Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Fréttir Mannekla háir innheimtu sekta og varðhaldi er sjaldan beitt: Vantar fangelsis- pláss fyrir bruggara „Sektarinnheimtan hefur verið efld hjá lögreglustjóraembættinu hvort sem það eru lögreglustjóras- ættir, dómar eða annað sem fellur undir sektarinnheimtuna. Innheimt- an hefur verið mjög erfið, bæði vegna fjölda mála, eðhs þeirra og skorts á mannafla við innheimtu sektanna, auk slæms efnahagsástands í þjóðfé- laginu," segir Sigríður Stefánsdóttir, deildarlögfræðingvu- h)á Lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík, í sam- tah við DV aðspurð um hvemig heimtur væru á sektum sem menn væru dæmdir í fyrir bruggun áfengis en embætti lögreglustjóra sér um innheimtu sekta sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir menn í. í dómum, þar sem sektarákvæðum er beitt, er yfirleitt vararefsing varð- hald, það er ef sekt er ekki greidd, þá er reynt aö fara í fjámám hjá við- komanch skuldara. Ef sú leið skilar hins vegar ekki árangri er varð- haldsrefsingu beitt. „Við höfum reynt að fylgja þessu eftir en húsnæðiseklan í fangelsis- málum hamlar því og getum viö því ekki gengið að lausu plássi hveiju sinni. Af þessum sökum höfum við ekki getað fuhnægt vararefsingum með góðu móti sem við hefðum helst vhjað,“ segir Sigríður. Sigurður Gíslason, deildarstjóri hjá fangelsismálastofnun, sagði að æski- legt væri að hafa meira pláss fyrir afplánun vararefsingar en unnið væri að úrbótum í þeim málum og fangelsismálum yfirleitt. Annars vildi hann lítiö láta hafa eftir sér um hve oft væri beðið um pláss fyrir af- plánun vararefsingar og vísaði á for- stöðumann fangelsa á höfuðborgar- svæðinu sem ekki reyndist unnt að ná í þar sem hann var í sumarfríi. Sömu sögu var að segja af þeim aðil- um í dómsmálaráðuneytinu sem hafameðfangelsismálaðgera. -pp Framleiðandi bruggtækja í rannsókn Samkvæmt heimildum DV eru við- skipti að minnsta kosti eins aðila, sem er afkastamikih framleiðandi á bruggtækjum, í rannsókn hjá skatta- yfirvöldum. Maðurinn hefur fram- leitt fjölda bruggtækja sem lögreglan hefur lagt hald á upp á síðkastið. Öll sala á tækjunum fer fram undir borðið eins og það er kallað, það er að engin opinber gjöld eru reidd af hendi til hins opinbera við sölu á þeim. Er blaðamaður DV spurði Skúla Eggert Þórðarson, skattrannsóknar- stjóra ríkisins, að því hvort einhver mál er varða framleiðslu og sölu á bruggtækjum væru 1 rannsókn hjá embætti hans vhdi hann hvorki játa þvínéneita. -pp Þingholtin: Minnihlut- inn beitti sér „Ég lagöi tii í umferðarnefhd þann 12. maí síðastliöinn að kom- ið væri til móts við óskir íbúa og settar yrðu grindur á gangstéttir eða annað sem hindrað gæti akst- ur eða lagningu bfla á gangstétt- um í Þingholtunum. Jafnfrarat benti ég á að full þörf væri á aö skoða hverfið og athuga hvaö hægt væri að gera til þess að auka öryggi íbúa. Aðrir fulltrúar í umferöamefnd voru hins vegar ekki á sama máli og tillaga min var því felld með þremur atkvæð- um gegn mínu atkvæði," segir Margrét Sæmundsdóttirsem sæti | á í umferðamefnd Reykjavíkur fyrir Kvennalistann. í DV á miðvikudag var greint frá því að beiöni íbúa í Þingholt- unum um endurbætur hefði verið hafnað í umferðamefnd á þeim forsendum að hraði í hverfinu væriekkimikill. -pp/bm Lýst eftir vitni Rannsóknardeild lögregiunnar í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að árekstri tveggja bíla, Suzuki fólksbíls og Pord Econoline sendibíls, sem varð á mótum Hafharfjaröarvegar og Flata- hrauns, móts viö Kaplakrika, 30. júni. Óhappið varð um það leyti sem Nigel Kennedy hélt tónleika í Kaplakrika. Rannsóknardeildin lýsir einnig eftir gulri skellinööru af Honda MT gerð sem hvarf frá Skútahrauni 11 í Hafnarfiröi 9. til ll.júlí. -pp Sveinbjörn Bjarnason aðalvarðstjóri situr á milli hluta þeirra bruggtækja sem eru i vörslu lögreglunnar í Reykja- vík. Tækjunum er safnað saman á ónefndum stað á höfuðborgarsvæöinu ásamt fleiri munum sem lögreglan legg- ur hald á og gerðir eru upptækir með dómi. Eftir að allir áfrýjunarfrestir eru liðnir eru tækin eyðilögð. Samtals hefur lögregla á höfuöborgarsvæðinu lagt hald á hátt í eitt hundrað tæki síðan hún hóf að sinna bruggmálum af alvöru. DV-mynd GVA Veitingamaður: Sumir vínveitinga- staðir selja landa Veitingamaöur á fjölsóttum bar sem DV ræddi við sagði, aðspurður um hvort veitingahús