Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 26
26
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993
Hún ætlaði að upplifa ameríska drauminn en lífið snerist í martröð:
Ég seldi líkama
minn fyrir dóp
- segir Matthildur Jónsdóttir Campell sem var forfallinn heróínneytandi í rúm tíu ár
„Ég stóð við gluggann og horfði á
dópsalann ganga eftir götunni. Lík-
aminn öskraði á heróínið en ég beið
eftir að hann hyrfi úr augsýn, að
hann færi að minnsta kosti svo langt
frá húsinu að hann heyrði ekki í mér
ef ég kallaði á hann og bæði hann
að koma aftur. Ég stóðst þessa eld-
raun ekki síst vegna dóttur minnar
sem hafði verið mér frekar sem móð-
ir en dóttir frá því hún var lítið barn.
Hún treysti þvi að ég væri hætt.“
Svo segir Matthildur Jónsdóttir
Campell í viðtali við DV. Matta, eins
og hún er kölluð, hefur verið búsett
í Chicago í Bandaríkjunum frá árinu
1967. Hún kom í stutta heimsókn til
íslands til að hvíla sig frá dauðanum,
eins og hún nefnir það, en heldur út
aftur á mánudag. Matta á að baki
mikla átakasögu sem forfallinn eit-
urlyfjaneytandi í meira en tíu ár.
Hún kynntist undirheimum stór-
borgarinnar og vinir hennar voru
dópistarnir á götunni. „Það var ekki
hægt að komast neðar á botninum
en ég var,“ segir hún.
Nú hefur líf Möttu snúist úr mar-
tröð í eðlilegt líf 46 ára gamallar
konu. Nema hvað starf Möttu er
óvenjulegt. Hún hjálpar fíkniefna-
neytendum og eyðnismituðum, fyrr-
um félögum sínum, að komast undir
læknishendur og gengur um götur
borgarinnar og útdeilir ókeypis
smokkum. Matta var heppin að augu
hennar opnuðust fyrir raunveruleik-
anum áður en það var um seinan.
Nú horfir hún á eftir vinum sínum
einum af öðrum sem hafa látist af
eyðni eða ofnotkun á fíkniefnum.
Matta ákvað að segja lesendum DV
sögu sína ef hún gæti hjálpað ein-
hverjum en það er einmitt starf
hennar að hjálpa öörum.
Ástfangin
afhermanni
Árið 1966 kynntist Matta 19 ára
hermanni á Keflavíkurflugvelli. „Ég
varð yfir mig ástfangin, þá 21 árs
gömul. Hann lauk herþjónustunni
og hélt heim en þá tóku við bréfa-
sendingar. Ég fékk hvert ástarbréfiö
á fætur öðru. Reyndar kunni ég ekki
orð í ensku en við höfðum alltaf talað
saman með orðabókinni. Ég trúði að
sjálfsögðu að hann elskaði mig eins
mikið og hann var sífellt að tjá mér
í bréfunum. M'ér tókst að nurla fyrir
fargjaldi til Bandaríkjanna aðra leið-
ina og hélt út í heim í trássi við fjöl-
skyldu mina. Ég skildi eftir lítinn son
minn hér heima og átti tuttugu doll-
ara sem voru farareyrir minn til fyr-
irheitna landsins. Eg sá Ameríku í
hillingum. Þar voru allir ríkir, áttu
stór hús og bíla. Sjálf hafði ég alist
upp í stórri og efnalítflli fjölskyldu.
Eg var með lítinn miða með nafni
hins heittelskaða og varla annað með
mér. Leigubílstjóri, sem ók mér heim
til hans, bankaði á dyrnar og sagði
konu, sem kom til dyra, að í bílnum
væri ung stúlka, sem ekki talaði
ensku, að leita að manni með þessu
nafni og rétti henni miðann. Þetta
var móðir hans. Hann var ekki
heima en kom skömmu síöar og
leiddi kærustuna sína. Það var að
sjálfsögðu mikið áfall. Hann hafði
sagt mér frá því hversu ríkur hann
væri en þama bjó hann í pínulítilli
íbúð hjá móður sinni. Þau höfðu ekki
efni á að senda mig til baka til ís-
Matthildur með börnum sínum — forfallinn heróínisti sem lifði í undirheimum Matta ásamt móður sinni, Vilborgu Torfadóttur, þegar hún mætti óvænt í
Chicagoborgar. sextugsafmæli hennar, þá nýlega hætt í dópinu.
lands og ég átti aðeins 8 dollara. Ég
var ákaflega óþroskuð og saklaus og
hafði t.d. ekki hugmynd um að ég
gæti snúið mér til sendiráðsins. Auk
þess var ég svo ástfangin. Móðir hans
skipaði syninum að giftast mér en
ég vissi það ekki fyrr en löngu síðar.
