Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR, 17. ,JÚLÍ 1993
Var nauðgað um verslunarmannahelgi fyrir 2 árum:
„Hann nauðgaði
mér meðan ég var
brennivínsdauð"
- segir sautján ára stúlka sem er enn að jafna sig eftir hið hörmulega atvik
„Ég rumskaöi á fjósgólfi viö að
einhver maður var að hamast á
mér en féll síðan aftur í brenni-
vínsdá. Nokkru síðar rumskaði ég
aftur við að mér var fleygt inn í
lítiö herbergi á sveitabæ og hurð-
inni var læst. Ég reyndi að komast
út en þegar það gekk ekki lagðist
ég á bedda, sem þarna var, og
reyndi að sofna. Frekar ógeðfelldur
fullorðinn maður kom þá inn og
sagði mér að koma strax því bónd-
inn á hænum væri alkóhólisti og
hann gæti nauðgað mér ef hann sæi
mig. Þessi maður keyrði mig á
tjaldsvæðið þar sem ég bjó í tjaldi
ásamt vinkonu minni,“ segir tæp-
lega sautján ára gömul stúlka sem
varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu
um verslunarmannahelgi fyrir
tveimur árum að vera nauðgað.
Stúlkan lá áfengisdauð og ósjálf-
bjarga á tjaldsvæði þar sem aragrúi
fólks var samankominn. Hún var
flutt burt að nærhggjandi sveitabæ
án þess að hafa nokkra hugmynd
um það. Stúlkan gat ekki kært at-
burðinn þar sem hún var ekki viss
um hver nauðgarinn var.
Drakk
óblandað áfengi
„Ég fór ásamt vinkonu minni í
útilegu um þessa verslunarmanna-
helgi. Foreldrar hennar voru einn-
ig með en þeir eru meö hjólhýsi
stutt frá tjaldsvæðinu og bjuggu
þar. Við vinkonurnar tjölduðum
hins vegar. Á tjaldsvæðinu var gíf-
urlega margt fólk og eins og gengur
var fólk aö fá sér í staupinu. Ég
drakk lítið á fóstudagskvöldinu
enda var skemmtilegt það kvöld. Á
laugardeginum reiddist ég viö
strák, sem ég kynntist, og það varð
til þess að ég hellti nánast ofan í
mig áfenginu um kvöldið. Drakk
það meira að segja óblandað. Ég
varð náttúrlega blindfull og það
endaði með því að ég dó. Reyndar
man ég ekki mikiö frá þessu kvöldi
en man þó að ég fór inn í tjald til
að „sofna“ en það var ekki mitt
tjald.
Það næsta sem ég minnist er þeg-
ar ég rankaði við mér á fjósgólfmu
við það að einhver var ofan á mér.
Ég gat ekkert gert enda dó ég um
leiö aftur. Síðan man ég eftir mér
hágrátandi í þessu herbergi á
sveitabæ en þá kom maðurinn sem
keyrði mig heim. Ég var illa útlít-
andi og illa lyktandi. Fötin mín
báru þess merki að ég hafði verið
í fjóshaug. Auk þess var ég talsvert
meidd í andhti.
Var nærbuxnalaus
„Þegar ég kom þannig á mig kom-
in til vinkonu minnar í tjaldinu
sagði ég henni að mér hefði verið
nauðgað. Hún trúði því ekki, hélt
ég væri með fyllirísröfl. Það er
mjög óþægilegt þegar maður
treystir manneskju fyrir slíku og
hún trúir því ekki. Ég byrjaði á að
fara úr skítugum gallabuxunum en
Fórnarlamb nauðgara segir að ungar stúlkur eigi að vara sig á áfengisdrykkju og halda sig í félagsskap
vinkvenna sinna. Sérstaklega á það við um útisamkomur, t.d. um versiunarmannahelgi, en aigengt er að
brennivínsdauðum stúlkum sé nauðgað. Myndin er sviðsett fyrir þessa grein.
DV-mynd Þök
sá þá mér til undrunar að ég var
ekki í neinum nærbuxum. Mér brá
auðvitað en held að ég hafi ekki
viljað hugsa um það sem gerðist
og ýtt því til hhðar í huga mín-
um,“ segir stúlkan þegar hún rifjar
upp þetta ömurlega atvik.
Þó að þessi unga stúlka hafí reynt
að lifa með þvi sem gerðist, án þess
að hugsa mikið um það, hafði það
gífurleg áhrif á hegðun hennar og
samskipti við fólk. „Viö vorum aö
flytja um þessar mundir á nýjan
stað og ég man varla eftir þvi. Það
er eins og ég hafi ekki tekið eftir
neinu sem var að gerast í kringum
mig,“ segir hún. „Ég áttaði mig
auðvitað ekki á því sjálf að ég væri
eitthvað ööruvísi en ég var vön aö
vera. Ég fékk rosaleg þunglyndis-
köst af og til og sá raunar engan
tilgang með hfinu,“ segir hún.
