Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Ásgrímur Halldórsson, útgerðarmaður og fyrrum kaupfélagsstjóri: Maóurinn sem byggði upp Höfn „Kaupfélögin eiga sér framtíð og einnig sá grunnur sem þau hafa starfað á. Þau hafa hins vegar verið mismunandi vel rekin og að sumum kaupfélögunum hafa komið mikhr glannar, þó menntaðir haíi verið, og koUsiglt. Mörg félaganna eru farin á hausinn eingöngu út af glannalegri fjárfestingu. Böl samvinnuhreyfmg- arinnar tel ég hins vegar hafa verið að eftir 1983 þoldi hún ekki verð- trygginguna. Þá fór aUt á verri veg þegar þurfti að fara að borga af skuldum miðað við verðtrygging- una.“ „Sambandið stóð sig vel fram á árið 1975 en 1978 er komin fuU verð- trygging. 1983 kom í ljós að hreyfing- in þoldi ekki þessar miklu fjárfest- ingar sem hún stóð fyrir,“ segir Ás- grímur Halldórsson, útgerðarmaður og fyrrum kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði. Hann byggöi á 23 ára ferli sínum eitt sterkasta kaupfélag lands- ins og á Hornafirði þakka margir honum þá ævintýralegu uppbygg- ingu sem varð á árunum 1953 til 1975 þegar íbúafjöldinn reis úr 400 manns í rúmlega 1600 og atvinnustaðan var mjög sterk. Ásgrímur hefur hin seinni ár verið nánast ófáanlegur í blaðaviðtöl en DV tókst þó að ná tali af honum í síðustu viku. Hann hefur hugsað sér að draga sig nokkuð i hlé frá rekstri eftir fjörutíu ára baráttu í útgerðar- og kaupfélagsrekstri og vinna hálft starf. Síðustu árin hefur hann rekið útgerðarfyrirtækið Skinney á Höfn en því hefur vegnað vel. SÍS tapaði hundruð- um milljóna á vonlausum félögum „Ég sé mikið eftir Sambandinu. Ég held að forráðamennirnir hafi ekki áttað sig fyrr en alltof seint hvað verðtryggingin átt ríkan þátt í því að þeir gátu ekki haldið áfram þess- um gegndarlausu fjárfestingum. Sambandið aðstoðaði þau kaupfélög sem stóðu höllum fæti alltof lengi. Ég hef grun um að SÍS hafi tapað hundruðum milljóna á að halda gangandi kaugfélögum sem voru orðin vonlaus. í stjóm Sambandsins voru meðal annars menn utan af landi sem þrýstu mjög á að halda þessum félögum gangandi. Þó keyrði um þverbak í Reykjavík þessi tvö til fjögur ár sem KRON lifði undir stjórn Þrastar Ólafssonar sem nú er einn aðalfiármálaspekingur ríkisstjóm- arinnar, skilst mér. KRON þrýsti á Sambandið að fara inn í Miklagarðs- ævintýrið og ég hef gmn um að SÍS hafi tekið við allt of miklum skuldum og bjargað KRON út úr stórkostlegu gjaldþroti. Ásgrímur var kaupfélagsstjóri KASK frá 1953 til 1975. A þeim áram var gífurlegur uppgangur á Höfn og rekstur kaupfélagsins var injög um- svifamikill. Ýmsir telja að Ásgrímur hafi fyrst og fremst byggt það veldi sem kaugfélagið er á Höfn. „Það vom teknar harðar ákvarð- anir á þessum ámm og teflt á tæp- asta vað en það lukkaðist allt og við byggðum þetta upp. Eina almenni- lega húsið í eigu kaupfélagsins, þegar ég kom, var gamla skrifstofuhús- næðið hérna. Þróunin hefur hins vegar verið ör frá því ég kom í febrú- arlok 1953. Nú búa hér rúmlega 1800 manns.