Ég kom út í apríl og við vorum gift
í júní. Þegar ég byrjaði að skilja
ensku þoldum við ekki hvort annað.
Við reyndum samt og eignuðumst
saman tvö börn.
Einstæð móðir
í ókunnri borg
Ég fór síðan að vinna í verksmiðju.
Þetta var mjög erfitt líf, sérstaklega
vegna þess hve ung viö vorum. Það
kom að því að eg flutti út frá honum
með börnin. Ég fékk litla íbúð og
skil ekki núna hvernig ég gat þetta
- alein í ókunnu landi, langt frá öll-
um ættingjum. Þetta var árið 1972
en í því hverfi, sem ég flutti í, voru
mjög margar einstæðar mæður. Ég
var eina konan sem hafði vinnu, hin-
ar voru allar á bótum frá bænum.
Þaö sem olli mér mestum vandræð-
um var aö fá almennilega bamfóstru
en gæslan var mjög dýr. Ég var auk
þess óheppin því konan sem passaði
fyrir mig var á kafi í dópi en ég vissi
það auðvitað ekki. Stundum kom
hún til dyra á morgnana þegar ég
kom með bömin og sagðist vera svo
veik að hún gæti alls ekki passað.
Þetta gekk svona þangað til ég
neyddist til að hætta að vinna og
segja mig á bæinn eins og hinar kon-
umar. Þegar maður hættir að vinna
er nægur tími til að flækjast og ég
fór að kynnast nágrönnum mínum.
Ég kynntist manni, sem heimsótti
móður sína í blokkina, og byrjaði að
vera með honum. Ég varð ófrísk eftir
hann og eignaðist dóttur mína,
Michelle, árið 1973 en hann hvarf upp
úr því.“
Heróínistar fluttu
inntilhennar
Þegar Michelle var nokkurra mán-
aða gömul hitti Matta annan mann
sem átti eftir að gjörbreyta lífi henn-
ar. „Hann flutti inn til mín árið 1974.
Ung stúlka í háskólanámi skrifaði
ritgerð um líf Möttu og hún vakti
slíka athygli að blað i Chicago birti
frásögnina á mörgum síðum.
Þessi maður var alltaf með stóran
kunningjahóp í kringum sig og mér
fannst svo skrítið að hópurinn fór
alltaf inn í svefnherbergi og lokaði
að sér. Ég áttaði mig ekkert á hvað
var að gerast. Stundum kom til hans
fólk scm var fárveikt. Ég vorkenndi
því og hitaði handa því súpu. Einu
sinni fór ég samt inn í svefnherbergi
þegar gestimir voru þar inni og sá
þá hvað var að gerast. Allir voru að
sprauta sig.
Á þessum tíma var ég mjög ein-
mana og saknaði íjölskyldunnar á
íslandi og sonar míns sem ég skildi
eftir. Fyrsta daginn sem ég sá heróín
sprautaði ég því í mig. Hann spurði
hvort ég vildi ekki prófa og ég svar-
aði því játandi. Sennilega vildi ég
vera með - vera í klíkunni. Ég hafði
varla drukkið áfengi áður, í mesta
lagi bjór. Ég hafði ekki hugmynd um
áhrif fikniefna né heldur hversu
mikill skaðvaldur heróínið er. Ég
vissi sama og ekkert um þessi efni,
haíði aldrei umgengist þau eða heyrt
af þeim. Ég ældi í þrjá daga. Hann
sagði mér að reyna aftur og aftur því
ég myndi hætta að æla. Allt í einu
ældi ég ekki lengur en það var líka
byrjunin á endinum. Ég elskaði að
vera í vímu, hafði ekki áhyggjur af
neinu og allt virtist í góðu lagi. Hins
vegar vissi ég ekki að ég var orðin
háð efninu eftiríjóra eða fimm daga.
Seldi líkamann
fyrir dóp
Einn daginn fékk ég ekkert efni og
vaknaði um morguninn með tárin í
augunum og fann til í öllum
skrokknum. Mér er illt, mér er illt,
mér líður svo illa, sagði ég við strák-
inn, sem ég var með, aftur og aftur.
