Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Page 32
I.AUGARDAOUR 6. MARS 1993 Iþróttir Þorbergur Aðalsteinsson á erfitt verkefni fyrir höndum í Svíþjóð. HM í handknattleik hefst í Svíþjóð eftir 3 daga: Fá að hitta konurnar enekki neitt meira Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í DV-viðtali Stóra stundin er aö renna upp hjá íslenska landsliðinu í hand- knattleik. Eftir aðeins þrjá daga hefst úrslitakeppni heims- meistaramótsins 1 handknattleik í Svíþjóð og í fyrramálið held- ur liðið utan. Eins og ávallt þegar landsliðið í handknattleik tekur þátt í stórkeppni fer íslenska þjóðin á „handboltafyll- irí“ og alls staðar þar sem fólk kemur saman berst talið að landöliðinu. Þegar vel gengur er talað um strákana okkar en þegar á móti blæs virðast allir, hvort sem þeir hafa vit á íþrótt- inni eða ekki, hafa lausnir 1 sjónmáli. í fyrsta leik verður leikið gegn heimsmeisturum Svía og silfur- verðlaunahöfum á síðustu ólymp- íuleikum og verður þetta jafnframt opnunarleikur mótsins. Eftir Svía- leikinn verða næstu andstæðing- amir lið Ungveija og lokaleikurinn í forriölinum er gegn Bandaríkja- mönnum. Þrú efstu liðin fara áfram í milliriðil og taka með sér stigin og eftir leikina þar verður leikið um endanleg sæti. Það hefur veriö í nógu að snúast hjá Þorbergi Aðalsteinssyni lands- liðsþjálfara á þessum síðustu dög- um fyrir heimsmeistaramótið. DV tók Þorberg tali og spurði hann álits á möguleika okkar manna og öllu því sem við kemur svona stór- móti. Yrði alveg sáttur við að lenda í 8. sæti „Að vera meðal átta bestu í heimin- um hefur alltaf verið takmark hjá okkur. Ég yrði alveg sáttur við að lenda í 8. sæti en það verður líka að líta á að þaö er engin B-keppni eða slíkt sem bíður okkar ef Ula fer í Svíþjóð og þaö finnst mér hjálpa okkur. - Getum við unniö Svía á stórmóti? „Ég hef ekki sett neina pressu á strákana á að sigur verði að vinnast á Svíum. Það eru bara óraunhæfar kröfur. Hins vegar tel ég möguleika vdssulega fyrir hendi að leggja þá að veUi. Pressan verður öU á þeim, þeir eru heimsmeistarar og á heimaveUi og aUir ætla þeim sigur. Eg legg dæmið upp þannig að leik- urinn gegn Ungveijum er sá leikur sem vdð verðum að vdnna en þar getur aftur á móti orðið pressa á okkur ef Svíaleikurinn tapast. Ég veit lítiö um styrkleika Ungveij- anna í dag. Þeir hafa leUdö Utið síð- an á ólympíuleikunum en ég veit að þeir' munu teUa fram Ueiri atvinnu- mönnum en á ólympíuleikunum. Við unnum þá á OL með því að ná topp- leik en þar með er ekki hægt að segja að það gerist aftur. Ég á von á hörku- leik. Bandaríkjamenn eru alveg óþekkt stærð og þar held ég að aðal- máhð sé að halda haus. í mUliriðli mætum vdð mjög sterku liði Rússa sem erfitt verður að eiga við og væntanlega leikum vdð gegn Þjóðveijum og Dönum. Þjóðveijarnir eru með mikið breytt lið frá því á OL og Danirnir eru með gott lið sem getur orðið erfitt að leika gegn. Annars er munurinn á milU Uð- anna sem eru á topp 10 aUtaf að minnka og á góðum degi getur hvert þeirra sem er unnið.“ Erum sterkari ef eitthvað er en á OL - Hvernig berð þú liðið í dag saman við liðið sem varð í 4. sæti á OL? „Ég held að styrkleikinn sé mjög svdpaður. Við erum að ná aftur upp þessum góða varnarleik sem var okkar sterkasta hUð á OL og þá erum vdð með örvhentan leikmann í skyttustöðunni, sem við höföum ekki þá, og það er mikill plús. Ef eitthvað er þá ættum við að vera með sterkara Uð.