Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 20. MARS 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skfifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Persona non grata Boris Spasskíj braut bann Sameinuöu þjóöanna við samskiptum við Serbíu á sviði viðskipta, íþrótta og menningar, þegar hann tefldi við Bobby Fischer í Bel- grað í fyrra. Ótvírætt er, að bannið náði til skákeinvíg- is þeirra, sem telst til glæpa gegn samfélagi þjóðanna. Hömlulaus gróðafíkn leiddi Fischer og Spasskíj út á þá ógæfubraut að þiggja boð heimsþekkts glæpamanns á sviði bankaviðskipta um að rjúfa víðtækt samskipta- bann við það ríki, sem síðustu misserin hefur gengið lengst allra ríkja í ógeðslegum stríðsglæpum. Einvígi Fischers og Spasskíjs var ekki aðeins form- legt brot á formlegri ákvörðun, sem samþykkt var sam- hljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var einn- ig brot gegn óformlegum siðareglum, sem alls staðar á að halda í heiðri. Það var glæpur gegn mannkyninu. Spasskíj hefur óhreinkað sig svo á þessu máli, að dularfullt er, að til tals skyldi koma, að hann kynnti skák í skólum og tefldi tveggja skáka einvígi við Friðrik Ólafsson, sem er framkvæmdastjóri eins af þremur hornsteinum þjóðskipulags íslendinga, sjálfs Alþingis. Fischer er þegar byrjaður að taka út hluta refsingar- innar fyrir sinn ömurlega þátt í auglýsingaskrumi í þágu siðlauss árásarríkis. Hann getur ekki snúið aftur til Bandaríkjanna, því að þar verður hann tekinn fastur og látinn sæta opinberri ákæru fyrir landráð. Sakarefni Fischers varða í Bandaríkjunum sem svar- ar 15 milljarða króna sekt og tíu ára fangelsi. Svo alvar- legum áugum er þar í landi litið á framgöngu Fischers. Hann er því dæmdur til að lifa sem vansvefta útlagi á sífelldum flótta undan hugsanlegri kröfu um framsal. Spasskíj nýtur þess, að frönsk stjórnvöld hafa ekki nennt að framfylgja skyldu sinni gagnvart eigin stuðn- ingi við aðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann fékk að fara aftur til þess lands, sem skaut yfir hann skjólshúsi, þegar hann hrökklaðist af heimaslóð. Hins vegar teflir Spasskíj ekki fyrir hönd Frakklands í landshðseinvíginu við ísland, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Samkvæmt skákstyrk sínum ætti hann að tefla á öðru borði, ef aht væri með felldu. En okkur hefur verið sýnd sú kurteisi að tefla honum ekki fram. Þar með var málið einfalt gagnvart Skáksambandinu. Frakkar leystu sjálfir mál Spasskíjs gagnvart íslandi. Þá kemur upp sú einkennilega og siðbhnda hugmynd að bjóða heimskunnum siðleysingja sérstaklega til að tefla við Friðrik og jafnvel kynna skák í skólum. Skáksamband íslands er að hluta til á framfæri þjóð- arinnar samkvæmt ákvörðunum teknum á Alþingi. Eðlilegt er, að endurskoðaður verði stuðningur skatt- greiðenda við stofnun, sem gengur þvert á stuðning ís- lands við réttmætar refsiaðgerðir á alþjóðavettvangi. Skáksambandið er auðvitað frjálst að því að hafa engar siðareglur að leiðarljósi. En þjóðfélagið í heild er líka frjálst að því að hafna stuðningi við félagsskap, sem gengur þvert gegn almennri siðgæðisvitund og alþjóð- legum samþykktum, sem ísland styður á formlegan hátt. I staðinn getur Skáksambandið beðið