Leitaði til Stígamóta
„Um haustið, þegar ég byrjaði í
tíunda bekk, kynntist ég stúlku
sem ég treysti fyrir þessu leyndar-
máli minu. Hún þekkti konu sem
starfar hjá Stígamótum og sagöi
henni frá mér. Síðan fékk ég þau
skilaboð að Stígamótakonan vildi
tala við mig. Ég fór síðan til hennar
í viötal og tók vinkonu mína með
mér. Á leiðinni hugsaði ég hvort
ég væri að gera rétt, þetta mál
væri varla svo merkilegt að það
þyrfti að ræða það hjá Stígamótum.
Eftir nokkur viðtöl fór ég í hópmeð-
ferð og þetta hjálpaði mér ótnilega
mikið. Satt að segja eru það yndis-
legar manneskjur sem starfa hjá
Stígamótum.
Ég man í eitt skiptið aö mér var
sagt að taka púða, ímynda mér að
hann væri nauðgarinn og berja
hann eins fast og ég gæti. Þetta
hjálpaði mér mikið því ég losaði
heilmikið um sálarlega."
- Breyttir þú lífsstíl þínum eftir
þessa reynslu?
„Já, ég hef varað mig á áfengi.
Ég passa mig á að drekka mig ekki
fulla. Um verslunarmannahelgina
í fyrra fór ég á útisamkomu og
gætti mín þá mjög á áfengi. Einnig
að halda mig nálægt mínum vin-
konum.“
- Hefur þetta haft áhrif á sam-
skipti þín við karlmenn?
„Ég verð stundum mjög hrædd
við karlmenn og vantreysti þeim
mikið. Það á þó ekki við um aha
karlmenn enda reyni ég að láta
þetta ekki eyðileggja líf mitt. Stíga-
mót hafa hjálpað mér í því.“
Léttvægir dómar
Þessi unga stúlka á vinkonu sem
lenti í sifjaspelli og aðra sem lenti
í kunningjanauðgun. Sú síðar-
nefnda hefur ekkert gert í málinu
þar sem um vin hennar var að
ræða en hin kærði frænda sinn sem
fékk hálfsmánaðar fangelsi. „Dóm-
ár eru svo léttvægir í slíkum mál-
um að varla tekur því að kæra,“
segir hún.
- En hefur stúlkan komið aftur á
þann stað þar sem þessi atburður
átti sér stað?
„Nei, og mig langar ekki þangað
aftur. Það er eitthvað sem segir
mér að gera það ekki. Ég verð líka
ofboðslega reið þegar ég les um
nauðganir í blöðum. Því miður held
ég að miklu meira sé um nauðgan-
ir en fólk heldur en margar konur
kjósa að þegja. Það er mjög einfalt
að segja að konur eigi að kæra en
það er hægara sagt en gert. Nauðg-
arar sleppa líka of auðveldlega hér
á landi en því þarf að breyta.
Það að karlmaður nauðgi brenni-
vínsdauðri konu sýnir best að
nauðgun á ekkert skylt við kynlíf.
Þeir menn sem gera shka hluti eru
mjög brenglaðir."
Að sögn Heiðveigar Ragnarsdótt-
ur hjá Stígamótum er það mjög al-
gengt að brennivínsdauðum kon-
um sé nauðgað, jafnt á útisamkom-
um sem í heimahúsum.
Oft eru nauðgarar undir áhrifum
fíkniefna en þau magna mjög of-
beldishneigð hjá mönnum.
Nauðgun getur
verið lífshættuleg
Nauðgun er ekki bara ofbeldi því
hún getur verið lífshættuleg ef
nauðgarinn er HlV-smitaður. Heið-
veig segir að hræðsla við alnæmi
og aðra kynsjúkdóma komi mjög
fram hjá þeim stúlkum sem t.d.
leita til Stígamóta á útihátíðum.
„Það er fáránlegt en það má ekki
samkvæmt lögum taka mann, sem
er kærður fyrir nauðgun, í alnæm-
ispróf. Fórnarlambiö verður því að
bíöa í þrjá til sex mánuði eftir úr-
skurði. Það getur hver maður séð
hvílík vanlíðan fylgir slíkri bið.“
Verslunarmannahelgi er fram-
undan og fórnarlamb nauðgunar
lítur með skelfingu til þeirrar helg-
ar því ófáar nauöganir eiga sér stað
um þá helgi. Hún segist vilja gefa
ungum stúlkum það ráð aö passa
sig á áfengi og fíkniefnum. „Drekk-
ið hóflega og vinkonur verða að
halda hópinn og standa saman. Ég
vil líka hvetja fólk, sem sér dauða
stúlku hggja á víðavangi, til að
koma henni til gæslumanna eða
þangaö sem hún er örugg," segir
þetta fómarlamb nauögara og bæt-
ir við að hún vonist th aö saga sín
geti verið öðmm stúlkum víti til
varnaðar.
-ELA