Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 33
LAUGARD AGUR 20. MARS1993 45.. Jón Karlsson, doktor í bæklunarlækningum í Gautaborg: Læknir eins besta knatt- spymuliðs í Evrópu Dr. Jón Karlsson hefur unnið mikiö við að laga áverka á hné með því að nota svokallaðan liðspegil. Þessi mynd birtist i sænska blaðinu I dag þar sem fjallað var um góðan árangur Jóns við að lækna íþróttameiðsl. „Asteðan fyrir því að ég fór að fást við íþróttalækningar er ein- lægur áhugi á íþróttum. í fram- haldi af því hafa tilviljanirnar svo ráðið ferðinni. Maður byijar að vinna með eitt Uð og svo leiðir þetta hvað af öðru. En það er ekkert markmið í sjálfu sér að vinna með einhveiju ákveðnu Uði,“ sagði Jón Karlsson, doktor í bæklunarlækn- ingum og yfiriæknir á Östra- sjúkrahúsinu í Gautaborg. Jón hafði, að sjálfsögðu, verið að fylgjast með heimsmeistarakeppn- inni í handbolta í Svíþjóð, þegar blaðamaður náði taU af honum í vikunni, en þá voru íslendingar nýbúnir að reka smiðshöggið á sig- ur sinn yfir Dönum. Rússarnir höfðu hins vegar rúUað Svíum upp. Það var þó ekki vegna handbolt- ans sem haft var samband við Jón. Auk viðamUúls starfs síns í Gauta- borg er hann nefnilega læknir hins ótrúlega knattspymuliðs, IFK í Gautaborg. Liðið hefur komið verulega á óvart að undanfórnu og er með þeim sterkustu í Evrópu. Það tekur nú þátt í Evrópumótinu og kemur næst á eftir hinu ósigr- andi AC Milan, með 8 stig, í B- riðUnum. Og með þessu geysisterka liði í ferðum er íslenskri doktorinn Jón Karlsson, sem sér um líkamlega heUsu Uðsmannanna og sinnir þeim ef þeir verða fyrir meiðslum. Það þótti upplagt að slá á þráðinn til hans og forvitnast um störf hans úti í Gautaborg, þar sem hann hef- ur dvahö síðastUðin 12 ár. í nám til Svíþjóðar Það var árið 1981 sem Jón fór út til þess að fara í sérnám í bæklun- arskurðlækningum. Sérfræðinni lauk hann 1985 og varði doktorsrit- gerðina 1989. Nú starfar hann á Östra-sjúkrahúsinu í Gautaborg, þar sem hann er raunar yfirlækn- ir, eins og áður sagði. Jón býr í Floda, sem er Utið þorp í um 25 kílómetra fjarlægð frá Gautaborg. „TilvUjanir réðu því að ég fór að starfa hér í Gautaborg að námi loknu. Mér bauðst góð vinna og hefur liðið ágætlega. Ég hef aUtaf verið með það á bak við eyrað að fara heim en hef ekki möguleika á sambærUegri vinnu heima miðað við þá sem ég hef hér. Ég er þvi ekki að hugleiða heimferð í augna- blikinu. Hér fæst ég við aUt mögulegt ef svo má segja. Ég fæst við almennar bæklunarskurðlækningar, skipti um mjaðmir og hné í fólki og svo framvegis. Svo hef ég sérstaklega fengist við störf í sambandi við íþróttamennina. Ég hef unniö fyrir knattspyrnusambandið héma síð- an 1985 og hef meðal annars verið læknir ólympíulandsliðsins, sem var í Barcelona, svo og landsUðsins undir 21 árs. Aður var ég læknir aðaUandsUðsins en hef ekki verið það hin síðari ár.“ Það em talsverð ferðalög sem fylgja því að vera læknir knatt- spymuliðs sem vegnar vel. í um 30 daga á ári er Jón á ferðalögum í tengslum við fótboltann. „Því er ekki að neita að það er mjög gaman að þessu líka. Maður sér heiminn í gegnum íþróttimar, ef svo má segja. Ekki spiUir íþróttaáhuginn fyrir. Ég hef haft mikinn áhuga á íþróttum gegnum tíðina, bæði á fótbolta, handbolta, körfubolta, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef að sjálfsögðu fylgst með ís- lenska landsUðinu í heimsmeist- arakeppninni hér. Það spfilti ekki fyrir að íslenski læknirinn, Stefán Karlsson, er kunningi minn. Hann kynnti sér starfið á sjúkrahúsinu hjá mér í nokkra daga áður en að mótið hófst.“ Ekki alvarleg meiðsl Jón sagði að flestir þeir áverkar, sem knattspyrnumenn fengju, væru minni háttar. Sjaldnar væri um alvarlega áverka að ræða, en slíkt kæmi þó fyrir. Emkum væri um að ræða hnjámeiðsl, axlameiðsl og einnig ökklameiðsl. Jón skrifaði raunar doktorsrit- gerðina sína um áverka á ökkla sem eru mjög algengir hjá íþrótta- mönnum. Árið eftir að hann varöi hana varð hann dósent við háskól- ann í fræðum um axlaráverka. Nú gerir hann mikið að því að flytja fyrirlestra vítt og breitt um Svíþjóð. „Hluti af starfi mínu er að sinna vísindastörfum og fyrirlestrum í samvinnu við samstarfsmenn héma á spítalanum. Þá er einnig í gangi víðtækt samstarf innan Sví- þjóðar meðal þeirra sem vinna með íþróttameiðsl. Það felst í fyrir- lestrahaldi, námskeiöum og einnig heimsækjum við hver annan til þess að kynna okkur helstu fram- farir. Þá er þaö hluti af starfinu að kynna sér helstu nýjungar erlend- is, svo sem í Bandaríkjunum. Nú orðið er til dæmis hægt að laga flesta áverka á hné með svo- kölluðum liðspegli (astroskop). Einnig er hægt að gera við miklu erfiðari áverka, svo sem kross- bandaáverka, án þess að opna hð- inn. Við þessar nýjuhgar og fleira í þeim dúr hef ég fengist." Betri starfsskilyrði Jón sagðist telja að starfsskilyrði í bæklunarlækningum hefðu verið betri í Svíþjóð heldur en hér heima. Það hefði fyrst og fremst komið til af því að Svíar hefðu varið miklum íjármunum í heilbrigðisþjón- ustuna. Nú væru þeir famir að draga saman seghn í þeim efnum, bæði í hehbrigðiskerfinu og félags- lega geiranum. Væri samdráttur- inn farinn að koma greinilega fram. Miklar breytingar hefðu orðið á sænska þjóðfélaginu að undan- fómu, atvinnuleysið hefði aukist stórlega og vaxandi erfiðleika gætti. Atvinnuleysið væri nú um 7 prósent og hefði ekki verið svo mikið síðustu áratugi. Væri búist við að það færi yfir 10 prósent í smnar þegar skólafólkið kæmi út á vinnumarkaöinn. JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.