Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
Hagnýt lögfræði
„Hlutverk umboösmannsins yrði að tryggja réttindi barna og að tekið
yrði tillit til hagsmuna þeirra við lagasetningu og við ákvarðanir stjórn-
valda, hvort heldur er ráðuneyta, ríkisstofnana eða sveitarstjórna."
Verður rétt-
inda bama
beturgætt!
Síðustu ár hafa íjögur frumvörp
um umboðsmann barna btið dags-
ins ljós. Ekkert þeirra hefur orðið
að lögum en nú standa vonir til
að eitthvað gerist í þeim málum
þar sem frumvarpi um slíkt efni
var vísað til ríkisstjórnar á síðasta
þingi. Ráðherra hefur gefið vilyrði
sitt fyrir að stuðla að framgangi
málsins og er það nú á umræðu-
stigi í sifjalaganefnd Alþingis.
Verði slíkt frumvarp að lögum fá
börn sérstakan aðila sem hefur
það hlutverk að gæta réttinda
þeirra.
Fjórðungur
landsmanna böm
Á íslandi eru nú um 65.000 lands-
manna á aldrinum 0-15 ára en það
er um fjórði hver íbúi. Þessi stóri
hópur hefur engan aðila sem gætir
réttinda hans en margs konar
Umsjón
ORATOR
félag laganema
ákvarðanir, sem teknar eru af Al-
þingi og stjórnvöldum, varöa
böm. Sem dæmi má nefna dagvist-
armál, skólamál, skipulagsmál,
umferðarmál og heilbrigðismál.
Umboðsmaðurinn
fylgistmeð
Samkvæmt frumvarpinu frá síö-
asta þingi skal Alþingi kjósa um-
boðsmann til fjögurra ára í senn
og jafhframt skipa honum sjö
manna ráð til aðstoðar.
Hann skal hafa sérþekkingu á
uppeldismálum og málum sem
snerta velferð bama.
Hlutverk umboðsmannsins yrði
að tryggja réttindi bama og að tek-
ið yrði tillit til hagsmuna þeirra
við lagasetningu og við ákvarðan-
ir stjómvalda, hvort heldur er
ráðuneyta, ríkisstofnana eða
sveitarstjóma. Umboðsmaðurinn
fylgdist þannig með og gætti þess
að hagsmunir bama yrðu ekki
fyrir borð bomir eða gleymdust
við afgreiðslu hjá alþingismönn-
um eða embættismönnum.
Athugasemdir
og ráðgjöf
Við störf sín er gert ráð fyrir að
umboðsmaður bama hefði rétt til
að gera athugasemdir við hvað-
eina sem hann telur brjóta gegn
rétti bama. Er honum heimilt að
beina athugasemdum sínum aö
hveijum sem hann vill og óska
eftir leiðréttingu á því sem aflaga
hefurfarið.
Umboðsmaöurinn er hins vegar
ekki einungis í vöm. Hann getur
haft frumkvæði aö því að koma
með tillögur að úrbótum. Honum
er einnig ætlaö að vera ráðgefandi
fyrir stjórnvöld og einstaklinga
um málefni barna og veita upplýs-
ingar um stöðu þeirra. Standa
vonir til þess að í framtíðinni leiti
þessir aðilar til hans í ríkum
mæli áður en þeir taka ákvarðanir
sem varða börn beint eða óbeint.
Upplýsingaréttur
Til þess að geta sinnt starfi sínu,
töldu flutningsmenn frumvarps-
ins nauðsynlegt að umboðsmaður
hefði aðgang að öllum stofnunum
sem annast málefni barna og þeim
gögnum sem þar er að fmna. Við
meðferð þessara gagna og við úr-
vinnslu mála bæri honum þó að
gæta fyllsta trúnaðar og þagnar-
vemdar um málefni einstakhnga.
Gefistvelí
nágrannalöndunum
Nágrannalönd íslendinga hafa
tekið upp stöðu umboðsmanns
barna. Hefur það þótt takast vel
og verið breyting til batnaðar.
Fjölmargir hafa tjáð sig um gildi
slíks embættis í tengslum við
frumvörpin hérlendis og virðist
það samdóma áht allra að mikil
þörf sé á því nú og þótt fyr r hefði
verið.
Lilja Dóra Halldórsdóttir laganemi
Matgæðingnr vikurmar____________________________________________dv
Léttsteiktar
svartfuglsbringur
í sólberjasósu
„Nú stendur netavertíðin hjá bát-
unum sem hæst. Þá fá þeir mikið
af svartfugli sem kemur í verslan-
ir. Mér þótti því upplagt að gefa
góða uppskrift að svartfuglsrétti,“
sagði Guðmundur Ragnarsson,
matreiðslunemi á Laugaási, sem er
matgæðingur DV að þessu sinni.