“ - Finnst þér vera of miklar vænt- ingar til Uðsins? „Maður hefur fundið þaö að væntingarnar fyrir svona mót eru alltaf miklar. Maður varð ekki eins var vdð væntingar fyrir OL enda var þá sumar og vdð lékum marga leiki erlendis fyrir leikana. í dag er annað. Já, ég finn að vænting- amar eru svakalega miklar en það er ekkert nýtt.“ Léttleikinn verður áfram í fyrirrúmi - Verður sami léttleikinn í hópnum og á ólympíuleikunum? „Það verður alveg eins, við breyt- um þvd ekkert. Léttleikinn verður í fyrirrúmi eins og hann hefur reynd- ar verið hjá okkur sem er kannski styrkleikinn í þessum hópi. Þetta byggist upp á ýmsu félagslegu. Mót- ið í Svíþjóð er ekki ósvipað sett upp og ólympíuleikamir, það er að yfir- leitt einn dagur í frí á milli leikja. Breytingin verður kannski sú mesta að nú getum vdð ekki verið úti í sólinni eins og í Barcelona en allt annað verður eins.“ Strákamirhugsa mikið um mataræói - Hvað með mataræði fýrir og í svona stórkeppni? „Við byrjuðum á því síðastliðið sumar að hugsa mikið um matar- æðið, að menn fái kolvetnisríka fæðu. Við höfum reynt að halda því. Kannski fara ekki allir 100 pró- sent eftir því en menn em alltaf með þetta á bak við eyrað. Margir af strákunum hafa tekið þetta mjög alvarlega en flestir hugsa vel um þetta.“ - Raðar þjálfarinn niður í hótelher- bergin? „Við Einar röðum oftast niður á herbergin og reynum að velja eftir því hvar menn spila á vellinum en einstaka sinnum gefum við þetta frjálst. Ég á fastlega von á að við munum riðla herbergjaskipan þeg- ar vdð höldum til Stokkhólms frá Gautaborg." Nóg að gera hjá aðstoðarmönnunum - Er ekki í mörgu að snúast hjá aðstoðarmönnum landsliðsins? „Ef ég tek sjúkraþjálfara sem dæmi þá eru alls kyns smámeiðsli sem hann þarf að vera að huga að á milli leikja. Hann tekur menn í nudd og setur á þá hljóðbylgjur. Vinna hans eykst þegar líður á mótið, þá koma fmgurmeiðsli og öll meiðsli sem eru sárvond en líta kannski ekki út fyrir að vera stór. Læknir liðsins leikur aðalhlut- verkið í svona móti, hann vegur og metur hvað þarf til. Þá mæðir mikið á fararstjóm. Menn, sem þar eru, þurfa að huga að mörgum málum óg eru allsheijar reddarar, sjá um búninga, athuga með ferðir og mataræði og fleira.“ - Hefur það ekki komið til tals að mæta hálfsköllóttir eða með litað hár til leiks gegn Svíunum eins og Frakkar gerðu gegn okkur í leikn- um um 3. sætið á OL? „Mér sýnist nú nokkrir í liðinu vera mjög snögghærðir. Það var mikil stemning hjá Frökkunum fyrir leikinn gegn okkur og einn liður í þeirri stemningu var að mæta til leiks með nýja hár- greiðslu. Við höfum ekkert rætt um að gera slíkt hið sama heldur væri frekar að vdð settum eitthvaö undir ef vdð næðum einhveiju óvæntu takmarki, þá gætu fokið einhver hár eða þau verið lituð.“ Hitta konurnar en ekkertmeira - Hvað með eiginkonur leikmanna? „Ég veit til að einhveijar konur leikmanna ætla að fylgjast með lokakafla mótsins. Þær fara ekki á vegum psí. Auðvitað fá strákamir að hitta þær, enda langt liðiö á mótið þegar þær koma, en ekkert meira en það. Ég set strákunum ákveðnar reglur sem þeir vita enda þurfa þeir að halda hópinn með landsliðinu og halda fullri einbeit- ingu,“ sagði Þorbergur að lokum. -GH /iwjjmi mámís A - r i ð i II UMEÁ C - r i ð i 1 1 GAUTABORG SPÁNN TÉKKLAND AUSTURRÍKI EGYPTALAND SVÍÞJÓÐ UNGVERJALAND ÍSLAND BANDARÍKIN HALMSTAD _ STOCKHOLM Milliriðill Milliriðill A og B C og D B - r i ð i II 1 D - r i ð i II KARLSTAD MALMÖ FRAKKLAND RÚSSLAND RÚMENÍA ÞÝSKALAND NOREGUR S-KÓREA SVISS DANMÖRK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.