Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1993, Síða 46
58 LAUGARDAGUR 20. MARS 1993 NÝTT EINBÝLISHUS TIL SÖLU Glæsilegt, 160 m2 einbýlishús m/bílskúr til sölu í Grafarvogi á hagstæðu verði. Nánari uppl. í síma 624333. ÁRSALIR - FASTEIGNASALA - 624333 --------------------------------\ Útboð Markarfljót, varnargarðar við Tjarnir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboóum í gerð varn- argarða við Tjarnir fyrir hönd Landgræðslu ríkis- ins. Helstu magntölur: Ýting í varnargarða 91.800 m3 og rofvarnir 8.700 m3. Verki skal lokið 1. júli 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboð- um á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. april 1993. Vegamálastjóri _____________________/ ---------------------\ Útboð Suðurlandsvegur - Vesturlandsvegur. Áfangi I ■*, Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í jarðvinnu við Suðurlands- og Vesturlandsveg milli Rauða- vatns og Höfðabakka, gerð vegamóta þessara vega og gerð hljóðmana og rofvarna í Reykjavík. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlög 138.000 m3, skeringar i laus jarðlög 145.000 m3, skeringar í berg 154.000 m3, malbik 5.300 m2, regnvatnslagnir 3.000 m, hljóðmanir 35.000 m3 og rofvarnir 65.000 m3. Fyrsta áfanga verksins skal lokið 11. júní 1993, en verkinu skal að fullu lokið 29. apríl 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri ____________________________/ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINSSJ? © Samningur milli íslands og Lúxemborgar um félagsiegt öryggi Að gefnu tilefni tilkynnist að gagnkvæmur samning- ur um félagslegt öryggi milli (slands og Lúxemborg- ar öðlaðist gildi 1. janúar 1992 í báóum löndunum. Hann gildir þartil samningurinn um EES tekur gildi. Þær bætur Tryggingastofnunar ríkisins, sem samn- ingurinn gildir um, eru: - sjúkratryggingar, - bætur í fæðingarorlofi, - slysatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir, ásamt makabótum og barna- lífeyri, - barnalífeyrir, ekkju/ekkilsbætur og ekkjulífeyrir (bætur til eftirlifenda), - atvinnuleysisbætur. Þær bætur í Lúxemborg, sem samningurinn gildir um, eru: - sjúkra- og fæðingartryggingar, - vinnuslysa- og atvinnusjúkdómatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir og lífeyrir eftirlifandi maka, - atvinnuleysisbætur. Samningurinn tekur til þeirra sem heyra eða hafa heyrt undir löggjöf íslands og Lúxemborgar og þeirra sem rekja rétt sinn til þeirra aðila. Tryggingstofnun ríkisins Afmæli Þorvaldur Sigurður Þorvaldsson Þorvaldur Sigurður Þorvaldsson, arkitekt og forstöðumaður Borgar- skipulags Reykjavíkur, Hábæ 39, Reykjavík, verður sextugur á morg- un, sunnudag. Starfsferill Þorvaldur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1954 og varð arkitekt frá Konunglegu Listaaka- demíunni í Kaupmannahöfn 1961. Þorvaldur starfaði hjá arkitektum Hans Erling Lagkilde og Ib Martin Jensen í Kaupmannahöfn frá 1960-61, Sagsarkitekt hjá Erik Moll- er í Kaupmannahöfn 1961-63, arki- tekt hjá húsameistara ríkisins 1963-67 og rak arkitektastofu í félagi við Manfreð Vilhjálmsson 1967-84. Þorvaldur hefur verið forstöðumað- ur Borgarskipulags frá árinu 1984. Þorvaldur var Inspector scholae í MR1954, stundakennari í húsagerð við verkfræði- og raunvísindadeild HÍ1969-75, í stjóm Arkitektafélags íslands 1965-72, þar af formaður 1969-71, i stjóm sjálfstætt starfandi arkitekta 1978-81, í stjóm Norræna sumarháskólans 1966-71, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 1979, þar af formaður frá 1987, í stjóm Skógræktarfélags íslands og Landgræðslusjóðs frá 1983 og for- maður Landgræðslusjóðs frá 1990. Þorvaldur hefur hannað margar þekktar opinberar byggingar, skóla og kirkjur. Má þar m.a. nefna Kjar- valshús, Þjóðarbókhlöðuna, Lýðhá- skólann í Skálholti, Árbæjarkirkju, menningarmiðstöð Þingeyinga, íbúðir fyrir aldraðra og heilsu- gæslustöð á Egilsstöðum. Hann hefur ennfremur sent frá sér greinar í tímarit