Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 48
56
LAUGARDAGUR 17. JÚLf 1993
Tilkyimingar
Ríkey í Perlunni
Nú stendur yfir sýning á verkum Ríkeyj-
ar í Perlunni. Hún sýnir skúlptúra,
postulinsmyndir og vatnslitafantasíur.
Auk þess sýnir hún stórar höggmyndir
úr steinsteypu á hjólum. Rikey veröur
við í Perlunni frá kl. 14.00-19.00. Sýningin
stendur yfir til 25. júlí og eru öll verkin
til sölu. A morgun, sunnudag, mun Reyn-
ir Jónasson organisti spila á harmóníku
á sýningu Ríkeyjar.
Sahara kynnir nýtt á íslandi
Sahara er nýtt veitingahús á Suöurlands-
braut 12. Þar er m.a. boðið upp á líbanska
kjúklinga Shawarma (kebab) í libönsku
brauði með grænmeti og sósu. Einnig
Falefil baunabollur með einstakri Falefil
sósu.
Gjöftil Krabbameinsfélags
Islands
Krabbameinsfélagi íslands voru nýlega
færðar að gjöf 150 þúsund krónur sem
er ágóði af sölu bamabókarinnar
„Freyjusögur" sem kom út fyrir tæpum
tveimur árum. Höfundur „Freyjusagna"
var Kristín Finnbogadóttir ffá Hítardal
sem lést fyrir rúmum tveimur árum en
hún hefði orðið 65 ára þann 30. júní sl.
Böm Kristínar og eiginmaöur, sem öll
búa í Englandi, höfðu forgöngu um að
gefa út bókina „Freyjusögur" til að
heiðra minningu hennar. Að hennar ósk
er Krabbameinsfélaginu færður sá ágóði
sem af sölunni hlýst.
Árbæjarsafni gefin tvö 19.
aldar málverk
Nýlega barst Árbæjarsafni höfðingleg
gjöf ffá Danmörku, tvö olíumálverk af
hjónunum Waldemar Fischer og Amdísi
Teitsdóttiu ffá miðri 19. öld. Gefandinn,
ffú Loa Sander er úr fjölskyldu Fischers
í Danmörku.
Andlát
Björn Steffensen, löggiltur endur-
skoöandi, Áiíheimum 27, lést í Borg-
arspítalanum fimmtudaginn 15. júlí.
Sandspyrnukeppni
í dag, laugardag, mun Bílaklúbbur
Skagafjarðar halda sandspymukeppni í
samstarfi við Kvartmíluklúbbinn á Borg-
arsandi við Sauðárkrók. Keppnin hefst
kl. 14.00 og er liður í íslandsmeistaramót-
inu.
Fjölskyldudagur í
skógræktarstöðvum
Starfsmenn Skógræktarstöðvar ríkisins
og Skeljungur hf. bjóöa almenningi að
heimsækja skógræktarstöðina að Vögl-
, um í Fnjóskadal og á Hallormsstaö í dag
á milli kl. 13.00 og 17.00 til þess að kynn-
ast starfseminni sem þar fer fram. Margt
verður á dagskrá fjölskyldudagsins, t.d.
skemmtilegar skógargöngur, bátsferðir
og hestaleiga.
Tónleikar
Júlímessa Kvennakirkjunnar
Júlímessá Kvennakirkjunnar verður
haldin í Þykkvabæjarkirkju í Rangár-
vallasýslu sunnudaginn 18. júli kl. 20.30.
Guðrún Guðlaugsdóttir blaðakona pré-
dikar og talar um tryggðina. Elisabet
Þorgeirsdóttir les ljóð og séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir þjónar fyrir altari og
fræðir um kvennaguðfræði. Elín Þöll
Þórðardóttir syngur einsöng og sönghóp-
ur Kvennakirkjunnar leiðir almennan
söng imdir stjóm Sesselju Guðmunds-
dóttur. Ferðin austur í Þykkvabæ tekur
um einn og hálfan klukkutíma og verður
rútuferð ffá Umferðarmiðstöðinni á veg-
um Kvennakirkjunnar. Lagt verður af
stað kl. 18.30. Allir velkomnir.
