Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Dagur í lífl Mörtu Bjarnadóttur, kaupmanns í Evu, Galleríi og Centrum: Útsala undirbúin „Ég vaknaöi klukkan átta þennan mánudagsmorgun enda var anna- samur dagur framundan. Mér þótti heldur leiöinlegt aö hafa ekki tíma fyrir nauðsynlega hluti eins og lík- amsræktartímann sem ég fer venju- lega í klukkan 10.10. Reyndar þótti mér enn miður hugsunin um að sleppa tímunum alla vikuna en þar sem útsölur voru aö byija hja mér sá ég ekki fram á lausa stund næstu daga. Eg flýtti mér á fætur og tók til fótin á sjö ára dóttur mína, Evu Guðnýju. Morgunverður minn samanstóð af einni mandarínu, tebolla og Geri- komplextöflu. Síðan tók ég á móti sjö mánaða dótturdóttur minni, Mörtu Karenu, sem ég var búin að lofa að taka með mér upp í búð og passa fyrir hádegi, samtímis sem ég ætlaði að taka til útsöluna í Galleríi með starfsfólkinu. Mamma hennar, sem býr í kjallaranum hjá okkur ásamt eiginmanni og dóttur, sér um versl- unina Centrum í Kringlunni og það var mjög mikið að gera hjá henni líka við undirbúning útsölunnar þar. Ég var komin á staðinn um klukk- an 9.30. í fyrstunni þurfti að sinna skyldustörfum, eins og líta yfir sím- bréf sem borist höfðu. Ég svaraði tveimur bréfanna strax, hringdi símtöl vegna vörusendinga og lét inn auglýsingu í Ríkisútvarpið. Þá átti ég eftir að bera útsölufatnað upp í búð af iager og var að þvi til hádegis. Pylsa í hádeginu Hádegisverðurinn var ein pylsa sem ég sporðrenndi í selskap með eiginmanninum og litlu dótturinni sem var að koma úr skólasundi. Mér var ekki til setunnar boðið og rauk því aftur til vinnu enda mikill undir- búningur í gangi fyrir útsöluna. Eins og alla aðra daga þurfti ég að svara um það bil tuttugu símtölum bæöi nauðsynlegum og óþörfum. Hugurinn var þó bundinn við útsöl- una í Evu sem átti að byija á fimmtu- deginum. Aðallega velti ég fyrir mér hvað ég ætti að taka frá sem ekki ætti að fara á útsöluna og einnig hvaða vörum ætti aö bæta viö þær sem fyrir voru og loks að athuga hvort ég ætti nóg af sumarvörum. Mér fannst þaö svolítið skrýtið að vera að undirbúa útsölu því mér fmnst sumrinu vera lokið þegar út- sölur hefjast enda er ég þá fyrir löngu búin að panta vetrarvörurnar. Það sem eftir var þessa dags fór í að skipuleggja, verðmerkja og ákveða eitt og annað í samvinnu við starfs- fólkið. Þetta var langur og strangur vinnudagur. Það var ekki fyrr en klukkan hálfátta um kvöldið sem ég gat loksins andað léttar. Þá komu maðurinn minn og dóttir aö sækja mig. Þau gerðu mér stóran greiða meö því að bjóða mér á Pasta Basta í kvöldmat og cappuccino kaffi á eftir. Það var einmitt það sem ég gat hugsaö mér þá stundina. Mér fannst mjög gott að sleppa við að elda þetta kvöldið. Égborðaði Pasta Gorg- an Zola með valhnetum og það smakkaðist ljúft. Beðið fyrir betra veðri Við komum heim um hálfníuleytið og þá settist ég fyrir framan sjón- varpið svolitla stund og slappaði af. Svo var kominn háttatími fyrir dótt- urina og ég fór upp með hana í hátt- inn. Áður kíkti ég þó niður til Mörtu Karenar og knúsaði hana fyrir svefn- inn. Ég var orðin of þreytt til að lesa fyrir Evu Guðnýju þetta kvöld. Við slepptum þó ekki bæninni frekar en venjulega. Loks stillti ég vekjaraklukkuna mína á átta enda annar annasamur dagur framundan. Síðasta ósk þessa dags var að veðrið yrði nú sæmilegt á þriðjudeginum. -ELA Marta Bjarnadóttir kaupmaður var önnum kafin síðastliðinn mánudag að undirbúa útsölu. DV-mynd ÞÖK Finnur þú fimm breytingai? 214 „Allt í lagi, allt í lagi, farðu þá að reykja aftur.“ Nafn: Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 214 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö. hundruðustu og tólftu get- raun reyndust vera: 1. Stefanía Árnadóttir, Hátúni 7, 735 Eskifirði. 2. Steinar Benediktsson, Reykjavíkurvegi 68,222 Hafn- arfiröi. Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.