Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 20. MARS 1993 Skák Kasparov sigraði - á stórmótinu í linares Garrí Kasparov hrósaði öruggum sigri á stórmótinu í Linares. Englendingur- inn Nigel Short á varla von á góðu í einvígi þeirra í haust. Heimsmeistarinn Garrí Kasparov hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum á stórmótinu í Linares, hálfum öörum vinningi meira en næstu menn, Ana- toly Karpov og Viswanathan Anand. Sigurinn getur Kasparov fyrst og fremst þakkaö frábærri taflmennsku í skákunum gegn helstu keppinaut- unum. Karpov og Anai.d urðu báðir að játa sig sigraða og raunar hefur Karpov sjaldan goldið slíkt athroð á skákferli sínum. Lokastaðan varð þessi: 1. Garrí Kasparov 10 v. 2. -3. Viswanathan Anand og Anatoly Karpov 8,5 v. 4. Alexei Sírov 8 v. 5. Vladimir Kramnik 7,5 v. 6. -7. Vassily Ivantsjúk og Valery Salov 6,5 v. 8. Alexander Beljavskí 6 v. 9. -10. Evgení Bareev og Gata Kamsky 5,5 v. 11.-12. Artur Jusupov og Jan Tim- man 5 v. 13. Boris Gelfand 4,5 v. 14. Ljubomir Ljubojevic 4 v. Lettinn Sírov, sem sigraði á Apple- mótinu í Reykjavík í fyrra ásamt Jóhanni Hjartarsyni, náði bestum árangri unglinganna, sem svo oft eru nefndir í sömu andránni: Sírov, Kramnik, Gelfand, Ivantsjúk, Kam- sky. Kramnik, sem er aðeins 17 ára gamall, stóð sig einnig með prýði en hann háði nú frumraun sína meðal þeirra allra bestu. Árangur hans á ólympíumótinu í Manila og á Evr- ópumeistaramótinu í Debrecen var bersýnilega engin tilviljun. „Gömlu meistararnir" Beljavskí, Timman, Júsupov og Ljubojevic áttu allir erfitt uppdráttar gegn kvikum og sókndjörfum stíl ungu mannanna. Lítum á skák Kasparovs við An- and, sem í raun og veru var önnur tveggja úrslitaskáka mótsins. Ef úr- sht skákarinnar hefðu orðið önnur, að öðru óbreyttu, hefði Anand staðið einn uppi sem sigurvegari. En eins og sjá má kom þessi möguleiki aldrei upp á yfirborðið. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Viswanathan Anand Slavnesk vörn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. RÍ3 RfB 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 Þessi leikur á nú fremur upp á pallborðið en 8. - 0-0 en þannig lék Anand gegn Kasparov í Dortmund í fyrra. Minningamar frá þeirri skák hafa trúlega fengið hann til að breyta út af nú: 8. - 0-0 9. De2 Rbd7 10. Re5 He8 11. Hdl Dc7 12. Rxd7 Dxd7 13. f3 Rd5 14. Ra2 Bf8 15. e4 Bg6 16. Del f5? 17. exd5 og Anand gafst upp! 9. Rh4 Bg6 10. h3!? Kasparov er fyrri til að breyta út af hefðbundum leiðum, sem eru 10. f3, eða 10. g3. 10. - 0-0 11. Rxg6 hxg6 12. Dc2 He8 Anand hefur yndi af þessum hróks- leik en líklega ætti svartur að huga að öðrum leiðum frá þessari stöðu. 13. Hdl Db6 14. e4 c5 15. d5 Re5?! Betra virðist 15. - exd5 16. Rxd5 Rxd5 16. Bxd5 Rf6 þó svo 17. Bf4 gefi hvítum betra tafl. 16. Be2! exd5 17. Rxd5 Rxd5 18. Hxd5 Rc6 19. Bc4! Heimsmeistarinn lætur hvítreita biskupinn ekki af hendi. Biskupapar- ið og peöameirihluti á kóngsvæng gefa honum nú trausta stöðuyfir- burði. 19. - Rd4 20. Dd3 Had8 21. Be3 Hxd5 22. Bxd5 Hd8 23. Dc4 Hd7 24. Hcl Dffi 25. Hdl Re6 26. Db3 a5 27. Hd3 Rf4? Hvítur hótaöi 28. Bxe6 Hxd3 29. Bxf7+ og vinna peð. En eftir leik svarts má rekja taflið áfram til vinn- ings á hvítt. Umsjón Jón L. Árnason 28. e5! Df5 Ef 28. - Dxe5 29. Bxf7+ Hxf7 30. Hd8+ Kh7 31. Dxf7 og vinnur. 