Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
43
„Mikið var af hlýjum tilfinningum í sambandi Grímu og mannsins og greinilegt var að þeim fannst gott að
geta rætt sín mál á þennan hátt. Þeim skildist að þau þurftu hvort á öðru að halda. Sviminn lagaðist fljótlega
og þau ákváðu að fara í Spánarferð um haustið."
Miðaldra kona
með svima
upp um hana og sagði umheimin-
um frá raunverulegri líðan hennar.
Á þennan hátt reyndi hún ómeðvit-
að að segja manninum sínum að
fara ekki frá sér heldur styðja sig
og styrkja á erfiðum tímum. Hún
kallaði á umhyggju og bhðu en fékk
skammir og aðfinnslur. Eftir því
sem læknarnir urðu fleiri sem
sögðu henni að ekkert væri að
versnaði sviminn og Gríma fékk
þá tilfmningu að hún stefndi hrað-
byri inn í heim einmanaleika og
geðveiki. Nanna sagðist álíta að
vandræði Grímu stöfuðu af hjóna-
bandsörðugleikum. „Mig langar til
að tala við ykkur saman,“ sagði
hún mildilega. Konunni fannst það
algj ör óþarfl en féllst þó á það um
síðir.
Þau komu saman á stofuna til
Nönnu nokkrum dögum síðar.
Þeim tókst að tala saman um til-
flnningar sínar og vonir. í ljós kom
að maðurinn var órólegur og kvíð-
inn gagnvart framtíðinni. „Mér
finnst eins og lífið sé á hraðferð frá
mér,“ sagði hann. „Ég er orðinn
fimmtugur. Enginn hefur not fyrir
mig framar." Hann fann til með
konunni sinni en fannst eins og
hún ætti að styðja við sig en ekki
ganga um með þjáningarsvip og
tala um svima. A sama tíma viður-
kenndi hann að hafa vanrækt
Grímu enda hafði hann um tíma
veriö yfir sig hrifinn af þessari
ungu fráskildu konu sem vann með
honum. En það var allt búið. Hún
eða hann hafði misst áhugann.
Mikið var af hlýjum tilfmningum í
sambandi Grímu og mannsins og
greinilegt var að þeim fannst gott
að geta rætt sín mál á þennan hátt.
Þeim skildist að þau þurftu hvort
á öðru að halda. Sviminn lagaðist
fljótlega og þau ákváðu að fara í
Spánarferð um haustið. En þá var
Nanna aftur komin til Reykjavíkur
og sest á skólabekk til að læra utan
að 365 algengustu ástæður fyrir
svima, eina fyrir hvem dag ársins.
En hvergi var minnst á hana
Grímu enda horfir svimaleitartæk-
ið ekki inn í hjörtun.
Hjónabandsráðgjöf
Nanna læknanemi starfaði í
afleysingum á heilsugæslustöð í
fyrra. Hún var ung og óreynd en
full af áhuga og tilfinningalegri
hluttekningu sem fólkinu í pláss-
inu líkaði vel. Einhveiju sinni var
hún stödd í kaupfélaginu til að
kaupa í matinn, kók, örbylgjupopp
og saltstangir. Hún veitti þá eftir-
tekt miöaldra feitlaginni konu sem
stóð upp við kjötborðið og hélt um
höfuðið. Henni leið greinilega illa.
Andlitið var markað uppskrúfuð-
um þjáningarsvip eins og stundum
sést á gömlum myndum af dýrhng-
um og píslarvottum kirkjunnar.
Nanna gekk óhikað til hennar og
spurði hvaö væri að. Konan horfði
undrandi á hana en sagði svo og
stundi, „Mig svimar svo ægilega
mikið." „Erþaðeitthvaðnýtt?"
sagðiNanna. „Nei,“ sagðikonan,
„ég er búin aö vera með þennan
svima í marga mánuði. Otal læknar
hafa rannsakað þetta. Ég er búin
að fara í ótrúlegustu rannsóknir;
heilasneiðmynd, blóðrannsókn,
heilaUnurit og svokaUað svimaleit-
artæki sem ekki á sinn Uka í víðri
veröld. En þeir finna ekki neitt að
mér.“ Hún horfði á Nönnu og fór
að gráta. Bæði andlegt og líkamlegt
jafnvægi virtist farið veg aUrar ver-
aldar. „Komdu til mín á heUsu-
gæsluna á eftir,“ sagði Nanna, „ég
er læknirinn hérna í plássinu."
Einkennilegur svinii
Konan kom til hennar seinna
þennan sama dag. Hún var fallega
klædd, 47 ára gömul, þreytuleg á
svip, með bauga undir augum og
sagðist heita Gríma. Hún lýsti með
miklum Ulþrifum svimanum, sem
hafði lagt líf hennar í rúst, og lækn-
unum sem höfðu rannsakað hana
í þaula. „Það er víst ekkert að
mér,“ sagði hún og reis á fætur.
