Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Blaðsíða 56
Veðrið á sunnudag ogmánudag: Bjartviðri sunnan- lands og vestan Hæg noröaustanátt, að mestu skýjað norðanlands og austan en bjartviðri sunnanlands og vestan. Veðrið í dag er á bls. 61 LOKI Ef Jón Baldvin er heilinn og Jóhanna hjartað hvaða líffæri er þá Rannveig? íslenskt bergvatn: Seltzer leggur framfjármagn Munnlegt samkomulag náðist í fyrrakvöld milli forráðamanna Seltz- ers í Englandi og íslensks bergvatns um að Seltzer leggi fjármagn í rekst- urinn svo starfsemin geti haldið áfram. Forráðamenn Seltzers voru hér á landi á flmmtudaginn. Að sögn Davíðs Schevings Thor- steinssonar er framhald starfsem- innar nú tryggt. Seltzer-menn hafi lofað að leggja til það fjármagn sem til þurfi svo reksturinn geti haldið áfram. -Ari 85 hafa fengið bætur { vegna sjúkrahússlysa * Vvrnfi 1 ov' o í o-H-o Iri^Ái^o o Kooon ov« - bætumar stefna 1 átta mllljónlr króna á þessu ári Mjög mikil aukning hefur orðið á því að sjúklingar fái greiddar bætur hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna ýmissa ófyrirséðra atvika sem verða á opinberum sjúkrastofnunum. Sjúklingar sem eru til meðferðar á þessum stofnunum eru nú tryggðir á svipaðan hátt og vinnandi fólk er tryggt gagnvart vinnuslysum. Um þetta tóku nú lög gildi árið 1989. Frá þeim tíma hefur aukningin orðið mjög hröð og hafa 85 einstaklingar fengið greiddar bætur. Árið 1991 greiddi Tryggingastofnun út 1,7 mill- ónir króna vegna slíkra atvika, 4,5 milljónir á síðasta ári. Miðað við greiðslur sem þegar hafa verið greiddar út í ár stefnir í að stofmmin verði búin að greiða sjúklingum hátt í 8 milljónir í árslok. „Varðandi sjúklingatrygginguna er Smiiljónirkróna 7 Á þessum árum hafa alls 85 mál verið afgreidd. Spa fyrir þaö sem eftir er ársins ekki spurt um hvort eitthvað sé ákveðnum aðila að kenna - skaða- bótaskylda þarf ekki að vera fyrir hendi,“ sagði Kristján Guðjónsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun. „Þetta gengur út á að greiða fólki bætur sem hefur verið til meðferðar á opinberum stofnunum og með- höndlunin hefur farið mikið úrskeið- is miðað við það sem fólk gat átt von á. Dæmi um þetta geta verið veruleg- ir samgróningar beina eftir aðgerðir og miklar sýkingar. Einnig eru alls kyns dæmi sem líka eru bótaskyld, eins og þegar fólk deyr á skurðar- borði þar sem ef til vill er verið að gera tiltölulega meinlausa aðgerð. Skaðabótaskylda er væntanlega fyrir hendi líka ef einhver dettur fram af skurðarborði eða um handvömm er að ræða,“ sagði Kristján. Hér tínir Þorleifur Jóhannesson, garðyrkjubóndi á Hverabakka II á Flúðum, rauðar paprikur en Þorleifur er að rækta það grænmeti í fyrsta sinn. Paprika er einær planta og veröur rauð ef hún hangir 3 vikum lengur á trjánum en þær grænu. Síðan er hægt að vera með mismunandi litaafbrigði. Auk papriku ræktar Þorleifur, ásamt eigin- konu sinni, Sjöfn Sigurðardóttur, og 4 starfsmönnum, blómkál, kínakál, hvítkál, rófur, gulrætur, sellerí, tómata, púrrulauk, spergilkál og agúrkur í 300 fermetra gróðurhúsum og á 4 hekturum lands. Að sögn Þorleifs er ís- ienskt grænmeti að streyma á markaðinn en Flúðir eru eitt mesta grænmetissvæði landsins og stærsta blómkáls- og kínakálssvæðið. -bjb/DV-mynd GVA Kristján segir að ef einhver telurl sig hafa lent í hliðstæðum atvikumf tilkynni viðkomandi það hjá Trygg- ingastofnun með því að fylla út eyðu- blað með sem gleggstum