Uppskriftin er miðuð við fjóra og
í hana þarf:
800 g svartfuglsbringur (8 fuglar)
Salt og pipar
Ört seasoning (Herb seasoning)
Olía til steikingar.
Svartfuglssoð í sósuna er búið til
þannig:
Bein af u.þ.b. 4 fuglum
1 laukur (u.þ.b. 70 g)
Gulrætur, 70 g
Ferskt timian (af einum kvisti)
1-1,2 lítrar af vatni
Salt og pipar
Þegar soðið er búið til er gott að
bijóta bringubeinin þannig að vatn-
ið hylji þau. Þau eru soðin við væg-
an hita ásamt kryddinu og græn-
metinu í u.þ.b. 30 mínútur. Saltið
skal ekki setja í pottinn fyrr en suð-
an er komin upp. Soðið er síað og
tilvalið að geyma afganginn í klaka-
pokum í frysti og nota eftir þörfum.
Sósan búin til
í sósuna er notaðir 2 dl af soðinu
á móti 1 dl af ijóma, 2 matskeiðar
af sólberjasultu, ferskt timian (af
einum kvisti), 2 matskeiðar af
Hinhliðin
Skemmtilegast að fara á
skíði með fjölskyldunni
- segir Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri HFF
stjórninni? Frekar andvígur en þó
er ýmislegt sæmilegt sem hún ger-
ir.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Væntanlegt barnabarn
mitt.
Uppáhaldsleikari: Róbert Amf-
innsson.
Uppáhaldsleikkona: Goldie Hawn.
Uppáhaldssöngvari: Allir kántrí-
söngvarar.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hall-
dór Ásgrímsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tommi og Jenni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og
fræðsluefni.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Hlynnt-
ur.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jónas
Jónasson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Jafn mikið á báðar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf
Rún Skúladóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Heima
er best.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Sund-
deild Leiknis á Fáskrúðsfirði.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Já, auðvitað.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfri-
inu? Það er í geijun.
Ægir Kristiiisson, DV, Fáskrúðsfirði:
„Það skemmtilegasta sem ég geri
er að fara á skíði með fjölskyld-
unni,“ segir Eiríkur Ólafsson, út-
gerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Fá-
skrúðsfjarðar, en hann sýnir á sér
hina hliðina að þessu sinni.
Eiríkur er einnig formaður Út-
vegsmannafélags Austíjarða og
stjórnarmaöur í Landssambandi
íslenskra útvegsmanna og Fiskifé-
lags íslands. Hann var vélstjóri á
skuttogaranum Ljósafelli SU 70,
áður en hann tók við starfi útgerð-
arstjóra hjú HFF. Fullt nafn: Eirík-
ur Olafsson.
Fæðingardagur og ár: 28. október
1951.
Maki: Guðrún Níelsdóttir.
Böm Jóhanna Lilja, 20 ára, Ólafur
Níels, 15 ára, og Reynir Svavar, 9
ára.
Bifreið: Engin en hef aðgang að
Volvo-bifreið eiginkonunnar.
Starf: Útgerðarstjóri hjá HFF meö
meiru.
Laun: Ég kvarta ekki.
Áhugamál: Starfið og félagsmál í
kringum það.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Mest þijár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Fara á skíði með íjölskyld-
unni.
Hvað ftnnst þér leiðinlegast að
Eirikur Ólafsson.
gera? Taka til.
Uppáhaldsmatur: Aligæs að hætti
eiginkonunnar.
Uppáhaldsdrykkur: Góð Mósel- og
Rínarvín.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Sigrún Huld
Hrafnsdóttir.
Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Ólöf Rún Skúladóttir.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
Guðmundur Ragnarsson matreiðslunemi.
kirsuberjasérríi og 1 tsk. af gráð-
osti.
Soðinu og ijómanum er blandað
saman og soðið. Sólbeijasultunni,
timianinu og kirsubeijasérríinu er
bætt út í og soðið saman. Þá er
gráðostinum bætt út í. Síðan eru
bringumar settar í sósuna og látn-
ar malla í 3-4 mínútur. Sósuna má
jafna með maisenamjöh.
Meðlæti
MeS þessu er gott að bera fram
sykurbrúnaðar kartöflur og peru.
Þá er gott að hafa eplasalat með
þessum rétti. Það er þannig búið til:
4 græn eph
2 dl þeyttur ijómi
1 matsk. mayonnes
Sítrónusafi
Hvítvín, 1 matsk.
Valhnetur, 1 matsk.
Guðmundur skorar á Dagmar
Hahdórsdóttur húsmóður sem
mun gefa lesendum næstu helgar-
blaðsuppskrift að gómsætum rétti.