Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Page 26
26
LAUGARDAGUR 20. MARS1993
Fordstúlkan 1993:
„ Sveitastelpa með
grasið í skónum"
„Mér líöur alveg stórkostlega vel
og er mjög ánægð meö þetta. AUt í
kringum þessa keppni er nýtt fyrir
mér og æöislegt aö upplifa hana.
Annars er ég bara róleg yflr þessu,“
segir Birna Willardsdóttir, 16 ára
nemandi í grunnskólanum á Dalvík,
sem kjörin var Fordstúlkan 1993 á
fimmtudagskvöldið á kaffihúsinu
Sólon íslandus.
Það var ekki Bima sjálf sem sendi
myndir af sér í keppnina heldur hár-
greiðslukonur hjá Hebu á Siglufirði
sem höfðu óskað eftir við hana að fá
aö greiða henni og farða fyrir mynda-
töku. „Þær spurðu mig síðan hvort
þær mættu senda myndirnar. Sjálf
spáði ég ekkert í hvað þetta væri,
hélt reyndar að ég væri að gera þeim
einhvem greiða. Mér þótti hins vegar
mjög gaman að sitja fyrir í mynda-
tökunni. Þegar hringt var síðan heim
og tilkynnt að ég væri komin í úrslit
trúði ég því ekki og hélt að verið
væri að gera at í mér. Sólarhring síð-
ar var ég komin til Reykjavíkur og
farin að æfa fyrir keppnina,“ segir
Birna.
„Þetta var allt öðmvísi en ég bjóst
við en alveg meiriháttar gaman. Við
þurftum að æfa mjög stíft fyrir tísku-
sýningu, fara í búðir og máta fot og
hver mínúta var skipulögð. Fyrir
mér var þetta allt saman nýtt enda
er ég bara stelpa úr sveitinni."
Bima er 182 sm á hæð og segir að
sú hæð hafi valdið henni mikilli
minnimáttarkennd í gegnum árin.
Það varð til þess að hún fór að ganga
hokin. „Núna þurfti ég að læra að
rétta úr mér og ganga bein. Það var
ekki auðvelt að læra það upp á nýtt,“
segir Bima.
Aldrei kynnst
módelstörfum
Nýja Fordstúlkan fer heim tii Dal-
víkur á morgun og það var ekki laust
við að það væri spenningur í rödinni
þegar hún hugsaði heim. „Hvað ætli
vínir mínir segi?“ spurði hún for-
eldra sína. „Þetta er svo lítill staður
og allir vita allt um mann.“
Mjög góður andi var meðal þeirra
tólf stúlkna sem tóku þátt í Ford-
keppninni. Þær slógu á létta strengi
og hjálpuðu hver annarri. Bima hef-
ur aídrei fyrr kynnst neinu í líkingu
við módelstörf og hún hefur aldrei
farið í líkamsrækt né lært að farða
sig. Hinar stúlkumar vom ávallt til-
búnar að hjálpa henni og grínuðust
með að hún væri sveitastelpan með
grasið í skónum. Bimu fannst þaö
alla tíð safnað dýrum í kringum
mig.“
Bima segir að Dalvík sé upplagður
staður að alast upp á þar til fólk er
komið á hennar aldur en þá er lítið
um að vera. „Flestir á mínum aldri
þurfa að flytja burt,“ segir hún.
„Hins vegar væri gott að koma þang-
að aftur og ala upp börnin sín þar.“
Bima segist þó ætla að halda áfram
að vera Norðlendingur þó hún flytji
til Reykjavíkur. „Mig langar til að
komast í fyrirsætustörf þó ég viti að
það sé mjög erfitt starf. Mér fannst
erfitt að læra að ganga,“ segir hún.
„Það er gaman að fá að kynnast
þessu öllu og ég gæti vel hugsað mér
fyrirsætustörf í útlöndum."
- Heldur þú að þetta komi til með
að breyta þér eitthvaö?
„Nei, alls ekki. Það er alltaf verið
að segja við mann að halda sínu
striki og vera eins og maður er og ég
á alltaf eftir að vera bara ég - eða
stelpan úr sveitinni,“ segir Birna og
hlær.