Hafnagönguhópurinn
í dag og á morgun, sunnudag, gefst kost-
ur á að fara í skoöunarferð út í Engey.
Engey er náttúmperla sem fáir hafa
kynnst og eyjan er einnig rík af búminj-
um, sjóminjum og striðsminjum. Farið
verður báða dagana kl. 14.00 úr Suður-
bugt, bryggju niður af Hafnarbúðum.
Hægt verður að velja um gönguferð um-
hverfis alla eyna eða rólega göngu aðeins
um miðeyna. Ferðin tekur þrjá til fjóra
tíma. Verð er 800 kr. Allir em velkomnir
í ferð með Hafnargönguhópnum.
Hið íslenska náttúrufræöifé-
lag
Langa feröin í sumar verður farin 23.-25.
júlí, föstudag til sunnudags. Lagt verður
upp frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 9 á
fóstudagsmorgim og stefnt að endur-
komu þangaö um kl. 22 á sunnudags-
kvöld. Aðaláhersla í náttúmskoðun í for-
inni verður á afréttargróður og jökul-
menjar. Leiðsögumenn verða Eyþór Ein-
arsson grasafræðingur og jarðfræðing-
amir Inga Kaldal og Skúli Víkingsson.
Fararstjórar verða Guttormur Sigbjam-
arson og Freysteinn Sigurðsson. Ferðin
er öllum opin en skráning er á skrifstofu
HÍN að Hlemmi 3, 4. hæð (hjá Náttúm-
fræðistofhun), auk þess sem hægt er að
skrá sig símleiðis. Sími HÍN er 91-624757,
en skrifstofan er opin þriðjudaga og
fimmtudaga fyrir hádegi. Fólk er beðið
að skrá sig sem fyrst og greiða þátttöku-
gjald tímanlega.
Tónleikar á Kaffi Torgi
Ellen Kristjánsdóttir og hljómsveit leika
á Kafifi Torgi, Hafnarstræti 20, í kvöld,
laugardagskvöld. Lifandi tónlist allar
helgar.
Tapaðfimdiö
Kettlingur í óskilum
Lítill grár kettlingur, með rauða og gráa
hálsól, ómerktur, fannst við Smáralund
í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 667711.
Slæða tapaðist
í Garðabæ
Slæða í brúnum litum, merkt Michele
Angelo, tapaðist nálægt Garðaskóla í
Garðabæ nýlega. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 656447.
Sundtaska tapaðist
í Laugardal
Svört sundtaska með mynd af skútu tap-
aðist í Laugardalnum sl. fimmtudag. í
töskunni var rauður, hvitur og grár regn-
galli. Finnandi vinsamlegast hringi í
Lám í síma 678681 eða vs. 692500.
Hjónaband
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Dansað í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20.00
sunnudagskvöld. Panta þarf og greiða í
Þórsmerkurferðina 21. júli í síðasta lagi
mánudaginn 19. júli. Lögfræðingur fé-
lagsins er til viðtals á þriðjudögum. Panta
þarf tíma á skrifstofunni í síma 28812.
SveinssyniHarpa Helgadóttir og Rúrik
Vatnarsson.Þau em til heimilis í Heiö-
argerði 31, Reykjavík.
Ljósm. Jóhannes Long
Þann 19. júní vom gefin saman í hjóna-
band í Kópavogskirkju af sr. Hirti Hjartar
Sólveig Jörgensdóttir og Heiðar Sig-
urjónsson. Heimili þeirra er að Beija-
rima 3, Reykjavík.
Ljósm. Jóhannes Long
' Þann 29. maí vora gefin saman í hjóna-
band í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálm-
arssyni Hulda Rúriksdóttir og Lárus
Finnbogason. Þau em til heimilis í
Hvammsgerði 8, Reykjavík.
Ljósm. Svipmyndir
Þann 26. júní vom gefin saman í hjóna-
band í Lágafellskirkju af sr. Kristjáni
Einari Þorvaröarsyni íris Smáradóttir
og Þorsteinn Ágústsson. Þau em til
heimilis aö Leimtanga 39a.