29. Bxf4 Dxf4 30. e6! Hd8 31. e7! He8 32. Hfí Dcl+ 33. Kh2 Hxe7 34. Bxf7+ Kh7 35. Bxg6+! 8 ABCDEFGH 35. -Kh6 Svarið við 35. - Kxg6 yröi 36. Dd3+ Kh6 37. Dd6 og hrókurinn á e7 fellur. Eftir þvingaða leikjaröð stendur Kasparov með pálmann í höndunum. En nú bregst honum bogahstin. Eftir 36. Dg8! Kxg6 37. Hg3+ eru svörtum allar bjargir bannaðar. T.d. 37. - Kh5 38. Dh7+ Dh6 39. Df5+ g5 40. Hg4! og gegn hótuninni 41. Hh4 + ! Kxh4 42. Dg4+ er engin viðunandi vöm. Eða 37. - Kffi 38. Dffi+ Ke6 39. He3 + Dxe3 40. fxe3 og vinnur létt. 36. Dd5? Dg5 37. Bf5 g6 38. h4 Dffi 39. Bd3 De5+ 40. Dxe5 Hxe5 Anand er „sloppinn" út í tapað endatafl og berst um á hæl og hnakka þar til yfir lýkur. 41. Hffi c4! 42. Bxc4 Eftir 42. Bxg6 Be7 vakna vonir. 42. - Be7 43. Hb6 Bc5 44. Hffi He4 45. Bd3 Hg4 46. Kh3 Be7 47. He6 Hxh4+ 48. Kg3 Hd4 49. Hxg6+ Kh5 50. Bf5 Bd6+ 51. Kf3 Auðvitað ekki 51. Kh3?? Hh4 mát! Eftir dálitla erfiðleika hefur Kasp- arov loks fengiö tæknilega léttunnið tafl. Ef 51. - Hf4+ 52. Ke3 Hxf5 53. Hxd6 og vinnur létt. 51. - Bc5 52. g4+ Kh4 53. Hh6+ Kg5 54. Hg6+ Kh4 55. Be4 Hd6 56. Hg7 Hffi+ 57. Bf5 Hb6 58. Hh7+ Kg5 59. Hh5+ Kffi 60. Bd3 Bd4 61. g5+ Kg7 62. Hh7+ Kfö 63. Bc4 Hxb2 64. Hf7+ Ke8 65. g6 - Og Anand gafst upp. Ef 65. - Hxf2+ 66. Ke4 Hd2 er 67. Bb5+ Kd8 68. Hd7 + Kc8 69. Hxd4 einfaldast. Bridge Sunday Times-Macallan tvímenningskeppnin: Bandaríkjamenn í efstu sætunum Sunday Times tvímenningskeppn- in, sem nú er kennd við Macallan, hefur um langt árabil verið tahn hin óopinbera heimsmeistarakeppni í tvímenningi. Mikill heiður er að vera boðinn til keppni þar og í ár var einu pari íslensku heimsmeistaranna boðið, Guðmundi Páli Amarsyni og Þorláki Jónssyni. Þrátt fyrir fljúgandi start hjá þeim félögum, en þeir skoruðu 119 stig af 120 mögulegum í fyrstu tveimur set- unum, þá náðu þeir aðeins sjöunda sæti. Það er samt skínandi árangur í þessari sterku keppni. Bandaríkja- mennimir Bobby Levin og Gaylor Kasle unnu með töluverðum yfir- burðum, meðan landar þeirra Eric Rodwell og Jeff Meckstroth urðu í öðm sæti. Röð og stig efstu para var þessi: 1. Levin - Kasle, USA 575 2. Rodwell - Meckstroth, USA 515 3. Levy - Mouliel, Frakkl. 500 4. Wolff - Hamman, USA 495 5. Sheehan - Munir, England 495 6. Shariff - Chemla, Frakkl. 473 7. GUÐMUNDUR-ÞORLÁKUR, ÍSL. 462 8. Westra - Laufkens.Holl. 455 Guðmundur og Þorlákur „hreins- Guðmundur og Þorlákur að spili við Svíana Morath og Bjerregard á heims- meistaramótinu í Japan. uðu“ upp Brasilíumennina og heims- meistara í tvímenningskeppni, Chag- as og Branco í annarri umferðinni. Áður en við skoðum eitt spil frá mótinu, er rétt að geta þess, að Guð- mundur og Þorlákur em einmitt núna, meðan þið lesið þetta, að spila um Evrópumeistaratitil í tvímenn- ingskeppni í borginni Bielefeld í Þýskalandi ásamt nokkmm öðrum pörum frá íslandi. Meira um það í næsta þætti. N/0 * 65 ¥ K 9 5 2 * 10952 * ÁDG * D 8 4 ¥ D G 10 4 3 ♦ K 7 3 + K 9 ♦ K 9 7 ¥ Á 7 ♦ Á D 4 + 10 6 5 4 2 ♦ Á G 10 3 2 ¥ 86 ♦ G 8 6 + 873 Leikurinn var sýndur á sýningar- tjaldi og þar sátu n-s Chagas og Branco, en a-v Þorlákur og Guð- mundur. Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur pass llauf pass lhjarta pass 1 grand pass 2 lauf pass 2tíglar pass 2grönd pass 3grönd allir pass Umsjón Stefán Guðjohnsen Tvö lauf vom yfirfærsla í tígul og tvö grönd vom áskorun með fimmlit í hjarta. Branco spilaði út spaðagosa, sem Guðmundur drap á kónginn heima. Hann spilaði nú hjartaás, meira hjarta, sem Chagas drap á kónginn. Hann spilaði síðan hjartaníu til baka og taldi aö þar með ætti suður að geta drepið ömgglega á spaðaásinn og spilað síðan laufi. Ekki komst það til skila, því er Guðmundur spilaði spaöa, þá gaf Branco og þar með var spilið unnið. A-sveit Taflfélags Reykjavikur vann öruggan sigur í Sparisjóöa- keppninni - deildakeppni Skák- sambands íslands - sem lauk um síðustu helgi. Sveitin fékk alls 44.5 v., í 2. sæti varð sveit Skákfé- lags Akureyrar með 35 v. og Skáksamband Vestíjaröa fékk 28.5 v. og 3. sæti. íslandsmeistar- arnir frá því í fyrra, Taflfélag Garðabæjar varð í 4. sæti með 26.5 v„ B-sveit Taflfélags Reykja- víkur i 5. sæti með 24 v., síðan Skákfélag Hafnarfjarðar með 23 v„ USAH meö 22,5 v. og Taflfélag Kópavogs fékk 20 v. og varð að sætta sig við að falla niður í 2. deild. Keppninni í 2. deild lauk með sigri Tafífélagsins Hellis, sem fékk 30 v. og tefla þeir Hellismenn í 1. deild að ári. C-sveit Tafifélags Reykjavíkur fékk 26 v. og betri stigatölu en D-sveit sama félags, sem fékk jafmnarga vinninga. í 4. sæti varð B-sveit Skákfélags Akureyrar með 24 v„ Taflfélag Akraness féltk 20,5 v„ B-sveit Skáksambands Vestfjarða 16 v„ UMSE 14 v. og C-sveit Skákfélags Akureyrar fékk 11,5 v. I 3. deild sigraði B-sveit Taflfé- lags Kópavogs og vann sér rétt til keppni í 2. deild að ári. Kópa- vogsbúar fengu 11,5 v., Taflfélag VestmannaeHa varð í 2. sæti með 10.5 v. og D-sveit Skákfélags Ak- ureyrar og F-sveit Taflfélags Reykjavíkur skiptu með sér 3. sæti meö 7 v. mót Taflfélagið Hellir mun standa fyrir opnu móti í atskák mánu- dagana 22. og 29. mars nk. Teflt verður í Menningarmiöstöðinni Geröubergi, sex umferðir eftir Monrad-kerfi og befst taflið kL 20 báöa dagana. Öllum heimil þátttaka. Lands- keppnin við Frakka íslendingar hafa svart á öllum borðum í 4. uraferð landskeppn- innar viö Frakka sem tefld verö- ur í íþróttahúsinu viö Strandgötu í Hafnarfirði í dag og hefst kl. 16. Þá teflir Jóhann Hjartarson við Hauchard, Margeir Pétursson viö Koch, Jón L. Árnason við Marc- iano, Helgi Ólafsson við Chaban- on, Hannes Hlífar Stefansson við Dorfman, Karl Þorsteins við Ren- et, Þröstur Þórhallsson við Kou- atly, Héðinn Steingrímsson við Apicella, Björgvin Jónsson við Prie og Róbert Harðarson við Bricard. Á morgun, sunnudag, verður 5. umferð tefld og þá snýst dæmið við íslendingar eiga hvítf á öll- um borðutn. Þá tefla Jóhann og Bricard, Margeir og Haucliard, Jón L. og Koch, Helgi og Mare- iano, Hannes og Chabanon, Karl og Dorfman, Þröstur og Renet, Héðinn og Kouatly, Björgvin og Apicella og Róbert og Prie. Frídagur er á mánudag en sjötta umferð verður tefld á þriðjudag og hefst kl. 16. Tefldar veröa alls tíu umferðir. Seinni hluti keppninnar fer fram í Ðigranesskóla í Kópavogi. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.