Spasskíj að láta eitthvað af hendi rakna af blóðpeningunum, sem hann fékk í Serbíu í fyrra. Eðlilegt er að slíkir aðilar rotti sig saman um meðferð fjármuna af því tagi og ónáði ekki aðra, sem virða almennar og alþjóðlegar siðareglur. Spasskíj hefur í taumlausri gróðafíkn vahð sér ömur- legt hlutskipti. Ef hann lætur sjá sig í skólum, verður hann persona non grata í augum margra íslendinga. Jónas Kristjánsson ítalska flokks- veldið hrynur í mútuhneyksli Fyrsta ítalska lýöveldiö er að líða undir lok. Fimmtugasta ríkisstjóm þess á hálfum fimmta áratug liggur undir sífelldum áfóllum en Giul- iano Amato forsætisráðherra hefur sett sér að sitja fram yfir þjóðarat- kvæðagreiðslu í næsta mánuði um stjómkerfisbreytingu og helst ná því að halda þingkosningar eftir gerbreyttum kosningalögum. Skæðadrífa hneykslismála síð- ustu misseri hefur sannfært þorra ítala um að ekki megi lengur við svo búið standa. Þrír ráðherrar í stjórn Amato og tveir formenn stjómarflokka hafa sagt af sér eftir aö þeim var kunngert að rannsókn á mútuþægni beindist að þeim. Fimmtíu þingmenn að auki liggja undir sama grun. Fomstumenn nokkurra stærstu fyrirtækja Ítalíu, bæði ríkisfyrirtækja og einkafyrir- tækja, hafa verið handteknir fyrir mútugreiðslur. Sjö menn, sem rannsókn beindist að, hafa framið sjálfsmorö. Upphaf málarekstursins var að 17. febrúar í fyrra leiddi Luca Magni, kaupsýslumaður í Mílanó, forastumann Sósíalistaflokksins í borginni, Mario Chiesa, í gildru í samráði við rannsóknardómara en að eigin frumkvæði. Hann greiddi stjómmálamanninum sem svarar 260.000 krónur í mútur fyrir samn- ing um hreingemingar á elliheim- ili og viðræður þeirra voru teknar á falið segulband. Eftir sjö vikna gæsluvarðhald tók Chiesa að leysa frá skjóðunni og síðan hefur ekkert lát orðið á uppljóstrunum. Spillingarkerfið starfaði þannig að fyrir hvers konar samninga um framkvæmdir eða starfsemi á veg- um opinberra aðila greiddi sá sem samning hlaut verulega fjárhæð þeim stjórnmálamanni í borgar- kerfi eða ríkiskerfi sem réð úthlut- uninni. Giskað er á að síðari árin hafi fjárhæðir, sem þannig runnu ólöglega til valdaflokka, numið sem svarar 400 milljörðum króna. Mútuféö greiddu svo skattborgarar að lokum því fjárhæðunum var bætt ofan á annan kostnað sem ríki eða sveitarfélög greiddu. ítalska mútustjómkerfið er eitt af fórnarlömbum endaloka kalda stríðsins. Kristilegi demókrata- flokkurinn hefur verið uppistaðan í öllum 50 ríkisstjórnum lýðveldis- ins Ítalíu. Þar hefur aldrei komið til raunverulegra stjórnarskipta. Stjórnarandstaða öflugs kommún- istaflokks var röksemdin fyrir því að halda öllu í sömu skorðum. Mál óþægileg fyrir stjómarflokka vora þögguð niður. Fyrir fimm eða tíu áram hefði enginn viljað hlusta á mig, sagði Magni sá sem bauð rannsóknardómara að færa honum þráðinn sem dugði til að rekja upp spillingarveginn í Mílanó. Önnur meginástæða fyrir hvem- ig komið er felst í flokksveldinu í ítölskum stjórnmálum. í ítalska hlutfallskosningakerfmu eru flokksstjórnir einráðar um skipun framboðslista og frama þing- manna. Þeir eiga allt undir foringj- unum en ekki kjósendum. Því er Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson nú stefnt að því með þjóÖaratkvæð- inu í