Hnén kiknuðu undir henni svo að
hún var næstum dottin. „Svona er
þetta aUtaf. Jafnvægið er farið
fjandans tíl.“ Nanna fór að spyija
hana út í heimUishagi og gang lífs-
baráttunnar. Gríma sagði henni aö
sambandið við eiginmanninn væri
ekki gott. Hann gagnrýndi hana
stöðugt og gerði eitraðar athuga-
semdir varðandi mat og heimUis-
hald. Hann sagði henni sífellt sögur
af vinnufélaga sínum sem væri al-
veg stórkostleg kona, skemmtUeg,
greind og falleg. Auk þessa hafði
hún misst pabba sinn í sjóslysi
nokkrum mánuðum áður. Hún
hafði misst allan áhuga á heimU-
inu. Oftar en ekki gleymdi hún að
hafa mat á borðum þegar maður-
inn kom heim. Þá rauk hann af
stað með börnin á skyndibitastað
og sagði að hún væri tU einskis
nýt. Gríma hafði reynt að tala við
hann en aUt kom fyrir ekki. Hún
sagðist vera óánægð með sjálfa sig.
„Ég er aUtof feit og bijóstastór.
Kannski ætti ég að fara í megrun
í Hveragerði og brjóstaminnkun.“
Hún fór að gráta og sagði síðan
mUU ekkasoganna: „Síðan kom
sviminn ofan í þessi vandræði." En
skyndUega virtist sviminn ekki
vera neitt vandamál. Orð eru tíl
alls fyrst. Nönnu grunaði strax að
Gríma væri
Álæknavaktmm
að æpa á hjálp með þessum Ukam-
legu einkennum. Hún fyndi fyrir
angist og óróleika gagnvart Ufmu
sem hún túlkaði eins og svima eða
ójafnvægi. Hún gat ekki lengur
gengið eða staðið vegna svima. Á
þennan hátt var hún að segja heim-
inum að fótunum hefði verið kippt
undan hennar eigin tilveru. Hún
óttaðist um manninn sinn og fannst
með réttu að hjónabandið væri í
hættu statt. Börnin voru að full-
orðnast og áttu sína eigin vini og
enginn virtist lengur hafa fyrri
þörffyrir hana. Lífið einkenndist
af algjöru tílgangsleysi. Hún afneit-
aði þessum tilfinningum og bældi
þær niður en líkaminn ljóstraði
Brekkubæjarskóli Akranesi
Sérkennara til aö veita forstöðu sérdeild fatlaðra
barna vantar til starfa.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk.
Upplýsingar veita:
Ingi Steinar Gunnlaugsson skólastjóri vs. 93-11938,
hs. 93-11193
Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri vs. 93-11938,
hs. 93-13090
Útboð
Gilsfjörður - rannsóknir
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í undir-
búning rannsókna í Gilsfirði, bæði í Saurbæ
og Króksfjarðarnesi.
Helstu magntölur: Efnisnám ásamt flokkun
12.000 m3, bergskeringar ásamt flokkun
3.000 m3.
Verki skal lokið 1. október 1 993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rík-
isins á Isafirði og í Borgartúni 5, Reykjavik
(aðalgjaldkera), frá og með 19. þ.m. Skila
skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 3. ágúst 1993.
Vegamálastjóri
J
Útboð
Dímonarvegur, Suður-
landsvegur - Stóri Dímon
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
8,54 km kafla á Dímonarvegi í Rangárvallasýslu.
Helstu magntölur: Fyllingar og neðra burðarlag
36.000 m3 og fláafleygar 3.500 m3.
Verki skal lokið 15. október 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins
á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal-
gjaldkera), frá og með 19. þ.m.
Skila skal tilboðum ásömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 26. júlí 1993.
Vegamálastjóri
Utboð
y
Suðurlandsvegur,
Hvammsá - Vík
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
5,48 km kafla á Suðurlandsvegi milli Hvammsár
og Víkur í Mýrdal.
Helstu magntölur: Fylling og fláar 78.500 m3,
burðarlög 15.000 m3 og slitlög 32.000 m2.
Verki skal að fullu lokið 25. júlí 1994,
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavik (aðal-
gjaldkera), frá og með 19. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 9. ágúst 1993.
V.
Vegamálastjóri
Útboð
Hlíðarvegur, Landsendi
- Hölknárdalur
j
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
3,2 km kafla á Hlíðarvegi, frá Landsenda að
Hölknárdal.
Helstu magntölur: Fyllingar 16.700 m3, neðra
burðarlag 7.300 m3.
Verkinu skal lokið 15. október 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal-
gjaldkera), frá og með 19. þ.m.
Skifa skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14 00
þann 26. júlí 1993.
Vegamálastjóri