Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Side 18
18
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
Dagur í lífi Ólínu Þorvarðardóttur:
Annasamur frídagur
Eftir langan og þreytandi þriðju-
dag vaknaði ég til miðvikudagsins
úr djúpum svefni. Siggi, elskulegur
eiginmaður minn - sem aldrei slíku
vant var heima við vinnu sína
þennan morgun - ýtti við mér og
sagði að Jóhanna Sigþórsdóttir
blaðamaður væri mikið að reyna
að ná í mig. Hríðarveðrið buldi á
húsmæninum þegar ég stakk mér
undir sturtuna og velti fyrir mér
hvaða frétt væri nú í uppsiglingu.
Þegar ég síðan hringdi tíl Jóhönnu
var erindið að fá skýrslu um dag í
lífi mínu. Ég benti á að þessi til-
tekni dagur yrði sennilega ekki
dæmigerður dagur í mínu lífi, enda
að hálfu leyti frídagur. Þá fékk ég
það svar að frídagar væru síst
ómerkilegri en aðrir dagar - og ég
er sammála því.
Um það bil sem símtalinu lauk
valt Saga, tíu ára dóttir mín, eins
og snjóboltí inn úr dyrunum, ísköld
á fingrum með eldrautt nef. Hún
var að koma úr skólasundi og hafði
gleymt vettlingunum fyrr um
morguninn, áöur en hríðin skall
á. Skömmu síðar var hún komin í
þykka ullarsokka og hlýja peysu.
Þannig útbúin innan undir skíða-
galla fór hún beint í skólann aftur.
Mættust í dyrunum
Fram að hádegi sinnti ég nokkr-
um erindum símleiðis milli þess
sem ég las blöðin og tók upp póst-
inn. Um tólfleytið fór ég að útbúa
yngstu dóttur mína - Magdalenu -
sem er sjö ára - í skólann. Þau
mættust í dyrunum, hún og bróðir
hennar, Pétur. Hann kom færandi
hendi með ilmandi smákökur sem
hann hafði bakað í heimilisfræðun-
um.
Eftir hádegismatinn dreif ég mig
í hrossagallann og hélt af stað upp
í hesthús til þess að gefa og hirða.
Það er nefnilega „mín vika“ núna.
Þrátt fyrir talsverðan skafrenning
hafði ég það notalegt í bílnum á
um. Fast á hæla henni kom Siggi
úr vinnunni og sagðist verða heima
til klukkan átta. Mér var þá ekki
til setunnar boðið því ég þurftí aö
vera mætt klukkan flmm á fund í
borgarmálaráði Nýs vettvangs,
eins og alla aðra miðvikudaga.
Þetta var vinnufundur sem stóð til
klukkan að ganga níu og fór að
mestu í að undirbúa borgarstjórn-
arfund daginn efitír.
Börnin í háttinn
Þegar ég kom heim var Siggi ný-
farinn í vinnuna aftur. (Dæmigert
fjölskyldulíf nútímafólks - eða
hvað?) Ég hitaði upp hrísgrjóna-
graut, sem fjölskyldan hafði gætt
sér á í kvöldmatnum, og náði með
naumindum að horfa á veðurfrétt-
imar í sjónvarpinu. Ég tók það ró-
lega framan við sjónvarpið þar til
Siggi kom heim aftur um hálftíu-
leytið. Þá fórum við að setja börnin
í háttínn, gefa þeim að drekka, láta
þau þvo sér og bursta tennurnar,
eins og lög gera ráð fyrir. Þegar
hann var búinn að bjóða þeim góða
nótt las ég með þeim bænirnar við
óminn af rokktónlist, sem barst
innan úr herbergi sautján ára son-
ar míns, Þorvarðar.
Nú var orðið rólegt í húsinu svo
við hjónakomin settumst niður í
stofunni, ræddum viðburði dagsins
og lögðum á ráðin með morgundag-
inn. Unglingurinn á heimilinu
heiðraði okkur með nærveru sinni
skamma hríð. Um miðnættið geng-
um við til náða - nokkuð fyrr en
venjulega. Ég las svolitið í Önnu
Karenínu eftír Tolstoj en var svo
þreytt að ég sofnaði fljótiega. í
svefnrofunum muidraði ég faðir-
vorið mitt og þakkaði góðum guði
fyrir að allir skyldu hafa komist
heilir í hús að kvöldi. Mig grunar
þó að svefninn hafi lagt mig að
velli áður en ég náði að segja Amen.
leiðinni, söng og trallaði við lögin
hans Gests Einars Jónassonar á
Rás 2. í hesthúsinu biðu mín tutt-
ugu óþreyjufullir ferfætlingar sem
voru orðnir svangir. Ég hleyptí
þeim út í gerðið og tók til við gegn-
ingarnar. Á meðan ég var að moka
flórinn hugleiddi ég efni í erindi
sem ég hef verið beðin að flytja á
fundi hjá Kvæöamannafélaginu Ið-
unni bráðlega. Við þær hugrenn-
ingar gleymdi ég stað og stund.
Þegar hirðingunni var lokið hafði
veðrinu slotað svo að ég greip tæki-
færið og skrapp í stuttan útreiðar-
túr áður en ég hélt aftur heimleiðis.
Þegar heim var komið náði ég úr
mér hrollinum undir vel heitri
sturtu en fór síðan að gefa Sögu og
Pétri að drekka. Skömmu síðar
kom Maddý litia heim úr skólan-
I hesthúsinu biðu tuttugu óþreyjufullir ferfætlingar sem voru orðnir svangir.
DV-mynd BG
Finnur þú fimm breytingai? 197
Ef þú vilt endilega vita hvaö ég lærði í skólanum í dag þá komst ég aö
því aö bekkjarfélagar mínir fá helmingi meira í vasapeninga heldur en
égl
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: ELTA útvarps-
vekjaraklukka að verðmæti
5.450 frá versluninni Tónveri,
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækumar, sem eru í verö-
laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott-
ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og
Víghöíði. Bækumar em gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 197
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavik
Vinningshafar fyrir hundrað
nítugustu og fimmtu getraun
reyndust vera:
1. Erla Sif Magnúsdóttir
Furulundi 10H, 600 Akureyri.
2. Halldór Páll Kjartans-
son
Reykjabraut 23, 815 Þorláks-
höfn.
Vinningamir verða sendir
heim.