Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Side 21
21
LAUGARDAGUR 6. MARS1993
Þórarinn Guðlaugsson matreiðslumeistari:
Við sitjum á
gullkistu
Þórarinn Guðlaugsson: „Mig langar
að bjóða ráðamönnum þjóðarinnar
til veislu þar sem á boðstólum væri
matur úr úrvalshráefni sem fleygt
er í dag. Ég vil láta ráðamenn sjá
hvers virði það er sem við erum að
gera.“ DV-myndir GVA
Koníaksbleikja, kryddlegin bleikja með koníaksostahjúp, er ein af mörgum afurðum sem matreiðslumeistarinn Þórarinn Guðlaugsson og fyrirtæki hans
Meistarinn hefur nýlega þróað. Fyrirtækið vann til fjölda gull-, silfur- og bronsverðlauna í alþjóðlegri keppni kjötiðnaðarmanna i Danmörku síðastliðið haust.
„Það þarf að snúast gegn öllum
bölmóðnum af krafti. Islendingar
eiga mikla möguleika á erlendum
vettvangi með afurðir sínar. í raun
og veru sitjum við á gullkistu." Þetta
segir Þórarinn Guðlaugsson mat-
reiöslumeistari sem þróað hefur af-
urðir sem hvergi eru framleiddar
annars staðar í heiminum, koníciks-
bleikju, hunangsbleikju og hunangs-
lax. Fyrir tólf árum, þegar fyrirtæki
hans Meistarinn hóf starfsemi sína,
var framleiðslan samlokur og
skyndiréttir.
Velgengni Meistarans síðastliðið
haust í alþjóðlegri keppni kjötiðnað-
armaima í Danmörku hefur vakið
verðskuldaða athygh. Auk íslend-
inga kepptu Belgar, Austurríkis-
menn, Þjóðverjar, Hollendingar,
Svisslendingar, Danir, Norðmenn og
Færeyingar.
Sigruóu frægar
pylsuþjóðir
„Meðal þess sem við kynntum voru
vínarpylsur og það þótti mörgum
skrítið að við skyldum ætla að keppa
við pylsuþjóðir um þeirra rétt. Það
kom ekki minna á óvart að við skyld-
um fá gullverðlaun fyrir pylsurnar,"
segja Þórarinn og Vihnundur Jósefs-
son, eigendur Meistarans, sem voru
að taka þátt í kjötiðnaöarkeppni er-
lendis í fyrsta sinn.
En það var ekki bara fyrir vínar-
pylsur sem þeir fengu gullverðlaun
heldur einnig fyrir graflð fjallalamb,
kjúklingalifrarmús, laxapaté með
sölvum og bleikjupaté. Meistarinn
fékk silfurverðlaun fyrir Frankfurt-
erpylsu, grófa lifrarkæfu og grísa-
sultu með osti og bronsverðlaun fyr-
ir spægipylsu og grísasultu með fars-
hjúp.
Þeir félagar segja þessar viður-
kenningar mjög uppörvandi. „Við-
tökumar sem koníaksbleikjan og
hunangslaxinn fengu á stórri mat-
vælasýningu í París i haust lofa einn-
ig mjög góðu. Við erum hins vegar
ekki komnir með þann vélakost sem
við þurfum til að geta sinnt stórum
pöntunum. Við höfum því ekki farið
af stað með markaðssetningu á
fullu.“
Ekta íslenskvara
Koníaksbleikjan er kryddlegin
bleikja með koníaksostahjúp. Hun-
angslaxinn er lax marineraður í hun-
angi og kryddi með hnetum utan á.
Vilmundur leggur áherslu á að hun-
angslaxinn sé ekta íslensk vara þó
svo aö aðrir reyni að stæla hann.
„Svíar eigna sér graflaxinn og Norð-
menn reykta laxinn og nú höfum við
okkar lax. Hxmangslaxinn er fyrsta
nýjungin í þróun laxaafurða í langan
tíma.“
Þórarinn skýtur því að að eftir
keppnina í Danmörku hafi einn dóm-
aranna farið að tala um frábæran
hunangslax sem kunmngi hans hafði
smakkað á íslandi. „Ég varö náttúr-
lega þrælmontinn því hann var að
tala um okkar afurð.“
Vinnsla þessara nýju afurða er í
samráði við fagráð bleikjuframleið-
enda. Vilmundur tekur fram að
markaðssetning sé mjög dýr og því
sé samstarf nauðsyidegt fyrir lítil
fyrirtæki. íslendingar geti hins vegar
nýtt sér miklu fleiri möguleika en
þeir gera.