Ljósm. Nærmynd
Þann 3. júlí vom gefin saman í hjónaband
í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthías-
syni Steinunn Þorleifsdóttir og Ing-
ólfur Kolbeinsson. Þau em til heimilis
að Sogavegi 152.
Liósm. Nærmynd
íslandsbikarkeppni í
seglbrettasiglingum
Nú um helgina verður haldið seglbretta-
mót sem er liður í bikarkeppni seglbretta-
manna. Keppt verður bæði í dag og á
sunnudag við Seltjamames. Fyrir
áhugasama mun keppnisbraut verða lögð
þannig að vindur er að landi, þ.e.as. ef
vindur blæs að norðan þá er brautin
norðanmegin á Seltjamamesinu en
sunnanmegin í suðlægum áttum.
Styrktaraðili mótsins er Islenska um-
boðssalan.
Ljúfmeti úr laxi og silungi
Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér
bókina Ljúfmeti úr laxi og silungi eftir
Bjarka Hilmarsson matreiðslumeistara.
Þetta er vönduð og glæsileg matreiðslu-
bók þar sem er að finna fjölda freistandi
uppskrifta að Ijúffengum og girnilegum
lax- og silungsréttum, bæði heitum og
köldum forréttum, súpum og aðalréttum.
Flestar uppskriftimar em einfaldar og
leiðbeiningar em skýrar og ítarlegar.
Litmyndir em af öllum réttum í bókinni
og hefur Magnús Hjörleifsson ljósmynd-
ari tekið þær.
Tónleikar í Hafnarborg
Vegna sýningar þýska listamannsins
Wemers Möller í Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, mun
safnið í samvinnu við Goethe Institut
efna til tónleika honum til heiðurs mið-
vikudaginn 21. júli kl. 20.00 í Hafnarborg.
Þar mun Trió Reykjavíkur, sem er skipað
þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu-
leikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og
Halldóri Haraldssyni píanóleikara, flytja
verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Dmitri
Schostakovitch og Johannes Brahms.
Efhisskráin er sú sama og tríóið leikur í
Prag og London seinna í þessum mán-
uöi. Miðasala er í Hafriarborg.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudag 18. júlí. Kl. 8.00
Þórsmörk. Kl. 10.30 Vatnshlíðarhom -
Kistufell - Grindaskörð. Kl. 13.00 Heiö-
mörk - Rjúpnadyngjur. Brottfór frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin (komið
við í Mörkinni 6).
Þann 26. júní vom gefin saman í hjóna-
band í Ólafsvíkurkirkju af sr. Friðriki J.
Hjartar Fanney Vigfúsdóttir og Þor-
steinn B. Bjarnason.Þau em til heimil-
is að Miðbrekku 1, Ólafsvík.
Ljósm. Bama- og fjölskylduljósmyndir
Þann 29. mai -vom gefin saman í hjóna-
band í Áskirkju af sr. Áma Bergi Sigur-
bjömssyni Sigrún Ingadóttir og Jón
Ak. Lyngmo. Þau em til heimilis aö
Fífuseli 9, Reykjavik.
Ljósm. Ljósmyndastofa Reykjavíkur
Þann 17. júní vom gefm saman í ryona-
band í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sig-
urgeirssyni Guðrún S. Sigurgríms-
dóttir og Helgi Helgason.Þau em til
heimihs í Skólagerði 61, Kópavogi.
Ljósm. Jóhannes Long
Þann 12. júni vom gefm saman í hjóna-
band í Glaumbæjarkirkju í Skagafirði af
sr. Gísla Gunnarssyni Jóhanna Val-
geirsdóttir og Jón Eiriksson. Þau em
til heimilis að Varmahlíð í Skagafirði.
Ljósm. Ljósmyndaþj. Pedersen, Sauðár-
króki
Þann 26. júní vom gefm saman í hjóna-
band í Landakotskirkju af sr. Þóri Step-
hensen Erla Árnadóttir og Sveinn
Andri Sveinsson. Þau era til heimilis
að Ægisíðu 96.
Ljósm. Nærmynd
band í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthi-
assyni Ragna Georgsdóttir og Páll
Eggertsson. Þau em til heimilis að Ás-
garði 75.
Ljósm. Nærmynd