Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1993, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 6. MARS 1993. Ghanabúinn: Var aftur __ kærður fyrir áreiti en gæslu hafnað Breskur ríkisborgari frá Ghana, sem í fyrradag var dæmdur í 18 mán- aða fangelsi fyrir að nauðga fyrrver- andi sambýliskonu sinni, hefur verið kærður á nýjan leik fyrir þrálátt áreiti í garð konunnar. Á grundvelli kæru konunnar var í gær farið fram á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til hann hæfi afplánun dómsins. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirrikröfuenúrskurðaðiaömaður- inn skyldi settrn- í farbann þar til afplánun hefst. Maðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir að ráðast að fyrrverandi sam- býliskonu sinni með hníf um miðjan janúar, neyða hana á brott af vinnu- stað sínum og nauðga henni. Maður- inn hélt því fram að konan hefði haft frumkvæði að samforum þeirra en með hliðsjón af framburðum vitna sem sáu þegar hann þröngvaði kon- unni inn í bíl með sér og aðdraganda í málsins þótti sýnt að maðurinn hefði beitt ofbeldi til að ná fram vilja sín- um. Fólkið bjó saman í þijú ár en eftir skilnaðinn kærði konan manninn fýrir einelti og líflátshótanir. í dómsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi ekki fyrr sætt refs- ingum og vitni beri honum góða sögu. Refsingu er stillt í hóf af þeim sökum svo og að hömluleysi hans / megi aö nokkru rekja til að hann hafi ahst upp við annars konar við- horf til kvenna en hér ríkja. -ból Péglers GUFULOKAR Vauisen SuAuriandsbraut 10. S. 688499. LOKI Fer Ömmi ekki á bömmer? Guðmundur Hilmaisson, D V, Gautaborg; „Ég er mjög bjartsýn, það þýðir ekkert annað. Mér liður furðuvel í dag og finnst í raun ótnílegt aö ég skuli vera búin aö gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Hrefna Ein- arsdóttir, 34 ára lifrarþegi, í sam- tali viö DV á Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg í gærdag. Hrefna gekkst undir lifrarskiptaað- gerð á þriðjudaginn og er annar Islendingurinn sem gengst undir slika aðgerð. „Læknamir segja mér að þetta hafi gengið ipjög vel hingað til. Að vísu varð vart við innvortis blæö- ingar og fór ég í minniháttar aðgerð vegna þeirra daginn eftir.“ Hrefna er byrjuð að hrej-fa sig, gekk fram á-gang í gær og upp stiga og er farin að gera æfingar til að styrkja lungun. Þá drakk hún vatn í fyrsta skipti i gær. Hún komst til meðvitundar aðeins hálftíma eftir aðgerðina en algengt er að fólk sé meðvitundarlaust í 3-4 daga eftir siíkar aðgerðir. „Þetta vil ég þakka hve vel ég var undir aðgerðina búin líkamlega. Ég fór mikið út að ganga heima, æfði í Mætti og var hjá sjúkraþjálf- ara Hrefha segir mikinn létti aö hafa komist í aðgerðina nú en hún var búin aö bíða eftir kallinu í eitt ár. kláða, alltaf þreytt og húðin var orðin heiðgul. Það er gaman að líta í spegil núna og sjá hvernig húðin er smám saman að ná eðlilegura lit aftur." ; Hrefna segist ekki vita hvenær hún fær að fara til íslands aftur en hún verður i Gautaborg í allt að tvo mánuöi. ,Áíú taka við æfingar og þá kem- ur í ljós hvernig nýja lifrin virkar. Aðalatriðið er að ná heilsunni aft- Einar Marteinsson, eiginmaður Hrefnu, og Ema, systir hennar, eru með henni í Gautaborg. Veikindi Hrefnu hafa haft mikinn kostnað i fór með sér fyrir þau hjónin en þau eru í Gautaborg í fimmta skipti Þau vildu þakka fjölskyldu og vin- um fyrir mikla fijáip og stuðning. „Án þeirra værum viö illa stödd," sagöi Einar. Michael Olavsson, annar lækn- anna sem framkvæmdu aðgerðina á Hrefnu, sagðist ánægður með aðgerðina en of snemmt væri að segja til um framhaldið. „Það hjálp- ar Hrefnu hve ung hún er og hve vel hún var undirbúin Iíkamlega fyrir aðgerðina. Þetta eru ailt hlut- ir sem ílýta bata hennar.** „Það er gaman að líta í spegii núna og sjá hvernig húðin er smám saman að ná eðlilegum lit aftur,‘‘ segir Hrefna Einarsdóttir sem fékk grædda í sig nýja lifur á þriðjudag. Með henni á myndinni er eiginmaður hennar, Einar Marteinsson. DV-símamynd Guðmundur Einn síbrotaunglinganna: Úrskurðaður ívikugæslu- varðhald Einn af síbrotaunglingunum, sem unnu gífurleg skemmdarverk á sum- arbústöðum í Meðalfellslandi fyrr í vikunni, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku. Tveir af unglingunum sjö, sem tengjast málinu, voru yfir 16 ára aldri og voru þeir vistaðir í Síðumúlafang- élsi í framhaldi af handtöku þeirra. Annar þeirra var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir afbrotin sem tengjast skemmdarverkunum. Lög- regla hefur ítrekað þurft að hafa af- skipti af honum og á annan tug af- brotamála, sem hann tengist, bíður afgreiðslu. Hinum piltinum, sem sat í Síðu- múlafangelsinu, hefur verið sleppt. Hann hefur einnig oft komið við sögu lögreglu en lát hafði orðið á að und- anfórnu þar til hann var handtekinn á nýjan leik eftir atburðina við Með- alfellsvatn. -ból Veöriö á sunnudag og mánudag: Kólnandi veður Á sunnudag verður suðvestanátt og rigning eða súld sunnanlands en snýst síðan til vestanáttar með skúrum sunnan- og vestanlands. Víða verður rigning eða snjókoma norðanlands. Á mánudag verður norðan- og norðvestanátt með snjókomu norðanlands og éljum með vesturströnd- inni en léttir tll suðaustanlands, frost á bilinu 0-5 stig. Veðrið í dag er á bls. 61 t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t i i i t t t t t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.