Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 17. .JÚLÍ 1993 41 Fræðimannsíbúð á Skriðuklaustri: Afdrep til að efla andann Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum; Á Skriðuklaustri í Fljótsdal hefur nú á fimmta sumar verið til ráðstöf- unar íbúð þar sem lista- og fræði- menn hafa getað búið stuttan tíma í senn. Fyrri hluta júlímánaðar dvaldi þar Vésteinn Ólason prófessor og kona hans, Unnur A. Jónsdóttir framhaldsskólakennari. Unnur nýtti tímann til að vinna við spjaldvefnað. Vésteinn kennir íslenskar bók- menntir við Háskóla íslands og hefur m.a. lagt stund á rannsóknir er snerta danskvæði og vikivaka. Hann var spurður um ástæðu þess að hann kom til dvalar í Skriðuklaustur. „Mig langaði til að rifja upp verk Gunnars Gunnarssonar í réttu um- hverfi og jöfnum höndum er ég að lesa prófarkir að öðru bindi íslenskr- ar bókmenntasögu. Ég hef reyndar mest verið að fást við kafla um kat- ólsk helgikvæði frá lokum miðalda og það á einmitt ágætlega við á þess- um stað þar sem eitt sinn stóð klaust- ur.“ Er Vésteinn var spurður hvernig staðurinn heföi orkað á hann, sagði hann. „Ég er Austfirðingur að ætt og reyndar voru ættmenn mínir búandi hér frá 1880 og allt þar til Gunnar fór héðan. Hér er dásamlegt umhverfi og þó stundum hafi blásið nokkuð strítt þessa daga hér höfum við getað notið gönguferða í Hallormsstaðar- skógi og Ranaskógi, þar sem alltaf er skjól. Viö höfum líka notað tæki- færið og farið á söguslóðir bóka Gunnars, bæði hér og í Vopna- firði. Húsið hér er alveg einstætt og ég vona sannarlega að Austfirðingar muni eignast hér lifandi fræðasetur. Auðvitað er ég mjög ánægður með að við að sunnan skulum eiga þess kost að dvelja hér um stundarsakir, en mikilvægast er að staðurinn verði til að efla menningarlíf og fræði á Austurlandi. En til þess að það geti orðið þarf íslenska ríkið að sýna að það hafi verðskuldað þessa höfð- inglegu gjöf Gunnars Gunnars- sonar.“ Opin allt árið Það var 20. ágúst 1989 sem fræði- mannaíbúðin á Skriðuklaustri var opnuð er þar var hátíð haldin til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar skálds er þar bjó á fjórða ártugnum. Skyldu listamenn ög fræðimenn eiga þess kost að dvelja þar til að iðka þar sína iðju og efla andann. Fyrstur til að nýta þetta var Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, en alls hafa dvahð þar flmmtán skáld og fræðimenn, sumir oftar en einu sinni. íbúðin er opin allt árið en reyndin h'efur orðið sú að einungis hefur verið sótt um dvöl þar að sum- arlagi. Svíakóngur og sveitafólk Þessi íbúð var raunar það fyrsta sem nefnd á vegum þriggja ráðu- neyta varð sammála um að gera til að halda á lofti minningu skáldsins á Skriðuklaustri og til að viðhalda' reisn staðarins. Nú hafa í tvö ár ver- ið haldin námskeið í húsinu á vegum Bændaskólanna en í umsjá Búnaðar- sambands Austurlands. Hafa þau farið mjög vel af stað og líklegt að þar verði framhald á. Tignasti gest- ur, sem hefur gist Skriðuklaustur i seinni tíð, er eflaust Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, er hann kom hér haustið 1989 til að fara á hrein- dýraveiðar, en þá voru veiðilendur í Svíþjóö lokaðar eftir Tsjernobyl- slysið. Unnur A. Jónsdóttir kennari og Vésteinn Ólason prófessor fyrir utan fræðimannabústaöinn á Skriðuklaustri. DV-mynd Sígrún Subaru Legacy 2.0 station, árg. 1992, ekinn 17 þús. km, 5 gíra, litur silfur, skipti á ódýrari Subaru st. ’88-’89 koma til greina. Verð 1.790 þús. Bifreiðin er til sýnis hjá Borgarbílasölunni. BOBfíABBTT.ASAT.AW GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 Tvær bestu bækurnar! Bústólpi 7,00% Stjörnubók 6,95% BÚSTÓLPI HÚSNÆÐiSREIKNINGUR Hæsta raunávöxtun húsnæðissparnaðarreikninga kom í hlut BÚSTÓLPA, húsnæðisreiknings Búnaðarbankans, sem skilaði 7,00% raunávöxtun fyrstu 6 mánuði ársins. Hæsta raunávöxtun almennra innlánsreikninga var á STJÖRNUBÓK Búnaðarbankans, 6,95% raunávöxtun fyrstu 6 mánuði ársins. STJÖRNUBÓKIN er verðtryggð með 30 mánaða binditíma en hægt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi. Ef safnað er í spariáskrift á STJÖRNUBÓK eru allar innborganir lausar á sama tíma. Auk þess eiga eigendur STÖRNUBÓKAR kost á húsnæðisláni frá bankanum, að hámarki 2,5 milljónir króna til allt að 10 ára. STJÖHNUBOK BÚNAÐARBANKANS (8) BÚNAÐARBANKINN Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.