um arkitektúr og skipulagsmál og haldið fyrirlestra. Árið 1970 hlaut hann fegurðarverð- laun fyrir húsið Fáfnisnes 3 og MenningarverðlaunDV 1980fyrir húsagerðarlist og viðurkenningar í ýmsum samkeppnum. Fjölskylda Þorvaldur kvæntist 25.9.1955 Steinunni Jónsdóttur, f. 6.11.1933, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Jóns- sonar, fyrrum framkvstj. Hrað- frystihússins í Innri-Njarðvík, og Björneyjar Hallgrímsdóttur hús- móður. Þau búa í Kópavogi. Þorvaldur og Steinunn eiga þrjú börn. Þau eru: Jón Þór, f. 2.12.1956, arkitekt, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Ingólfsdóttur Ömólfssonar og eiga þau Steinunni, f. 20.6.1980; Herdís Sif, f. 22.2.1962, landfræðingur og flugfreyja, gift Finni Thorlacius Sigurðssyni, ís- akssonar, og eiga þau Sindra Snæ, f. 24.6.1990; Þorvaldur Bjami, f. 3.3. 1966, tónlistarmaður. Systkini Þorvalds eru: Dóra, f. 14.8.1922, húsmóðir í Kópavogi, var gift Þóri Hall, f. 19.3.1922, þau skildu, og eiga þau Þóri Jón Hall og Hrafnkel Hall; Herdís, f. 15.10.1923, leikkona, búsett í Reykjavík, var gift Gunnlaugi Þórðarsyni, f. 14.4. 1919, þau skildu, og eiga þau Hrafn, Þorvald, Snædísi og Tinnu Þórdísi; Þóra, f. 18.2.1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Nikulási Má Niku- lássyni, f. 8.8.1923, og eiga þau Má Viðar, Maríu Erlu, Þorvald Tómas, Nikulás Úlfar, Höllu Þóm, Hafstein og Sigríði; María, f. 16.6 1928, hús- móðir og saumakona í Bandaríkjun- um, var gift Joseph Edward Brad- well, f. 24.6.1921, þau skildu og eiga þau Joseph Edward. Fyrir átti Mar- Þorvaldur Sigurður Þorvaldsson. ía Bjarna Örn með Þóri Jónssyni, f. 4.2.1912, d. 3.2.1982; Sigríður, f. 1.8.1926, d. 1.5.1931. Foreldrar Þorvalds voru Þorvald- ur T. Bjamason, f. 6.11.1895, d. 29.9. 1932, kaupmaður í Hafnarfírði, og María Víðis Jónsdóttir, f. 14.12.1895, d. 4.5.1982, húsmóðir og bóksali í Hafnarfirði. Ætt Foreldrar Þorvalds T. voru Bjami, útvegsb. á Klöpp í Höfnum, Tómas- son, Guðmundssonar, útvegsb. á Flankastöðum, og Herdís Nikulás- dóttir Bjömssonar, útvegsb. í Ný- lendu í Leirhöfn, Jónssonar, í Vör- umíGerði. Foreldrar Maríu vom Jón Jóns- son Þveræingur Jóakimssonar, b. og hreppstj. á Þverá í Laxárdal, S.- Þing., og HaUdóra Sigurðardóttir, Guttormssonar, í Kallstaðagerði á Völlum, Vigfússonar, stúdents og alþm. á Amheiðarstöðum á Héraði. Þorvaldur og Steinunn hafa boðið til morgungleði í Perlunni á afmæl- isdaginn. Til hamingju með daginn 20. mars Margrét Helgadóttir, Búlandi 3, Reykjavík. Guðjón Guðmundsson, Rauðalæk 5, Reykjavík. 60ára_________________________ Friðrik Áskell Clausen, Grundargötu 62, Grundarfirði. Rafn Þorsteinsson, Ránargötu 24, Akureyri. Ásthiidur Einarsdóttir, Jörundarholti 125, Akranesi. Agatha Erlendsdóttir, Álftamýri 48, Reykjavík. MaggiSígurðsson, Hitaveituvegi 8, Reykjavík. Maggi verður að heiman á afmælis- dagiim. 70 ára Sigurður Eiðsson, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardals- hreppí. 50 ára Hihnar Guðmundsson, Aðalgötu32, Súðavik. Júiíus Sæberg ÓÍafsson, Sæviðarsundi 82, Reykjavík. Hjálmtýr Guðmundsson, Kriunesi 8, Garðabæ. Óskar Már Ólafsson, Hrauntúni 20, Vestmannaeyjum. LeifurEiríksson, Vallargötu 14, Þingeyri. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson, Fjaröarási 8, Reykjavík. Aðalbjörg Helgadóttir, Furúgrund 54, Kópavogi. Jónas Helgi Sveinsson, Bólstaðarhlið 60, Reykjavfk. Ingibjörg Sigfúsdóttir, Háuhlíð3, Sauðárkróki. Sigríður Kristín Gunnarsdóttir, Álfheimum 9, Reykjavík. Sviðsljós Gísli Maack fertugur Gísli Maack rekstrarráð- gjafi náði þeim merka áfanga um daginn að verða fertugur. Af því tilefni bauð hann til veislu á Café Ro- mance þar sem margt góðra gesta leit inn. í þeim hópi var m.a. Egill Ólafsson en hann bæði tók lagiö og gerði góðlátlegt grín að afmæfis- baminu. Á myndinni er Gísh ásamt eiginkonu og bömum, Kristbjörgu Ás- 'laugsdóttur og Áma Pétri ogSigríðiÁsu. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.