næsta mánuði að koma á per- sónukjöri, þótt óráðiö sé enn í hverri mynd það verður. Markmið- ið er að brjóta niður flokksveldið og gera einstaka þingmenn ábyrg- ari. Á meðan millibilsástand ríkir hrannast upp vandamálin í ítölsku stjórnkerfi og atvinnulífi. Síðan hneykslaskriðan tók að renna hef- Guiliano Amato forsætisráðherra. ur enginn þorað að gera nýja samn- inga um opinberar framkvæmdir svo byggingarstarfsemi og sam- gönguframkvæmdir eru að fjara út. Gengi lírunnar fellur og hluta- bréfamarkaður er í uppnámi, sér í lagi eftir að fjármálastjóri Fiat, stærsta einkafyrirtækis Ítalíu, og yfirmaður tryggingafélags sam- steypunnar voru handteknir. Efna- iðnaðarsamsteypan Montedison og orkurisinn í ríkiseign, ENI, hafa einnig séð á bak æðstu mönnum sínum inn fyrir fangelsismúra. Fram til þessa hefur rannsóknin á mútuþægni og mútugjöfum aðal- lega náð til Norður-Ítalíu og upp- ljóstranir bitnað harðast á flokkun- um sem þar eru öflugastir, Sósíal- istaflokknum, Lýðveldisflokknum og Fijálslynda flokknum. En eftir því sem sunnar dregur berast böndin að áhrifamönnum í hópi kristilegra demókrata, sem þar hafa víða verið í slagtogi með maf- íunni, en réttarhöld eru nú hafin í Palermo yfir manni sem talinn er foringi foringjanna í þeim glæpa- samtökum, Salvatore Riina, köll- uðum Toto. Rannsóknardómarar segja sjálfir að málafjöldinn, sem er í augsýn, geti stíflað ítalska dómskerfið og til að afstýra þvi lagði Amato forsæt- isráðherra til að sakborningar í mútumálum slyppu meö að endur- greiða þrefalt mútufé og missa kjörgengi í allt að fimm ár. Svo mikilli linkind mótmæltu dómar- amir og Oscar Scalfaro forseti ónýtti áformið. Skodanir aimarra Að auka vinsældir Jeltsíns „Það kynni að vera hægt að færa rök fyrir þvi að aðstoð Vesturlanda myndi að minnsta kosti auka vinsældir Jeltsíns og kannski tryggja umbótum hans lengri lífdaga. En ef frekari aðstoð á eftir að valda vonbrigðum, eins og virðist óumflýjanlegt, mundu slíkar vinsældir dala fljótt. Þótt það sé mikilvægt fyrir Vesturlönd að Rússland verði lýðræðisríki með frjálsu markaðshagkerfi er kannski kominn tími til aÓ viðurkenna að það er takmarkað sem við getum gert.“ Ur forystugrein Daily Express 13. mars. Hagvaxtarverkir „Stjóm Clintons hefur verið að kvarta undan því að á sama tíma og tölur sýni heilbrigðan hagvöxt láti ný störf enn á sér standa. Skýringin er sú að framleiðni - meiri framleiðsla með færra starfsfólki - hefur aukist. Tölfræðingar segja að í fyrra hafi hún aukist meira en nokkra sinni undanfarin tuttugu ár. Þótt þessi aukning sé góð fyrir Bandaríkin er hún, eins og stjómmálamenn vita mætavel, sárs- aukafull fyrir margt fólk. Þetta gerist ekki án lokana verksmiðja og uppsagna." Ur forystugrein Washington Post 15. mars. Burt með flokkskóngana „Almennar kosningar era nauðsynlegar ef ítalir ætla sér að losna við pólitískt kerfi sem hefur misst alla tiltrú. Vandinn er sá að núverandi kosninga- kerfi veitir flokkskóngunum gífurlegt vald, sömu mönnunum og þarf að losna við. ítalir munu gera umbætur á kosningakerfinu eftir fáeina mánuði. Kosningar samkvæmt núverandi reglum væra tál- gangslausar.“ Úr forystugrein The Economist 13. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.