Mikill dýravinur
Hún hefur mikinn áhuga á ferða-
lögum og hefur ferðast talsvert um
Evrópu. „Ég hef feröast um Frakk-
land, Spán og Ítalíu. Við eigum hús
í Frakklandi og höfum farið þangað
nokkrum sinnum í frí. Þaðan höfum
við farið í heimsókn til Spánar."
Birna á tvo yngri bræður, 6 ára og
14 ára. Þegar móðir þeirra hringdi
heim til að tilkynna úrslitin sagði sá
yngri aö hún myndi áreiðanlega
vinna fimm milljónir í útlöndum og
gefa sér eina. Verðlaunin í Super-
model of the World keppninni eru
samningur við Ford Models skrif-
stofuna upp á rpmar sextán milljónir
króna þannig að það er ekki til lítils
að vinna.
Hestamennska er eitt aðaláhuga-
mál Birnu og hefur hún verið með
eigin hesta á Dalvík. Birna safnar
dýrum í kringum sig. Hún á hund,
sem er einn besti vinur hennar, og
páfagauk. Auk þess hefur hún átt
svín, hamstur, mýs, þrjár hænur,
kanínur og móðir hennar var með
æðarkolluunga í fóstri þannig að fjöl-
skyldan hefur nánast verið með
dýragarð. „Ég er ofboöslega mikið
fyrir dýr og þau eru í miklu uppá-
haldi hjá mér. Ég var með stóran
kofa þar sem ég geymdi hænurnar
og svíniö og þar girti ég í kring. Þama
dundaöi ég mér oft við að dytta að
og mála og gera fínt hjá dýrunum.
Ætli ég sé ekki bóndi í mér þó ég vilji
frekar vera þar sem mannmargt er,“
segir Fordstúlkan 1993. -ELA
kvöldið.
passa vel við sig. „Ég er bara sveita-
stelpa," segir hún.
Birna heldur til Los Angeles í júlí
í sumar og mun þar taka þátt í keppn-
inni Supermodel of the World. í gær
heimsótti hún Vigdísi Másdóttur,
Fordstúlkuna 1992, og skoðaði mynd-
band af keppninni og myndir. „Ég
geri mér enga grein fyrir hvemig
þetta er en ég hlakka rosalega til.“
Móðir Birnu sagði að hún myndi
örugglega fara með henni út og jafn-
vel móðursystur líka enda var fjöl-
skyldan mjög stolt af stúlkunni.
Norðlendingur
í húð og hár
Bima er fædd og uppalin á Dalvík
og er Norðlendingur í húð og hár.
Móðir hennar, Þómnn Þórðardóttir,
er Siglfirðingiu- og faðirinn, Willard
Helgason, frá Dalvík. „Flestallt
frændfólk mitt er að norðan og ég
held að helmingur allra Grímseyinga
sé frændfólk rnitt," segir hún.
Birna er í tíunda bekk grunnskól-
ans á Dalvík. Hún hyggst flytja til
Reykjavíkur næsta vetur og fara í
framhaldsskóla. „Framtíðin er óráð-
in vegna þess að það er mjög margt
sem mig langar að læra. Sérstaklega
heilla mig öll störf sem tengjast
umönnun annaðhvort á fólki eða
dýram. Ég er mikill dýravinur og hef
- segir Bima Willardsdóttir sem kom, sá og sigraði
Sigurvegari kvöldsins ásamt foreldrum sínum, Þórunni Þórðardóttur og
Willard Helgasyni. Bræðurnir tveir voru skildir eftir heima á Dalvík.
Þátttakendur Fordkeppninnar voru
eins og atvinnufyrirsætur þegar þær
sýndu tískuföt frá verslununum Vero
Moda, Plexiglass og Kúmen.
Þær lentu í fimm efstu sætunum: Til vinstri er Hrafnhildur Hafsteinsdóttir,
sem var í öðru sæti, þá sigurvegarinn Birna, Berglind Ólafsdóttir var í
þriðja sæti, Erla Björg i því fimmta og Ragna Borgþóra Gylfadóttir í því
fjórða. DV-myndir Gunnar V. Andrésson