seldu landa, að hann vissi um að það væri gert. „Ákveðnir staðir gera þetta. Ég veit þaö. Þeir kaupa inn landa og blanda honum kannski til helminga við vodka eða selja hann jafnvel óblandaðan. Gæðin eru orðin það mikil á þessari framleiðslu að það finnur enginn muninn. Allt tal um að hægt sé að sjá af sölutölum ÁTVR hvort þetta sé gert er tómt kjaft- æði,“ sagöi veitingamaðurinn sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Þegar keypt er inn frá ÁTVR er það yfirleitt í ákveönum hlutfóllum miðaö við sölu áfengis á börum, þaö er aö ákveðið magn er selt af vodka, ákveðið magn af viskíi, ákveðið af gini og svo framvegis. Til þess að engar grunsemdir vakni hjá ÁTVR Svanhvit Ingólfsdóttir, Harald Har- aldsson og Gissur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumenn f Kópa- vogi og Hafnarfirði, hjá hluta tækja og umbúða sem hald var lagt á í bruggmálinu i Kópavogi á föstudag. • DV-mynd Sveinn eða yfirvöldum kaupa menn bara smygl af öðrum tegundum en landi kernm- í staðinn fyrir þannig að hlut- follin raskist ekki eða þá að essens- um (bragöefnum) er hreinlega bætt út í landann. Þetta er því lítiö mál,“ sagði veitingamaðurinn. Vilhelm Norðíjörð, veitingamaður á Gauki á Stöng, segist ekkert hafa heyrt um að veitingahús séu aö selja landa í stað áfengis frá ríkinu og finnist það í raun mjög ótrúlegt aö einhveijir nenni að standa í þvi. Það ætti þá að koma greinilega fram í sölutölum ÁTVR til einstakra vín- veitingahúsa og því auðvelt að fylgj- ast með því. Hann segir hins vegar líklegra aö félagsheimili og sahr, sem hafi leyfi fyrir einstök samkvæmi og lítiö eftirht er með, geti hugsanlega verið aö fóndra með þessa hluti. -pp „Ég var hinn versti við þá og hótaði þeim öhu illu. Ég bannaði þeim að halda áfram og sagðist myndu kæra þá ef þeir gerðu þaö. Þeir voru að velta þvi fyrir sér en þegar þeim var Ijóst að ég myndi stöðva þá með öhum til- tækum ráðum hættu þeir við og hhlinn var tekinn úr umferð,“ segir Sigurður Gunnarsson, hér- aðslæknir á Ðjúpavogi. Sigurður var að koma úr sjúkraflugi frá Höfn í Hornafirði nýlega og tók sér far með 20 manna rútu Austurleiðar frá Höfn th Djúpavogs. Sigurði blö- skraði ástandið á bílnura og segir það hafa verið stórhættulegt. Bíl- stjórinn hafi keyrt á „ónýtu drash“ og þar með stofnaö lifi fólks í hættu. Bíllinn lét illa „Bfllinn fór snemma að láta hla. Vökvastýri rútunnar var bhað, hún var þung í stýri og mikið rás á henni. Hún fór rúman metra úr spori, rásaði th og byrjaði að sveiflast til hhðanna. Mér fannst í lagi að leyfa þeim að halda áfram að næsta byggða bóli en á Ðjúpavogi stoppaöi ég þá,“ segir Sigurður. Siguröur segir að forráðamenn Austurleiðar hafi veriö í „hahæri með bha“ og ekki haft neinn ann- an í þessa ferð. Ef menn séu í fólksflutningum og með sérleyfi verði öryggisbúnaður bíla þeirra að vera í lagi. Annars sé betur heima setið en af stað farið. Allir bflar geta bilaö „Þessi maður kom raeð í þessa ferð og gerði athugasemd við bíl- inn en það geta alhr hhar bilað og okkar bila ekkert síður. Þessi bhun kom upp á leiðinni th Djúpavogs þannig að þaö var ekk- ert athugavert viö þetta. Viö skiptum um bh á Djúpavpgi og bíhinn var settur í viðgerð, Við erum meö 20 góða bíla fyrir 10-60 manna hópa,“ segir Garðar Ósk- arssón, sérleyfishafi Austurleið- aráHöfn. -GHS Hemlaði of Lögreglan í Hafnarfirði svipti 22 ára ökumann ökuréttindum þegar hún mældi hann á 130 km hraða á Álftanesvegi þar sem hámarkshraði er 70 km. Þegar phturinn varð var við lögregluna hemlaði hann það harkalega til að forðast að vera mældur á hraðanum að hjólafest- ingar gáfu sig þannig að bíllinn brotnaði niður aö framan. Lög- reglan segir aö litlu hafi mátt muna að iha færi en enginn slas- aðistviðatburðinn. -pp Vestmannaeyjar: Pjörtíu feta gámur hlaðinn 22 tonnum af sjófrystum fiski steyptist í sjóinn þegar bryggju- gólf sprakk undan þunga gáms- ins og lyftara sem ók með hann í Vestmannaeyjum í fyrradag. Engin slys urðu á fólki og lyftar- inn skemmdist ekki við óhappið. Gámurinn er töluvert skemmd- ur en hann skall utan í hryggjuna áður en hann lenti sjónum. Lítið vatn komst inn í gáminn og er talið að litlar eða engar skemmd- ir hafi orðið á fiskinum. Töluvert holrúm viröist hafa myndast undir bryggjugólfinu og er talið að það kosti miiljónir að geraviðþaö. .pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.