upplýsing- um - sjúkrahús eða heilsugæslustöð, lækna o.s.frv. „Síðan öflum við gagna og þar er úrskurðað í fyrstas lági hvort þetta er bótaskylt. Ef þetta; hefur leitt til örorku metur trygg-1 ingalæknir hana,“ sagði Kristján. Ef ágreiningur rís og ekki tekst að I semja um greiðslur með hliðsjón afi' örorku endar slíkt gjaman með‘ málshöfðun. Þá er spurningin um skaðabótaskyldu og hver beri ábyrgð á viðkomandi „slysi“. Sjúklinga- i tryggingin nær ekki yfir mistök einkastofum lækna eða tannlækna. Hins vegar hafa ílestir slíkir læknar ■ sjálfirtekiðtryggingar. -Ótt' i * i i 'í i Jóhann vann fyrstu skákina Jóhann Hjartarson stórmeisari sigraði í gær Armeníumanninn Nalbadanjan í fyrstu umferð milli- svæöamótsins í Biel í Sviss þar sem teflt er um 11 sæti í áskorendakeppni til heimsmeistara FIDE. Jóhann hafði svart og stóð skákin í um fjórar klukkustundir. Armeninn hefur 2.430 ELO-stig en Jóhann hefur 2.605. Á mótinu eru flestir sterkustu skákmeistararnir í heiminum, 30 keppendur með yfir 2.600 stig. Ovæntustu úrslitin í gær urðu þeg- ar rússneski unglingurinn og undra- barnið Kramnik, sem hefur 2.710 ELO-stig, tapaði fyrir Hollendingn- um Van Welli. Jafnt varð í skákum Salovs og Nogueiras, Anands og Portisch, Sirovs og Gurevitsj og ívantsjúks og Wolff. Jóhann teflir bæði í dag og á morg- un en þegar DV fór í prentun í gær- kvöldi var ekki Ijóst hverjir andstæð- ingar hans yrðu. Jóhann var einn af þremur sem fékk þátttökurétt á mót- inu eftir svæðamót Norðurlandanna á síðasta ári. Að sögn Áskels Ö. Kára- sonar hjá Skáksambandi íslands er Jóhann vel undirbúinn fyrir mótið og líklegur til að verða i hópi þeirra 25-30 skákmeistara sem öðrum frem- ur eru taldir munu berjast um áskor- endasætinellefu. -Ótt í í í í í í LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993. SophiaHansen: Faðir Halims sagðist vera búinnaðéta stelpurnar „Þegar við vorum að gefa skýrslu birtist faðir Hahms. Þeg- ar hann sá okkur trylltist hann og hvítnaði í framan. Hann opn- aði munninn, sagði mér að horfa vel upp í sig og sagði hvað eftir annað: „Ég er búinn að éta stelp- urnar". Hann sagði mig vera gleðikonu, ráfandi villihund á götum Istanbul og þræl djöfuls- ins,“ sagði Sophia Hansen við DV í gær eftir að hafa farið í fylgd lögreglu til að fá að sjá dætur sín- ar viö heimílí Halims AÍ. „Maðurinn spurði hvernig ég vogaði mér að koma krístinni trú yfir á stelpurnar. Hann kvaðst vera bamabarn Ataturks og ég hefði ekkert með að koma þama - hann myndi drepa mig og myndi koma mér til helvítis. Hvað eftir annað varð hann svo æstur að hann ætlaði í mig. Guð- mundur bróðir stóð uppi í miðj- um tröppum og náði öllu upp á videotökuvél. Hann ætlaði að ná vélinni af Guðmundi en lögreglan stöðvaöi hann.“ Mikil geöshræring Sophia og Rósa systir hennar komust i mikla geðshræringu við hótanir föður Halims og ákvað Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu, aö ekkert yrði aðhafst fyrr en á mánudag þegar áfrýjunardóm- stóll mun taka íjölmörg um- gengnisbrot Halims fyrir. Sophia sagði að framangreind myndspóla yrði lögð fram í rétt- inum. Hún fékk í gær dómsúr- skurð í hendur sem heimilar henni um næstu helgi að fara hvenær sem er sólarhrings heim tiIHalimsAI. -Ótt T F R E T Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 632700 ÞREFALDUR1. vinningur r í í í í LtTTO .. alltaf á ímövikudöginii -4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.