela Odone sem af einstöku hugrekki og þraut- seigju börðust gegn tíma og lækna- Nick Nolte og Susan Sarandon leika hjónln Augusto og Michaela sem neita að trúa að ekki sé hægt að bjarga syni þeirra Lorenzo (Zack O’Malley Greenburg) sem er með þeim á myndinni. Innfellda myndin er af leikstjóranum og handritshöfundinum George Miller sem elnnig er lærður læknir. visindunum til bjargar syni sínum. Það var 1984 sem læknar sögðu þeim að flmm ára sonur þeirra væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrátt fyrir enga undirstöðumennt- un í læknisfræði neituðu þau að trúa staðreyndum og byijuðu sjálf að lesa sér til um allt sem skráð hafði verið um þann dularfulla sjúkdóm sem heijaði á son þeirra. Og í dag geta hundruð manna þakkað fyrir þolinmæði þessara einstöku hjóna. Nick Nolte og Susan Sarandon leika hjónin og hafa bæði fengið mikið hrós fyrir leik sinn. Auk þeirra leikur Peter Ustinov stórt hlutverk í myndinni. Ástralski leikstjórinn George Miller, sem þekktur er fyrir Mad Max myndirnar þijár, leikstýrir Lorenzo’s Oil. Miller er sjálfur lærður læknir og hafði lesið um afrek hjónanna í sunnudagsblaöi London Times og segir hann að hann hafi ekki trúað sögunni í fyrstu en forvitni hans var vakin. Þegar hann síðar leitaði til hjón- anna um að fá aö gera kvikmynd um reynslu þeirra var það meðal annars vegna þess að hann var læknir að þau gáfu leyfi sitt. Marg- ir höfðu reynt áður aö fá að kvik- mynda sögu þeirra en þau ekki samþykkt. MiÚer eyddi síðan ári í rannsóknir og skrif á handritinu sem hann vann í samvinnu við Nick Enright. Hvers vegna Odone hjónunum tókst aö gera vísinda- lega uppgötvun upp á eigin spýtur segir George Miller stafa af því að Augusto Odone sé „fæddur" vís- indamaður og hann eigi það sam- eiginlegt með stórmennum vísind- anna að spyija réttra spuminga. Lorenzo’ Oil er fyrsta kvikmynd sem George Miller leikstýrir frá því hann gerði The Witches of Eastwick fyrir fimm árum. Reynsl- an af Hollywood þá gerði það aö verkum að hann flúði heim til Sydney og hóf framleiðslu á sjón- varpsefni fyrir hiö þekkta kvik- myndafyrirtæki sitt Kennedy Mill- er sem hann hafði stofnað 1979 ásamt félaga sínum Byron Kennedy sem nú er látinn. Það að sagan gerist í Bandaríkjunum var eingöngu ástæðan fyrir að George Miller kaus að gera hana þar. Lor- enzo’s Oil hefur fengið mjög góða dóma og er nú í baráttunni um óskarsverðlaunin. -HK LAUGARDAGUR 6. MARS1993 Kvikmyndir Dustin Hoff- man leikur Bernie La- Plante sem óvænt sýnir mikið hug- rekki þegar hann verður vitni að flug- slysi. Stephen Fre- arsviðtökur á Hero, en myndinni seinkaði meðal annars vegna þess að hann fékk vægthjartaá- fall. Hero - nýjasta kvikmynd Dustins Hoffman: Þjófurinn sem gerðist hetja og hvarf síðan Hero er nýjasta kvikmynd Dust- ins Hoffman. Er um að ræða gam- ansama mynd þar sem Dustin leik- ur þjófinn Bernie La Plante. Líf Bernies tekur heldur betur breyt- ingum þegar hann kvöld eitt er að Kvikmyndir Hilmar Karlsson keyra á bíl sínum rétt fyrir utan Chicago. Flugvél hrapar nánast fyrir framan nefið á honum og allt í einu er Bernie í hlutverki skát- ans, gengur vasklega fram í björg- unaraðgerðum og bjargar særðum farþegum úr brennandi vélinni en hverfur síðan og lætur ekki einu sinni sjá sig þótt sjónvarpsstöð ein heiti honum miklum peningum, gefi hann sig fram... í aðalhlutverkum auk Hofmans eru Andy Gracia sem leikur mann sem birtist með skó sem passar við þann sem Bemie skildi eftir á slys- staö og segist hann vera sá sem eigi að fá verðlaunféð. Geena Davis leikur sjónvarpsfréttakonu sem áköf er í viðtal við heljuna. Aðrir leikarar eru meðal annars Joan Cusack, Kevin J. O’Connor og Tom Amold. Leikstjóri Hero er Bretinn Step- hen Frears sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjun- um. Eftir hina ágætu bresku kvik- mynd sína My Beutiful Laundrette lá leið Frears vestur um haf þar sem hann hefur leikstýrt Dangero- us Liasons og The Grifters. Hand- ritshöfundurinn David Webb Peop- les er ekki af verri endanum. Má nefna að hann er nú tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir handrit sitt að kvikmynd Clints Eastwood, The Unforgiven. Um sama leyti og Hero verður frumsýnd í Stjörnubíói kemur út bókargerð kvikmyndar- innar á íslensku á vegum Urvals- bóka. Peoples skrifaði handritið með Dustin Hoffman í huga en Frears vildi athuga aðra möguleika og var Geena Davis og Andy Garcia leika aóalhlutverk- in á móti Dustin Hoff- man í Hero. O 0 Billy Crystal einn þeirra, sem hann vildi, en þegar framleiðandinn Laura Ziskin, sem hafði fengið Stephen Frears til að leikstýra myndinni, hafði tryggt sér Dustin Hoffman kom í raun enginn annar til greina. Það gekk ekki átakalaust að skapa persónuna og höfðu Fre- ars og Hoffman ólíkar skoðanir á túlkuninni framan af og sagt er að þeir hafi aldrei almennilega getað séð hvor annan í réttu ljósi. Sam- starfið gekk samt stórslysalaust fyrir utan að Frears fékk snert af hjartaáfalli meðan á tökum stóö, sem illar tungur segja að sé Dustm Hoffman aö kenna. Hero var dýr mynd í framleiðslu kostaði 42 milljónir dollara og fór aðeins fram úr áætlun en ekkert að ráði og hafa viðtökur verið ágæt- ar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.