Og hann sagði: „Ég get látíð þér líða
betur ef þú átt peninga.“ Ég gat borg-
að og fékk mína sprautu og leið bet-
ur. Eg vissi ekki hvaða vitahring ég
var komin í. Lífið snerist um einn
dag í einu. Þegar ég hafði notað fikni-
efni í eitt ár gerði ég hvað sem var
til að fá efni. Maður gerir allt fyrir
fikniefnið og þá meina ég allt. Ég gerði
hluti sem ég heíði ekki einu sinni lát-
ið mér detta í hug áður. Ég dansaði
nakin á næturklúbbum. Ég vann á
götunni - seldi líkama minn til að
eiga fyrir eitrinu. Ég stal, laug og
notaði fólk, t.d. fjölskyldu barnanna
minna. Núna veit ég að sambýlismað-
ur minn, sem gaf mér fyrstu spraut-
una, vissi nákvæmlega hvað hann var
að gera. Það er miklu auðveldara íyr-
ir konu að ná í peninga en karlmann.
Þeir verða að hijótast inn en kona
getur unnið inn peninga á mjög skjót-
an hátt. Þessi maður er dáinn núna.
Hann tók inn of stóran skammt.“
Matta hafði prófað ýmislegt sem
hún taldi sig aldrei eiga eftir að upp-
lifa þegar henni var sagt frá spítala
(clinic) þar sem hún gæti fengið lyf,
methadone, sem myndi hjálpa henni
að hætta í eitrinu. „Þetta er í raun
nákvæmlega eins og heróín nema
hvað það er búið til í apóteki. Allir
sem voru með mér á spítalanum voru
fíkniefnaneytendur og þá fyrst lærði
ég hvað til væri í þessum heimi. Þama
var mér sagt frá kókaíni og alls konar
pillum sem átti að blanda saman og
fá enn meiri áhrif. Þegar faðir bam-
anna minna frétti að ég væri á clinic
trúöi hann fyrst fyrir alvöru að ég
væri svona langt leidd. Hann tók
bömin tvö, sem við áttum saman, af
mér. Michelle var hins vegar hjá
mér. Þetta vom verstu kvalir sem
hægt er að hugsa sér og ég sá ekki
bömin mín tvö næstu átta árin.
Bjó til fíkniefni
og seldi
Það var hræðilegt hvemig líf mitt
var. Ég gleypti pillur, sprautaði mig
með heróíni og kókaíni en samt tók
ég alltaf meðalið mitt, methadone;
hélt það myndi bjarga mér. Ég seldi
heróín. Þegar engir peningar voru til
fór ég út á götu og seldi sjálfa mig.
Margt man ég ekki, það vantar mörg
tímabil í líf mitt. Ég kynntist öðrum
manni á spítalanum og bjó með hon-
um í níu ár. Við bjuggum til fíkni-
efni, notuðum þau og seldum. Lög-
reglan var alltaf á hælunum á okkur
enda vissi hún að við vorum dópsal-
ar. Hún náði okkur þó aldrei. Mér
fannst ég vera svo klár að ég yrði
nógu fljót að sturta öllu niður í kló-
settið ef löggan birtist.
Ég var alltaf með dóttur mína,
Michelle, og hún hefur gengið í gegn-
um þetta allt með mér. Michelle er
mjög dugleg og hún hefur komist
ósködduð úr þessu. Hún sagði þó við
mig eitt sinn að ég hefði tekið æsk-
una frá sér. Hún lifði við það árum
saman að vita ekki hvort ég kæmi
heim eða hvort ég lifði sprautuna af.
Maður setti eitthvað í tappa, sauð það
og sprautaði í sig en vissi aldrei hvað
það var. Núna fæ ég hroll þegar ég
hugsa um að stundum sprautaði ég
einhverju sem átti að vera kókaín í
blóðið á mér, kannski tuttugu sinn-
um á dag. Það var bara maður á
næsta horni sem sagði mér hvað
þetta væri og ég trúði því.
Lífíð snerist
um sprautur
Ég bjó í mjög slæmu hverfi á þess-
um tíma. LÍfið snerist eingöngu um
sprautur og það komu tímar þegar
ég tók Michelle ekki einu sinni inn.
Ég hugsaði ekkert um hana og gaf
henni ekki að borða. Hún leitaði til
gamallar vinkonu minnar sem bjó