“ Þegar Ásgrímur byrjaöi voru fimm Asgrímur Halldórsson útgerðarmaður er af mörgum Hornfirðingum talinn vera sá maður sem breytti Höfn úr smáþorpi í öflugan útgerðarbæ. Hann var kaupfélagsstjóri á árunum 1953 til 1975 þegar mikiii uppgangur var. Ásgrímur, sem er faðir Halldórs Ásgrimssonar, fyrrum ráðherra, er með samvinnu- skólapróf frá Jónasi frá Hriflu og segist hafa lært alla sína stjórnvisku þar. DV-mynd Ari starfsmenn við verslun og fimm við skrifstofu en ári seinna, þegar frysti- húsið komst í gang, fjölgaöi þeim. Þegar hann hætti vom starfsmenn orðnir yfir 200. Ásgrímur var einnig framkvæmasfjóri Borgeyjar til 1977. Helstu útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki á Höfn vom annaöhvort í hönd- um kaupfélagsins eða rekin í sam- vinnu við það og þar trónaði Ásgrím- ur. Kaupfélags-, banka- og útgerðar- stjóri í senn Lengi vel var enginn banki á Höfn og þá veitti Ásgrímur kaupfélags- stjóri mönnum lán til húsabygginga. Það þótti í hæsta máta undarlegt og fá dæmi þekkust á landinu um slíkt. „Kaupfélagið var svo öflugt þessi ár að það lánaði alltaf allt efni til bygginga og í verðbólgunni, sem þá var, lækkaði með hveiju árinu skuldin og flestir voru búnir að borga skuldina eftir 2 til 4 ár. Það var eng- inn banki hérna, öll lán komu í gegn- um kaupfélagið. Við lánuðum fólk- inu og fengum fyrirgreiðslu í Lands- bankanum á Eskifirði. Landsbank- inn kom ekki hingað fyrr en 1971. Kaupfélagið hafði fram að þeim tíma rekið innlánsdeild. Þegar Ásgrímur hætti sem kaupfé- lagsstjóri hellti hann sér í rekstur hjá Skinney hf. „Þá áttum við einn bát og togara sem við urðum síðan að selja. Við gerðum svo út tvo báta fram til árs- ins 1986 en þá keyptum við þann þriðja og 1987 keyptum við þrotabú Stemmu og þar höfum við nú verk- unina.“ Ásgrímur segir aö rekstur Skinn- eyjar hafi gengið illa í fyrra. Um 50 milljóna tap hafi verið á rekstrinum. 50 milljónir voru hins vegar afskrif- aðar og því var tapið ekki eins alvar- legt fyrir fyrirtækið: Gengisfelling hafi auk þessa hækkað lán um 20 milljónir. 60 til 70 manns vinna hjá Skinney og hefur verið svo síðustu þrjú árin. Fyrirtækinu hefur gengið vel síðustu ár. Hræddurum að efBorgeyfer fariKASKlíka Borgey hf., sem til varð við samein- ingu Borgeyjar og Fiskiðjuvers KASK á síðasta ári, leitar nú nauða- samninga. Ásgrími sýnist að ef Borg- ey verði gjaldþrota muni lánar- drottnar tapa ennþá meiru en ef þeir gæfu eftir í nauðasamningum helm- ing skulda. „Ég er alveg á nálum yfir því að ef Borgey verður pínd í gjaldþrot og ekki samið um skuldir þá fari kaup- félagið á eftir. Ég hreinlega trúi ekki öðru en samið verði um skuldir Borgeyjar. Landsbankinn verður nú að gæta þess að hann hefur rekið héma öflugt útibú sem kaupfélagið studdi hann dyggilega við að stofna. Það útibú hefur aldrei tapað einni einustu krónu hér þar til í fyrra, hvorki í gjaldþrotum eða öðm. Tekjuafgangur 1990 og 1991 var um 90 milljónir hvort ár. Það var svipað mikið og á Selfossi og öllu þvi svæði og það var meira en af útibúinu á Akureyri. Þetta er eitt af fáum útibú- um sem hefur átt innstæður í aðal- bankanum í mörg ár. Þessi upphæð hefur verið vel yfir 1 milljarði. Það er ekki lítið á þessu svæði hérna, Austur-Skaftafellssýslu, þar sem búa ekki nema 2.500 manns. Það er gefið mál að ef Landsbankinn hleypir Borgey í gjaldþrot verða hörð við- brögð hér á staðnum. Svo hörð að útibúið verður ekki nema svipur hjá sjón á eftir.“ -Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.