Gæðavöru hent
„Það er óhemjumikið af hráefni hér
á Islandi sem hægt er að nýta. Við
erum með fullt hús matar. En enn
er miklu af gæðavöru hent, eins og
til dæmis ungnautalifur. Það gengur
einnig erfiðlega að selja lambalifur.
Við erum með ákveðnar hugmyndir
en höfum enn ekki haft aðstöðu til
að markaðssetja réttina," segir Þór-
arinn.
„Ég treysti mér einnig til að búa
til sælkeramat úr mörgu af því sem
í dag er ekki htið viö, bæði til sjávar
og sveita," bætir hann við. „Úr ýmsu
sem fleygt er væri til dæmis hægt
að búa til mat og senda utan sem
þróunarhjálp. Fyrir nokkrum árum
var verið að senda utan lamba-
skrokka. Viðtakendur vissu ekki
hvað þeir áttu að gera við skrokk-
ana.“
Ekkert svar
frá kirkjunni
Sjálfir hafa þeir félagar gert blóð-
pylsu úr afurðum sem er fleygt. „Við
létum bragðprófa hana og næringar-
prófa og þetta kom mjög vel út. Við
vorum að hugsa um að þetta væri
góður matur fyrir hungraða fólkið í
Bosníu-Herzegóvínu. Þetta er hka
matur sem er venjulegur á þeim slóð-
um. Við höfðum samband við Hjálp-
arstofnun kirkjunnar. Starfsmenn
hennar smökkuðu á pylsunni og
lýstu því yfir að hún væri góð. Við
útbjuggum tilraunasendingu sem
fara átti til hjálparstofnunar erlend-
is. Þetta var í nóvember ogenn í dag
höfum við ekki heyrt eitt einasta orð
frá Hjálparstofnun kirkjunnar.
Með þessu framlagi okkar vildum
við ekki bara koma góðu til leiðar
erlendis heldur einnig hér heima.
Við ætluðum okkur að þróa upp-
skriftir án endurgjalds og senda þær
til sláturhúsanna. Þar hefði svo getað
hafist framleiðsla matvara til þróun-
arhjálpar sem ríkið kostaði."
Veisla fyrir
ráðamenn
Þórarinn lýsir því yfir að sig langi
til að bjóða ráðamönnum þjóðarinn-
ar til veislu þar sem á boðstólum
væri matur úr úrvalshráefni sem
ekki er nýtt í dag. „Þeir geta sjálfir
bent á það sem þeir vhja að matreitt
verði úr. Ég er reiðubúinn að búa th
frambærilegan mat úr hverju sem
er. Ég vh láta ráöamenn sjá hvers
virði það er sem við erum að gera.“
Þórarinn og Vilmundur segja aö á
hverju ári séu fluttir inn tugir tonna
af kjöt- og fiskkrafti th íslands. „Við
höfum ekki efni á að framleiða kjöt-
kraft þar sem rafmagnið er svo dýrt.
Samtímis erum við að hugsa um að
flytja út rafmagn th annarra þjóða
sem selja okkur kjöt- og fiskkraft. I
fyrra voru á tímabhinu janúar til
ágúst flutt inn 32 tonn af krafti. Á
sama tíma var verið að henda tugum
ef ekki hundruðum tonna af hráefni
í kjöt- og fiskkraft um allt land. Það
er ekki undarlegt að maður velti því
fyrir sér hvað er að gerast í þessu
þjóðfélagi. íslendingar verða að fara
að opna augun.“
-IBS
útóalí í blÓMúð GARÐSHORN &8 við Fossvogskirkjugarð - simi 40500
POTTABLOM GJAF. 20-50% afsláttur 20-70' AVORUR % afsláttur
POTTAHLÍFAR SJALR/O 20-75% afsláttur 30-50' KVANDI KER % afsláttur
KERTI 20-40% TÚLÍP/ VNABÚNT n aóeins 245,-
afsláttur m/greinur
Opió alla daga kl. 10-19