Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
19
Sviðsljós
Það var ást við fyrstu sýn þegar Raine Spencer hitti franska greifann Jean Francois í veislu í Monte Carlo.
Þau gengu í hjónaband fyrir stuttu.
Stjúpmóðir Díönu féll kylliflöt fyrir frönskum greifa:
„Þettavar ást
við fyrstu sýn"
- segir greifynjan sem hafði verið ekkja í fjórtán mánuði
Stjúpmóðir Díönu prinsessu, Ra-
ine Spencer, sem er 63 ára gömul,
gifti sig fyrir stuttu frönskum
greifa, Jean Francois, 56 ára, eftir
að hafa verið ekkja í fjórtán mán-
uði. Margt hefur verið skrifað um
þetta fræga brúðkaup en færri vita
að Raine hafði heitið sjálfri sér,
þegar hún var ung kona, þremur
hlutum; að búa ekki í gömlu húsi,
að vera ekki með manni í krabba-
merkinu og að hún myndi í öllu
falli aldrei falla fyrir Fransmanni.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur
Raine nú svikið öll þessi loforð sín
og nú síðast féll hún fyrir Frans-
manni.
Þau kynntust í miðdagsveislu í
Monte Carlo hjá sameiginlegum
vini. „Ég var alls ekki i rómantísk-
um hugleiðingum," segir hún.
„Reyndar ætlaði ég að vera í fríi í
Toscana þannig að í raun var það
algjör tilviljun að ég væri þarna
stödd,“ segir hún. Greifmn bætir
við að hann hafi lifað rólegu lífi og
naut i raun frelsisins, rólegheit-
anna og að vera einn. „Monte Carlo
er ekki uppáhaldsstaðurinn minn.
En mér tókst ekki að skorast undan
boðinu. Ég vissi auðvitaö ekki að
þetta kvöld myndi breyta lífi
Greifynjan Raine segir að ástar-
ævintýri hennar hafi komið móður
hennar, Barböru Cartland, gjör-
samlega á óvart en sagan i kring-
um þau kynni er eins og lesin upp
úr ástarsögu Cartland.
mínu,“ segir hann.
„Þegar ég sá Jean hugsaði ég með
mér hversu hár og myndarlegur
maður þetta væri. Hann var svo
mikill sjéntilmaður. Við uppgötv-
uðum síðan að við áttum sameigin-
leg áhugamál. í rauninni var þetta
ást við fyrstu sýn af hálfu okkar
beggja," segir Raine.
Greifynjan hefur verið gift tvi-
svar sinnum áður. í hjónabandi
með greifanum af Dartmouth eign-
aðist hún íjögur böm; William sem
nú er 43ja ára, Rupert 41 árs, Charl-
otte sem er 29 ára og Henry 24ra
ára. Er hún giftist Spencer lávarði
eignaðist hún þrjár stjúpdætur og
einn stjúpson, þar á meðal var
Díana prinsessa.
Greifynjan segir að franski greif-
inn hafi fengið sig til að líða eins
og ungri stúlku á nýjan leik. Hann
hafði verið skilinn í fjögur ár og
segist hafa séð það strax, er hann
sá Raine, að þarna væri kona sem
hann myndi ekki láta ganga sér úr
greipum.
„Lífið er allt meira og minna til-
viljun. Við kynntumst á hárréttu
augnabliki," segir greifynjan. „Við
trúum á slíkar tilviljanir og þess
vegna trúlofuðum við okkur eftir
mánaðar kynni. Þetta er eins og
ástarævintýri úr bók Barböru
Cartland. Það var reyndar mamma
(Barbara Cartland) sem varð mest
hissa í allri fjölskyldunni yfir frétt-
unum.“
Námskeió um meðferð og notkun
íslenskra lœkningajurta verður haldið í
byrjun ágúst.
Leiðbeinandi: Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 91-24365,
á virkum dögum á milii kl. 18.00 - 21.00.
Maí-ágúst: Alla virka
daga kl. 13-18.
Alla frídaga og helgar
kl. 13-20.
Sept.- okt: allar helgar
kl.13-19.
í LEIÐINNI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
Fyrírtæld - verslanir
félagasamtök
T-bolir, háskólabolir, pólóbolir
og derhúfur á góðu verði!
Silkiprentun á staðnum. Gerum tilboð í stærri verk.
R. Guðmundsson, Skólavörðustíg 42,
símar 91-10485 og 91-11506.
KAUPIN í
LAMB AKJÖTI
Grillveisla fyrir
manns í einum
poka af lambakjöti.
Fæst í næstu verslun.
BESTU